Verulegur kynjahalli á ráðstefnunni Gerum betur – áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um ráðstefnu á vegum Jafnréttirsstofu þar sem henni fannst vanta umræður um eftirköst barna og foreldris af tálmunarofbeldi.

Auglýsing

Eftir áhorf á ráð­stefnu sem Jafn­rétt­is­stofa hélt sat ég þungt hugsi. Yfir­s­ást mér eitt­hvað hugs­aði ég! En hvað? Eftir ígrundun sá ég það. Frá­sagnir karl­manna og feðra vant­aði um ofbeldið sem þeir verða fyrir í tengslum við skilnað og for­sjár­mál.

Umræður um þann óskapnað þegar faðir er rang­lega sak­aður um ofbeldi, af hvers konar tagi og afleið­ing­ar, vant­aði. Feður hafa mátt þola falskar kærur um kyn­ferð­is­of­beldi gegn börnum sínum en Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki til­efni til að ræða það. Er það ekki ofbeldi sem teng­ist skiln­aði? Feður hafa mátt þola ólög­mætar tálm­an­ir, annað tveggja að hluta eða alger­ar. Jafn­rétt­is­stofa sá enga ástæðu til að ræða úrræða­leysið og ofbeldið sem í því felst. Jafn­rétt­is­stofu fannst ekki ástæða til að ræða um eft­ir­köst barna og for­eldris af tálm­un­arof­beldi.

Tálmun er þegar þú á ein­hvern hátt minnkar þann tíma sem barn á að vera með umgengn­is­for­eldri sínu, klukku­stund, hluti úr degi eða barni alfarið haldið frá for­eldri sínu. Tálmun er ofbeld­is­verk sem bitnar á  barni. Ekki orð um það. Þrátt fyrir umræður um mála­flokk­inn horfir Jafn­rétt­is­stofa fram hjá honum þegar ofbeldi er ann­ars veg­ar. Skil­greint ofbeldi eður ei, við­ur­kennt vanda­mál eftir skiln­að. Barn notað sem skjöldur og vopn. Ekki orð um það!

Auglýsing

Í umræð­una vant­aði þegar barn er notað sem gjald­mið­ill, sér­stak­lega þegar með­lag og fram­færsla er rædd í tengslum við skiln­að. Margir for­sjár­lausir feður eiga varla til hnífs og skeiðar eftir skiln­að. Þeir borga með­lag, leigja hús­næði til að taka á móti börnum sínum en fá engar barna­bætur eða þiggja aðrar bætur sem ætl­aðar eru börn­um. Í ein­hverjum til­fellum eiga þeir líka að útvega föt og annað sem börnin þurfa á að halda þegar umgengnin á sér stað. Þetta er hóp­ur­inn sem tal­inn er búa við mesta fátækt. Jafn­rétt­is­stofu fannst engin ástæða til að ræða það. Hverju skyldi það sæta?

Jafn­rétt­is­stofa tók ekki fyrir þann vanda sem með­lags­greið­endur eru í og reglur sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga gagn­vart þeim. Skert lífs­gæði barna með­lags­greið­anda. Ekki orð um það!

Ég vil ekki gera lítið úr þeim mál­efnum sem rædd voru á ráð­stefn­unni en hins vegar kom fátt nýtt fram sem alþjóð ekki veit.  

Starfs­mönnum Kvenna­at­hvarfs­ins var gefið mikið pláss í ráð­stefn­unni og þegar svo er verður mála­flokk­ur­inn eins­leitur eins og raunin varð.

Eina erindið sem tengd­ist karl­mönnum var um hvar þeir geta leitað sér hjálpar eftir ofbeld­ið. Það er vel og erindið gott. Þar koma fram að meiri­hluti karla sem leita sér hjálpar verða fyrir ofbeldi heima fyr­ir, gagn­kvæmt ofbeldi eins og sál­fræð­ing­ur­inn sagði. Hvað með konur hvert leita þær til að ,,læknast“ af ofbeld­is­hneigð­inni? Kvenn­athvarf­ið? Konur beita ofbeldi jafnt á við karla, ann­ars konar ofbeldi, og það virð­ist mein­loka að við­ur­kenna það ekki. Jafn­vægi kemst ekki á mála­flokk­inn fyrr en við við­ur­kennum slíkt. Jafn­rétt­is­stofa brást á þess­ari ráð­stefnu, kynja­hall­inn var of mik­ill.

Þátta­stjórn­endur Kverka­taks féllu í sömu gryfju. Mik­ill kynja­halli. Á ráð­stefn­unni sagði annar þátta­stjórn­and­inn frá að fjórði þátt­ur­inn átti að fjalla um ger­end­ur. Þeir vildu tala við ger­anda sem hafði við­ur­kennt brot sitt og hefði leitað sér hjálp­ar. Þau fengu eng­an. Þátta­stjórn­and­inn sagði það ekki en á milli lín­anna mátti heyra að leitað var eftir karl­manni. Aðkoma karl­manna að þátt­un­um, fyrir utan að vera ger­endur í þeim 2 málum tekin voru fyr­ir, var eng­in. Gefa átti alþjóð inn­sýn í mála­flokk­inn. Nei það gerð­ist ekki, hann fjall­aði um ofbeldi gegn kon­um. Í erind­inu kom í ljós að þátta­stjórn­endur leit­uðu til þeirra sam­taka sem hýsa konur og ekki við öðru að búast en eins­leitum þátt­um.

Vil enn á ný ítreka, vert að ræða mál­efnið en við þurfum að fá víð­sýnna fólk til að ræða um mála­flokk­inn í heild sinn.

Kannski á Jafn­rétt­is­stofa eftir að halda ráð­stefnu þar sem vanda­mál, ofbeldi, hindr­anir og úrbætur þar sem sjónum er beint að karl­mönnum og börn­um. Best er þó að mál­efnin séu rædd í sem víð­asta skiln­ingi, ekki með kynja­halla.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar