Fólkið í Alþýðusambandinu

Frambjóðandi til forseta ASÍ segir að forysta verkalýðsfélaganna hafi fyrst og fremst skyldur við félagsmenn sína og hagsmuni þeirra. Því sé mikilvægt að félögin nái að stilla saman strengi í komandi baráttu.

Auglýsing

Sam­einuð getur alþýðan lyft grettistaki -  bætt lífs­kjör og komið á rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Sundrað í smá­fylk­ingar verður alþýðu­fólk létt bráð fjár­mála­öfl­unum sem beita öllum ráðum til að halda völdum og auka auð sinn. Þetta eru gömul sann­indi og ný.  

Alþýðu­sam­band Íslands er breið­fylk­ing launa­fólks á almennum mark­aði og fyrir margt löngu var slitið á tengsl sam­bands­ins við ákveð­inn stjórn­mála­flokk til að sam­eina launa­fólk þvert á alla flokka.  Þannig er innan vébanda aðild­ar­fé­laga Alþýðu­sam­bands­ins fólk úr Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og Sós­í­alista­flokki - og yfir­leitt öllum flokk­um. Þar eru anar­kistar og Píratar og þar eru gamlir þreyttir karlar og ungar reiðar kon­ur. Þar eru líka gamlar þreyttar konur og ungir reiðir karl­ar. Þar er frjáls­lynt fólk og þar er íhalds­samt fólk. Þar er fólk með lágar tekjur og erf­iðar aðstæður og þar er milli­launa­fólk og jafn­vel fólk með til­tölu­lega háar tekj­ur.

Við, fólkið í Alþýðu­sam­band­inu, eigum eitt sam­eig­in­legt. Við erum  launa­fólk – þiggjum laun hjá launa­greið­endum og höfum myndað í félög til að verja sam­eig­in­lega hags­muni okk­ar.  Sam­taka­máttur okkar er mik­ill þegar við leggj­umst öll á eitt. Ef hins vegar tekst að kljúfa okkur í fylk­ingar brotnar öll sam­staða og launa­greið­endur og sam­tök þeirra ráð­ast að okkur - einu og einu í senn - og ráða örlögum okk­ar.

Auglýsing

Hags­munir fólks - ekki for­manna

For­ystu­hlut­verk Alþýðu­sam­bands­ins er mik­il­vægt. Því hefur verið reynt að velja for­ystu þess í ára­tugi þannig að hún end­ur­spegli sem best vinnu­mark­að­inn, lands­hlut­ana, kynin og atvinnu­grein­arn­ar. Með þessu er reynt að tryggja að sjón­ar­mið Alþýðu­sam­bands­ins end­ur­spegli sem best þau sjón­ar­mið sem sam­staða er um – sem fjöld­inn innan Alþýðu­sam­bands­ins er reiðu­bú­inn til að berj­ast fyr­ir.

Það þýðir að Alþýðu­sam­bandið er kannski ekki alltaf rót­tæk­asta aflið – með hávær­ustu rödd­ina eða mestu kröf­urn­ar. Á hinn bóg­inn eigum við að geta reiknað með að nokkuð skýr sam­staða sé meðal fólks­ins í Alþýðu­sam­band­inu um mark­mið­in. Við eigum líka að geta treyst því að kröfur Alþýðu­sam­bands­ins byggi á mál­efna­legri vinnu – að farið hafi verið yfir málin á þingum okkar og fundum og þau skoðuð frá öllum hliðum og að sam­staða sé um mark­mið­in. Kröfur okkar eiga að koma frá fólk­inu í Alþýðu­sam­band­inu.

Fólkið í Alþýðu­sam­band­inu er lyk­il­hug­tak – sem því miður gleym­ist oft. Verka­lýðs­fé­lögin voru stofnuð af fólki og um fólk. Ekki um for­menn. Verka­lýðs­fé­lögin stofn­uðu síðan Alþýðu­sam­bandið – um fólk. Um lífs­kjör fólks - drauma þess og mark­mið. Ekki um frægð for­ystu­manna og met­orð. Störf Alþýðu­sam­bands­ins eiga því að snú­ast um fólkið innan Alþýðu­sam­bands­ins og hags­muni þess.

For­ysta verka­lýðs­fé­lag­anna hefur fyrst og fremst skyldur við félags­menn sína og hags­muni þeirra. Það er því mik­il­vægt að félögin nái að stilla saman strengi í kom­andi bar­áttu. Í þeirri hríð verður að taka til­lit til allra og sætta sjón­ar­mið. Þannig verður unnt að taka slag­inn með breið­fylk­ingu alls fólks­ins innan Alþýðu­sam­bands­ins.

Starf í verka­lýðs­hreyf­ing­unni er oft ekk­ert sér­stak­lega spenn­andi. Það er mikið um fund­ar­höld, sam­töl og ráð­stefnur og mörgum finnst tím­anum illa var­ið. Bara eitt­hvað til­gangs­laust þras og röfl. En til­gang­ur­inn er einmitt að reyna að finna ein­hvern sam­nefn­ara sem flestir geta sam­ein­ast um.

Það er nefni­lega þannig að þó ein­hverjum snill­ingum finn­ist þeir hafa leyst alla lífs­gát­una þá eru aðrir ekki á sama máli. Ef menn taka síðan slag­inn við auð­valdið í mis­mun­andi fylk­ingum sem allar hafa höndlað stóra sann­leik­ann – bara hver á sinn hátt – er eft­ir­leik­ur­inn fyr­ir­sjá­an­leg­ur.  Al­mennir félags­menn verka­lýðs­fé­lag­anna borga brús­ann með lak­ari árangri.

Höf­undur býður sig fram til for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar