Skoðanakönnun um Pútín

Um miðjan mars verða forsetakosningar í Rússlandi. En þær eru í raun bara skoðanakönnun um fylgi Pútíns. Engin von er til þess að hann vinni ekki og hann verður forseti til 2024 hið minnsta.

Auglýsing

Þann 18. mars næst­kom­andi ganga Rússar að kjör­borð­inu í for­seta­kosn­ing­um. Það er að segja ef kosn­ingar skyldi kalla. Sumir segja nefni­lega að þetta sé í raun bara skoð­ana­könnun á vin­sældum sitj­andi for­seta, Vla­dimírs Pútíns. Sem hafa verið miklar und­an­farin ár, meðal ann­ars vegna brota hans á alþjóða­lögum árið 2014, þegar hann hrifs­aði Krím-skaga af Úkra­ínu, sjálf­stæðu ríki. Kosn­ing­arnar ber einmitt upp á 4 ára minn­ingu þess atburð­ar.

Pútín hefur í raun stjórnað Rúss­landi frá því að hann var settur for­seti af Boris Jeltsín, sem sagði af sér um alda­mótin 2000. Jeltsín var fyrsti for­seti hins „nýja“ Rúss­lands, sem reis upp úr hruni Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Á árunum þar á eftir gengu Rússar og Rúss­land í gegnum ótrú­legar þreng­ing­ar, með óheftum dólga­kap­ít­al­isma, auknum glæp­um, fólks­fækkun og mik­illi nið­ur­sveiflu í lífs­kjörum hins almenna Rússa.

Á þessum árum urðu svo­kall­aðir „ólíg­arkar“ mjög áber­andi menn í rúss­nesku sam­fé­lagi, en margir þeirra (þetta var í raun mjög fámennur hóp­ur) sölsuðu undir sig gríð­ar­leg auð­æfi, með allskyns belli­brögð­um, enda eftir miklu að slægjast, Rúss­land er jú gríð­ar­lega ríkt af auð­lindum á borð við olíu og málm­um.

Auglýsing

Ræt­urnar eru í KGB

Við valda­tök­una sagð­ist Pútín stað­ráð­inn að snúa gæfu Rúss­lands við og hefja landið á ný til vegs og virð­ing­ar. Hann sagði að hrun Sov­ét­ríkj­anna hefði verið eins­konar „sögu­legt stór­slys“ á 20. öld­inni. Sem fyrrum ofursti KGB-­leyni­þjón­ust­unnar var Pútín (og er) hins vegar afkvæmi gamla sov­ét-­kerf­is­ins. Margir gagn­rýnendur segja njósn­a­feril hans ein­kenna mjög störf hans sem for­seti, enda hefur hann raðað KGB-­mönnum og öðrum aðilum úr örygg­is­geir­anum í kringum sig. Þessir menn eru kall­aði „siloviki“ á rúss­nesku. Fjöldi þeirra kemur frá Sankti Pét­urs­borg (fyrrum Lenín­grad) en Pútín er þaðan (fæddur 1952).

Pútín var kos­inn í emb­ætti í for­seta­kosn­ingum mars árið 2000 og aftur árið 2004. Árið 2008 var svo komið að hann mátti ekki bjóða sig fram aftur sökum ákvæða í stjórn­ar­skrá lands­ins. Þá bar hins vegar svo við að helsti vinur hans og sam­starfs­mað­ur, Dmi­try Med­vedev, var kos­inn for­seti og Pútín var gerður að for­sæt­is­ráð­herra. Þá var stjórn­ar­skránni einnig breytt, sem gerði Pútín kleift að bjóða sig fram aftur og valda­tími for­set­ans lengdur úr fjórum í sex ár. Árið 2012 var Pútin því kos­inn enn á ný og nú er ekk­ert sem bendir til þess að hann vinni ekki kosn­ing­arn­ar. Hann verður því for­seti til að minnsta kosti 2024. Eng­inn annar leið­togi en hinn grimmi Jósef Stalín hefur verið lengur við völd í Rúss­landi (1922-1952).

Lífs­kjör upp en svo niður

Á fyrstu árum Pútíns í emb­ætti fóru lífs­kjör batn­andi í Rúss­landi og réði hækk­andi olíu­verð þar miklu um. Þegar Pútín tók við emb­ætti kost­aði tunnan af hrá­olíu um 30 doll­ara, en árið 2008 var hún komin í um 100 doll­ara. En frá 2012 seig á ógæfu­hlið­ina árið 2015 var olíu­tunnan komin í aðeins 50 doll­ara. Þýddi þetta nei­kvæðan hag­vöxt (sam­drátt) í rúss­neska hag­kerf­inu. Þá var Rúss­land líka komið í stríð (ekki þó með form­legum hætti) í Úkra­ínu og stríð kostar pen­inga. Nú er tunnan í kringum 65 doll­ara.

Umfjöllun um spill­ingu og „rányrkju“ ráða­manna hefur einnig verið ffyr­ir­ferð­ar­mikil hin síð­ari ár. Um og eftir  þing­kosn­ingar í des­em­ber 2011 og for­seta­kosn­ing­arnar vorið 2012 urðu mjög mikil mót­mæli víða um Rúss­land. Stjórn­völd tóku mjög hart á þeim og fjöldi fólks var hand­tek­inn. Margt bendir til þess að umfangs­mikið kosn­inga­svindl hafi verið um að ræða í þessum kosn­ingum og fékk Pútín „að­eins“ um 63% atkvæða, sem ekki þykir mikið fyrir hann. Það þykir ekki mjög „pútínsk“ kosn­ing. Nú vilja hans menn að hann fái minnst 70% atkvæða og að þátt­taka verði hið minnsta í kringum 70%.

Er Rúss­land stór­veldi?

Sov­ét­ríkin urðu að stór­veldi á 20. öld, en ekki eru allir á þeirri skoðun að Rúss­land sé stór­veldi í dag. Þeir sem stjórna ganga hins vegar út frá því og sér­stak­lega Pútín, sem hefur það í raun sem mark­mið. Þó Rúss­land sé ríkt land þá er þjóð­ar­fram­leiðsla þeirra aðeins á pari við Spán, sem er sjötta stærsta hag­kerfi Evr­ópu. Mis­skipt­ing er óvíða meiri en í Rúss­landi og um 110 manna hópur auð­manna er tal­inn eiga um 35-40% alls auðs í rúss­nesku sam­fé­lagi. Þessi mis­skipt­ing er stöðugt umfjöll­un­ar­efni á sam­fé­lags­miðl­um, sem Rússar eru dug­legir að nota. Mis­skipt­ingin veldur gremju og óánægju. Hafa menn til dæmis áhyggjur af því að vegna hennar og versn­andi lífs­kjara yfir­gefi ungt fólk Rúss­land. Það sjái ekki mögu­leika í sínu heima­landi.

Hinir sjö von­lausu

Eng­inn af þeim sjö sem bjóða sig fram gegn Pútín er tal­inn eiga mögu­leika á að vinna og ganga þeir til dæmis undir nafn­inu „hinir sjö von­lausu“. Þeir eru frekar meira sem punt og þjóna til­gangi upp á útlit kosn­ing­anna að gera. Eini aðil­inn sem mögu­lega gæti veitt Pútín sam­keppni hefur verið úti­lok­að­ur, en það er lög­fræð­ing­ur­inn og blogg­ar­inn Alexei Navalny. Hann var ákærður á sínum tíma fyrir svik með timb­ur­vörur og því úti­lok­aði rúss­neska kjör­nefndin hann. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (sem Rúss­land er aðili að) komst hins vegar að því að dóm­ur­inn bryti gegn mann­rétt­inda­á­kvæð­um, væri handa­hófs­kenndur og „ósann­gjarn“. En það breytti engu. Navalny hefur hins vegar tals­verða hreyf­ingu á bak við sig og hefur skipu­lagt fjölda mót­mæla. Hann hefur líka verið hand­tek­inn og stungið steinn­inn nán­ast í hvert skipti sem hann mót­mæl­ir.

Millj­óna­mær­ingur í fram­boði fyrir Komm­ún­ista­flokk­inn

Meðal hinna fram­bjóð­enda eru svo skrýtnir fuglar á borð við Pavel Grúd­inin, fram­bjóð­andi Komm­ún­ista­flokks­ins. Hann er millj­óna­mær­ingur og for­stjóri samyrkju­bús nálægt Moskvu. Auk þess er hann ekki félagi í Komm­ún­ista­flokkn­um, sem hlýtur telj­ast nokkuð merki­legt. Eina konan í hópnum er Ksenia Sobchack, en svo vill til að hún er dóttir lög­fræð­ings­ins Anatoly Sobchack, sem var aðal­mað­ur­inn í stjórn­málum Pét­urs­borgar á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og Pútín vann fyr­ir! Líta má á hann sem „guð­föð­ur“ Pútíns í stjórn­mál­um, en Sobchack var einn af höf­undum núver­andi stjórn­ar­skrár Rúss­lands. Hann lést úr hjarta­á­falli árið 2000, sama ár og Pútín varð for­seti Rúss­lands.

Pútín er „óháð­ur“ fram­bjóð­andi

Pútín býður sjálfur fram sem „óháð­ur“ fram­bjóð­andi, stundar nán­ast enga kosn­inga­bar­áttu (og hefur eig­in­lega aldrei gert). Hann notar bara sjón­varp­ið, enda ræður hann yfir því og flestir Rússar fá allar sínar upp­lýs­ingar úr miðlum sem Pútín (rík­ið) stjórnar beint eða óbeint. En breyt­ist eitt­hvað núna í Rúss­landi við kosn­ing­arn­ar? Nei, að öllum lík­indum ekki. Pútín verður kos­inn og mun að öllum lík­indum stjórna til 2024, en þá verður hann 72 ára gam­all. Frétta­skýrendur eru þegar farnir að velta fyrir sér arf­taka hans, en það er eng­inn slíkur í sjón­máli. Hins vegar er að vaxa upp kyn­slóð í Rúss­landi sem þekkir ekk­ert annað en stjórn Pútíns, það er að segja „ein­stjórn Pútíns“ - „kerfi Pútíns“.  Varla getur það verið hollt fyrir rúss­neskt lýð­ræði, sem er ekki eins og við skiljum hug­takið hér á Vest­ur­lönd­um, heldur eitt­hvað alveg sér­-rúss­neskt. En því er stýrt af einum manni og sá maður er Vla­dimír Pútín.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá háskól­anum í Upp­söl­um, Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar