Bjarni sjálfur – eða bara hálfur

Sighvatur Björgvinsson skrifar um framgöngu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gagnvart Þorvaldi Gylfasyni.

Auglýsing

Fer ráðu­neyti með fram­kvæmda­vald? Nei, ráðu­neyti er eins og nafnið bendir til ætlað að vera ráð­herra til ráðu­neytis en það er ráð­herr­ann sem fer með fram­kvæmda­vald­ið. Ráð­herr­ann er æðsti yfir­maður hvers ráðu­neytis og ráðu­neyt­inu er ætlað að vinna í sam­ræmi við vilja ráð­herr­ans og starfa í anda þeirrar stefnu, sem ráð­herra mark­ar. Því veit ég ekki nokkur dæmi þess, að ráðu­neyti hafi beitt sér þvert gegn vilja þess ráð­herra, sem yfir það er sett­ur. Sá ráðu­neyt­is­starfs­mað­ur, sem það hefði gert hefði verið brot­legur gagn­vart ráð­herra sín­um, sem ber ábyrgð á fram­komu og athöfnum hans eins og öðrum starfs­mönnum síns ráðu­neyt­is.

Var boð­inn vel­kom­inn

Hví geri ég þetta að umræðu­efni; ræði mál, sem öllum hlýtur að vera aug­ljóst og engar deilur hafa staðið um. Ástæðan er bæði ein­föld og nær­tæk. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem á að starfa í sam­ræmi við vilja ráð­herra síns, hefur beitt sér gegn því að ráð­inn hafi verið til þess að rit­stýra nor­rænu tíma­riti um efna­hags­mál víð­kunnur íslenskur hag­fræði­pró­fess­or, sem nýtur ekki bara álits og við­ur­kenn­ingar meðal sam­landa sinna fyrir störf sín heldur ekk­ert síður á erlendum vett­vangi þar sem hann er bæði vel þekktur og mik­ils met­inn. Þor­valdur Gylfa­son hafði verið ráð­inn sem rit­stjóri tíma­rits­ins Nor­dic Economy Policy Review - ráð­inn af sam­nor­rænum hópi fólks, sem þekkti vel til starfa hans og bar bæði traust og virð­ingu fyrir hon­um, hafði boðið hann vel­kom­inn til starfa og beðið hann að ráða sem aðstoð­ar­rit­stjóra hvern þann, sem hann treyst­i. 

Auglýsing
Við, sem þekkjum til starfa Þor­valdar Gylfa­sonar þó við þekkjum hann ekki mikið per­sónu­lega og séum honum ekki ávallt sam­mála, hefðum vissu­lega fagnað þessu mati og trausti, sem honum var sýnt og glaðst yfir því, að íslenskur hag­fræð­ingur skuli hafa verið tek­inn fram yfir marga kunna nor­ræna stétt­ar­bræður hans. En þá brugð­ust honum sjálfir landar hans. Starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis Bjarna Bene­dikts­sonar beitti fram­kvæmda­vald­inu, sem ráð­herr­anum er falið, til þess að hafna þessum landa sínum og gerði það með form­legum afskiptum þess ráðu­neyt­is. Þor­valdur Gylfa­son, sem ráð­inn hafði verið til starfans með óskor­uðu trausti nor­rænnar rit­stjórn­ar­nefndar var hrak­inn úr starfi að kröfu fram­kvæmda­valds ráð­herra í hans eigin heima­land­i. 

Öðru­vísi mér áður brá

Þetta fram­ferði er meira en ámæl­is­vert. Þeir sömu og þarna stýra málum beittu valdi sínu m.a. til þess, að ráð­herr­ar, sem ábyrgð báru á hrun­inu, sem leiddi margar hörm­ungar yfir þessa þjóð, voru ráðnir til hátt­settra opin­berra starfa á erlendri grund. 

Þessi sömu öfl og þar áttu hlut að máli beittu valdi sínu núna til þess að hindra, að hag­fræði­pró­fess­or, sem naut mik­ils trausts og álits erlendis yrði ráð­inn til trún­að­ar­starfs á vegum nor­rænna þjóða. Rök­stuðn­ing­ur­inn var m.a. sá, að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu – ráð­herr­anum Bjarna Bene­dikts­syni – félli ekki afskipti, sem hann hefði haft af stjórn­málum sem ekki voru á sömu lund og afskipti og mál­flutn­ingur fram­an­greindra ráð­herra úr hrun­stjórn­inni hafði ver­ið.

Mis­lestur – ekki mis­tök

Eins og íslenska stjórn­kerfið er upp byggt og því er ætlað að starfa geta svona afskipti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins ekki verið túlkuð öðru vísi en að umrædd gjörð, sem gerð var í nafni ráðu­neyt­is­ins, hafi verið með vit­und og vilja sjálfs ráð­herr­ans. Sá starfs­mað­ur, sem tal­aði þar í nafni ráðu­neyt­is­ins virð­ist helst bera því við, að hann hafi mis­lesið upp­lýs­ingar um pró­fess­or­inn – eins og það varpi ein­hverju ljósi á mál­ið. Nei, sá ráðu­neyt­is­starfs­maður er þess ekki umkom­inn að varpa neinu ljósi á þá for­dæma­lausu ákvörð­un. 

­For­dæmi ekki fram­kvæmda­valds­haf­inn sjálf­ur, ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son, fram­ferði síns eigin ráðu­neyt­is, for­dæmi jafn­framt afskipti þess af mál­inu og for­dæmi það ekki bara gagn­vart eigin þjóð heldur gagn­vart nor­rænum sam­starfs­að­ilum þá er það vegna þess, að hann sjálfur hefur a.m.k. vitað af gangi máls­ins og verið sam­sinn­ugur þeim gangi. Þá hlýtur það að jafn­framt að vera hlut­verk ráð­herr­ans að takast á við umrædda afgreiðslu innan síns eigin ráðu­neytis og gera þeim ljóst, sem þar hefur eða hafa að verki stað­ið, að fram­ferði þess eða þeirra sé víta­vert og verði ekki lið­ið. 

Hann einn á svarið

Ég á virki­lega erfitt með að trúa því, að fram­kvæmda­valds­haf­inn, ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son, hafi viljað hvað þá heldur óskað þess, að ráð­herra­valdi hans yrði beitt með þessum hætti. Aðeins við­brögð hans sjálfs og þau ein geta sýnt og sannað hvort svo hafi verið eða ekki ver­ið. Eigum við Íslend­ingar virki­lega að trúa því, að Bjarni Bene­dikts­son hafi beitt ráð­herra­valdi sínu með þessum hætti gegn virtum og vel metnum landa sín­um? Var hann þar að verki sjálfur – eða bara svona hálf­veg­is, bæði og, eða hvorki né? Því getur bara einn maður svarað svo ekki verði í efa dreg­ið. HANN SJÁLF­UR. Með fram­ferði sínu og fram­gangi – NÚNA.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar