Smithræddi gistihúsaeigandinn – Reynslusaga á tímum Covid19 heimsfaraldurs

Haraldur A. Haraldsson gistihúsaeigandi segir að niðurstaðan úr heimsfaraldrinum sé að mögulega megi rekja eitt lítið hópsmit til ferðamanns en önnur smit verði að öllum líkindum rakin til einstaklinga með fasta búsetu hér á landi.

Auglýsing

Í jan­úar fylgd­ist ég grannt með fréttum frá Kína af kór­ónu­veirunni enda með gisti­húsa­rekstur sem mitt lifi­brauð. Mér varð fljót­lega ljóst, þrátt fyrir vonir um ann­að, að veiran fór að dreifa sér til ann­arra landa en allt virt­ist þetta þó sak­laust í byrj­un. Smitum fjölg­aði hægt og þegar ég fylgd­ist með tölum á worldometer þá var skemmti­ferða­skipið Diamond Princess lengi framan af með næst flest smitin á eftir Kína. 

Í febr­úar fara svo að ber­ast fréttir af Ítalíu og þar var strax ljóst að illa gekk að hemja veiruna og smitum fjölg­aði hratt. Þegar hér var komið sögu fóru að renna á mig tvær grím­ur. Lík­lega mátti gera ráð fyrir veirunni hér á landi enda kom það á dag­inn. Fólk streymdi frá Ítalíu í allar áttir og smit í hinum ýmsu löndum voru oftar en ekki rakin þang­að. Hið sama gerð­ist á Íslandi, við fengum ítrek­aðar fréttir af smit­uðum Íslend­ingum ber­andi veiruna heim frá Ítalíu eða Aust­ur­ríki eftir skíða­ferð­ir. 

Ég las allar fréttir og allt um veiruna sem ég komst yfir og fylgd­ist mjög grannt með störfum þrí­eyk­is­ins. Fylgdi reglum og fyr­ir­mælum í hví­vetna og keypti hand­spritt og sápur og annað það sem mælt var með í bar­átt­unni við veiruna. Ég límdi upp til­kynn­ingar með fyr­ir­mælum og reglum og dreifði blöðum á borð og fjar­lægði allt ónauð­syn­legt sem bauð upp á sam­eig­in­lega snertiflet­i. 

En nú vildi svo ein­kenni­lega til að óvana­lega margir af mínum gestum komu frá norður Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu en frá Suð­ur­-Kóreu bár­ust líka fréttir af útbreiðslu veirunn­ar. Hvernig gat þetta gerst að húsið hjá mér var fullt af Ítölum aftur og aft­ur, Ítalir sem aldrei höfðu verið fjöl­menn­ir, virki­lega óþægi­leg til­hugs­un. Um mán­aða­mótin febr­ú­ar-mars komu til mín á milli 30-40 Ítal­ir. Ég var þess full­viss að nú myndi ég smit­ast og rekst­ur­inn stöðvast. Ég var í raun skelf­ingu lost­inn og bann­aði fjöl­skyld­unni að heim­sækja mig sem og vinum og vanda­mönnum og ég hitti engan úr þessum hópi í um 3 vik­ur. Ég sendi Land­lækn­is­emb­ætt­inu skammar­póst fyrir að loka ekki á landa­mærin á milli Íslands og Ítalíu og ef það væri ekki laga­grund­völlur fyrir slíkri lokun þá þyrfti að setja þrýst­ing á Icelandair að stoppa flug til og frá Ítal­íu. 

Ég lét mig þó hafa það að halda mínu striki varð­andi gest­ina þótt ég hug­leiddi vissu­lega þann mögu­leika að banna gesti eftir þjóð­ernum (lík­lega ólög­leg­t). Sem sagt, ég tók á móti mínum gestum en hélt fjar­lægð og baðst undan því að heilsa með handa­bandi sem gat fallið í grýttan jarð­veg. Oft­ast voru menn þó sáttir þegar ég gaf þá skýr­ingu að ég tæki á móti mörgum gestum frá smit­uðum svæðum og væri þ.a.l. sá sem menn ættu að halda sig fjarri. Það kom fyrir að menn stigu skref aftur á bak þegar ég gerði grein fyrir sjálfum mér á þennan hátt.

Auglýsing
Síðan fylgd­ist ég grannt með fréttum því ég var þess full­viss að fljót­lega myndu smit fara að ber­ast til starfs­manna ferða­þjón­ust­unn­ar. Ég var 100% viss í minni sök, taldi þetta ekki spurn­ingu um hvort fram­línu­starfs­menn íslenskrar ferða­þjón­ustu myndu smit­ast heldur hvenær. Það skrýtna var þó að það komu engar slíkar frétt­ir. Dag­arnir liðu og ég beið og beið og jú, við fengum upp til­vik þar sem mjög veikur ferða­maður fór á Heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands á Húsa­vík og and­að­ist skömmu síð­ar. Ég var hugsi, hvar hafði þessi maður haldið sig á ferð sinni um land­ið? Hafði hann ekki gist á hót­elum og gisti­stöð­um, ekki farið á veit­inga­staði, ekki farið í búð­ir, ekki skoðað söfn? Hvernig gat hann ferð­ast um stóran hluta lands­ins án þess að smita starfs­menn ferða­þjón­ustu? Þetta vakti furðu mína, sem og að engir starfs­menn ferða­þjón­ustu smit­uð­ust næstu tvær til þrár vik­urnar (ferða­menn í mars voru um 80.000). Ég þakk­aði samt Guði fyrir að kom­ast í gegnum hvern dag ein­kenna­laus og var þeirri stundu svo sann­ar­lega fegn­astur þegar landa­mærin lok­uð­ust þann 15. mar­s.  Í kjöl­farið fóru síðan að ber­ast afbók­anir í stórum stíl.

Þann 15. júní opn­uðu síðan landa­mærin aftur en þá var búið að setja inn þá reglu að allir þeir sem koma til lands­ins skulu í skimun við landa­mær­in. Þegar þessi breytta til­högun á landa­mærum var aug­lýst þá snar­fækk­aði afbók­unum hjá mér eins og hendi væri veifað og það gleði­lega gerð­ist að pant­anir fóru að ber­ast inn. Fáar fyrst í stað en síðan fjölg­aði þeim jafnt og þétt og bætt­ust við þær sem fyrir voru og ekki höfðu verið afbók­að­ar. Þannig að þrátt fyrir að júní­mán­uður væri afskap­lega rólegur var hann þó ekki með öllu dauð­ur. Júlí og ágúst­mán­uður fóru síðan langt fram úr vænt­ingum og þessi útfærsla á landa­mær­unum var að mínu mati mjög góð lausn. Fá smit í land­inu og Ísland kom sterkt inn þegar ferða­menn völdu sér áfanga­stað. Reyndar varð fjöldi ferða­manna það mik­ill að heil­brigð­is­starfs­menn áttu fullt í fangi með sýna­tökur og grein­ing­ar. Ég undi hag mínum ágæt­lega með þessa til­högun á landa­mærum og leið mun betur um sum­arið en í mars­mán­uði.

Í júlí­mán­uði ger­ast síðan óvæntir hlut­ir. Í ljós kom að prófin voru ekki nógu áreið­an­leg (u.þ.b. 80% áreið­an­leiki) og hingað komu inn ein­stak­lingar sem smit­uðu út frá sér þrátt fyrir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu í landamæra­skim­un. En það áttu þeir allir sam­merkt að þeir voru með íslenskt heim­il­is­fang og því tengdir fjöl­skyld­um, vinum eða vinnu­fé­lög­um. Því var regl­unum breytt og þann 13. júlí tóku gildi nýjar reglur á landa­mær­un­um. Þá þurftu þeir ein­stak­lingar sem búsettir eru á Íslandi að fara í tvö­falda skimun með 5-6 daga heim­komusmit­gát á milli. Þetta fyr­ir­komu­lag gafst vel og engin dæmi röt­uðu í fjöl­miðla um að ein­stak­lingar í heim­komusmit­gát smit­uðu út frá sér þrátt fyrir öflug tengsla­net í sam­fé­lag­inu.

Á sama tíma voru engin sam­fé­lags­smit rakin til ferða­manna og því var ákveðið að slaka á reglum hjá þeim. Þrem dögum síðar þ.e. þann 16. júlí taka því gildi nýjar reglur sem kveða á um að ferða­menn sem koma frá svoköll­uðum öruggum löndum þurfi ekki í skim­un. Þetta þýddi tvennt, þ.e. að ferða­menn og íslend­ingar sem komu frá Dan­mörku, Þýska­landi, Nor­egi, Finn­landi, Fær­eyjum og Græn­landi þurftu ekki í skim­un. Þetta gaf síðan yfir­völd­um, þrátt fyrir álag við sýna­tök­ur, kost á að hleypa öllum inn í landið sem hingað vildu koma og gefa þannig ferða­þjón­ust­unni og tengdum aðilum súr­efn­i. 

Allt gekk þetta ágæt­lega og áfram voru smitin fá sem dreifðu sér hér inn­an­lands. Eitt smit kom þó inn í landið sem rakið var af leið­sögu­manni til ferða­manns. Ályktun dregin af líkum þar sem fáir komu til greina en lík­lega hafði við­kom­andi ferða­maður fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu úr próf­unum á landa­mær­um. Í öllu falli voru ekki fleiri smit rakin til þessa ferða­manns. Löngu síðar fór þó af stað saga um tvo frakka en sú saga stenst enga skoð­un, tíma­setn­ingar og sam­hengi gerir það að verkum að öllum má ljóst vera að hún er upp­spuni. Lík­legt verður að telj­ast að upp­haf þriðju bylgj­unnar hér­lendis megi rekja til tíma­bils­ins 10-15. sept­em­ber og að ein­hvern veg­inn hafi veiran sloppið inn í landið og þá miðað við fyrri reynslu, með ein­stak­lingi með fasta búsetu hér­lend­is. Um er að ræða mjög útbreiddan veiru­stofn sem gæti t.d. hafa borist frá t.d. Englandi eða Frakk­landi.

Í ágúst fer af stað önnur bylgja í Evr­ópu en íbúar þaðan gátu einir ferð­ast til Íslands að Græn­landi und­an­skildu. Það ger­ist eftir að slakað var á útgöngu­banni sem und­an­tekn­inga­lítið gilti í Evr­ópu eins og í lang­flestum löndum heims­ins á meðan tek­ist var á við fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. 

Mér leið ekk­ert of vel við að taka á móti óskimuðum Dönum og Þjóð­verjum sem komu í stórum stíl á gisti­heim­ilið enda engar skimanir á landa­mærum fyrir ferða­menn frá þessum löndum eftir 16. júlí. Ég gerði mér grein fyrir því að gera mátti ráð fyrir smit­uðum ein­stak­lingum í þessum hópi, sér­stak­lega þegar maður horfði á tölur ágúst­mán­aðar rísa frá degi til dags í þessum lönd­um. Mér fannst tími til komin að taka upp skimanir aftur fyrir alla þrátt fyrir að mér væri orðið ljóst að lík­urnar á að ferða­menn smiti séu litl­ar. Enda kom það á dag­inn þ.e. júní, júlí og ágúst komu til lands­ins um 118.000 ferða­menn og ein­ungis um að ræða eitt óstað­fest smit. Frá 15. Júní til 12 júlí greindust 12 smit­aðir ein­stak­lingar á landa­mær­unum (ein skimun) og miðað við lík­urnar á falskri nei­kvæðri nið­ur­stöðu (20%) má gera ráð fyrir að 2-4 í þeim hópi sem skimaðir voru hafi farið í gegn smit­aðir af veirunni og því frjálsir ferða sinna þrátt fyrir veik­ind­i.  Þá er ótal­inn hóp­ur­inn sem kom inn í landið óski­maður en erfitt er að álykta um fjölda smit­aðra þar.

En töl­fræðin og reynslan yfir sum­ar­mán­uð­ina los­aði mig við ótt­ann um að ég væri í mjög mik­illi smit­hættu. Ég átt­aði mig á því að lík­urnar á því að ferða­menn smiti eru hverf­andi. Ferða­menn sem koma til lands­ins tíma­bundið til að kynna sér og upp­lifa nátt­úru og menn­ingu lands­ins, ferða­menn án tengsla­neta og stutt og stopul sam­skipti við heima­menn. Töl­urnar segja allt sem segja þarf. Þekk­ing og skiln­ingur bar ótta og for­dóma ofur­lið­i.  Ég var fljót­lega komin á þann stað að ég var til­búin að hitta mitt fólk þótt ég teldi það mun lík­legra til að smita mig en öfugt.

Ein­hvern tím­ann í kringum 10-15. ágúst kom síðan til­kynn­ing um að kynntar yrðu nýjar reglur á landa­mær­um. Ég sett­ist að sjálf­sögðu niður fyrir framan sjón­varpið til að fylgj­ast með og mér féllust hendur þegar gerð var grein fyrir nýja fyr­ir­komu­lag­inu. Frá og með 19. ágúst yrði miðað við tvær skimanir með 5—6 daga sótt­kví á milli. Nán­ast búið að loka á landa­mærin með kröfu um sótt­kví. Ég hélt í von­ina um að mögu­lega væri eitt­hvað hægt að vinna með þessa útfærslu, fá fólk til að koma þrátt fyrir sótt­kvína en þeir sem höfðu pantað hjá mér gist­ingu höfðu engan áhuga. Ég tal­aði við ferða­skrif­stofur sem ég þjón­usta en nið­ur­staðan var alls staðar sú sama. Sára­sára­fáir eru til­búnir að sitja lok­aðir í her­bergi í 5-6 sól­ar­hringa. Afbók­an­irnar flæddu inn og lítið sem ekk­ert hægt að gera til að spyrna við fót­u­m. 

Auglýsing
Þetta var óskemmti­leg upp­lifun, fyrir utan að lík­urnar á að ferða­menn smiti eru hverf­andi þá hafði heim­komusmit­gátin reynst afbragðsvel. Mér var og er fyr­ir­munað að skilja hvers vegna menn tóku þetta stóra skref. Af hverju ekki að byrja á því að útfæra sér­sniðna smit­gát fyrir ferða­menn á milli skim­ana og láta reyna á hana? Svo vitnað sé í sótt­varna­lækni, eins og að ganga yfir á, taka lítil skref, eitt í einu, skoða aðstæður vel áður en næsta skref er ákveð­ið. Það voru svo gríð­ar­legir hags­munir í húfi og allt að vinna miðað við reynsl­una sem menn þá þegar höfðu aflað sér og töl­urnar sem lágu á borð­in­u.  Því til við­bótar höfðum við á þessum tíma­punkti tek­ist á við nokkra veiru­stofna og unnið bug á þeim öll­um.

Nið­ur­staðan frá þessum heims­far­aldri er að mögu­lega megi rekja eitt lítið hópsmit til ferða­manns en önnur smit verði að öllum lík­indum rakin til ein­stak­linga með fasta búsetu hér á land­i. 

Í sept­em­ber og sér­stak­lega í októ­ber neit­aði ég að fara til Reykja­víkur að hitta fjöl­skyld­una enda smit­hræddur mað­ur. Ég upp­lifði Reykja­vík sem pestar­bæli þar sem fólk færi lítt að til­mælum yfir­valda. Ég hélt mig því við gest­ina mína hér á gisti­heim­il­inu enda stendur mér nákvæm­lega engin ógn af þeim eftir að þeir eru búnir að fara í fyrri skimun, að ég tali nú ekki um þegar þeir hafa lokið báðum skimun­unum með nei­kvæðri nið­ur­stöðu. Öðru­vísi mér áður brá.

Höf­undur er gisti­húsa­eig­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar