Dreyfus-málið: 1899–2019

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur, skrifar um hið sögufræga Dreyfus-mál.

Auglýsing

Varla er til það dóms­mál sem orðið hefur eins sögu­frægt og Dreyfus-­mál­ið. Það hefst haustið 1894 þegar Frakkar verða þess varir að rík­is­leynd­ar­málum er lekið til Þjóð­verja sem voru þá höf­uð­and­stæð­ingar Frakka vegna stríðs­ins 1870 til 1871. Upp­haf fransk-prúss­neska stríðs­ins má rekja til klækja Bis­marcks, járn­kanslar­ans, við sam­ein­ingu Þýska­lands. Frakkar töp­uðu stríð­inu og neydd­ust m.a. til að flytja höf­uð­borg sína til Tours og afsala sér kola­hér­uð­un­um, Elsass og Lot­hrin­gen, til Þjóð­verja. Hér­uðin urðu skipti­mynt í báðum heims­styrj­öld­un­um, allt þar til Kol og stál­banda­lag­ið, und­an­fari ESB, var stofnað 1951. Upp­lýs­inga­leki til Þjóð­verja var mjög alvar­legt mál og heiður franska hers­ins í húfi. Strax um haustið 1894 er gyð­ing­ur­inn Alfred Dreyfus hand­tek­inn, dæmdur fyrir land­ráð, auð­mýktur og opin­ber­lega sviptur liðs­for­ingja­tign. Dreyfus er ekki líf­lát­inn heldur sendur í lífs­tíð­ar­út­legð á Djöfla­eyjuna þaðan sem eng­inn átti aft­ur­kvæmt. 

Geor­ges Picqu­art, nýr yfir­maður njósn­a­deildar franska rík­is­ins, verður þess brátt var að rík­is­leynd­ar­málin halda áfram að ber­ast Þjóð­verj­um, og hefst þá hið raun­veru­lega Dreyfus-­mál en það sner­ist fyrst og fremst um land­lægt útlend­inga- og gyð­inga­hatur um Evr­ópu þvera og endi­langa. Í bar­átt­unni gegn gyð­inga­hatri bar hæst menn á borð við sós­í­alist­ann katt­fróma, Jean Jaurès, og Geor­ges Clem­enceau, sem síðar varð for­sæt­is­ráð­herra Frakka, en hann var útgef­andi L'Aur­ore, dag­blaðs­ins sem birti grein rit­höf­und­ar­ins Émile Zola en hún hófst með setn­ing­unni, J‘accuse — Ég ákæri — og markar upp­haf bar­átt­unn­ar. Þess má geta að í kjöl­farið var Émile Zola kærður og dæmd­ur, og varð hann að flýja til Lund­úna til að lenda ekki í dýfliss­unni. Málið var tekið upp að nýju. Ekki þótti ráð­lagt að halda rétt­ar­höldin í París og voru þau flutt til Rennes á Bret­an­íu­skaga þar sem Dreyfus var að nýju fund­inn sekur um land­ráð. Þáver­andi for­seti Frakk­lands, Émile Lou­bet, sá sig hins vegar til­neyddan til að biðja Dreyfus afsök­unar til að bjarga heiðri franska hers­ins. Dreyfus féllst á þá afsök­un­ar­beiðni og losn­aði ar með úr prís­und­inni.

Robert Bad­inter, dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Mitt­er­ands, er einna þekkt­astur fyrir að hafa aflétt dauða­refs­ingu í Frakk­landi árið 1981. Hann telur að dóms­úr­skurð­ur­inn, sem stríðs­ráðið kvað upp í Rennes í sept­em­ber­mán­uði 1899, hafi gíf­ur­legt vægi, hvort heldur sið­ferð­is­legt eða póli­tískt. Enn þann dag í dag sætir þessi laga­gjörn­ingur tíð­ind­um, þar sem „heið­ur“ stofn­unar var tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­lings. Bad­inter bendir á að þarna sé dæmi um það hvað gyð­inga­hatur og kyn­þátta­hyggja getur leitt til alvar­legrar sið­blindu.

Auglýsing
Dreyfus-málið hefur haft gíf­ur­leg áhrif víða um heim. Á Íslandi tóku margir afstöðu með Dreyfusi og dæmi um að börn hafi verið skírð í höf­uðið á hon­um, sbr. Alfreð Dreyfus, ljós­mynd­ari í Reykja­vík. Hins vegar fer ekki á milli mála að í svoköll­uðu Geir­finns- og Guð­mund­ar­máli taka stjórn­völd sömu afstöðu og stríðs­ráðið í Rennes í sept­em­ber 1899. Heiður stofn­unar er tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­linga. Nafn­giftin ein og sér segir allt sem segja þarf! Ciesi­el­ski-­málið ber hins vegar öll merki útlend­inga­hat­urs, og Íslands­vin­ur­inn Roman Pol­anski sýnir glögg­lega hvernig það birt­ist í með­ferð saka­mála í nýj­ustu mynd sinni: J‘accuse. 

Frakkar hafa hins vegar tekið allt aðra afstöðu en Íslend­ingar og í til­efni þess að 120 ár eru liðin frá dómi stríðs­ráðs­ins í Rennes var haldin þar mikil sýn­ing og ráð­stefna og fyrr­nefndur Robert Bad­inter heið­urs­for­seti henn­ar. Sýn­ing á ljós­myndum af atburð­unum við hús dóm­stóls­ins, sem nú hýsir mennta­skóla kenndan við Émile Zola, stór­sýn­ing á Þjóð­minja­safni Bret­an­íu, þar í grennd, ráð­stefnur og fyr­ir­lestar með virtum fræði­mönnum um konur og Dreyfus, gyð­inga­andúð, þátt fjöl­miðla, gyð­inga- og frí­múr­ara­sam­særið, um rit­höf­und­inn Émile Zola, auk upp­lestrar barna­barns Dreyfus­ar, Charles Dreyfus, um nauð­syn þess að halda mál­inu á lofti. Jafn­framt settu mann­rétt­inda­sam­tök Dreyfus-­málið í sam­hengi við atburði líð­andi. Allt er gert til að sagan end­ur­taki sig ekki.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar