Að gefnu tilefni: Hugleiðingar um skipanir dómara

Ómar H. Kristmundsson, prófessor á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnumörkunar, skrifar um hæfisnefndir sem meta umsækjendur um dómaraembætti.

Auglýsing

Er hægt að skipa í æðstu emb­ætti þannig að tryggt sé að sá hæf­asti sé val­inn og sátt ríki um nið­ur­stöð­una í sam­fé­lag­inu? Til­efni er til að spyrja þess­arar spurn­ingar vegna upp­náms sem gjarnan fylgja skip­unum í slík emb­ætti og stað­hæf­inga um að póli­tísk tengsl, frænd­hygli og klíku­skapur ráði ferð­inni frekar en verð­leikar umsækj­enda. Svar mitt við fyrri hluta spurn­ing­ar­innar er já, ef tryggt er vandað verk­lag og byggt er á sér­þekk­ingu og reynslu við mat á umsókn­um. Seinni spurn­ingin er erf­ið­ari, en leiða má líkum að því að vand­að, gegn­sætt og opin­bert ráðn­inga­ferli, sem almennt ríkir sátt um, hafi mikið að segja um trú­verð­ug­leika ákvarð­ana, hvort sem um er að ræða skipun dóm­ara eða ann­arra emb­ætt­is­manna rík­is­ins. 

Verk­lag hér­lendis við skip­anir dóm­ara hefur verið í mótun sl. ára­tugi með hlið­sjón af við­mið­unum sem búið er að festa í alþjóð­legar reglur og bein­ast að því að tryggja vand­fundið jafn­vægi milli ákvörð­un­ar­valds ráð­herra, sem hefur hið lýð­ræð­is­lega umboð og sjálf­stæðis dóms­valds­ins. Hér á landi eins og víð­ast í Evr­ópu hafa verið not­aðar dóm­nefndir til að stuðla að þessu jafn­vægi. Þótt aðferðin sé langt frá því að vera galla­laus eru kostir hennar ótví­ræð­ir. 

Nýlegur dómur yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (MDE) kallar ekki á umbylt­ingu á því verk­lagi sem nú er við­haft en hann felur í sér nauð­syn þess að stjórn­völd skoði hvort og hvernig megi bæta núver­andi fyr­ir­komu­lag. Við lestur dóms­ins verður ekki séð að hann feli í sér gagn­rýni á hið form­lega verk­lag sem skráð er í reglur heldur hvernig því var fylgt. Sér­stak­lega er bent á að rann­sókn­ar­reglu hafi ekki verið fylgt af hálfu ráð­herra og fyr­ir­komu­lag við atkvæða­greiðslu á Alþingi hafi verið gall­að. Í sam­hengi við dóm MDE hefur fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra bent á galla þeirrar aðferðar sem dóm­nefndin not­aði við röðun umsækj­enda. 

Mats­að­ferðin

Skoðum fyrst þá aðferða­fræði dóm­nefndar að meta hæfni með því að  leggja saman útkomu á nokkrum hæfn­is­við­miðum sem dóm­nefndin gaf nákvæmt hlut­falls­legt vægi (dæmi: reynsla af dóm­störfum 20%, lög­manns­reynsla 20% o.s.frv.). Þótt styðj­ast megi við aðferð­ina til að öðl­ast yfir­lit yfir bak­grunn umsækj­enda og þá með því að nota ein­faldan matskvarða (t.d. eng­in, lít­il, mikil reynsla) getur hún ekki ráðið úrslit­um. Til að unnt sé að leggja aðferð­ina til grund­vallar ákvarð­ana­töku verður að sýna fram á rétt­mæti og áreið­an­leika hennar og að skekkju­mörk séu nær eng­in. Það er for­senda þess að unnt sé gera grein­ar­mun á umsækj­endum sem fá sam­bæri­lega hæfn­is­ein­kunn. Þessu til við­bótar þurfa ítar­legar upp­lýs­ingar að liggja fyrir um for­sendur við val á hæfn­is­við­miðum og vægi þeirra, t.d. hvers vegna reynsla af dóm­störfum skuli hafa 20% vægi en ekki 30%. Þetta þarf að liggja fyrir áður en starf er auglýst. Gallar þess­arar aðferðar koma fram í því að með minni­háttar breyt­ingum á hlut­föllum ein­stakra hæfn­is­við­miða getur röðun umsækj­enda breyst umtals­vert. 

Auglýsing
Það kemur á óvart að reynt hafi verið að nota jafn gall­aða aðferð við að meta hæfni í starf sem er jafn fjöl­þætt og starf dóm­ara. Það er raunar ekki skýrt í hve miklum mæli aðferðin hefur verið notuð af dóm­nefndum á síð­ustu árum. Við laus­lega athugun á aðgengi­legum umsögnum virð­ist það hafa verið ein­göngu í hinu svo­kall­aða Lands­rétt­ar­máli sem nefndin lagði aðferð­ina til grund­vallar mati sínu. Almennt hafi verið lagt mat á hverjir teld­ust hæf­astir án inn­byrðis ein­kunna­gjaf­ar. Í umsögnum er vísað til þess að lögð hafi verið áhersla á að nið­ur­staðan byggði á heild­stæðu mati þar sem hvert hæfn­is­við­mið hefur ólíkt vægi inn­byrðis en ekk­ert þeirra hafi ráðið úrslit­u­m. 

Nið­ur­staða dóm­nefndar og aðkoma ráð­herra

Miklu máli skiptir hvernig nefndin skilar áliti sínu til ráð­herra og hvernig máls­með­ferð ráð­herra er háttað í kjöl­far­ið. Nú er fyr­ir­komu­lagið þannig skv. lögum um dóm­stóla að dóm­nefnd lætur ráð­herra í té umsögn þar sem fram kemur hvaða umsækj­andi sé tal­inn hæf­astur til að hljóta emb­ætt­ið, en nefndin getur einnig metið tvo eða fleiri umsækj­endur jafna. Ráð­herra getur farið fram hjá áliti dóm­nefndar um hæf­asta umsækj­and­ann með því að leggja fram til­lögu á Alþingi um annan sem upp­fyllir skil­yrði og þarf þá sam­þykki Alþing­is. Til sam­an­burðar gerir dóm­nefnd í Dan­mörku til­lögu um eitt dóm­ara­efni í til­tekið emb­ætti. Ráð­herra getur hafnað til­lög­unni en þá verður hann að upp­lýsa laga­nefnd þings­ins um þá ákvörð­un. Þetta hefur enn ekki gerst. Í Nor­egi leggur nefndin fram þrjá í hæfn­is­röð. Ráð­herra getur komið með breyt­inga­til­lögu en þá er máli aftur vísað til nefnd­ar­inn­ar. Á öllum Norð­ur­löndum er nær óþekkt að ráð­herra fari gegn til­lögum nefnd­ar. 

Aðkoma Alþingis

Eins og áður segir getur ráð­herra lagt til­lögu sína um annan umsækj­anda en þann sem dóm­nefnd telur hæf­astan fyrir Alþingi. Þessi heim­ild virð­ist ekki skyn­sam­leg. Ef ekki er kraf­ist auk­ins meiri­hluta fer atkvæða­greiðsla eftir flokkslínum eins og gerð­ist í Lands­rétt­ar­mál­inu. Skiptir þá ekki máli hvort atkvæð­a­r­eynslan fer fram um til­lögu ráð­herra í heild sinni eða greidd eru atkvæði um ein­stakan umsækj­enda sem ráð­herra hefur mælt með. Ekki fer vel að Alþingi hafi með höndum stjórn­sýslu­verk­efni af þessu tag­i.  

Skýr­ara verk­lag og efl­ing dóm­nefnda

Eins og segir í upp­hafi kallar dómur MDE ekki á rót­tækar breyt­ingar á núver­andi fyr­ir­komu­lagi við skip­anir dóm­ara heldur dregur hann fram nauð­syn skoð­unar á núver­andi verk­lagi, fag­legum vinnu­brögðum og fyr­ir­sjá­an­leika. Við þá skoðun er gagn­legt að horfa til ann­arra Norð­ur­landa, sér­stak­lega Dan­merkur og Nor­egs. Aðgengi­legar reglur um fund­ar­sköp ættu að liggja fyr­ir, t.d. hvernig fara skuli með ágrein­ing innan nefnd­ar­innar og sér­á­lit. Nauð­syn­legt er að setja við­mið um lág­marks­hæfni nefnd­ar­manna til að meta umsækj­end­ur, að byggt sé á reynslu og þekk­ingu á aðferðum við mat á færni umsækj­enda um opin­ber störf. Einnig má ein­fald­lega nota þá leið (ef það er ekki nú þegar gert) að nefndin hafi aðgang að sér­þekk­ingu á sviði ráðn­ing­ar­mála t.d. innan Dóm­stóla­sýsl­unn­ar. Skýra mætti hvernig velja skuli „full­trúi almenn­ings“ í nefnd­inni. Sá/sú er nú skip­aður af Alþingi. Skoða þyrfti hvort sá eigi ekki að hafa annan bak­grunn en lög­fræði­legan eins og sett er skil­yrði um í Nor­egi. Að lokum má nefna að vönduð starfs­grein­ing dóm­ara­starfs­ins gæti auð­veldað dóm­nefnd störf sín en hugs­an­legt er að slíka grein­ingu sé nú þegar að finna. 

Höf­undur er pró­fessor og sat í nefnd dóms­mála­ráð­herra um end­ur­skoðun reglna um skipan dóm­ara 2009. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar