Af hverju tala stjórnmálamenn við kjósendur eins og þeir séu fífl?

Auglýsing

Á mið­viku­dag var loks stað­fest það sem legið hefur í loft­in­u ­lengi, að slitabú föllnu bank­anna geti klárað slit sín án þess að það ógn­i greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika, að mati Seðla­banka Íslands. Sam­hliða munu þessi bú greiða íslenska rík­inu stöð­ug­leika­fram­lag, greiða upp lán sem ­ríkið veitti end­ur­reistum við­skipta­bönkum og veita banka­kerf­in­u lang­tíma­fjár­mögnun á kjörum sem því bjóð­ast ekki ann­ars stað­ar. Kröfu­haf­ar ­bank­anna hafa auk þess sam­þykkt að veita rík­inu skað­leysi. Og auð­vitað það sem ­mestu máli skipt­ir: það verður hægt að losa um fjár­magns­höft á almenn­ing og fyr­ir­tæki.

Þessi risa­stóra efna­hags­að­gerð er enda­hnút­ur­inn í upp­gjöri hruns­ins. Allar stóru ákvarð­an­irnar sem við höfum tekið síðan þá hafa geng­ið ­upp. Fyrst voru sett neyð­ar­lög, sem gerðu það að verkum að erlendir kröfu­haf­ar töp­uðu sex til sjö þús­und millj­örðum króna sem þeir höfðu lánað Íslend­ing­um. Næst var samið um end­ur­reisn bank­anna með þeim hætti að hægt var að end­ur­skipu­leggja íslenskt atvinnu­líf og fjár­hag heim­ila með til­heyr­andi skulda­af­skrift­um. Síðan voru slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans færð inn fyrir fjár­magns­höft til þess að hægt yrði að stilla þeim ­upp við vegg þannig að engar eignir yrði greiddar út ef það myndi ógna íslenskum ­stöð­ug­leika. Og loks var samið við kröfu­haf­anna um nákvæm­lega þetta.

Að þessu ferli komu þrjár mjög ólíkar rík­is­stjórn­ir. Þær eiga það allar sam­eig­in­legt að hafa gert gríð­ar­lega margt galið í stjórn­ar­tíð sinni. En þessar stóru efna­hags­legu ákvarð­anir hafa allar verið rétt­ar. Fyr­ir­ það ber að hrósa þeim. Og Ísland er að koma út úr þessu for­dæma­lausa ástandi með­ lægstu hreinu skulda­stöðu sem þjóð­ar­búið hefur verið með síðan á síld­ar­ár­unum á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Auglýsing

Kröfu­hafar löngu búnir að greina vand­ann

Raunar á sú nið­ur­staða sem nú liggur fyrir ekk­ert að koma á ó­vart. Kröfu­haf­arnir voru fyrir löngu búnir að greina að þeir þyrftu að gefa frá sér eignir til þess að fá að ljúka slitum búanna. Þeir kynntu slík­ar ­grein­ingar á fundum 2011 og 2012 og væntar end­ur­heimtir þeirra hafa árum sam­an­ verið nán­ast nákvæm­lega þær sömu og nið­ur­staðan segir að þær verði. Með öðrum orðum voru kröfu­haf­arnir fyrir löngu búnir að greina vand­ann, hvaða lausn væri á honum og hvað hún myndi kosta þá. Þeir hafa bara verið að bíða eftir að ­Seðla­bank­inn reikn­aði sig niður á sömu nið­ur­stöðu.

Það var auð­vitað nauð­syn­legt, enda úrlausnin eitt stærsta efna­hags­mál Íslands­sög­unn­ar. Og Seðla­bank­inn hafði alltaf unnið að mál­inu út frá­ þeirri aðferð­ar­fræði að um þjóð­hags­legt úrlausn­ar­efni væri að ræða, ekki ­tekju­öfl­un­ar­leið. 

Út frá þessum for­sendum hefur nú verið samið og ljóst að allir hlut­að­eig­andi geta gengið nokkuð sáttir frá borði. Þeir kröfu­hafar sem keyptu kröfur á föllnu íslensku bank­anna skömmu eftir hrun eru að fá góða ­á­vöxtun á fjár­fest­ingu sína. Ísland er að sama skapi að leysa úr efna­hags­hrun­i á for­dæma­lausan hátt sem skilar land­inu út úr storm­inum í mun sterk­ari stöðu en nokkur átti von á haustið 2008.

Leik­sýn­ingar með risa­stórum tölum

En það er, af ein­hverjum ástæð­um, ekki hægt að láta þetta risa­stóra mál snú­ast um lausn­ina sjálfa. Það þarf sníða það að póli­tískum þörfum þannig að ein­hverjir geti eignað sér lausn­ina eða þannig að hún komi sér­ illa fyrir ein­hvern póli­tískan and­stæð­ing. Pakka henni inn í póli­tíska skrum­skæl­ingu.

Það er gert með því að setja á fót leik­sýn­ingar sem hafa þann eina til­gang að slá ryki í augun á almenn­ingi. Og þær ganga allar út frá því að almenn­ingur sé fífl.

Í júní var blásið í her­lúðra og áætlun um losun hafta kynnt í Hörpu. Þegar kynn­ingin fór fram lá fyrir að öll slitabú föllnu bank­anna höfð­u átt í margra mán­aða leyni­legum sam­ræðum við stjörn­völd um lausn og öll höfðu lag­t fram til­boð sem stjórn­völd voru búin að sam­þykkja, með fyr­ir­vara.

Kynn­ingin í Hörpu, sem var 88 blað­síð­ur, snérist samt sem áður ekk­ert um þetta. Hún snérist um 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt og töl­una 850 millj­arða króna. Heilu glær­urnar voru lagðar undir þessar stærð­ir. Á glæru 57 var nefnt, í fram­hjá­hlaupi og með smáu letri, að stærstu kröfu­hafar allra skila­bú­anna hefðu reyndar skilað inn vilja­yf­ir­lýs­ingu um að þeir vildu ganga að settum stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Aðal­at­riðið var að algjöru auka­at­riði í fram­set­ingu stjórn­valda.

Síðan að þessi kynn­ing átti sér stað hafa slita­búin verið í við­ræðum við Seðla­banka Íslands um hvort og þá hvaða breyt­ingar þau þurfi að ­gera til að mæta skil­yrðum stjórn­valda. Á meðan að sú vinna hefur staðið yfir­ hafa ýmsir gagn­rýnt stjórn­völd fyrir að gefa eftir stór­kost­legar fjár­hæðir með­ því að leggja ekki á stöð­ug­leika­skatt. Það er auð­veld gagn­rýni þegar búið var að eyða jafn miklu púðri í það, nokkrum mán­uðum áður, að selja almenn­ingi að losun hafta snú­ist um öflum tekna upp á hund­ruð millj­arða króna en ekki lausn á und­ir­liggj­andi vanda þjóð­ar­bús­ins.

Og síðan hófst önnur leik­sýn­ing

Snemma í októ­ber lá síðan grein­ing Seðla­bank­ans fyrir og til­ stóð að kynna hana. Á síð­ustu stundu var hætt við það. Lík­legt verður að telj­ast að þar hafi póli­tík spilað stóra rullu. Þ.e. að ákveðnir ráða­menn hafi viljað aðlaga kynn­ingu á lausn­inni að áður birtum tölum til að þjóna eig­in póli­tísku hags­mun­um.

Á mið­viku­dag­inn var nið­ur­staðan loks kynnt og grein­ar­gerð ­Seðla­bank­ans birt. Og síðan hófst önn­ur ­leik­sýn­ing. 

Í henni voru allar aðgerðir sem nokkru sinn­i hefur verið grip­ið, og verður gripið til, gagn­vart slita­búum bank­anna lagð­ar­ ­saman til að mynda töl­una 856 millj­arðar króna. Þ.e. tölu sem var hærri en sú sem var kynnt sem afrakstur stöð­ug­leika­skatts í júní. Sú tala varð aðal­at­rið­i kynn­ing­ar­inn­ar.

Í þess­ari sam­an­tekt voru týnd saman stöð­ug­leika­fram­lög (379 millj­arðar króna) leng­ing á skuld Lands­bank­ans við LBI ( sem var fram­kvæmd í lok árs í fyrra), skatt­greiðslur slita­bú­anna, kostn­aður þeirra og ýmis­leg­t ann­að, end­ur­heimtir Eigna­safn Seðla­banka Íslands á kröf­um ­sem það á í búin (sem liggja reyndar ekk­ert fyr­ir), end­ur­greiðslur á lánum sem ­ís­lenska ríkið veitti við­skipta­bönkum árið 2009 og fjár­mögnun sem slita­bú­in hafa sam­þykkt að veita íslenskum við­skipta­bönk­um.  

Hin ein­földu stjórn­mál til­finn­ing­araka

Þessar leik­sýn­ingar eru enn eitt skrefið í átt að frasapóli­tík þar sem höfðað er til til­finn­inga kjós­enda í stað þess að leggja ­fyrir þá stað­reyndir og treysta því að þeir hafi skyn­semi og getu til að skilja þær. Póli­tík þar sem öllu er pakkað inn í ein­falda tölu eða hug­tak sem er samt nægj­an­lega teygj­an­legt eða loðið til að hægt sé að aðlaga það að sem flest­u­m ­lausn­um. Þetta hefur opin­ber­ast vel í hafta­mál­inu.

Og þess­ari aðferð­ar­fræði er beitt víð­ar, bæði hjá stjórn og ­stjórn­ar­and­stöðu. Það er til dæmis ítrekað verið að tala um „af­nám verð­trygg­ing­ar“ án þess að nokkur stjórn­mála­maður hafi fyrir því að útskýra hvað eigi að fel­ast í slíku, enda ekki hægt að afnema hana án þess að skipta um gjald­mið­il. Hver stjórn­mála­flokk­ur­inn á fætur öðrum talar um að breyta ­rík­is­bönkum í „sam­fé­lags­banka“ án þess að því fylgi nein grein­ar­góð skýr­ing á því hvernig slíkur banki ætti að reka sig eða hvert hlut­verk hans ætti að ver­a.

Við erum föst í stjórn­málum til­finn­ing­araka þar sem risa­stórum ­málum er pakkað inn í ein­faldar lausnir og þær seldar okkur án ábyrgð­ar. Oft ­fylgja með lof­orð um pen­inga­gjafir á borð við nið­ur­fell­ingu skulda með­ ­pen­ingum úr rík­is­sjóði, nið­ur­greiðslu vaxta með pen­ingum úr rík­is­sjóði eða gjöf á hluta­bréfum í bönkum sem við eigum nú þeg­ar.

Svona stjórn­mál eru móðgun við almenn­ing. Og við eigum kröf­u á að kjörnir full­trúar okkar bjóði okkur ekki upp á þau.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None