Auglýsing

Stundum skilur maður ekk­ert. Haustið 2008 fór íslenskt efna­hags­kerfi á hlið­ina. Ástæðan var, fyrst og síð­ast, sú að íslenskir bankar höfðu fyllst af ódýru láns­fjár­magni, vaxið ótæpi­lega og lánað afar ógæti­lega til aðila sem áttu ekk­ert með það að gera að fá hund­ruð millj­arða króna að láni til að fróa rang­hug­myndum sínum um yfir­burð­ar­mennsku.

Vegna þessa þurfti íslenska ríkið að setja for­dæma­laus neyð­ar­lög, gengið féll um tugi pró­senta, atvinnu­leysi stórjókst, eigna­verð hrundi, gjald­eyr­is­höft voru sett, vel­ferð­ar­kerfi skorið niður og þeir pen­ingar sem voru til fóru, ásamt inn­stæðum almenn­ings, í að end­ur­reisa banka­kerfið með því að búa til nýja banka. Það þarf enda fjár­sýslandi banka, sem fram­leiða ekk­ert, til að halda raun­veru­leik­anum gang­andi, hvað svo sem sú stað­reynd segir um það kerfi sem við höfum fest okkur í.

Kostn­að­ur­inn vegna þess­ara aðgerða lenti á almenn­ingi. Krón­urnar í vasa hans urðu færri og þær urðu miklu minna virði. Þjón­ustan sem sam­neyslan borg­aði fyrir varð lélegri og eign­irnar sem almenn­ingur átti rýrn­uðu. Nú þegar vorar í efna­hags­líf­inu, eftir að marg­hátt­aðar aðgerðir síð­ustu þriggja rík­is­stjórna eru farnar að skila árangri, þá á almenn­ingur kröfu á tvennt: að almanna­hagur verði í for­gangi þegar auknum gæðum verður útdeilt og að við forð­umst með öllum mögu­legum ráðum að gera sömu mis­tökin aft­ur.

Auglýsing

­Með öðrum orð­um: ekki fóðra skepn­una sem bar ábyrgð á hinum sjö mögru árum. Sé það gert er óum­flýj­an­legt að sagan end­ur­tekur sig.  

Með öðrum orð­um: ekki fóðra skepn­una sem bar ábyrgð á hinum sjö mögru árum. Sé það gert er óum­flýj­an­legt að sagan end­ur­tekur sig.

Margt vel gert, margt tóm steypa



Þótt margt hafi verið gert vel í end­ur­reisn íslensks efna­hags­lífs, bæði af hendi stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna sem þau end­ur­reistu, þá hefur margt líka verið tóm steypa.

Bank­arnir hafa til að mynda hangið allt of lengi á allt of mörgum fyr­ir­tækjum sem þeir fengu í fangið við stofn­un. Þeir hafa passað upp á að öll stóru verk­efni í eigna­um­sýslu, hvort sem það er vegna fjár­fest­inga sjóða, umsjón með útboðum eða ann­ar­s því tengdu, lendi hjá þeim sjálfum og stuðli að uppi­stöðu þeirra tekna sem grunn­rekstur þeirra skil­ar. Samt er grunn­rekst­ur­inn dap­ur. Stór ástæða þess er sú að þrátt fyrir að stærð bank­anna sé ein­ungis brot af því sem hún var þá hefur starfs­mönnum þeirra ein­ungis fækkað um 22-23 pró­sent frá lokum árs 2007, sam­kvæmt nýlegri frétt Stöðvar 2.

Eitt það fyrsta sem bank­arnir hófu að end­ur­reisa voru kjör starfs­manna sinna. Það er merki­legt að sá geiri sem var end­ur­reistur fyrir inn­stæður okkar almenn­ings og fékk rúm­lega 90 pró­senta mark­aðs­hlut­deild sína í vöggu­gjöf, starfar á mark­aði sem er svo tryggður með gjald­eyr­is­höftum og rík­is­á­byrgð á inni­stæðum að hann lík­ist meira vernd­uðum vinnu­stað en sam­keppn­is­mark­aði, skuli vera sá sem hefur upp­lifað mest launa­skrið allra eftir hrun (44,2 pró­sent milli 2010-2014).

Það er líka merki­legt að þessi geiri sé búinn að inn­leiða kaupauka­kerfi (Ís­lands­banki og Arion banki gjald­færðu um 900 millj­ónir króna vegna þess í fyrra fyrir sam­tals um 200 starfs­menn) og hafi meira að segja þrýst á það með umsögnun til Alþingis að svig­rúm þeirra til bón­us­greiðslna verði marg­faldað svo að sam­keppn­is­hæfni þeirra verði ekki haml­að. Þar eiga þeir við hæfni þeirra til að eiga í sam­keppni við litlu íslensku fjár­mála­fyr­ir­tækin sem eru sam­eig­in­lega með undir tíu pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Og fá engin stór verk­efni vegna þess að stóru bank­arnir skammta sjálfum sér þau.

Ríkið ákveður að gefa rík­is­starfs­mönnum millj­arða



Það ein­kenni­leg­asta af öllu sem gerst hefur í banka­málum á Íslandi var þegar síð­asta rík­is­stjórn, fyrsta hreina vinstri­st­jórnin sem kenndi sig við nor­ræna vel­ferð, ákvað árið 2009 að gefa starfs­mönnum Lands­bank­ans tveggja pró­senta hlut í honum ef þeim tæk­ist að rukka ákveðin lána­söfn, sem hétu Pegasus og Pony, í botn. Það tókst og starfs­menn­irnir fengu hlut­inn, sem að öðrum kosti hefði runnið til íslenska rík­is­ins. Þ.e. almenn­ings.

Eina skýr­ingin sem gefin hefur verið á þess­ari for­dæma­lausu gjöf á rík­is­eign­um, sem á sér engar hlið­stæður í öðrum hluta­fé­lögum í eigum hins opin­bera, var sú að þetta hafi verið gert að frum­kvæði kröfu­hafa. Kröfu­hafar Lands­bank­ans voru þar með farnir að móta eig­enda­stefnu rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Og rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna sagði bara OK.

­Kröfu­hafar Lands­bank­ans voru þar með farnir að móta eig­enda­stefnu rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tæki. Og rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna sagði bara OK.

Vert er að taka fram að hluta eignar starfs­mann­anna verður haldið eftir til að gera upp skatta, gjöld og annan kostn­að. Að teknu til­liti til þess er eign­ar­hlutur starfs­manna um 0,8 pró­sent og virði hlut­ar­ins um tveir millj­arðar króna. Starfs­menn­irnir fengu hins vegar sam­an­lagt 144 millj­ónir greiddar í arð vegna árs­ins 2013 og tæp­lega 200 millj­ónir króna vegna árs­ins 2014. Miðað við þann hagnað sem hinn rík­is­end­ur­reisti rekstur Lands­bank­ans er að skila munu arð­greiðsl­urnar halda áfram um ókomna fram­tíð. Og á ein­hverjum tíma­punkti munu starfs­menn­irnir geta selt eign­ar­hluti sína með miklum hagn­aði. Hluti sem ríkið ákvað að gefa þeim, um 1.400 núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum Lands­bank­ans, í stað þess að allir lands­menn myndu eiga þá.

Íslands­banka­fólk vill líka



Nú er þessi galna aðgerð notuð sem rök­stuðn­ingur fyrir því að annað banka­fólk eigi líka að fá meira. Morg­un­blaðið greindi frá því í vik­unni að banka­stjóri, fram­kvæmda­stjóri og stjórn­endur Íslands­banka, sem íslenska ríkið á fimm pró­sent hlut í, hafi farið fram á kaupauka í tengslum við nauða­samn­inga Glitnis og mögu­lega sölu Íslands­banka. Þeir vilja fá allt að eins pró­senta hlut í bank­anum sam­kvæmt frétt­inni. Miðað við eigið fé Íslands­banka er virði hlut­ar­ins um 1,8 millj­arðar króna. Stóri mun­ur­inn hér og hjá Lands­bank­anum er sá að hjá Íslands­banka er vilji til þess að allur hlut­ur­inn renni til þröngs hóps stjórn­enda og stjórn­ar­manna í banka sem var end­ur­reistur með handafli með inn­stæðum Íslend­inga, ekki allra starfs­manna.

Í eft­ir­fylgn­is­frétt í Morg­un­blað­inu í dag segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, að því sé  „ekki að neita að eftir að starfs­menn Lands­bank­ans fengu hlut í bank­anum árið 2009 hef ég reglu­lega verið spurð um það á starfs­manna­fundum hvort slíkt hið sama standi til hjá Íslands­banka“.

Það á því að nota hina gölnu og illa ígrund­uðu aðgerð stjórn­valda frá árinu 2009 sem rök­semd­ar­færslu fyrir því að hrúga meiri fjár­munum og áhrifum undir stjórn­endur ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tæka. Tveir mínusar eiga að gera ein­hvers­konar plús. Fyrir ein­hvern.

Fóður fyrir skepnu­unga



Það er vert að end­ur­taka það að íslenskt banka­kerfi var end­ur­reist með handafli með pen­ingum rík­is­sjóðs og inn­stæðum almenn­ings. Skað­inn sem það olli íslensku sam­fé­lagi með áhættu­sækni og van­hæfni sinni fyrir hrun er for­dæma­laus í heims­sög­unni. Enn er í gildi 100 pró­sent ábyrgð íslenska rík­is­ins á inn­stæð­um.

Banka­kerfið hefur starfað í á sjö­unda ár varið fyrir allri utan­að­kom­andi sam­keppni með mjög þröngum höft­um. Það hefur einnig verið varið fyrir allri inn­lendri sam­keppni sökum þess að stóru bönk­unum var falið að end­ur­skipu­leggja atvinnu­líf­ið, sem var meira og minna farið á höf­uðið eftir hrun­ið. Þannig gátu þeir ráðið því hvar stærstu verk­efni þeirrar end­ur­skipu­lagn­ingar lentu. Og fyrir algjöra til­viljun lentu þau nán­ast öll hjá þeim sjálf­um.

­Þrátt fyrir þessar óhrekj­an­legu stað­reyndir er sífellt verið að reyna að finna leiðir til að inn­leiða aftur hvata til auk­innar áhættu­sækni og fífldirfsku í fjár­mála­geir­anum með því að árang­urstengja laun starfs­manna.

Þrátt fyrir þessar óhrekj­an­legu stað­reyndir er sífellt verið að reyna að finna leiðir til að inn­leiða aftur hvata til auk­innar áhættu­sækni og fífldirfsku í fjár­mála­geir­anum með því að árang­urstengja laun starfs­manna. Slík árang­ursteng­ing á kannski við í fyr­ir­tækj­um, óháð geira, sem hafa byggst upp yfir lengri tíma og sannað sig, en er fjar­stæðu­kennd hjá nýjum fyr­ir­tækjum sem eru byggð upp á rústum eins stærsta gjald­þrots sög­unnar og hafa starfað allan sinn líf­tíma í vernd­uðu umhverfi.

Allir þeir sem hafa lesið skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, fylgst með þeim málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur rann­sakað og ákært í, og bara fylgst með fréttum und­an­farin ár, sjá að þessi teng­ing milli „ár­ang­urs“ banka og þeirra sem hjá honum störf­uðu orsak­aði margt af því allra versta sem ráð­ist var í á loka­spretti „gamla“ íslenska banka­kerf­is­ins þegar ljóst var þeim þrönga hópi að það var á leið­inni á hlið­ina.

Íslensku bank­arnir hafa unnið mörg verk vel á und­an­förnum árum. End­ur­reisn íslensks atvinnu­lífs hefur tek­ist vegna þeirra. En það var verk­efni sem þeir áttu að leysa. Til­vera bank­anna byggði raun­veru­lega á því og algjör óþarfi að umb­una sér­stak­lega fyrir það með millj­arða­gjöfum til ein­stak­linga.

Samt vilja banka­stjórn­endur nú finna fleiri leiðir til að moka meiri pen­ingum til sín og sinna. Þeir vilja tengja sig fast­ari böndum við afkomu bank­ans og segja það sann­gjarnan mæli­kvarða á vinnu þeirra fyrir umsýslu með pen­inga ann­arra. Þessir banka­stjórn­endur vita alveg að þeir eru að ofbjóða almenn­ingi, með þess­ari hegð­un, en þeim er bara alveg sama. Þeir vilja bara fóðra nýju sís­vöngu skepn­una sem óx út úr dauða þeirra sem sprakk af drambi, græðgi og hroka haustið 2008.

Það að gera sama hlut­inn aftur og von­ast eftir annarri nið­ur­stöðu er hins vegar ekki bara ófag­legt og illa ígrund­að, það er bein­línis hættu­legt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None