Bara sumir höfrungar

Benjamín Julian segir að starfsfólk Reykjavíkurborgar eigi skilið sjálfstætt líf, heilsu og virðingu. Þau eigi skilið að á þau sé hlustað.

Auglýsing

Til hvers er reið­in? Á hún nokkurn tíma rétt á sér? Hvers vegna eru femínistar reið­ir? Hvers vegna var Martin Luther King Jr reið­ur? Er ekki bara hægt að ræða mál­in?

Þegar sam­töl sem áður voru þögul (og jafn­vel í bak­her­bergj­um) verða hávær er skilj­an­legt að fólki bregði. Þegar fólk er skorað á hólm fyrir allra augum er það ögrun, dóna­legt og óþægi­legt. Hvað hefur borg­ar­stjóri sér til saka unn­ið? Hvers vegna er Efl­ing að grilla hann?

Kannski er það ekki Degi B. Egg­erts­syni að kenna að vinna sem konur unnu áður þegj­andi og ókeypis sé enn und­ir­borg­uð. Feðra­veldið er ekki fað­ir­inn sjálf­ur, það er stærra en svo. Stóra spurn­ingin er hvað pabbi gerir þegar mamma vill ekki gera öll heim­il­is­störfin ókeypis leng­ur.

Auglýsing

Í gær upp­lýsti þing­maður Pírata að hann stæði með lág­launa­fólki en ekki aðferðum stétt­ar­fé­lags­ins sem semur fyrir þeirra hönd. Borg­ar­stjóri hefur þrá­fald­lega neitað að hitta starfs­fólkið sitt sem er í samn­inga­nefnd Efl­ingar og segir þeim að sam­þykkja samn­ing sem þau áttu engan hlut í að semja. Hann hefur sett rétt­lætið í nefnd og vill ekki hleypa því út. Fram­kvæmda­stjóri SA kallar kjara­bar­áttu borg­ar­starfs­manna „svik við hags­muni yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar.“

Kon­urnar sem passa börnin leggja við hlust­ir. Þær geta ekki lifað á tekj­unum af vinnu sinni. Það er ennþá álitið svik við sam­fé­lagið að breyta því. Þau reyna að láta í sér heyra á móti. En viti menn, á meðan starfs­fólk leik­skóla reynir að ná eyrum borg­ar­stjórnar býður borgin Félagi kvenna í atvinnu­líf­inu í veislu á Höfða. Jafn­rétt­is­bar­áttan hefur greini­lega misst af ein­hverjum stoppi­stöðv­um, er komin bæði of langt og of skammt í einu.

Það er hægt að hlæja að þessu, það er hægt að fórna höndum og ákalla Guð. En það er líka hægt að verða reið­ur. Er þetta í lagi? Borgin er rekin með afgangi en vill ekki gefa hann eigin starfs­fólki sem nær ekki endum sam­an. Borg­ar­stjórn hampar jafn­rétti en atyrðir bar­átt­una fyrir því. Stjórn­mála­stétt­in, fólk sem fær milljón á mán­uði og sjálf­krafa launa­hækk­an­ir, skilur ekki að restin af heim­inum þarf að fara í alvöru kjara­bar­áttu til að geta skrimt.

Mál­staður borg­ar­innar er svo veikur að hún hefur kosið að segja hann ekki upp­hátt. Borg­ar­stjóri, sem sér fram á 450 þús­und krónu sjálf­virka launa­hækkun á kom­andi samn­ings­tíma­bili, skaust í eitt skipti undan feldi til að klína ásök­unum um „höfr­unga­hlaup“ á starfs­fólkið sitt. Hvað á það að þýða? Hefur borg­ar­stjórnin ekki sjálf­ræði um eigin laun? Ber lág­launa­fólk ábyrgð á græðgi ann­arra? Er nátt­úru­lög­mál að lægstu laun geti ekki kom­ist upp­yfir fram­færslu? Með svona bull­mál­stað að verja, og svona launa­kjör í sínum eigin vasa, er skilj­an­legt að stjórn­mála­menn hafi kosið að þegja.

Vanda­málið í kjara­deilu Efl­ingar við borg­ina er nefni­lega þetta: Allir eru sam­mála um að kröf­urnar séu rétt­mæt­ar, að borgin hafi efni á þeim, og að núver­andi ástand sé óboð­legt. En það hefur líka náðst sátt meðal fólks­ins sem ákveður eigin laun að laun ann­arra skulu ekki hækka frek­ar.

Hvernig er þá hægt að verða annað en reið­ur? Hvernig er hægt að gera annað en að benda á hræsn­ina, sjálf­um­gleð­ina, gervi­femín­is­mann og plat-­jafn­að­ar­mennsk­una?

Þetta hefur Efl­ing gert, fyrir opnum dyrum og afdrátt­ar­laust. Fólk hefur setið í hljóð­ein­angr­uðum bak­her­bergjum og beðið eftir að for­maður Efl­ingar komi þangað að útkljá málin hljóð­laust. Það hefur ekki verið sam­þykkt. Öll samn­inga­nefndin hefur fengið að sitja samn­inga­fundi, kröfur Efl­ingar hafa verið birtar opin­ber­lega og leyni­sam­töl hafa verið afþökk­uð. Svarið hefur verið alger höfn­un, dauða­þögn.

Maður hefði haldið að sögu­leg þátt­taka í atkvæða­greiðslu um verk­fall, og sam­þykki meira en helm­ings allra Efl­ing­ar­fé­laga að störfum hjá borg­inni, myndu gera út um sam­sær­is­kenn­ingar um að félagið væri á ein­hverri ævin­týra­för eigin hug­sjóna. Nú myndi fólk loks sjá að sér. Nei, þögnin heldur áfram. Í gær var síð­asti samn­inga­fundur fyrir verk­fall, þar sem ekk­ert þok­að­ist. Í dag, þegar verk­fall hefst, hefur Frétta­blað­inu tek­ist að hreinsa sig af öllum fréttum um það. For­síða blaðs­ins er stór mynd af álft á Tjörn­inni.

Kell­ingin er farin að vera með læti, og kall­arn­ir, af gömlum vana, ætla að humma það af sér. Á svona degi er ekk­ert annað hægt en að hampa reið­inni og bar­átt­u­gleð­inni, og full­viss­unni um að sam­fé­lagið sé orðið vitr­ara en fólkið sem stýrir því. Í dag er verk­fall, í dag verður ekki litið fram­hjá mik­il­vægi lág­launa­fólks borg­ar­inn­ar. Það segir kannski sitt um það mik­il­vægi að á þriðja hund­rað und­an­þága þurfti frá verk­fall­inu. Starfs­fólkið sem nær ekki endum saman er svo mik­il­vægt að það má ekki hverfa frá í hálfan dag. Líf, heilsa og virð­ing sam­fé­lags­ins reiðir sig á það.

Ég óska starfs­fólki Reykja­vík­ur­borgar sem í dag fer í verk­fall alls hins besta. Sam­fé­lagið þarf þau. Þau eiga skilið sjálf­stætt líf, heilsu og virð­ingu. Þau eiga skilið að á þau sé hlust­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar