Auglýsing

Það var kosið um liðna helgi. Nið­ur­staðan var um margt merki­leg víða, og ekki ein­ungis í sam­hengi við sveit­ar­stjórn­ar­mál. Líkt og var spáð riðu sann­ar­lega póli­tískar jarð­skjálfta­hrinur yfir víða, þótt tap­ar­arnir reyni að sann­færa sem flesta um að það sé ofskynj­un.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins, fékk sína verstu nið­ur­stöðu í sög­unni í Reykja­vík, borg sem hann átti ára­tugum saman og þráir að stýra á ný. Þótt nið­ur­staða í meiri­hluta­við­ræðum liggi ekki fyrir bendir allt til þess að hann eigi ekki leið að óbreyttu í meiri­hluta. Þrír flokkar úr frá­far­andi meiri­hluta hafa bundið sig saman í kom­andi við­ræðum og í ljósi þess að Sós­í­alista­flokk­ur­inn vinnur ekki með Sjálf­stæð­is­flokki og Vinstri græn ætla ekki í meiri­hluta þá er ekki sýni­legt leið að völdum í höf­uð­borg­inni.

Örvænt­ingin sem gripið hefur um sig vegna þessa hefur sést ágæt­lega á for­síðum Morg­un­blaðs­ins þar sem bróðir eins borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins skrifar frétta­skýr­ingar byggðar á álykt­unum dregnum af fasi odd­vita flokks­ins og reyndi svo fleyta þeirri hug­mynd sem raun­veru­leika að þrýst­ingur væri á Sam­fylk­ing­una um að starfa með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. 

Flokk­ur­inn tap­aði völdum í Hvera­gerði (í fyrsta sinn sem hann er ekki stærstur síðan 1998 þegar klofn­ings­fram­boð bauð fram gegn hon­um), Mos­fellsbæ (í fyrsta sinn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki stærstur þar), Ísa­firði, Bol­ung­ar­vík og Rangár­þingi ytra. Hann tap­aði fylgi og bæj­ar­full­trúum í Kópa­vogi og Hafn­ar­firði þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með aðra mögu­leika fái hann ekki það sem hann vill út úr meiri­hluta­við­ræð­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn náði ekki að fella meiri­hluta sem hann ætl­aði sér í Reykja­nes­bæ, Akra­nesi, í Fjarða­byggð og Vest­manna­eyj­um, sem flokknum og útgerð­ar­ris­unum þar svíður senni­lega sár­ast. 

Sál­rænn ósigur í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi

Þá fékk flokk­ur­inn undir 50 pró­sent atkvæða í höf­uð­víg­inu Garðabæ þar sem hann fékk 62 pró­sent 2018. Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fær ekki meiri­hluta atkvæða þar síðan á átt­unda ára­tugnum þegar sveit­ar­fé­lagið hét Garða­hreppur og íbúa­fjöld­inn var fjórð­ungur af því sem hann er nú.

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 50,1 pró­sent atkvæða á Sel­tjarn­ar­nesi, sem var næstu fimm pró­sentu­stigum meira en 2018. Þá bauð hins vegar F-listi Skafta Harð­ar­son­ar, sem var einn af stofn­endum Félags frjáls­hyggju­manna, fyrrum stjórn­ar­maður í Heimdalli og Vöku og for­maður Sam­taka skatt­greið­enda, fram til hægri við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og fékk 10,6 pró­sent. Hægri atkvæð­unum fækk­aði því á Nes­inu og hafa aldrei verið hlut­falls­lega færri. Á sama tíma fengu hin fram­boðin tvö þar sam­an­lagt ein­ungis sex atkvæðum færri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Sigrar flokks­ins eru aðal­lega þrír. Hann bætir við meiri­hlut­ann sinn í Ölf­usi og nær hreinum meiri­hluta í Árborg. Svo má segja að það sé sigur að flokk­ur­inn haldi stöðu sinni sem sterkasta aflið á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu með alls 113 full­trúa, þótt hann tapi völdum víða. En með­al­fylgi hans lækk­aði frá síð­ustu kosn­ingum og kjörnum full­trúum fækk­aði.

Þetta er ekki ég, þetta eruð þið

Að öllu ofan­greindu sögðu er ljóst að nið­ur­staðan var heilt yfir tap fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem lítur á sig sem kjöl­festu­afl í íslensku sam­fé­lagi. Þegar við bæt­ist að flokk­ur­inn er að mæl­ast undir 20 pró­sent á lands­vísu hjá Gallup og hefur farið í gegnum flestar sínar verstu kosn­ingar í sög­unni á síð­asta rúma ára­tug þá hlýtur þessi staða að skrif­ast á Bjarna Bene­dikts­son, for­mann flokks­ins til 13 ára og óvin­sælasta stjórn­mála­mann þjóð­ar­innar sem 71 pró­sent hennar van­treyst­ir, enda hverf­ist flokk­ur­inn í dag fyrst og síð­ast um hann. 

Nafla­skoðun virð­ist þó ekki á dag­skrá. Eng­inn innan flokks treystir sér í að standa upp gegn for­mann­in­um. Líkt og alltaf þegar það þarf að útskýra fyrir almenn­ingi að hvítt sé svart, upp sé niður og tap sé sigur þá eru fót­göngu­liðar flokks­ins á fullu að bera út þann boð­skap. Það er ekk­ert að for­mann­in­um, heldur eitt­hvað að hin­um. Þetta er fjöl­miðlum að kenna fyrir að skrifa um hann. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönnum að kenna fyrir að mót­mæla hon­um. Sam­fé­lag­inu að kenna fyrir að breyt­ast.

Vinstri græn vart til á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

En það töp­uðu fleiri. Vinstri græn biðu til að mynda afhroð í Reykja­vík og fengu ein­ungis fjögur pró­sent atkvæða í Reykja­vík. Það er versta nið­ur­staða hans í höf­uð­borg­inni frá upp­hafi. Flokkur for­sæt­is­ráð­herra fékk 305 færri atkvæði en Flokkur fólks­ins og flokk­ur­inn lengst til vinstri, Sós­í­alista­flokkur Íslands, stimpl­aði sig inn sem leið­andi vinstra­afl í höf­uð­borg­inni með því að fá 93 pró­sent fleiri atkvæði en Vinstri græn. Á það má minna að í þing­kosn­ing­unum í sept­em­ber fengu Vinstri græn, leidd af Katrínu Jak­obs­dóttur og Svandísi Svav­ars­dótt­ur, 14,7 og 15,9 pró­sent atkvæða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Nið­ur­læg­ingin á laug­ar­dag leiddi til þess að Vinstri græn ætla að axla ábyrgð með því að starfa ekki í meiri­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili. Þá misstu Vinstri græn full­trúa sinn í Mos­fells­bæ, og þar með setu í meiri­hluta, og í Hafn­ar­firði. Flokk­ur­inn er nú ein­ungis með einn full­trúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Heilt yfir töp­uðu Vinstri græn fylgi í öllum sveit­ar­fé­lögum sem hafa fleiri en 4.500 íbúa sem flokk­ur­inn bauð líka fram í 2018.

Auglýsing
Á lands­vísu mæld­ist fylgi flokks­ins undir tíu pró­sent í síð­asta þjóð­ar­púlsi Gallup. Nýlegar kann­anir sýna að Katrín Jak­obs­dóttir hafi tapað fjórð­ungi þess trausts sem hún mæld­ist með í des­em­ber 2021 og fjöldi þeirra sem van­treysta henni hefur næstum tvö­fald­ast. Ástæðan er ekki sú að fólk telji hana órétt­láta eða óheið­ar­lega, heldur von­brigði með það að hún velji að nota póli­tískt afl sitt fyrst og síð­ast til að verja verk Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Staða Katrínar innan Vinstri grænna er að mörgu leyti svipuð og staða Bjarna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Flokk­ur­inn hverf­ist um hennar per­sónu, ekki stefnu­mál eða hug­mynda­fræði. Það skiptir máli hver stjórn­ar, sögðu Vinstri græn fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Ekki hvaða flokkur heldur hvaða for­mað­ur. Það er ekki hægt að mis­skilja þau skila­boð.

Í þessu and­rúms­lofti er ósenni­legt að innan Vinstri grænna sé að finna auð­mýkt til að líta til leið­toga síns og kalla eftir breyt­ingum á stöð­unni sem er uppi, hvort sem það er á stefnu flokks­ins í lands­mál­unum eða á for­ystu hans.

Jafn­að­ar­manna­flokkur í eyði­merk­ur­göngu í miðju­sæknu landi

Það töp­uðu fleiri. Við­reisn vann enga sigra og tap­aði öðrum borg­ar­full­trúa sínum í höf­uð­borg­inni. Sömu sögu er að segja í Kópa­vog. Flokk­ur­inn hélt sitt­hvorum full­trú­anum í Hafn­ar­firði og Mos­fellsbæ en missti fylgi á báðum stöð­um. Stærsti sig­ur­inn var í Garðabæ þar sem Við­reisn fékk 13,3 pró­sent og náði inn manni. Það er besti árangur Við­reisnar í kosn­ingum í sögu flokks­ins til þessa. 

Mið­flokk­ur­inn er vart til lengur nema í Grinda­vík og endar senni­lega sem ein­hvers­konar mál­funda­fé­lag þar sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ræðir við sjálfan sig út í eilífð­ina um hvað allt hefði orðið betra ef hann hefði ekki verið knú­inn til að segja af sér 2016. 

En stóri tap­ar­inn á meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokka í lands­mál­unum var Sam­fylk­ingin sem fékk ein­ungis 26 full­trúa í sveit­ar­stjórnir lands­ins. Hún missti fylgi í Reykja­vík og tap­aði þar full­trú­um. Henni mistókst að verða á ný stærsta aflið í höf­uð­borg­inni þrátt fyrir miklar vænt­ingar þar um. Nið­ur­staða kosn­inga varð, enn og aft­ur, undir því sem kann­anir spáðu sem bendir til þess að flokk­ur­inn sé ein­fald­lega lélegur í að skila væn­legri stöðu heim í kosn­ing­un­um. Það má full­yrða að einu kosn­ing­arnar sem Sam­fylk­ingin geti verið sátt við, hvort sem er í lands­málum eða á sveit­ar­stjórn­ar­stígi, frá árinu 2009 séu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014, þegar hún varð stærst og bætti vel við sig. 

Þegar horft er á nið­ur­stöðu ann­ars staðar á land­inu er hún í flestum til­fellum ekki góð. Í heimabæ for­manns flokks­ins, á Akur­eyri, tap­aði Sam­fylk­ingin næstum fimm pró­sentu­stigum og einum bæj­ar­full­trúa, í Kópa­vogi helm­ing­að­ist fylgið og flokk­ur­inn missti annan bæj­ar­full­trúa sinn, í Árborg tap­aði hún næstum fimm pró­sentu­stigum og veru í meiri­hluta. Hún hélt ágæt­lega velli í Reykja­nesbæ og Mos­fellsbæ þar sem Sam­fylk­ingin verður vænt­an­lega í meiri­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og vann vel á í Hafn­ar­firði án þess þó að það virð­ist ætla að skila henni til valda. Stærsti sig­ur­inn var senni­lega á Sel­tjarn­ar­nesi, þar sem fylgið í því sögu­lega íhalds­díki er komið yfir 40 pró­sent, en var samt sem áður ekki nóg til að koma Sjálf­stæð­is­flokknum frá völd­um.

Afrek að ganga svona illa

Það er almennt ekki hægt að draga þá ályktun að það sé vinstri- eða hægri­bylgja í land­inu. Þvert á móti. Fylgið virð­ist leita inn á miðj­una og þar er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að skófla því upp. Sam­fylk­ing­in, skil­greindur jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands, nær ekki til kjós­enda með þeim hætti að flokk­ur­inn geti orðið leið­andi afl í íslenskum stjórn­mál­um. Hann missti til að mynda fylgi milli síð­ustu þing­kosn­inga þrátt fyrir að vera í stjórn­ar­and­stöðu og fékk undir tíu pró­sent atkvæða. Í landi þar sem nokkuð heild­ræn sátt er um bland­aða sam­fé­lags­gerð félags­hyggju og mark­aðar er það eig­in­lega afrek út af fyrir sig fyrir jafn­að­ar­manna­flokk að ná svo slökum árangri.

Af hverju velja kjós­endur ekki Sam­fylk­ing­una? Margar ástæður eru senni­lega fyrir því. Sumar eru sögu­leg­ar. Flokk­ur­inn var búinn til úr nokkrum flokkum til að verða mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það tókst um tíma en frá því að hann leiddi rík­is­stjórn eftir hruns­ins hefur nið­ur­staðan heilt yfir, með áður­nefndri und­an­tekn­ingu 2014, verið afar döp­ur. Ekki skal van­meta áhrif Lands­dóms­máls­ins á flokk­inn, en þar þrí­klofn­aði þing­flokk­ur­inn í afstöðu sinni um hvaða ráð­herra skyldi draga til ábyrgðar og margir stórir leik­endur innan Sam­fylk­ing­ar­innar urðu ein­fald­lega afhuga henni eftir það gjörn­inga­veð­ur. Árið 2016 rétt skreið Sam­fylk­ingin inn á þing með einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. 

For­ystu­skipti og breyttar áherslur

Nokkuð borð­leggj­andi er að for­ystu­skipti eru framundan í Sam­fylk­ing­unni. Þar koma tveir til greina: Dagur B. Egg­erts­son og Kristrún Frosta­dótt­ir. Hvort Dagur feti þá leið veltur vænt­an­lega tölu­vert á því hvernig meiri­hluta­við­ræður í Reykja­vík fara næstu daga. En það er ekki nóg til þess að trekkja flokk­inn aftur í gang. 

Það þarf að skipta út fleira fólki ofar­lega á listum sem höfðar ekki til kjós­enda. Það þarf að end­ur­hugsa allt leik­skipu­lag­ið. Sam­mæl­ast um stór og mik­il­væg mál­efni eins og breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu og móta trú­verð­uga efna­hags­stefnu í anda félags­hyggju og rétt­læt­is. Hætta að eyða allt of miklu tíma í að ríf­ast um fínni blæ­brigði stjórn­mála og sam­fé­lags á sam­fé­lags­miðl­um. Hvetja umbóta­sinnað fólk frekar til þess að þjappa sér saman um það sem sam­einar það og sýna breyti­legum skoð­unum á öðru meira umburð­ar­lyndi. Þá mætti flokk­ur­inn bæta vel í hvað varðar frjáls­lyndi í hinu dag­lega lífi í áherslum sín­um.

Allt þetta ætti að blasa við og ætti að vera fram­kvæm­an­legt. Sam­fylk­ing­unni hefur mis­tek­ist að gera það hingað til. Og henni mistókst herfi­lega um síð­ustu helg­i. 

Fram­sókn græðir á átökum ann­arra

Þá að sig­ur­veg­ur­um. Fram­sókn­ar­flokknum hefur enn of aftur tek­ist að finna sér nýjan per­sónu­leika og selja kjós­endum hann með eft­ir­tekt­ar­verðum árangri. Sá per­sónu­leiki byggir nýju og stundum frægu fólki, gleði, tali um hóf­söm miðju­stjórn­mál og tölu­vert af inni­halds­lausri froðu.

Almenn þreyta almenn­ings gagn­vart allt um lykj­andi átaka­stjórn­málum milli umbóta­flokka ann­ars vegar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna hins vegar virð­ist vera eitt­hvað sem Fram­sókn skil­ur, og nær að nýta sér fram­úr­skar­andi vel. „Fram­tíðin ræðst á miðj­unni“ og „Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn“ eru slag­orð sem þýða í raun ekk­ert, en eru greini­lega eitt­hvað sem rík eft­ir­spurn er eft­ir.

Þá skal ekki van­meta áhrif þess að Lilja Alfreðs­dóttir ákvað að gagn­rýna söl­una á Íslands­banka harka­lega og leggja til stór­tækar aðgerðir á borð við hval­reka­skatt á þá sem högn­uð­ust af efna­hags­legum kór­ónu­veiru­að­gerðum stjórn­valda. Það virð­ist hafa fríað Fram­sókn af afleið­ingum þeirrar aðgerðar á meðan að banka­salan, sem næstum níu af hverjum tíu lands­mönnum telja að hafi illa verið staðið að og að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi verið við­hafð­ir, hefur mikil nei­kvæð áhrif á Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem ver hana og Vinstri græn sem verja Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Segja það sem fólk vill heyra

Póli­tík Fram­sóknar um að hlusta eftir því sem flokk­ur­inn telur að fólk vilji heyra, og segja það svo, virð­ist eiga upp á pall­borðið í dag. Svo reynir nú á hvort þessum yfir­lýs­ingum öllum fylgi ein­hver alvara. Sagan segir okkur að það sé ólík­legt.

Það gekk fram­úr­skar­andi vel hjá Fram­sókn í þing­kosn­ing­unum í haust og það gekk enn betur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum á laug­ar­dag. Í Reykja­vík fékk flokk­ur­inn fleiri atkvæði og hærra hlut­fall atkvæða en hann hefur nokkru sinni fengið þar undir for­ystu Ein­ars Þor­steins­son­ar. Borg­ar­full­trú­arnir eru nú fjórir og Fram­sókn á raun­hæfa leið í meiri­hluta, jafn­vel borg­ar­stjóra­stól, í fyrsta sinn síðan 2010. 

Auglýsing
Á lands­vísu bætti flokk­ur­inn við sig 22 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúum og er nú með 67. Hann tvö­fald­aði fylgi sitt og er í odda­stöðu í mörgum sveit­ar­fé­lögum þar sem Fram­sókn get­ur, enn og aft­ur, valið hvort flokk­ur­inn starfi til hægri eða vinstri. Slík staða ýkir áhrif Fram­sókn umfram fylgi, enda flokk­ur­inn í þeirra stöðu að geta sett fram rík­ari kröfur um stóla og mál­efna­á­hersl­ur.

Það er því eng­inn vafi á því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er stóri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna.

Það er nýr vinstri­flokkur í borg­inni

Píratar geta líka unað vel við sitt. Þeir fengu sína bestu kosn­ingu í Reykja­vík frá upp­hafi og fjölg­uðu borg­ar­full­trúum sínum í þrjá. Flokk­ur­inn glímir áfram sem áður við það vanda­mál að hann mælist iðu­lega umtals­vert hærri í könn­unum en hann fær á end­anum upp úr kjör­köss­un­um. Vin­sældir hans eru enda mestar hjá ungu fólki sem skilar sér síður á kjör­stað. Utan Reykja­víkur var þó ekki um auð­ugan garð að gresja hjá Píröt­um. Þeir bættu lít­il­lega við sig í Kópa­vogi og héldu sínum eina full­trúa þar en fengu engan annan kjör­inn neins staðar á land­inu. Þeir eru því með fjóra sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa, alla í tveimur stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins.  

Sós­í­alista­flokk­ur­inn getur verið sáttur með gengið í Reykja­vík, eina staðnum þar sem hann nær á blað. Þar tvö­faldar flokk­ur­inn fjölda full­trúa og endar næstum tvö­falt stærri en hinn yfir­lýsti Vinstri flokk­ur­inn, Vinstri græn. 

Svo skal ekki gleyma ýmsum bland-í-­poka fram­boðum og þeim sem höfðu for­skeytið „vin­ir“ fyrir framan fram­boð sín. Slíkum þverpóli­tískum fram­boðum gekk að uppi­stöðu vel.

Tæki­færin í tap­inu

Hvað þýðir þetta svo allt sam­an? Stóra nið­ur­staðan er að það er miðju­bylgja í land­inu. Hún birt­ist fyrst og fremst í tvö­földun á fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins og góðu gengi þverpóli­tískra fram­boða. 

­Fylgi þeirra fjög­urra flokka sem skil­greina sig sem miðju­flokka í Reykja­vík og eiga full­trúa á Alþingi – Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar – var 55,8 pró­sent og þeir geta myndað saman sterkan 13 manna meiri­hluta. Árið 2018 fengu þeir sam­an­lagt 45 pró­sent atkvæða. Vinstri flokk­arnir í borg­inni bættu lít­il­lega við sig en hægri flokk­arnir töp­uðu fylgi. Í Kópa­vogi fengu miðju­flokkar og nýtt sér­fram­boð sam­tals 58,9 pró­sent fylgi en voru með 44,8 pró­sent. Í Hafn­ar­firði fengu miðju­flokk­arnir fjórir 57,9 pró­sent nú en 44,1 pró­sent síð­ast. Í Garðabæ fór fylgi ann­arra en Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks úr 31,2 í 47,3 pró­sent. Í Mos­fellsbæ fór fylgi þeirra flokka sem nú ætla að mynda meiri­hluta úr 34,2 í 62,1 pró­sent.

Í Reykja­nesbæ og á Akra­nesi eykst sam­an­lagt fylgi Fram­sókn og Sam­fylk­ing­ar. Af þeim sveit­ar­fé­lögum þar sem íbúar eru fleiri en fimm þús­und er það ein­ungis í Árborg sem þró­unin er á annan veg.

Annað sem er aug­ljóst er að fylgið er á fleygi­ferð og það á eng­inn neitt, nema kannski Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með sitt eldra kjarna­fylgi. Í því hljóta að liggja tæki­færi fyrir þá flokka sem fóru illa út úr kosn­ing­unum á laug­ar­dag. Þau tæki­færi liggja í skarp­ari sýn á það sem skiptir almenn­ing raun­veru­lega máli, end­ur­nýjun í for­ystu og á listum og breyttum leiðum til að koma skila­boðum á fram­færi. Þau tæki­færi blasa við jafn ólíkum flokkum eins og Sjálf­stæð­is­flokki, Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu, helstu töp­urum kosn­ing­anna um liðna helgi.

Með því að hlusta og bregð­ast við er nefni­lega hægt að nýta tapið til að vinna næst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari