Af hverju einkavæddi Lóraxinn ekki trufflutrén?

Eikonomics bendir á að úti um allan heim hafi illa skilgreindur eignaréttur valdið tómum vandræðum.

Auglýsing

Fyrir tæp­lega fimm­tíu árum gaf dr. Seuss út barna­bók­ina Lórax­inn sem lýsir ein­hverju lang­lífasta og vand­með­farn­asta vanda­máli okkar tíma: sam­gæða­harm­leikn­um.

Lórax­inn fjallar um ungan athafna­mann, Einsler að nafni. Einsler er ósköp venju­legur athafna­maður sem reynir allt sem hann getur til að auðga sjálfan sig. Einn dag­inn rambar Einsler í leit að við­skipta­tæki­færum á eitt­hvað sem hann hafði aldrei séð áður: þéttan skóg, upp­fullan af truf­flutrjám – eins langt og augað eygði. Trén voru und­ur­fög­ur. Með langan grannan stofn og þykkan lit­ríkan dúsk á toppn­um. Dúsk­ur­inn var mjúkur sem silki og ilm­aði ómót­stæði­lega. Trén voru vagga alls lífs í skóg­in­um. Sér­stak­lega voru litlu loðnu bar­balút­arnir háðir ávöxtum trés­ins sem fæð­u. 

Einsler sá strax að það var hægt að græða á dúski truf­flutrjánna. Því kom hann sér upp vinnu­búðum og hjó sitt fyrsta truf­flu­tré. Úr dúsknum saum­aði hann svo fín­asta þníd, hvað sem það nú er. Um leið og hann var búinn að sauma þnídið var við­skipta­vinur mættur og borg­aði Einsler ríku­lega fyrir það.

Með pen­inga í aug­unum hringdi Einsler í alla vini sína og vanda­menn. Hann sagði þeim að koma, hér væri  vinnu að fá. Vin­irnir komu, hjuggu tré og saum­uðu þníd, nótt sem nýtan dag. En það var sama hversu mikið þeir fram­leiddu, þnídið seld­ist jafn­harðan upp. Einsler tók því upp á því að búa til vél. Vélin hjó fjögur tré í einu höggi og komst að trjám á afskekktum stöð­um. Fyr­ir­tækið blómstr­aði. Skóg­ur­inn þjáð­ist en eng­inn sagði neitt. Nema reyndar tals­maður trjánna, Lórax­inn, en á hann var ekki hlust­að. Á end­anum hjó vélin síð­asta tré skóg­ar­ins. Ekk­ert stóð eftir nema ver­ald­legur auður Einslers. Bar­balút­arnir voru horfnir og í meng­uðum stöðu­vötnum var enga humm-­fiska lengur að finna. Græðgi Einslers hafði gert hann ríkan en rústað  skóg­inum og því lífi sem þar þreifst.

Auglýsing
Dr. Seuss skrif­aði bók­ina árið 1972. Hann skrif­aði hana af því að hann var búinn að fá sig fullsaddan af græðgi mann­anna. Græðgi sem hann sá að byrjuð var að ganga frá nátt­úr­unni í kringum hann. Í dag, á  meðan Ástr­alía brennur og kom­andi afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða skýr­ari, á bókin Lórax­inn við sem aldrei fyrr. Rétt eins og hag­fræð­in. Harm­leik­ur­inn sem Einsler olli í sög­unni var nefni­lega ekki óum­flýj­an­leg­ur. Í raun hefði verið hægt að fara tvær leiðir til þess að vernda trufflu­skóg­inn, á sama tíma og hægt hefði verið að leyfa Einsler að fram­leiða og selja smá þníd [1]. 

Ein leiðin sem Lórax­inn hefði getað farið var að setja á stofn umhverf­is­ráðu­neyti. Í gegnum það hefði Lórax­inn svo getað mælt hvaða magn truf­flutrjáa mátti höggva, án þess að það kæmi óþarf­lega mikið niður á öðrum íbúum skóg­ar­ins. Til þess að það gengi upp þyrfti Lórax­inn auð­vitað að koma upp dóm­stól­um, setja á fót lög­reglu og byggja fang­elsi, í þeim til­gangi að halda Einsler heið­ar­leg­um.

Önnur lausnin hefði ein­fald­lega falið það í sér að afhenda Einsler eigna­rétt­inn á trjánum í skóg­in­um. Rétt eins og í fyrra dæm­inu þyrfti Lórax­inn líka að koma á fót stofn­unum – eins og dóm­stóla og lög­reglu – sem gætu varið Einsler fyrir þjófn­aði og dregið þá sem nýta sér auð­lind­ina án hans leyfis til ábyrgð­ar. Slík stefna kæmi til með að breyta hvötum Einsler og þegar hvatar breyt­ast breyt­ast athafnir um leið.

Þegar allir höfðu sama rétt til skóg­ar­höggs reyndi Einsler að höggva trén eins fljótt og hann gat til að verða fyrri til ef annar frum­kvöð­ull kynni að finna skóg­inn og hefði þá getað keppt um truf­flu­trén. Því meira sem nýi frum­kvöð­ull­inn felldi þeim mun minna gæti Einsler fellt. En ef Einsler hefði ekki þurft að ótt­ast sam­keppn­ina væri best fyrir hann að við­halda skóg­inum svo hann gæti fram­leitt og selt þníd og grætt á því til dauða­dags. Á end­ur­nýj­an­legan, vist­vænan máta. Þessi grein­ing kemur reyndar ekki fyrir í bók­inni svo skýrt, en ef Einsler var að reyna að hámarka gróða sinn af þnídi er lík­legt að til­hugs­unin um að ein­hver annar myndi hefja skóg­ar­högg hafi drifið áfram hegðun hans [2].

Úti um allan heim hefur illa skil­greindur eigna­réttur valdið tómum vand­ræð­um. Ef of fáir hafa of litla hags­muni af því að vernda auð­lindir verndum við minna en ákjós­an­legt er. Amer­íski vís­und­ur­inn er gott dæmi. Rétt eins og truf­flu­trén var vís­undur eitt sinn sér­stak­lega eft­ir­sóttur í Amer­íku. Á 19. öld reik­uðu millj­ónir vís­unda um sléttur Norð­ur­-Am­er­íku. Eftir stöðugar veiðar næstu hund­rað árin stóðu bara nokkur hund­ruð dýr eft­ir. Í lok 19. aldar tóku ein­hverjir bændur sig til og „eign­uðu“ sér nokkra vís­unda. Eftir að þeir eign­uð­ust rétt­inn á sínum vís­und­um, breytt­ust hvatar bænd­anna. Nú áttu frum­kvöðlar í vís­unda­geir­anum ekki lengur í kappi um hver gæti kálað vís­undum á undan sam­keppn­inni heldur var betra að rækta vís­unda og slátra svo bara hluta dýr­anna sem fædd­ust. Vissu­lega er vís­unda­stofn­inn aðeins skorpan af sextán tommu Pizza 67-pizzunni sem hann var, en eign­ar­rétt­ur­inn gerði samt það að verkum að í dag er þetta stór­feng­lega dýr ekki lengur í útrým­ing­ar­hættu.

Punktar höf­undar

[1] Aug­ljós­lega er einnig hægt að banna nýt­ingu truf­flutrjáa. Það myndi að sjálf­sögðu geta verndað þau frá ofnýt­ingu. En þar sem það er skýrt í bók dr. Seuss að eft­ir­spurn og greiðslu­vilji er fyrir þnídi er þníd greini­lega ein­hvers virði. Því væri það aðeins sann­gjarnt að leyfa ein­hverja nýt­ingu þess.

[2] Reyndar má líka túlka hegðun Einslers í gegnum skamm­tíma­hugsun og breið­boga­kósínus-nú­virð­ingu (e. hyper­bolic discount­ing). En við látum það eiga sig í bili.

Þessi pist­ill birt­ist upp­haf­lega í nýút­kominni bók höf­und­ar, Eikonomics – hag­fræði á manna­máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics