Ef bæta á strætó þarf að gera bílinn verri

Eiríkur Ragnarsson segir að til að gera strætó samkeppnishæfan þurfi mögulega ekki bara að bæta strætó heldur þurfi kannski líka að byrja að „skemma fyrir“ bílnum.

Auglýsing

Flestir geta verið sam­mála því að bæt­ing almenn­ings­sam­gangna sé af hinu góða. Til að mynda gæti aukin notkun strætó dregið fólk úr einka­bílnum og þannig dregið úr meng­un. Það er gott. Bættar tíma­töflur og fjölgun vagna væri lík­lega hval­reki fyrir núver­andi not­end­ur, sem eiga það til að vera tekju­minni ein­stak­lingar og ungt fólk (sjá mynd að neð­an). Svo ekki sé minnst á þann sparn­að, bæði fyrir ein­stak­linga og þjóð, sem felst í því færa fjölda fólks sem brunar um á einka­bílnum í stræt­is­vagna. En þrátt fyrir það að flestir ættu að geta verið því sam­mála, að betri nýt­ing á strætó sé af hinu góða, þá hefur það gengið hægt að fjölga not­end­um. Og ein ástæðan fyrir því er sú að við höfum ein­blínt á það að gera strætó bæri­legri, án þess þó að draga úr aðdrátt­ar­afli bíls­ins.

Mynd: Eikonomics

Veikar stað­göngu­vörur

Íslend­ingar borða SS pyls­ur. Það er að segja, alla­vega svo lengi sem þær eru ekki mikið dýr­ari en pyls­urnar frá Goða. Ef SS myndi á morgun hækka verðið á pylsu­pakk­anum um 25%, þá er lík­legt að slatti Íslend­inga myndi bara skipta yfir í Goða. Ástæðan er ein­föld: Pylsa er pylsa, pulsa er pulsa og pylsa er pulsa.

Auglýsing

Strætó þjónar þeim til­gangi að færa fólk frá einum stað til ann­ars. Þá þjón­ustu bjóða einnig fætur á fólki, hjól, leigu­bílar og einka­bíll­inn. Í þeim til­gangi að koma fólki úr einka­bílnum og inn í strætó hefur ýmist verið reynt í gegnum tíð­ina. Til dæmis hefur leiða­kerfið verið hægt og smátt bætt, ferðum hefur fjölgað og app verið þró­að. Svo eitt­hvað sé nefnt. Þetta er að sjálf­sögðu vel­komin bót fyrir þá sem voru strætófarar fyrir og þannig verið ágætis end­ur­skipt­ing auðs, að mestu frá ríku gömlu fólki í bíl til fátæks ungs fólks í strætó. En þegar kemur að því að færa gamla ríka fólkið úr bíl­unum sínum yfir í vagna okkar hefur lítið tek­ist til.

Mynd: Eikonomics

Ólíkt pylsum þá eru Íslend­ingar til í að borga ansi mikið fyrir það að láta einka­bíl­inn færa sig frá A til B. Ef marka má for­sendur FÍB, þá má á hóf­saman hátt reikna það að ein­stak­ling­ur, sem nú þegar á bíl, þarf að keyra 10 kíló­metra í vinnu geti sparað sér á bil­inu 60 til 140 þús­und kall á ári með því að skilja bíl­inn eftir í bíl­skúrnum og taka strætó í vinn­una í stað­inn (en nota samt bíl­inn í allt ann­að). (Ef heim­ili með tvo bíla ákveða að vera með einn bíl, eða ein­hverjir ákveða að lifa án bíls, Þá er sparn­að­ur­inn um milljón krón­ur.) En pylsur eru pylsur og strætó er ekki bíll. Það er nokkuð ljóst að fólk sé til­búið að borga ansi vel fyrir að gönna braut­ina á kagg­an­um, í stað þess að bíða eftir strætó.

Ekki er hægt að bæta strætó enda­laust

Verð skiptir að sjálf­sögðu máli. Ef árskort í strætó lækkar í verði á morgun er lík­legt að gang­andi veg­far­endur myndu taka strætó oft­ar. Kannski myndu ein­hverjir leggja bílnum og byrja að taka strætó. En þar sem verð í strætó er nú þegar ekki langt frá núll­inu er sá hópur lík­lega smár. Og þetta veit starfs­fólk Strætó sem og borg­ar­yf­ir­völd vel. Því hafa þau reynt að leggja áherslu á það að bæta þjón­ust­una. Borg­ar­línan er gott dæmi um það.

Þegar bæt­ingar eiga sér stað á strætó, þá fer fólk sem áður gældi við þá hug­mynd að taka strætó að byrja að taka strætó. Ástæðan er sú að í þeirra augum er strætó nú sam­bæri­legur kostur bíls­ins. En sama hvað Borg­ar­línan verður nett og ódýr þá eru því miður efri mörk á því hversu mikið hægt er að bæta strætó. Meira að segja ef við fjár­festum heilum hell­ing í strætó, búum þá með Lazy-­Boy, látum þá ganga á 10 mín­útna fresti, fjölgum strætó­skýlum og gefum öllum popp sem koma um borð, þá er samt lík­legt að flest allir sem eru á bíl í dag haldi sig við það val. Alla­vega ef marka má sög­una.

Að gera bíl­inn verri

Til að gera strætó sam­keppn­is­hæfan þarf því mögu­lega ekki bara að bæta strætó heldur þarf kannski líka að byrja að skemma fyrir bíln­um. Aug­ljós­ast væri að beita skött­um, til að hækka kostn­að­inn við það að nota bíl­inn inn­an­bæj­ar. En það væri líka hægt fækka akreinum á hinum ýmsu göt­um. Í stað­inn gætu komið hjóla­stígar og akreinar fyrir strætó. Einnig væri hægt að setja upp vega­toll við Gull­in­brú. Þar gætu mynd­ast umferða­teppur á morgn­ana, þar sem bíla­fólk gæti horft með öfund­ar­augum á far­þega strætó sem kæmu brun­andi niður akreinar sem einu sinni til­heyrðu bíln­um. Borgin gæti líka breytt bíla­stæðum í lóðir fyrir íbúð­ir, versl­an­ir, eða leik­velli. Þar með yrði martröð að finna stæði, sem myndi gera strætó meira spenn­andi kost, í sam­an­burði.

Ef ein­hverjar, eða all­ar, þess­ara hug­mynda yrðu fram­kvæmd­ar, sam­hliða Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu strætó, þá er ekki ólík­legt að með tím­anum myndi fólk byrja að leggja bílnum og taka strætó. Og þó svo að þetta yrði kannski sárs­auka­fullt í fyrstu þá á end­anum yrði þetta eðli­legt. Með tím­anum yrði strætó norm­ið, rétt eins og neð­an­jarð­ar­lestir í London eða trammar í Amster­dam. Þá mun eng­inn sakna bíls­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics