Læsi og lífsgæði

Haukur V. Alfreðsson vekur athygli á slæmri stöðu íslenskra drengja í menntakerfinu og þeim efnahagsáhrifum sem sú staða hefur í för með sér.

Auglýsing

Nú fyrir stuttu var við­tal við Tryggva Hjalta­son í Ísland í dag. Í við­tal­inu fór Tryggvi yfir það sem hann hefur verið að rann­saka og benda á sein­ustu ár, slæma stöðu drengja í íslenska mennta­kerf­inu. En nú var hljóðið í honum enn þyngra og eru allar nið­ur­stöður á þá leið að staða drengja fari versn­andi á öllum stigum mennta­kerf­is­ins. Ef ekki verður ráð­ist í miklar breyt­ingar er útlit fyrir mik­inn per­sónu­legan og efna­hags­legan skaða í okkar sam­fé­lagi í fram­tíð­inni.

Nokkrar punktar varð­andi stöðu íslenskra drengja í mennta­kerf­inu:

  • 34,4% drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunn­skóla. Það er tvö­falt hærra hlut­fall en hjá stúlkum og aukn­ing um 10% frá 2009.
  • Ísland er eina Norð­ur­landa­þjóðin þar sem drengir mæl­ast eftir á í öllum Pisa grein­um.
  • Drengir eru tutt­ugu sinnum lík­legri til að vera settir á þung­lynd­is­lyf en börn á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 15% drengja fara á hegð­un­ar­lyf.
  • Brott­fall úr mennta­skólum er mjög hátt. 31% drengja hafa fallið úr námi á fyrstu fjórum árunum eftir inn­ritun og Ísland hefur eitt hæsta hlut­fall brott­falls drengja af öllum vest­ur­löndum þegar horft er til ald­urs­ins 25-34 ára. 
  • Hlut­fall karla af nýnemum í háskól­anum er 32%, var 37% tveimur árum áður. 

Drengirnir okkar eru sem sagt að koma úr grunn­skóla með sífellt lak­ari mennt­un, er ávísað þung­lynd­is- og hegð­un­ar­lyfjum í gríð­ar­legu magni strax ungum að aldri, falla í miklum mæli úr námi og eru í ört minnk­andi minni­hluta þeirra sem sækja sér háskóla­mennt­un. 

Auglýsing
Það að eiga í erf­ið­leikum með að lesa skerðir getu ein­stak­lings til þess að afla sér tekna sem og til þess að vera vel upp­lýstur ein­stak­lingur í sam­fé­lag­inu. Lakur lesskiln­ingur tak­markar aðgengi að frek­ari menntun og þar með mörgum störf­um. Jafn­vel ef við setjum upp óraun­hæfu sviðs­mynd­ina um að drengir hafi ein­göngu áhuga á því að vinna verk­lega vinnu þurfa þeir samt að getað lesið og reikn­að. Iðn­nám, t.d. til að verða smið­ur, þarfn­ast lest­urs og reikn­ings á mennta­skóla­stigi. Smiðir og aðrir í sjálf­stæðri vinnu eru ekki að smíða allan dag­inn. Þeir þurfa að ann­ast rekst­ur­inn sem felur í sér að skrifa reikn­inga, gera samn­inga, gera kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, fylgj­ast með atvinnu­tæki­færum og þróun í starfs­um­hverf­inu, ýmis skrif­finnska og fleira. Drengir sem eiga erfitt með að lesa, skilja og ræða jafn­vel inni­hald þess­arar greinar munu eiga erfitt með að gera nokkuð af fram­an­greindu ef þeir á annað borð komast í gegnum bók­lega hluta náms­ins. Þessir sömu drengir munu heldur ekki eiga auð­velt með að leita sér sjálfir að upp­lýs­ingum til að móta sýnar eigin skoð­anir um mál­efni líð­andi stund­ar. Það tak­markar mjög getu þeirra til að vera virkir í póli­tík, átta sig á hvenær þeir eru að lesa sannar upp­lýs­ingar eða hvenær sé verið að reyna mis­nota sér van­kunn­áttu þeirra. 

Hér hef ég ekki einu sinni byrjað á að fara yfir þá skerð­ingu á lífs­á­nægju sem felst í skertu val­frelsi, skertri getu til þess að láta til sín taka á hinum ýmsu sviðum lífs­ins og áhrifum á líð­an. Ein aug­ljós vís­bend­ing um slíkt er sú stað­reynd að óhemju hátt hlut­fall íslenskra drengja eru á þung­lynd­is­lyfj­um.

Ég held að það sé öllum ljóst að ef við tak­mörkum starfs­mögu­leika sirka eins og af hverjum sex Íslend­ingum (karlar ver­andi um helm­ingur lands­manna) hefur það gríð­ar­leg efna­hags­leg áhrif. Til að setja hlut­ina í smá sam­hengi dróst lands­fram­leiðsla Íslands saman um rúm 10% á árinu 2020 í kjöl­far Covid, sem er stærð­ar­innar högg. Ofur ein­földun er að ímynda sér að einn af hverjum tíu hafi ekki unnið hand­tak á árinu. Það er því auð­velt að sjá að sú ákvörðun að tak­marka starfs­mögu­leika eins af hverjum sex Íslend­ingum ekki bara í eitt eða tvö ár eins og Covid heldur ára­tugum saman hlýtur að hafa stór áhrif á efna­hag­inn. Það hefur ekki bara áhrif á þá ein­stak­linga sem hafa færri atvinnu­tæki­færi heldur á þjóð­fé­lagið allt því við missum af hug­viti þeirra og tækninýj­ung­um, missum af skatt­tekjum sem kynni að hljót­ast og fleira og fleira. 

Okkur bíður ærið verk­efni en það verður að taka þennan slag af fullri alvöru. Við verðum að átta okkur á þeim efna­hags­legu og per­sónu­legu áhrifum sem þessi staða hefur í för með sér. Þetta er ekki mál­efni sem á að vera á óska­lista yfir verk­efni í fram­tíð­inni, menntun eru und­ir­staða hag­kerf­is­ins okk­ar.

Höf­undur er Pírati og býður sig fram í próf­kjöri Pírata í Reykja­vík 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar