Allt í kringum börn hefur áhrif á kyngervismótun þeirra

Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir, fimmtán ára nemandi í 10. bekk Kelduskóla, skrifar vangaveltur um barnaefni og kyngervi barna.

Auglýsing

Nú í dag er vitað að börn mót­ast gríð­ar­lega mikið af umhverfi sínu. Flestir eru orðnir með­vit­aðir um það og gagn­rýna það sem börnum er boðið upp á og má þar nefna; leik­föng, bæk­ur, klæðn­að­ur, aug­lýs­ingar og barna­efni. Flest börn horfa að ein­hverju leyti á barna­efni og því er mjög mik­il­vægt að það sé vand­að, sendi góð skila­boð og stuðli að jákvæðum þroska. Fljótt á litið virð­ist sumt barna­efni þó enn ýta undir hefð­bundnar staðalí­myndir og kynja­hlut­verk og oft hafa skap­ast umræður um það meðal for­eldra og ann­arra sem ekki eru sátt við það. Sem dæmi má nefna Hvolpa­sveit­ina sem er afar vin­sæll þáttur hjá börnum en gagn­rýndur af mörgum vegna þess að af öllum sjö hvolp­unum er aðeins einn kven­kyns og er hún alltaf klædd í bleikt. Þetta er dæmi­gerð birt­ing staðalí­mynda kynj­anna sem er svo algeng í barna­efn­i. 

Auglýsing
Fleiri birt­ing­ar­myndir eru t.d. að stelpur klæð­ist ljósum lit­um, séu með löng augn­hár, mál­að­ar, við­kvæmar og varn­ar­lausar á meðan strákar eru frekar sterkir, valda­miklir, hug­rakkir og felandi til­finn­ingar sín­ar. Einnig er algengt að hefð­bundin kynja­hlut­verk ,sem eru í takt við eig­in­leika kynj­anna sam­kvæmt staðalí­mynd­um, birt­ist í barna­efni. Sam­kvæmt þessum kynja­hlut­verkum eru stelpur frekar sýndar í for­eldra­hlut­verki, hús­verkum eða fórn­ar­lömb á ein­hvern hátt en strák­arnir sýndir sem ofur­hetj­ur, ill­menni eða starf­andi utan heim­il­is.

Út frá vanga­veltum mínum um kyn­gervi kvikn­aði for­vitni um að skoða barna­efni hér á Íslandi og þá aðal­lega hvernig útlit, hegðun og hlut­verk koma fram hjá kynj­un­um. Staðalí­myndir kynj­anna hafa mikil áhrif á kyn­gerv­is­mótun á þann hátt að börnin hegða sér eins og þau hafa séð að sé við­ur­kennd hegðun fyrir þeirra kyn. Þau spegla sig við það, ætl­ast til ákveð­innar hegð­unar frá gagn­stæðu kyni og nota skila­boðin sem sam­fé­lagið sendir þeim í leik sinn. Börnin fá send þau skila­boð að þau eigi að líta út og haga sér á ákveð­inn hátt og eftir að þau hafa séð þau skila­boð aftur og aftur allt í kringum sig fara þau að fylgja þeim eft­ir.

Ég ákvað því að skoða barna­efnið á rík­is­sjón­varp­inu í eina klukku­stund, ástæðan fyrir því að RÚV varð fyrir vali mínu er vegna þess að efnið er aðgengi­legt öllum og því lík­lega með mikið áhorf. Á þeim klukku­tíma horfði ég á þætt­ina; Kúlugúb­b­arn­ir, Manni meist­ari, Froskur og vinir hans, Hin­rik hittir og Molang. Þá tók ég eftir ýmsum sterkum staðalí­myndum og það sama á við um kynja­hlut­verk. Dæmi um það má nefna þætt­ina Kúlugúb­b­arnir og  Manni meist­ari. Í Kúlugúbb­unum voru aðal­hlut­verkin hlut­falls­lega jöfn milli kynja en í Manni meist­ari voru strákar í meiri­hluta. Staðalí­myndir um hegðun og útlit stráka og stelpna koma fram í báðum þátt­um. Til dæmis voru strák­arnir iðu­lega klæddir dökkum litum á meðan stelp­urnar klædd­ust ljósum og Manni meist­ari er vinnu­maður á meðan flestar kon­urnar unnu í búð eða bak­aríi. Í Kúlugúbb­unum var þó minna um kynja­hlut­verk þó hægt væri að sjá konu í foreldra­hlut­verki. 

Auglýsing
Ég tók eftir að í aðeins tveimur þáttum var áber­andi minna um hefð­bundnar staðalí­myndir og kynja­hlut­verk. Það voru þætt­irnir Froskur og vinir hans og Molang sem að mínu mati senda ágæt skila­boð til barna því í þeim er ekki verið að skil­greina ein­stak­linga sér­stak­lega eftir kyni. Aðal­per­sónan í Froskur og vinir hans er karl­kyns og sýnir til­finn­ingar sínar og grætur sem brýtur þær hefð­bundnu staðalí­myndir gagn­vart hans kyni. Þó var einnig hægt að sjá kynja­hlut­verk sem voru þó óáber­andi í þætt­in­um. Dæmi um það má nefna að kven­kyns per­són­urnar voru sýndar vera að synda og með körfu fulla af kökum á meðan karl­kyns per­són­urnar voru sýndar sigla bát og les­andi bók. Í Molang er aðal­per­sónan kven­kyns en hún spilar og kennir öðrum fót­bolta en er sú eina sem er alveg hvít með bleikar kinnar á meðan hinir eru brúnir eða grá­ir, ekki með bleikar kinn­ar.

Eftir að hafa horft á barna­efnið sá ég að það er greini­legt að hér á landi er barna­efnið frekar kynjað og því tel ég íslenskt barna­efni hafa mikil áhrif á kyn­gerv­is­mótun barna. Börn fylgja þessum staðalí­myndum og kynja­hlut­verkum sem þau sjá í barna­efn­inu og þannig höld­umst við innan veggja kynja­kerf­is­ins. Flestir eru þó orðnir með­vit­aðir og farnir að gagn­rýna það. Því er von mín sú að með þessu áfram­haldi verði það til þess að í stað­inn fyrir að flest sé „stelpu­legt“ eða „stráka­legt“ þá verður það frekar ein­stak­lings­bundið og myndi þá útlit, hegðun og hlut­verk fara eftir ein­stak­lingnum ekki kyni.

Höf­undur er nem­andi í 10. bekk í Keldu­skóla og í fjar­náms­á­fanga í kynja­fræði í FÁ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar