Frá skólaverkfalli til stjórnmála: lækkun kosningaaldurs

Antoníus Smári Hjartarson setur skólaverkföll í samhengi við frumvarp um lækkun kosningaaldurs.

Auglýsing

Börn og ung­lingar hafa verið áber­andi í fréttum und­an­farið vegna skóla­verk­falls gegn lofts­lags­breyt­ingum og mót­mæla á Aust­ur­velli. Þetta er ekki í fyrsta skiptið und­an­farin miss­eri sem að ung­lingar taka af skar­ið, láta í sér heyra og krefj­ast breyt­inga. Allir full­orðnir og hvert barn hafa sam­fé­lags­miðla í vas­anum og er með vett­vang til að tjá gremju sína og hvetja aðra til dáða. Það var t.a.m. sextán ára fram­halds­skóla­stúlkan Alda Þór­eyj­ar­dóttir og femínista­fé­lög fram­halds­skól­ana sem hrintu af stað #FreeTheNipple bylt­ing­unni á Íslandi og var Twitter ómissandi tól fyrir þá hreyf­ingu. Á mánu­dag­inn verða fjögur ár liðin frá þeim degi.

Við sjáum við­brögð og skoð­anir barna við atburðum á sam­fé­lags­miðlum dags­dag­lega. Brjósta­frels­unin og skóla­verk­fallið eiga þó lítið sam­eig­in­legt. Í fyrra til­fell­inu var mark­miðið að breyta við­horfi almenn­ings og var það bar­átta bæði ung­linga og full­orð­inna. Margar sam­fé­lags­miðla­her­ferðir eru sama eðlis eða þá að þær bein­ast að ákveðnum ein­stak­lingum eða sam­tök­um. Hver sem er getur nýtt slíka miðla til að skipu­leggja sig, láta í sig heyra og hafa áhrif. Sam­fé­lags­miðlar virka stór­vel fyrir slíkar aðgerð­ir.

Póli­tískt vald barna

Skóla­verk­fallið er hins vegar allt ann­ars eðl­is. Með skóla­verk­fall­inu er verið að reyna að knýja fram stefnu­breyt­ingu yfir­valda í umhverf­is­mál­um. Sú stefnu­breyt­ing getur haft, og mun hafa, áhrif á m.a. skatt­kerfi og útgjöld rík­is, efna­hag og iðn­að, sam­göngur og dag­legt líf almenn­ings. Þessar breyt­ingar eru nauð­syn­legar til að tryggja ungu fólki í dag, sem og kom­andi kyn­slóð­um, mann­sæm­andi líf í fram­tíð­inni. Og það liggur í augum uppi að eldri kyn­slóðum skorti annað hvort vilja eða getu til að takast á við þessa áskor­un.  

Auglýsing

Hinar ýmsu stofn­anir og aðrir hafa myndað ung­menna­ráð og aðra slíka hópa svo að yngri kyn­slóðin geti haft áhrif í umhverf­is­mál­um, sjálf­bærni og aðra mála­flokka sem að skiptir þeim máli. Ég efast ekki um að þau sem leggja slíka hópa á lagg­irnar hafi hag ung­menna fyrir brjósti og ég ber fulla virð­ingu fyrir þeim sem að sitja í þessum ráðum, en þessir hópar eru aug­ljós­lega bit­lausir og áhrifa­litl­ir. Hvorki ung­menna­ráð né sam­fé­lags­miðlar eru nægi­lega áhrifa­rík tól til þess að ung­menni geti knýjað fram þær breyt­ingar sem þau telji nauð­syn­leg­ar. Til þess er þörf á beinu póli­tísku valdi.

Frum­varp til laga um lækkun kosn­inga­ald­urs hefur verið lagt fram á und­an­förnum fimm þing­um. Munu þá sextán og sautján ára börn eiga rétt til að kjósa til sveit­ar­stjórna. En því miður þá eiga þessi frum­vörp það til að gleym­ast í ein­hverri skúff­unni eða eitt­hvað svo­leið­is. Kannski þurfa þing­menn gul­rót til að koma þessu af stað.

Mál­þóf

Þann 23. mars í fyrra skorti hvorki áhuga né vilja. Þá var meiri­hluti þings fylgj­andi því að sextán og sautján ára börn fengi að kjósa í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum og voru þá næstu kosn­ingar í maí sama ár. Sextán og sautján ára börnum var þó meinað að kjósa af þeim þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks og Flokk Fólks­ins sem helst skortir skiln­ing og virð­ingu fyrir lýð­ræð­is­legum siðum og venj­um. Þing­menn úr þessum flokkum stund­uðu mál­þóf uppi í pontu og komu þannig í veg fyrir atkvæða­greiðslu um frum­varpið (þessir flokkar mæl­ast með lítið fylgi meðal ung­menna). Síðan ég fór að fylgj­ast með stjórn­málum þegar ég var sjálfur ung­lingur hafa mörg bein­línis fávita­leg atvik átt sér stað í þing­sal en ekk­ert þeirra hefur verið nálægt því að vera jafn ömur­legt og órétt­látt og þetta mál­þóf.

Það er vissu­lega óæski­legt að breyta lögum um kosn­inga­rétt tveimur mán­uðum fyrir kosn­ingar og sumir and­stæð­ingar frum­varps­ins rök­studdu afstöðu sína á þann veg að sextán og sautján ára börn skorti þann þroska eða reynslu sem er kraf­ist af kjós­endum og héldu því fram að ef þessi börn fengi kosn­inga­rétt þá hljóti þau líka að verða kjör­geng—og það gengur ekki að ófjár­ráða börn geti setið í sveit­ar­stjórn. Það getur verið að ein­hverjir sýni þess­ari afstöðu skiln­ing og afsaki jafn­vel þá þing­menn sem tóku þátt í mál­þóf­inu. Það er engin rétt­læt­ing fyrir því.

Í fyrsta lagi er að sjálf­sögðu fárán­legt að halda því fram að ef að sextán og sautján ára börn fengi kosn­inga­rétt að þau yrðu þá líka að verða kjör­geng. Það er ein­fald­lega ekki rétt. Þeir sem eiga kosn­inga­rétt og eru lög­ráða eru kjör­gengir í sveit­ar­stjórn sam­kvæmt lög­um, en maður verður lög­ráða við átján ára ald­urs. Í öðru lagi er eng­inn stað­all eða próf fyrir þroska eða reynslu sem að aðrir Íslend­ingar þurfa að stand­ast til þess að eiga rétt á að kjósa. Þar að auki sanna sextán og sautján ára Íslend­ing­ar, þrátt fyrir að vera enn börn, á hverjum ein­asta degi að þau eru full­fær um að greina hverjir sínir hags­munir séu, hvaða vanda­mál þau standa frammi fyr­ir, hvaða lausnir eru í boði og að þau geti hrint þeim lausnum í fram­kvæmd. Við sjáum það dag­lega á sam­fé­lags­miðl­um, innan fram­halds­skól­ana og á vinnu­stöð­um. Þau hafa sýnt það og sannað að þau munu vera full­fær um að hugsa gagn­rýnið um stjórn­mál og kjósa það sem þeim þykir sér og þjóð­inni til bóta sam­kvæmt eigin sann­fær­ingu og gildi.

Það getur verið freist­andi að hugsa með sjálfum sér að þetta frum­varp hafi ekki verið rætt til þaula eða að vegna þess hve stutt var til sveita­stjórn­ar­kosn­inga þá hafi verið rétt að teygja þess­ari umræðu fram yfir kosn­ing­ar. En sá sem hugsar á þann veg mis­skilur kosn­inga­rétt­inn. Hver ein­asti Íslend­ingur hefur atkvæði og á rétt á að taka þátt í að kjósa okkar ráða­menn. Aug­ljós­lega eiga unga­börn ekk­ert erindi inn í kjör­klefa og er þörf á ein­hverjum tak­mörk­unum á þessum rétti. En þar sem að í til­felli sextán og sautján ára barna hafi leikið vafi á því hvort að það væri rétt að lækka kosn­inga­aldur eða ekki, þá höfðu þau að sjálf­sögðu átt að njóta vafans. Jú, það er vissu­lega stór­mál að veita ein­hverjum kosn­inga­rétt en það er mun stærra og alvar­legra mál að ríkið skuli neita ein­hverjum um kosn­inga­rétt­inn sinn. Að því sögðu er ljóst að ungu Íslend­ing­arn­ir, sem eru bæði skatt­skyldir og sak­hæfir, hefðu átt að njóta vafans fram yfir kosn­ing­ar.

En frum­varpið kom aldrei til atkvæða­greiðslu. Á meðan ung­menni sátu á þing­pöllum og biðu eftir atkvæða­greiðslu þá stund­uðu and­lýð­ræð­is­legri þing­menn mál­þóf til þess að neita þeim um kosn­inga­rétt þrátt fyrir stuðn­ing meiri­hluta þing­manna. Slíkt póli­tískt órétt­læti er ólíð­andi í lýð­ræð­is­ríki og það er Alþingi til hábor­innar skamm­ar.

Veitum þeim kosn­inga­rétt

Frum­varpið var aftur lagt fram í nóv­em­ber síð­ast­liðnum en lítil umræða hefur verið um málið á þessum þing­vetri. Næst­kom­andi föstu­dag 22. mars er aftur búið að boða til skóla­verk­falls og mót­mæli á Aust­ur­velli, og dag­inn eftir verður eitt ár liðið frá mál­þóf­inu. Ég skora á þing­menn til þess að fara út á Aust­ur­völl á föstu­dag­inn til þess að hlusta á kröfur og hug­myndir þessa unga fólks, til þess að biðj­ast afsök­unar á aðgerð­ar­leysi og sýnd­ar­mennsku þegar kemur að umhverf­is­málum og til þess að biðj­ast fyr­ir­gefn­ingar fyrir að hafa brugð­ist þeim fyrir ári síð­an.

Það getur verið að þingið ákveði að veita þeim ekki kosn­inga­rétt en það getur líka vel verið að þau geri það. Því vil ég að lokum einnig skora á þing­menn að klára þetta mál. Kosn­inga­rétt­ur­inn er grund­vall­ar­réttur allra Íslend­inga og þá má ekki vera neinn vafi um það hverjir séu hæfir til að nýta þann rétt. Og ef við ákveðum að sextán og sautján ára Íslend­ingar séu hæfir til að kjósa þá getur það ekki beðið fram yfir aðrar kosn­ing­ar. Þau hafa þann dugnað og þá færni sem þau þurfa til að taka þátt í lýð­ræð­inu okkar og við eigum að fagna þátt­töku þeirra. Lækkum kosn­inga­aldur og gefum yngstu kyn­slóð­inni færi á að móta fram­tíð sína sjálf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar