Mismunun á vinnumarkaði

Í dag er alþjóðalegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Hallfríður Þórarinsdóttir spyr sig hvort að þróun á vinnumarkaði þar sem innflytjendur finna sig í stórum meirihluta í láglaunastörfum óháð menntun og hæfni, æskileg?

Auglýsing

Er ekki bara eðli­legt að greiða fólki af erlendum upp­runa, lægri laun en venju­legum Íslend­ing­um? Þetta fólk kann yfir­leitt ekki neina íslensku er ekki vant sömu þæg­indum og sættir sig líka hvort sem er við lak­ari kjör en við. Já svo kunna þau yfir­leitt miklu betur að spara en við þannig að það er auð­velt fyrir þau að lifa af lágum laun­um. Hug­myndir af þessum toga lifa því miður góðu lífi í hug­ar­heimi allt of margra.

Í jan­úar 2017 bjuggu ríf­lega fjöru­tíu þús­und inn­flytj­endur í land­inu, sem sam­svarar um 12% af heild­ar­mann­fjölda. Þeim hafði fjölgað um rúm­lega 80% frá alda­mót­um. Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands fluttu tæp­lega átta þús­und fleiri erlendir rík­is­borgar til lands­ins en frá því árið 2017. Það þýðir að  fjöldi inn­flytj­enda, sem búsettir eru í land­inu nálg­ast nú fimm­tíu þús­und manns, sem er há tala í íslensku sam­hengi.

Í dag 21. mars er alþjóð­legur bar­áttu­dagur gegn kyn­þátta­for­dóm­um/ras­isma og mis­mun­un. Við heyrum dag­lega af ofsóknum gegn minni­hluta­hóp­um, sem víða eiga í vök að verj­ast gegn yfir­gangi, kúgun og arðráni ríkj­andi vald­hafa og stétta. Þetta er því miður hlut­skipti margs fólks víðs vegar um heim­inn. Í Evr­ópu eiga múslimar,  Róma­fólk og inn­flytj­endur einkum í vök að verj­ast. Í Banda­ríkj­unum eru það ekki síst svartir Banda­ríkja­menn, sem hafa búið við kúgun og arð­rán í aldarað­ir. Þar er ras­ism­inn sam­of­inn sam­fé­lags­gerð­inni og síst á und­an­haldi með núver­andi vald­höf­um, því mið­ur. Ras­ismi er hug­mynda­fræði eða trú­kerfi, sem grund­vall­ast á þremur meg­in­hug­mynd­um:

Auglýsing

  1. Að mann­kynið skipt­ist í nátt­úr­lega flokka eftir lík­am­legri gerð.

  2. Að lík­ams­gerð sé í beinum tengslum við menn­ingu, per­sónu­leika og greind.

  3. Að á grunni genetískra erfða hafi sumir hópar í eðli sínu yfir­burði yfir aðra hópa.

Ras­ismi er stundum kall­aður kyn­þátta­for­dóm­ar, kyn­þátta­mis­rétti eða kyn­þátta­hatur á íslensku. Hug­takið ras­ismi er víð­ara því það vísar bæði til hug­mynda og hegð­unar meðan íslensku hug­tökin eru ekki eins skýr hvað þetta varð­ar. Rasískar flokk­anir og hug­myndir byggja á mýt­um, sem allar hafa verið hrakt­ar. „Kyn­þætt­ir“ eru fyrst og fremst félags­legir flokkar ekki líf­fræði­leg­ir. Mann­kynið er ein teg­und og lík­am­legt útlit, menn­ing­ar- eða þjóð­ar­upp­runi hefur ekk­ert með vits­muna­lega greind eða hæfni að gera. Ras­ism­inn þjónar fyrst og fremst þeim til­gangi að kynda undir trú á eðl­is­lægan mun milli hópa til að rétt­læta mis­mun­andi dreif­ingu gæða sam­fé­lags­ins. Ras­ismi rétt­lætir því und­ir­ok­un, útskúfun og jafn­vel útrým­ingu etnískra hópa og heilla þjóða.  

Ras­ismi er á skala eða rófi, stundum minni og stundum meiri, stundum aug­ljós stundum dul­inn. For­dómar og mis­munun gagn­vart hverjum sem er, eru óásætt­an­legir og stríða gegn hug­myndum um mann­virð­ingu og jafn­rétti, hvort tveggja þættir sem hafa mikla þýð­ingu fyrir flesta Íslend­inga, allt­ént í orði kveðnu.

Það er rosa­lega auð­velt að vera á móti ras­is­ma/mis­munun í öðrum og fjar­læg­ari sam­fé­lögum en manns eig­in. Lítum okkur nær. Hvað með ras­isma á Íslandi er hann til og hvernig birt­ist hann hel­st? Jú því miður er ras­ismi til á Íslandi og birt­ist leynt og ljóst hug­myndum „okk­ar“ um „hina“ sem á ein­hvern hátt eru öðru­vísi og í hegðun okkar gagn­vart þeim. Hann getur birst í margs­konar van­virð­ingu í tali og hegð­un, t.d. þegar hör­unds­fölt fólk gerir klúrar lít­ils­virð­andi kyn­ferð­is­legar athuga­semdir við hör­unds­dökkt fólk. Þetta kom vel fram í frá­sögnum hör­unds­dökkra í #metoo bylt­ingu kvenna af erlendum upp­runa. Hann birt­ist í líka í lág­launa­stefnu gagn­vart inn­flytj­endum almennt og gler­veggjum og girð­ing­um, sem allt of margir þeirra mæta á vinnu­mark­aði. Asísk kona með við­skipta­fræði­mennt­un, sem talar bæði íslensku og ensku reiprenn­andi ásamt fleiri tungu­málum er boðið starf í ræst­ingum þegar hún sækir um starf sem við­skipta­fræð­ing­ur. Skortur á fram­gangs­mögu­leikum og starfs­þróun er því miður regla fremur en und­an­tekn­ing þegar inn­flytj­endur eiga í hlut, þrátt fyrir að þeir hafi til­skylda menntun og tali góða íslensku. Fjöl­margir inn­flytj­endur hafa líka reynslu af því að vera hafnað í vinnu á grund­velli nafns síns og einskis ann­ars. Launa­mis­munun og und­ir­boð og hvers konar arð­rán á inn­flytj­endum bygg­ist því í raun og sann á  rasískum hug­mynd­um.

Ljóst er að yfir­stand­andi hag­vöxtur er ekki síst því að þakka að hingað hefur drifið að fólk erlendis frá til að vinna í ferða­þjón­ustu og fjöl­mörgum afleiddum störf­um. Atvinnu­þátt­taka inn­flytj­enda er með því hæsta sem ger­ist eða vel yfir 80%. Þeir eru ríf­lega 15% allra starf­andi en dreifast þó afar ójafnt yfir vinnu­mark­að­inn, eru sam­þjapp­aðir í lág­launa­störf þrátt fyrir margs­konar mennt­un. Þrif og hrein­gern­ingar eru nán­ast alfarið í höndum aðfluttra starfs­manna, sem enda­send­ast á milli vinnu­staða, vinna alls staðar og hvergi og eru ekki hluti af neinum vinnu­stað.  Þeir eru fjöl­mennir í bygg­ing­ar­vinnu, umönn­un­ar­störfum og í hótel og veit­inga­geir­anum eru þeir um þriðj­ungur laun­þega sam­kvæmt opin­berum töl­um. Dreif­ing þeirra í stétt­ar­fé­lög end­ur­speglar þetta.

Tæp­lega helm­ingur félags­manna Efl­ingar stétt­ar­fé­lags er fólk af erlendum upp­runa þar af helm­ing­ur­inn Pól­verj­ar. Í Verka­lýðs og sjó­manna­fé­lagi Kefla­víkur VSFK eru þeir ríf­lega helm­ingur í verka­lýðs­fé­lag­inu Hlíf í Hafn­ar­firði um 40% og í Bár­unni á Sel­fossi um 25%. Ríf­lega þriðj­ungur allra í Bygg­iðn, félagi bygg­ing­ar­manna eru starfs­menn af erlendum upp­runa.  Í öðrum stétt­ar­fé­lögum er hlut­deild þeirra miklu lægri, sums staðar nær engin líkt og í SFR en nær 10% í Starfs­manna­fé­lagi Reykja­vík­ur­borgar og í VR svo dæmi séu tek­in. Hlutur þeirra í flestum öðrum stétt­ar­fé­lögum er lág eða hverf­andi.

Er þessi þróun á vinnu­mark­aði þar sem inn­flytj­endur finna sig í stórum meiri­hluta í lág­launa­störfum óháð menntun og hæfni, æski­leg? Hvaða afleið­ingar mun það hafa ef hún heldur áfram óbreytt næstu ára­tug­ina?

Ef það er ekki ætluð  stefna yfir­valda og vinnu­veit­enda, hvort heldur á hinum almenna mark­aði eða þeim opin­bera að skapa aðskil­inn vinnu­mark­að, sem hverf­ist um heima­menn versus aðflutt starfs­fólk þá verður að gera við­hlít­andi ráð­staf­anir til að nýta betur menntun og mannauð­inn sem inn­flytj­endur búa yfir og skapa þeim fleiri tæki­færi. Það er vel við hæfi að hefja þá umræðu á alþjóð­legum bar­áttu­degi gegn ras­isma og mis­mun­un.

Höf­undur er doktor í menn­ing­ar­mann­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar