Ok skiptir heiminn máli

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar um bráðnandi jökla víða um heim. Hún kallar eftir framlagi allra til að vinna gegn þeirri þróun.

Auglýsing

Eyja­fjalla­jök­ull er sjötti stærsti jök­ull Íslands og öðl­að­ist heims­frægð með eld­gos­inu árið 2010. Askan úr gos­inu lam­aði flug­um­ferð í Evr­ópu og frétta­menn um allan heim reyndu sitt besta við að bera fram þetta langa og lítt þjála örnefni, íslensku­mæl­andi fólki til tals­verðrar skemmt­un­ar. Íslenski jök­ull­inn Ok, sem ber nafn sem flestir geta hæg­lega borið fram, hefur hingað til verið minna þekkt­ur.

Nema að Ok er ekki lengur jök­ull.

Ísbreiðan sem áður þakti þetta svæði og taldi um 15 fer­kíló­metra að flat­ar­máli er nú horfin og hennar í stað er komið nýjasta og hæsta stöðu­vatn lands­ins sem hefur hlotið nafnið Blá­vatn. Þar er vissu­lega fal­legt umhorfs, vatnið umkringt fönnum í fjalla­sal, en feg­urð vatns­ins er blandin trega í hugum þeirra sem vita hvað var þarna áður og hvers vegna það er horf­ið. Hvarf Okjök­uls er skýr birt­ing­ar­mynd hnatt­rænnar hlýn­un­ar, birt­ing­ar­mynd þess sem ekki verður við­snú­ið. 

Auglýsing
Á morg­un, 18. ágúst, fer ég ásamt hópi lista­manna og vís­inda­manna að kveðja Ok. Með í för verður Mary Robin­son, fyrrum for­seti Írlands, fyrrum mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna og bar­áttu­kona fyrir lofts­lags­rétt­læti. Við athöfn­ina verður afhjúp­aður minn­ing­ar­skjöldur sem á er letrað:

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merki er til vitnis um að við vitum hvað er að ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Athöfnin á Kalda­dal skiptir okkur máli hér heima en hún skiptir heim­inn líka máli. 

Jöklar þekja um 11% af flat­ar­máli Íslands og eru eins konar sýni­legir loft­hita­mæl­ar. Þeir hafa vaxið og hopað á sögu­legum tíma; urðu lík­lega stærstir í kringum 1890 en hafa skroppið saman með nokkrum skrykkjum síðan þá. Hop­unin hefur verið sér­lega hröð síðan um síð­ustu alda­mót. Innan örfárra ára­tuga hverfur Snæ­fells­jök­ull að óbreyttu. Í stuttu máli má segja að ísinn sé að hverfa frá Íslandi.

Nýtt lands­lag birt­ist þegar jökl­arnir hverfa. Það er kannski heill­andi og fag­urt á sinn hátt og er þá nokkur skaði skeð­ur? Eigum við að setja söknuð þeirra sem njóta jökla­sýnar hátt á lista yfir vanda­mál fram­tíð­ar­inn­ar?

Ef breytt lands­lag væri eina afleið­ingin sem þyrfti að takast á við væri málið öllu ein­fald­ara en vand­inn ristir auð­vitað dýpra en það. Íslaust Ísland er áhyggju­efni fyrir heims­byggð­ina og vand­inn er ekki bund­inn við landið okkar með sínu kulda­lega nafni. Jöklar bráðna um allan heim og hækka sjáv­ar­borð. Jöklar í Himala­ja­fjöllum eru vatns­forða­búr fjórð­ungs mann­kyns. Nátt­úru­leg ferli riðl­ast með hvarfi jökla. Þiðnun sífrera leysir úr læð­ingi ógrynni gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ar­innar met­ans, Bráðnun jök­ul­hvela á Græn­landi og Suð­ur­skauts­land­inu myndi til lengdar geta hækkað sjáv­ar­borð jarðar umtals­vert. Vís­inda­menn hafa ekki getað sagt til um hvenær bráðn­unin verði komin á það stig að verða óaft­ur­kræf.

Hækkun sjáv­ar­borðs ógnar sam­fé­lögum manna frá Flór­ída til Bangla­desh, Sjanghæ til Lund­úna. Ef losun yrði stöðvuð með öllu í dag væri samt of seint að bjarga háfjalla­jöklum í hita­belt­inu, eins og í And­ers fjöll­unum og í aust­ur­hluta Afr­íku. Ef hlýnun helst undir 1,5°C tæk­ist lík­lega að bjarga ein­hverjum jöklum á milli hita­belt­is­ins og heim­skauta­svæð­anna, en tæp­ast nokkrum ef hlýn­unin nær 2°C. Flestir hinna 200.000 jökla jarðar munu fylgja dæmi Oks og hverfa vegna hlýn­unar and­rúms­lofts­ins, nema við grípum til aðgerða og það hratt og örugg­lega.

Við eigum góða mögu­leika á að afstýra verstu hugs­an­legu hörm­ungum eins og bráðnun Græn­lands­jök­uls ef við náum að halda hlýnun innan við 1,5°C. Lík­urnar minnka veru­lega ef hlýn­unin nær 2°C og fram­tíð­ar­myndin verður ansi dökk ef hita­stigið hækkar umfram það. Við þurfum að bregð­ast við varn­að­ar­orðum vís­inda­manna, sem koma skýr­ast fram í skýrslum Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en ný skýrsla hennar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á höfin og freð­hvolfið kemur út í næsta mán­uði. Við verðum að setja meiri kraft í aðgerðir til að draga úr losun og fjar­lægj­ast með því hættu­leg mörk þar sem breyt­ingar verða óaft­ur­kræfar og óstöðv­andi.

Sem for­sæt­is­ráð­herra hef ég lagt þunga áherslu á að Ísland leggi sitt af mörkum í loft­lags­mál­um. Við stefnum að kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2040, í síð­asta lagi, og vinnum nú að fram­kvæmd fyrstu full­fjár­mögn­uðu aðgerða­á­ætl­unar Íslands í lofts­lags­mál­um. Ísland stendur fram­ar­lega hvað varðar end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og nú þarf sú þróun að ná til sam­göngu­flot­ans. Við höfum boðað bann á inn­flutn­ingi bíla sem eru knúnir jarð­efna­elds­neyti eftir 2030.

Auglýsing
Loftslagsvánni verður ekki mætt nema með öfl­ugu sam­starfi þjóða. Áhersla okkar á það kemur ekki síst fram í Norð­ur­skauts­ráð­inu þar sem Ísland gegnir nú for­mennsku og veitir braut­ar­gengi verk­efnum sem miða að því að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum á Norð­ur­slóð­u­m. 

Mann­rétt­indi, félags­leg rétt­læti og jafn­rétti kynj­anna eru sam­tengd lofts­lags­málum og allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða að taka mið af því. Því við vitum að lofts­lags­breyt­ingar koma verr niður á fátækum en ríkum og snerta konur á annan hátt en karla. Ísland hefur kallað eftir að kynja­sjón­ar­mið verði fléttuð inn í lofts­lags­stefnur á alþjóða­vísu, m.a. í starfi Lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna. Á heims­vísu sjá konur í miklum mæli um umönnun barna og aldr­aðra og þar á meðal um öflun fæðu og vatns. Flóð og þurrkar hafa fyrir vikið marg­falt meiri áhrif á konur og lífslíkur þeirra og lífs­gæð­i. 

Í dag minn­umst við Okjök­uls. Á sama tíma sendum við skýr skila­boð um að við ætlum ekki að kveðja alla jökla heims í kjöl­far­ið. Stór ríki sem smá, atvinnu­líf og stjórn­völd, ein­stak­lingar og sam­fé­lög: við þurfum öll að leggja okkar af mörk­um. Við sjáum hvað er að ger­ast og við hvað þarf að gera. Hjálp­umst að til að halda ísnum á Ísland­i. 

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Greinin birt­ist fyrst í New York Times í dag en var þýdd til birt­ingar í Kjarn­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar