Frelsið til að kvelja

Kristján Andri Jóhannsson leggur til að Íslendingar hvetji stjórnvöld til að gefa ekki aftur út hvalveiðileyfi, hætti hvalveiðum og sýni að þeir séu fyrirmynd þegar kemur að því að vera friðelskandi þjóð.

Auglýsing

Fátt virð­ist kljúfa íslensku þjóð­ina jafn mikið og við­horf okkar til hval­veiða. 34% Íslend­inga eru hlynnt hval­veið­um, 34% and­víg og 31% eru hvorki hlynnt né and­víg.

And­staða við hval­veiðar hefur farið vax­andi og mót­mæli auk­ist en dökk mynd var dregin upp af veið­unum í heims­press­unni í sum­ar. Á sama tíma virð­ist sem stuðn­ingur ákveð­ins hóps við veið­arnar sé að styrkj­ast sam­an­ber nýleg frels­is­verð­laun sem Krist­ján Lofts­son for­maður Hvals Hf hlaut frá ungum sjálf­stæð­is­mönn­um.

Er verið að ganga á okkar rétt?

Í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar um áfram­hald­andi hval­veiðar má finna þau meg­in­rök sem við Íslend­ingar höfum haldið okkur við til stuðn­ings hval­veið­um. Það er að hvalir séu eins og hver önnur lif­andi auð­lind sem við eigum rétt á að nýta á sjálf­bæran hátt innan okkar lög­sögu.

Auglýsing

Er kom­inn tími til að líta í eigin barm?

Í rann­sókn frá árinu 2014 á drápum á 50 lang­reyðum við Íslands­strendur kom í ljós að 16% þeirra sem veiddir voru börð­ust í löngu sárs­auka­fullu dauða­stríði sem ent­ist að með­al­tali um 8 mín­útur og allt upp í 15 mín­út­ur.

Hér þurfum við að staldra við því að nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar vekja upp fjölda sið­ferði­legra spurn­inga sem við getum ekki litið fram hjá.

Allt tal um sjálf­bærar veiðar og rétt­inn til þess að nýta auð­lindir verður merk­ing­ar­laust þegar horft er til þess hve grimmi­leg drápin á hvölum eru.

Hvernig getur grimmdin við drápin farið fram hjá okk­ur?

Til þess að geta rætt um sið­ferði hval­veiða þurfum við að passa að láta ekki tungu­málið blekkja okk­ur.

Við erum ekki að tala um veiðar á lif­andi auð­lind­um, við erum að tala um veiðar á lang­reyðum og hrefnum sem eru spen­dýr sem hafa með­vit­und, upp­lifa og forð­ast sárs­auka á svip­aðan hátt og við. Flestir hafa upp­lifað að sjá gælu­dýr sitt ganga í gegnum sárs­auka, af hverju þykir okkur það í lagi að veita lang­reyðum í sjónum margra mín­útna sárs­auka í dauða­stríði að óþörfu? Við þurfum ekki kjötið þeirra, eft­ir­spurnin er nán­ast engin og vist­kerfið í haf­inu sér um sig sjálft.

Að skjóta sprengju­skutli í spen­dýr vit­andi það að hluti þeirra mun þjást svo mín­útum skiptir getur ekki kall­ast veiðar eða nýt­ing. Það er grimmi­legt dráp.

Að vera á móti hval­veiðum hefur stundum verið kallað öfga­fullt. En hvað er öfga­fullt við það að velja að valda öðrum sem minnstum skaða? Hvað með að kvelja hvali ekki að óþörfu? ber það með sér merki um öfga eða hóf­semi?

Fylgjum ekki menn­ingu okkar í blindni

Við getum lifað líf­inu á þann veg að við berj­umst fyrir frels­inu til þess að gera það sem við erum vön að gera. Mann­kyns­sagan er full af fólki sem elti fjöld­ann, fylgdi gömlum hefðum í blindni og staðn­aði.

Berðu það undir þína eigin sann­fær­ingu hvort þér þyki betra að kjósa að valda sem minnstum skaða og hætta hval­veiðum eða að berj­ast fyrir rétt­inum til þess að veiða hvali og kvelja að óþörfu.

Finnst þér í lagi að drepa að óþörfu þegar þú getur valið um ann­að?

Ég myndi segja að það sé rangt að drepa að óþörfu þegar þú getur valið um annað og borðað úr jurta­rík­inu en ég skil að mörg okkar sjá það ekki enn þá. Það er svo á allt öðru plani að bæði drepa og kvelja að óþörfu. Dráps­að­ferðin á hvölum myndi vera talin óásætt­an­leg fyrir öll hús­dýr og villt dýr á land­i. Hvetjum stjórn­völd til að gefa ekki aftur út hval­veiði­leyfi, hættum hval­veiðum og sýnum að við erum fyr­ir­mynd þegar kemur að því að vera frið­elsk­andi þjóð.

Hvalir eru ekki lif­andi auð­lind heldur ein­stak­lingar og eiga að hafa rétt til þess að vera frjálsir í haf­inu.

Höf­undur er mark­aðs­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

Alþingi, svar: sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Þor­gerði K. Gunn­ars­dóttur um hval­veið­ar.

Kill­ing effici­ency in the Icelandic fin whale hunt 2014 Report to the Direct­orate of Fis­heries in Iceland, ­Febru­ary 19, 2015 By Dr. Egil Ole Øen.

Skoð­ana­könnun MMR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar