Haltur leiðir blindan

Kjartan Jónsson segir að í ríkisstjórninni komi saman þau öfl á Íslandi sem sé mest umhugað um óbreytt ástand í íslensku þjóðfélagi. Þeir beri sjálfir ábyrgð á skorti á trausti sem ríkir og því ekki líklegastir til að hrinda í framkvæmd úrbótum.

Auglýsing

Í síð­ustu viku kom út skýrsla starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra, sem skip­aður var í upp­hafi árs­ins: „Efl­ing trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu“. Ekki þarf að hafa mörg orð um þörf­ina á slíkri úttekt í því and­rúms­lofti van­trausts sem hver könn­unin af annarri hefur stað­fest að umlykur alþingi og stjórn­sýsl­una alla og hefur gert frá hruni. Skýrslan er um margt góð og vel unn­in, en það er for­vitni­legt að skoða efni hennar út frá þeim flokkum sem skipa þá rík­is­stjórn sem for­sæt­is­ráð­herra er í for­svari fyr­ir. Í skýrsl­unni er fjallað um ýmsa þætti sem varða traust, spill­ingu og varnir gegn spill­ingu: Siða­regl­ur, gagn­sæi, upp­ljóstr­ara, fræðslu, en þeir þættir sem mig langar að fjalla um hér eru hags­muna­á­rekstr­ar, sam­skipti við hags­muna­að­ila og lýð­ræð­is­legt sam­ráð.

Hags­muna­á­rekstrar og sam­skipti við hags­muna­að­ila

Það er í sjálfu sér stór­merki­legt að í flestum málum sem varða hags­muna­á­rekstra, og mögu­legt mis­ferli þeim tengt, á for­maður stærsta flokks Íslands, Bjarni Bene­dikts­son, hlut að máli. Teng­ing hans við atvinnu­lífið og mögu­leg mis­beit­ing trún­að­ar­upp­lýs­inga úr stjórn­sýsl­unni, með­ferð hans sem ráherra á upp­lýs­ingum um aflands­fé­lög, auk þess að hafa átt a.m.k. eitt slíkt sjálf­ur, svo fátt eitt sé nefnt. Í nágranna­löndum okkar væri hvert og eitt mál út af fyrir sig nóg til að ráða­menn stigju til hlið­ar. Það snýst ekki einu sinni um hvort hann hafi gert eitt­hvað mis­jafnt – eins og nefnt er í áður­nefndri skýrslu skiptir ásýndin máli og allt þetta hefur stór­skaðað ímynd Alþingis og íslenskrar stjórn­sýslu. Önnur mögu­leg spill­ing­ar­mál tengd Sjálf­stæð­is­flokknum eru leka­mál Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, tengsl Ill­uga Gunn­ars­sonar við Orku Energy og Sig­ríður And­er­sen og lands­rétt­ar­mál­ið.

Þótt ger­end­urnir í mörgum stærstu spill­ing­ar­málum Fram­sókn­ar­flokks­ins, eins og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son (Wintris-­mál­ið) og Finnur Ing­ólfs­son (ýmsir vafa­samir gjörn­ingar þar sem ítökum í póli­tík var beitt til per­sónu­legs hagn­að­ar), hafi yfir­gefið Fram­sókn­ar­flokk­inn, þá er flokk­ur­inn ennþá þátt­tak­andi í mestu kerf­is­lægu spill­ingu á Íslandi í dag, íslenska kvóta­kerf­inu. Það var for­maður flokks­ins, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sem afhenti stór­út­gerðum mak­ríl­kvóta árið 2015 á gjaldi sem er u.þ.b. fjórð­ungur af því gjaldi sem Fær­ey­ingar eru að fá fyrir sinn mak­ríl­kvóta á upp­boði. Þar með tryggði hann stór­út­gerð lands­ins gríð­ar­legan hagnað um ókomna tíð, þar sem segja þarf upp þessum samn­ingi með 6 ára fyr­ir­vara.

Auglýsing

Nú, þegar hillir undir opnun Vaðla­heið­ar­gang­anna, má rifja upp aðkomu Stein­gríms Sig­fús­son­ar, stofn­anda og þing­manns VG, að þeim gjörn­ingi, þar sem Vaðla­heið­ar­göngum var skotið fram fyrir aðrar vega­fram­kvæmdir sem einka­fram­kvæmd, sem ríkið þó ber raun­veru­lega ábyrgð á, eins og ljóst er nú, þegar fram­kvæmdin er komin langt fram úr áætl­un. Þetta er nokkuð aug­ljóst dæmi um spill­ingu – stuðn­ingur flokks­ins við stór­iðju á norð­ur­landi er kannski á gráu svæði, en örugg­lega svik við marga kjós­endur flokks­ins og ekki til að stuðla að trausti í stjórn­mál­um.

Lýð­ræð­is­legt sam­ráð

Í skýrsl­unni er fjallað um vax­andi kröfu um lýð­ræð­is­legt sam­ráð, ekki aðeins á Íslandi, heldur víða um heim. Þar er fjallað um við­leitni m.a. Reykja­vík­ur­borgar til slíks sam­ráðs, með Betri Reykja­vík og aðkomu fólks að ráð­stöfun fjár til ýmissa verk­efna. Krafan um lýð­ræð­is­legt sam­ráð á lands­vísu hefur verið sterk á Íslandi frá hruni og birt­ist m.a. í ferli við mótun nýrrar stjórn­ar­skrár stjórn­laga­ráðs. Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur léku lyk­il­hlut­verk í að stöðva það ferli, auk þess að koma í veg fyrir að almenn­ingur fengi að taka ákvörðun um hver staða okkar innan Evr­ópu ætti að vera. VG hefur að auki ekki haft sig mikið í frammi í þessum mál­um. Ef verkin tala, þá er þetta ólík­leg­asta mögu­lega rík­is­stjórnin til að koma á auknu lýð­ræð­is­legu sam­ráði á Íslandi.

Loka­orð

Í þess­ari rík­is­stjórn koma saman þau öfl á Íslandi sem er mest umhugað um óbreytt ástand hvað varðar mörg stærstu álita­mál íslensks þjóð­fé­lags, ekki síst póli­tíska kerfið sjálft. Vand­inn með traust verður ekki leystur innan kerfis sem er sjálft hluti af vand­an­um. Eins og áður seg­ir, þá er skýrslan ágæt­lega unnin og gott plagg. Spurn­ingin er hins vegar hvort þessir flokkar séu þeir lík­leg­ustu til þess að hrinda í fram­kvæmd umbótum á þeim ágöllum sem hún bendir á, flokkar sem sjálfir bera mikla ábyrgð á þeim skorti á trausti sem nú rík­ir. Það verður alla­vega for­vitni­legt að fylgj­ast með þess­ari veg­ferð, þar sem segja má að haltur leiði blind­an.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti íslensku, stundar meist­ara­nám í heim­speki og er Pírati.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar