Hvað má Krónan kosta?

Þorsteinn Víglundsson segir að stærsti kostnaðarliðurinn við krónuna sem gjaldmiðil sé það ábyrgðarleysi sem hhún veldur á endanum hjá stjórnmálamönnum.

Auglýsing

Krónan okkar er dýr gjald­mið­ill. Því verður ekki neit­að. Vext­irnir eru tvö til þrefalt hærri en hjá nágranna­löndum okkar og að auki er krónan bæði sveiflugjörn og fall­völt. Miðað við skuldir íslenskra heim­ila má áætla að fjög­urra manna fjöl­skylda greiði um 100 þús­und krónur á mán­uði í við­bót­ar­vexti vegna krón­unn­ar. Til að standa undir þeim kostn­aði þarf þessi fjöl­skylda að þéna tæpar 200 þús­und krónum meira á mán­uði. Það væri góð kjara­bót fyrir þessar fjöl­skyldur ef við gætum skipt út krón­unni.

En það er ekki mik­ill áhugi á slíkum breyt­ingum á stjórn­ar­heim­il­inu. Jafn­vel þó rót­tækur sós­í­alisti sitji við borð­send­ann. Krónan okkar er þar því miður í miklu upp­á­haldi. Þar þykir hún öllum öðrum myntum fremri, í það minnsta ef marka má yfir­lýs­ingar stjórn­ar­liða á tylli­dög­um. Hjá íhalds­sam­ari þing­mönnum þjóð­ar­innar má alls ekki draga kosti krón­unnar í efa. Að efast um ágæti hennar virð­ist þar á bæ á pari við að efast um feg­urð íslenskrar nátt­úru eða yfir­burðar bragð­gæði íslensks vatns og lamba­kjöts.

Sumir leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar hafa reyndar villst af leið og leyft sér að efast um ágæti krón­unnar á stund­um, en snar­lega verið kippt inn á réttar brautir á ný af sér reynd­ari og skyn­sam­ari mönn­um.

Auglýsing

Eins og hamstur á hjóli

Það sem helst virð­ist vera talið krón­unni okkar til tekna er mik­ill sveigj­an­leiki hennar þegar í óefni er kom­ið. Á manna­máli heitir það geta hennar til að falla þegar við höfum klúðrað stjórn efna­hags­mála. Þessi hæfi­leiki krón­unnar er mikið aðdá­un­ar­efni hjá mörgum stjórn­mála­mönnum og skyldi engan undra. Fall­hæfi­leiki krón­unnar léttir nefni­lega af okkur stjórn­mála­mönnum ábyrgð­inni á því að þurfa að stýra rík­is­fjár­málum af ábyrgð. Það er auð­vitað hund­leið­in­leg ábyrgð. Slíkri ábyrgð fylgir nefni­lega að þurfa að halda aftur af sér í yfir­lýs­inga­gleði þegar vel árar. Að lofa ekki stór­auknum rík­is­út­gjöldum á báða bóga þegar þörf er á efna­hags­legu aðhaldi.

Ein­hverra hluta vegna teljum við lög­mál hag­fræð­innar ekki eiga við um okk­ur. Aðstæður hér séu svo sér­stak­ar. Sjálf­sagt yrði sá lit­inn horn­auga sem teldi þyngd­ar­lög­málið ekki eiga við hér á hjara ver­ald­ar. En þegar máls­met­andi stjórn­mála­menn og verka­lýðs­leið­togar blása á almenna skyn­semi í efna­hags­málum sem allar þjóðir í kringum okkur hafa tamið sér af bit­urri reynslu, er líkt og ekk­ert sé sjálf­sagð­ara.

Frá Þjóð­ar­sátt höfum við hækkað laun hér á landi marg­falt á við nágranna okkar á Norð­ur­lönd­unum og aukið útgjöld hins opin­bera líkt og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Við erum samt ekk­ert rík­ari en nágrannar okkar eða með betra vel­ferð­ar­kerfi enda hefur krónan helm­ing­ast að verð­gildi á sama tíma­bili. Raunar höfum við end­ur­tekið þessa vit­leysu nær stöðugt allan full­veld­is­tím­ann. Sú staða sem nú er uppi hefur end­ur­tekið sig á u.þ.b. 10 ára fresti síð­ast­liðin 100 ár.

Við höfum hins vegar upp­skorið marg­falt hærri vext­ir, hærri verð­bólgu og mun óstöðug­ari gjald­mið­ill. Þetta er ein helsta ástæða þess hversu dýrt er að búa hér. Við borgum fyrir allt ábyrgð­ar­leys­ið. Við þurfum fyrir vikið að vinna leng­ur, fyrir krón­una. En að vinna fyrir krón­una minnir stundum á hamstur á hjóli. Það er alveg sama hversu hratt er hlaup­ið, við stöndum samt í stað.

Það er nefni­lega svo gott að hafa falleig­in­leika krón­unnar við slíkar aðstæð­ur. Þegar í vanda er komið þá fellur krónan sam­visku­sam­lega og réttir af hag­stjórn­ar­mis­tök und­an­geng­inna ára. Slíkt fall er auð­vitað eins og hverjar aðrar nátt­úru­ham­far­ir. Engum er um að kenna en auð­vitað nauð­syn­legt að hefj­ast handa þá þegar við end­ur­reisn hag­kerf­is­ins, heil­brigð­is­kerf­is­ins, mennta­kerf­is­ins – með auknum útgjöldum en ekki hvað? Krón­urnar sem settar voru í það í gær eru tals­vert verð­minni í dag.

En hvað má fall­getan kosta?

Stuðn­ings­menn krón­unnar tala hins vegar af minni ástríðu um kostnað henn­ar. Hvað kostar krón­an? Eða kannski væri rétt­ara að spyrja hvað má hún eig­in­lega kosta okk­ur?

Fyrst ber þar auð­vitað að nefna vaxt­ar­stigið sem fylgir krón­unni. Vextir hér á landi eru að jafn­aði 4-5% hærri en í helstu nágranna­löndum okk­ar. Heim­ilin skulda inn­lendu fjár­mála­kerfi um 2 þús­und millj­arða króna og 5% hærri vextir þýða því um 100 millj­arða hærri vaxta­gjöld heim­il­anna en ella. Það sam­svarar tæpum þrjú hund­ruð þús­und krónur á mann á ári eða ef við viljum taka þessa talna­leik­fimi lengra, um 100 þús­und krónur á mán­uði fyrir 4 manna fjöl­skyldu. Þessi fjöl­skylda þarf því um 180 þús­und auka­lega í laun á mán­uði til að borga „krónu­reikn­ing­inn“ sinn, sam­an­borið t.d. við danska eða sænska fjöl­skyldu.

Í öðru lagi mætti nefna vöru­verð. Fyr­ir­tækin í land­inu skulda um 1.200 millj­arða eða svo í krónum og við­bótar vaxta­kostn­aður þeirra á hverju ári því um 60 millj­arðar króna. Sá reikn­ingur endar auð­vitað að stærstum hluta hjá okkur neyt­endum í formi hærra vöru­verðs. Það er ekki ólík­legt að við borgum í það minnsta 3-5% hærra vöru­verð bara vegna vaxta­kostn­aðar krón­unn­ar. Ekki er óvar­legt að áætla þann kostnað tals­vert hærri sökum mik­illa sveiflna á gengi krón­unnar sem aftur leiðir til hærri með­al­á­lagn­ingar versl­unar en ella, vegna áhætt­unnar sem þessum sveiflum fylg­ir.

Ábyrgð­ar­leysið er kostn­að­ar­samt

Stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn er hins vegar án efa það ábyrgð­ar­leysi sem krónan veldur á end­anum hjá okkur stjórn­mála­mönn­um. Við getum eytt um efni fram vit­andi að krónan kemur okkur á end­anum til bjarg­ar. Þetta redd­ast allt sam­an. Það sama má segja um for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Af hverju að vera að í takti við önnur Norð­ur­lönd með aðeins 3-4% kaup­hækkun á ári, þegar hægt er að lofa svo miklu meira. Það er auð­velt að blása á skyn­sem­is­hjal mis­vitra hag­fræð­inga eða sam­an­burð við nágranna okkar á hinum Norð­ur­lönd­unum vit­andi það að þetta redd­ast allt að lok­um. Krónan fell­ur, eins og hún hefur gert hér á landi sam­visku­sam­lega á u.þ.b. 10 ára fresti allan full­veld­is­tím­ann.

Og eftir fallið hefst leik­ur­inn að nýju með kapp­hlaupi stjórn­mála­manna og verka­lýðs­for­kólfa um hver bjóði best. Og eftir situr almenn­ingur með kostn­að­inn af öllu sam­an.

Er ekki nóg kom­ið? Á þjóðin ekki betra skil­ið?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar