Miðbakkinn – staður fyrir alla?

Arkitekt segir að það þurfi að vera staðir í almannarýminu þar sem öllum líður eins og þeir tilheyri og séu hluti af einni heild.

Auglýsing

Mið­bakk­inn hefur verið að vakna til lífs­ins, með alls kyns leik og hreyf­ingu, líkt og skemmti­legur andi sé að fær­ast yfir svæð­ið. Hins­vegar getum við spurt okkur hvað koma skal í ljósi hug­mynda fjár­sterkra upp­bygg­ing­ar­að­ila sem kynntar voru til sög­unnar nýver­ið. Til­lagan minnir á risa­stóra köku­sneið sem slítur borg­ina frá höfn­inni og einka­væðir víð­átt­una og haf­flöt­inn. Þessar hug­myndir hafa sem betur fer ekki verið sam­þykktar svo von­andi er fram­tíð svæð­is­ins enn björt. 

Við höfum oft séð slíkar til­lögur áður, sem tikka í öll box við­skipta­lík­ans skipu­lags­mála til þess eins að koma koma gríð­ar­legu bygg­ing­ar­magni í gegn. Þar má meðal ann­ars sjá inn­dregnar hæðir sem hefur lengi verið ein­hvers konar und­ar­leg mála­miðlun til að minnka stórar bygg­ingar – sem verður auð­vitað aldrei raun­in. Svo er útlitið hálf þoku­kennt, ekk­ert ákveðið en samt alls­konar svo ekki sé hægt að kalla þetta “stein­steypukumb­alda” eða “gler­hall­ir”. Þegar myndir af inni­görðum eru skoð­aðar nánar má sjá óbeina fleti, samt án þess að um líf­ræna form­gerð sé að ræða. Meira eins og þessir útlits­fletir hafi verið beinir í upp­hafi en svo teygðir til svo ein­hver myndi ekki kalla þetta „kassa­laga nútíma arki­tekt­úr“. 

Það má kannski segja að það sé nokkuð ósann­gjarnt að rýna í svona myndir og hug­leiða hvers konar arki­tektúr sé á ferð og hvort þetta sem beri fyrir sjónir sé gott eða ekki. Verk­efnið felst nefni­lega ekki í að búa til arki­tektúr heldur sölu­myndir fyrir við­skipta­hug­mynd. Þá þurfum við að spyrja okkur hvort Mið­bakk­inn eigi að vera sölu­vara eða staður fyrir almenn­ing? 

Þegar við horfum aftur í tím­ann þá hefur höfnin í Reykja­vík skipað sér­stakan sess fyrir borg­ina. Þegar ég rifja upp sögur afa míns af stríðs­ár­un­um, eins og þegar hann vitj­aði ætt­ingja sem voru að koma með far­þega­skipi frá Amer­íku, þá hljóm­aði höfnin eins og staður fyrir alla. Hún mynd­aði teng­ingu við umheim­inn og var und­ir­staða lífs­við­ur­væris okk­ar. 

Auglýsing
Það sem er að ger­ast á svæð­inu í dag lofar góðu því það er vísir að sterku almanna­rými. Jákvæð orkan gefur sterk­lega til kynna að svæðið gæti þró­ast í að vera eins og Sout­h­bank í London sem iðar af fjöl­breyti­legu mann­lífi; með hverri menn­ing­ar­stofnun á fætur ann­arri, hjóla­bretta­menn­ingu, úti­leik­húsum og mat­ar­mörk­uðum en líka fág­uðum stíg sem vísar út að ánni Thames. Þetta er ein hug­mynd um hvernig svæðið gæti þró­ast en lík­lega eru margar aðrar góðar leið­ir.

Hvað varðar hin miklu upp­bygg­ing­ar­á­form sem kynnt hafa verið er vert að halda því til haga að jarð­hæðir bygg­inga verða lík­lega opnar almenn­ingi, með kaffi­húsum og slíku. Hafn­ar­kant­ur­inn sem er bíla­stæði í dag verður nú aðgengi­legur hinum almenna borg­ara. Að því leyt­inu til mun verk­efnið aftur tikka í rétt box skipu­lags­mála. Hér erum við þó komin að þeim við­kvæma félags­fræði­lega punkti sem snýr að því hvort okkur finn­ist við til­heyra ákveðnu umhverfi, jafn­vel þó skipu­lags­skil­málar segi að við gerum það. Fjöl­mörg erlend dæmi, af svip­uðum toga með fimm stjörnu hót­el­um, sýna að svona upp­bygg­ing verður ekki fyrir alla hópa sam­fé­lags­ins.

Það er vissu­lega erfitt að gera öll svæði fyrir alla. Við erum nefni­lega fjöl­breyti­leg flóra fólks með mis­mun­andi hug­mynd­ir, vænt­ingar og lífs­við­horf. Engu að síður verða líka að vera til þessir staðir í almanna­rým­inu þar sem öllum líður eins og þeir til­heyri og séu hluti af einni heild. Umhverfið á að halda utan um okkur öll. Höfnin hefur allt til brunns að bera til að vera staður sem tengir borg­ina við víð­áttu­mikið hafið og marg­slungna sögu og menn­ingu. Hún getur verið staður sem tengir okkur öll sam­an; íbúa á öllum aldri en líka ferða­langa sem þyrstir í að sjá marg­breyti­legt mann­líf og víð­áttu­mikið hafið við sund­in. 

Höf­undur er arki­tekt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar