Góð ráð frá Stúfi 😀 Núvitund yfir hátíðirnar

Svandís Sturludóttir segir að núvitund snúist um að vera opin og vakandi fyrir því sem er að gerast núna, að vera með því sem er að gerast hvert augnablik. Með því að ástunda hana sé hægt að auka hamingju en draga úr streitu og kvíða.

Auglýsing

Aðventan er tími til að njóta en margir finna líka fyrir streitu á þessum tíma. Hér eru nokkrar núvit­aðar aðferðir sem auka vellíðan og draga úr streitu sem þú getur prófað á aðvent­unni.

Núvit­und snýst um að vera opin og vak­andi fyrir því sem er að ger­ast núna, að vera með því sem er að ger­ast hvert augna­blik. Rann­sóknir sýna að ástundun núvit­undar eykur ham­ingju og sam­kennd og dregur úr streitu og kvíða.

  1. Æfðu virka hlust­un. Þegar margir koma saman og skemmta sér getur verið erfitt að ein­beita sér að því sem hver og einn er að segja en reyndu að sýna eft­ir­tekt með því að nota virka hlust­un. Sýndu for­dæmi í sam­skiptum með því að slökkva á sím­anum og virki­lega hlusta á þá sem þú ert að tala við. Taktu eftir því sem þeir segja, hvaða tón þeir nota og hvernig lík­ams­beit­ing þeirra er. Það er alveg ótrú­legt hvað virk hlustun er gef­andi í öllum sam­skiptum og þú verður eflaust hissa á því sem þú átt eftir að upp­götva.
  2. Vertu opinn fyrir til­finn­ingum ann­arra. Með því að vera opinn og mót­tæki­legur fyrir fólk­inu í kringum þig teng­ist þú þeim líka bet­ur. Taktu eftir hvernig fólki líður yfir hátíð­irnar og vertu til­bú­inn til að mæta þeim þar sem þeir eru staddir.
    Auglýsing
  3. Vertu opinn fyrir alls­konar til­finn­ingum hjá sjálfum þér. Hátíð­irnar geta vakið upp alls­konar til­finn­ing­ar- bæði góðar og erf­ið­ar. Hjá mörgum eru hátíð­irnar áminn­ing um missi, sorg og ein­mana­leika. Þú gætir upp­lifað þessar erf­iðu til­finn­ing­ar, sér­stak­lega þegar ást­vinir eru fjar­ver­andi, svo gefðu þeim rými og pláss og við­ur­kenndu þær, en ekki bæla þær nið­ur.
  4. Slepptu taki á gömlum hefðum sem gætu verið að halda aftur af þér. Hátíð­irnar snú­ast um hefðir og minn­ing­ar, en stundum geta gamlar hefðir við­haldið ein­hverri nei­kvæðni. Það er auð­velt að falla í kunn­ug­leg mynst­ur. Kannski ertu pirr­aður út í tengda­for­eldra þína fyrir að segja sömu sög­urnar aftur og aftur eða kvíð­inn í kringum ákveð­inn vinnu­fé­laga sem er í sam­keppni við þig. Taktu eftir þeim til­finn­ingum sem eru að ger­ast núna og sýndu því for­vitni sem er að ger­ast, í stað þess að vera fastur í hugs­unum og til­finn­ingum úr for­tíð­inni. Þetta opnar á mögu­leik­ann um nýja reynslu í sam­skiptum þínum og getur dregið úr til­finn­ingum eins og  p­irr­ing­i og leið­indum hjá þér sjálf­um.
  5. Spurðu þig hvernig þú sýnir umhyggju. Það er til siðs að gefa gjafir á jól­unum og það er bara gaman en það eru margar leiðir til að sýna vænt­um­þykju og umhyggju. Kann­aðu hvernig þú sýnir umhyggju með því að ­spurja ­sjálfan þig spurn­ingar áður en þú kaupir eitt­hvað. Hvað ertu að reyna að koma á fram­færi með gjöf­inni? Eru aðrar leiðir til að sýna þá til­finn­ingu eða umhyggju, eins og að njóta gæða­stunda sam­an, tala beint við við­kom­andi eða gera eitt­hvað gott og styðj­andi fyrir hann?
  6. Slepptu því að dæma — bæði fyrir þig og aðra. Á­grein­ing­ur við fjöl­skyldu og vini yfir hátíð­irnar leiðir oft til sjálfs­gagn­rýni og dóma yfir öðr­um. Hvort sem þú ert pirr­aður út í mak­ann fyrir að hjálpa þér ekki við jóla­und­ir­bún­ing­inn eða von­svik­inn út í sjálfan þig þegar þú horfir til baka á árið sem er að líða, þá skaltu taka eftir því hvernig þú dæmir þig og aðra í kringum þig. Taktu skref til baka og reyndu að losa þig við til­finn­ing­una að þú sért ekki nógu góður eða ófull­nægj­andi á ein­hvern hátt. Taktu eftir því sem er að ger­ast og leyfðu hugs­unum og til­finn­ingum að vera án þess að flækja þær og gefðu þér smá fjar­lægð frá þeim.
  7. Hafðu jafn­vægi á milli „ég ætti“ og „hvað þarf ég á að halda“. Skyldur yfir hátíð­irnar geta verið margar og mik­il­vægar en vertu viss um að hafa jafn­vægi á þeim og þínum eigin þörf­um. Að reyna að þókn­ast öllum í kringum þig leiðir bara til gremju og leið­inda fyrir þig. Frekar en að ein­beita þér ein­göngu að því að ­skipu­leggja hinn full­komna kvöld­mat eða finna hinu full­komnu gjöf, taktu eftir hvernig þessar vænt­ingar hafa áhrif á þig. Vertu viss um að taka þér þann tíma og rými sem þú þarft til að næra sjálfan þig yfir­ há­tíð­irn­ar.
  8. Æfð­u ­sjálfsum­hyggju. Á meðan á hátíð­unum stendur skaltu ekki gleyma að hugsa vel um þig sjálf­an. Pass­aðu að sofa nóg og hreyfa þig reglu­lega. Taktu frá tíma til að slaka á og gera skemmti­lega hluti svo þú getir end­ur­hlaðið batt­er­í­in. Að hugsa vel um sjálfan þig gerir þér kleift að vera meira til staðar fyrir þitt fólk og jóla­and­inn með allri sinni gleði verður ríkj­andi hjá þér.

Höf­undur er MSc í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og MSc í náms- og starfs­ráð­gjöf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar