Spennandi lausnir eru í boði til að bæta þjónustu - ef vilji er til að skoða þær

Frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík veltir fyrir sér grunnþjónustu í borginni og hvort meirihlutanum finnist hún ekki nógu spennandi.

Auglýsing

Stundum hvarflar að manni að meiri­hlut­anum í Reykja­vík finn­ist grunn­þjón­ustu­verk­efnin ekki nógu spenn­andi, alla­vega ekki eins spenn­andi og þeim ættu að finn­ast þau því ekki eru þau unnin nógu vel. Það er bæði vond afstaða og mik­ill mis­skiln­ing­ur. Fyrir liggja fjöl­mörg tæki­færi til nýrra nálgana til betri þjón­ustu og þau eru síður en svo ekki spenn­andi. Eina sem þarf er vilj­inn til að sjá þau og skoða og síð­ast en ekki síst þarf vilja til að gefa þeim svig­rúm innan kerf­is­ins.

Nýsköpun til að auka gæði þjón­ustu

Til staðar er stórt ákall um breyt­ingar í þessum efnum og þar nán­ast hvert sem litið er innan þjón­ustu borg­ar­inn­ar, hvort sem frá þjón­ustu til eldri borg­ara eða leik­skóla­barna. Þar er af mörgu að taka en það sem öll þjón­ustan á sam­eig­in­legt er að alls staðar þarf að horfa til starfs­manna­mála og umhverfi starfs­fólks­ins sem veitir þjón­ust­una. Mann­ekla og mikil veik­indi, meðal ann­ars vegna álags, er mál sem þarf til dæmis að kom­ast á dag­skrá. Því miður hefur meiri­hlut­inn fellt til­lögur mínar þess efn­is.

Nýsköp­un­ar­um­hverfi er lyk­il­orð. Orð sem oft er talið vera póli­tísk tísku­orð en lýsir engu að síður því sem vantar og þarf að inn­leiða. Nýsköpun er háð því að stjórn­endur og starfs­menn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hug­myndir og leiðir til að nálg­ast verk­efni sín. Starfs­um­hverf­ið, við­horf og menn­ing innan fyr­ir­tækj­anna geta þar skipt sköp­um. Nauð­syn­legt er að rekstr­ar­um­hverfi verði tekið til sér­stakrar skoð­unar hvað þetta varð­ar. Fjár­festa þarf í breyt­ingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköp­un­ar, hvetji til jákvæðra sam­skipta, frum­kvæði og lausn­a­mið­aðri hugs­un.

Auglýsing

Í leið­inni verður að auka það svig­rúm sem stjórn­endur hafa til að mæta álagi á starfs­fólk vegna mann­eklu og veik­inda. Stjórn­endur eiga til dæmis að hafa frelsi til að umb­una starfs­mönn­um. Stjórn­un­ar­um­hverfið verður að vera þannig að það sé hvetj­andi fyrir alla starfs­menn til að vinna að betri lausnum og bæta þjón­ust­una. Ef ákveð­inn leik­skóli hefði til að mynda fjár­hags­ramma til að vinna úr sjálfur og sjálf­stætt gætu við­kom­andi skóla­stjórn­endur leyst þann vanda í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borg­ar­stjórn ákveði og stýri mið­lægt hvernig bregð­ast skuli við, aðferð sem er ein­fald­lega ekki að skila árangri.

Þetta segir sig í raun sjálft þar sem auð­vitað er far­sælla að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Nýsköpun í skóla­starfi getur einnig leitt til þess að í stað þess að ein­blína á það að fjölga kenn­urum mætti velta fyrir sér hvernig umhverfið þyrfti að breyt­ast þannig að hægt væri að kenna með sama fjölda kenn­ara. Kannski má þannig nota fjár­magnið og mannauð­inn á skyn­sam­legri hátt með betri mennt­un.   

Svig­rúm til einka­rekst­urs í þágu allra

Þar sem opin­bera kerfið hefur verið tregt til að losa um mið­stýr­ingu kerf­is­ins með sveigj­an­legri lausnum er ekki hægt að ræða um nauð­syn nýsköp­unar í þjón­ustu án þess að nefna svig­rúm til einka­rekst­urs.

Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálf­stæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunn­þjón­ustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyr­ir­komu­lag leiði til mis­mun­andi þjón­ustu, þar sem hinir efna­meiri fái meira en þeir efna­minni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjón­ustu, er lítil hreyf­ing á mál­inu.

Í Reykja­vík er skortur á þjón­ustu fyrir börn, fatl­aða, aldr­aða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lög­bundin skylda sveit­ar­fé­lags­ins að veita þjón­ust­una eru biðlistar því miður stað­reynd. Þjón­ustu­þörf í Reykja­vík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríð­ar­lega á næstu ára­tug­um. Því er ljóst að við verðum að skoða vand­lega hvernig við nálg­umst það verk­efni að veita mann­sæm­andi lög­bundna grunn­þjón­ustu.

Eitt stærsta verk­efni Reykja­vík­ur­borgar næstu ár er að takast á við breyt­ingar á sam­fé­lag­inu. Því miður hefur meiri­hlut­inn í Reykja­vík verið áhuga­laus um að taka rekstur og útfærslu grunn­þjón­ust­unnar í Reykja­vík til gagn­gerrar skoð­un­ar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjá­kvæmi­legt til þess að hægt verði að veita lög­bundna þjón­ustu í næstu fram­tíð og mæta fyr­ir­sjá­an­legri auk­inni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til vel­ferð­ar­sam­fé­lag­anna ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Við eigum að nýta það sem vel hefur gef­ist til þess að bæta þjón­ust­una en láta ekki raka­lausar kreddur standa í vegi fyrir eðli­legum og nauð­syn­legum umbót­um.

Það hefur verið mitt hjart­ans mál að inn­leiða slíkar breyt­ingar í Reykja­vík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum fram­far­ar­breyt­ingum eftir í þágu okkar allra. Opnum hug og ein­földum málin – og látum þjón­ust­una í borg­inni virka.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi og fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar