Áskorun til barnamálaráðherra!

Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður, sem var áður forstöðumaður Götusmiðjunnar, skrifar opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta og barnamálaráðherra.

Auglýsing

Sam­kvæmt frá­sögnum fjöl­margra ein­stak­linga um atburð­ina á Lauga­landi virð­ist kerf­is­bundið ofbeldi hafa þrif­ist þar á ára­bil­inu 2000-2007. Sög­urnar eru slá­andi og lýsa með­ferð­ar­að­ferðum sem eiga alls ekki að geta átt sér stað. Eft­ir­lit með með­ferð­ar­heim­ilum var á þeim tíma í höndum Barna­vernd­ar­stofu. Þáver­andi for­stjóri henn­ar, Bragi Guð­brands­son, var ef marka má fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina um Lauga­land, fylli­lega með­vit­aður um marga af atburð­unum sem frá­sagnir þolend­anna byggja á. Eftir að hafa fylgst með öllu fólk­inu sem hefur stigið fram á und­an­förnum árum og sagt frá hvernig Barna­vernd­ar­stofa brást þeim, til dæmis þeim hug­rökku konum sem á ung­lings­aldri dvöldu á Lauga­landi, hef ég ákveðið að feta í þeirra fót­spor og skila skömminni, sem ég hef burð­ast með alltof lengi, þangað sem hún á heima; til stjórn­valda. 

Fyrir 12 árum síðan varð ég fyrir alvar­legri vald­níðslu af hálfu Barna­vernd­ar­stofu, sem þá var undir for­ystu Braga Guð­brands­son­ar. Götu­smiðj­unni, með­ferð­ar­heim­ili sem ég hafði veitt for­stöðu um langt ára­bil, var þá lokað án nokk­urs fyr­ir­vara, undir þeim for­merkjum að for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu hefði borist til eyrna að ég hefði hótað skjól­stæð­ingum mín­um. Það voru alvar­legar ásak­anir sem áttu ekki við nein rök að styðj­ast. Bragi ræddi þær aldrei við mig og ég fékk ekk­ert tæki­færi til að verj­ast þessum róg­burð­i. ­Kerfið var búið að ákveða sig. Götu­smiðjan var búin að vera.

Leik­sýn­ing fárán­leik­ans

Föstu­dags­morg­un­inn 9. júlí 2010 setti íslenska kerfið upp leik­sýn­ingu fárán­leik­ans fyrir opnum tjöldum á hlað­inu að Efri Brú í Gríms­nesi þar sem Götu­smiðjan var til húsa. Þennan morgun var ég á fundi í Reykja­vík og átti mér einskis ills von þegar sím­inn hringdi. Góður félagi minn hafði heyrt í útvarps­fréttum RÚV að yfir­völd væru að flytja skjól­stæð­inga Götu­smiðj­unnar af staðnum og loka starf­sem­inni vegna gruns um að for­stöðu­maður heim­il­is­ins (ég) hefði hótað ung­menn­unum ofbeldi dag­inn áður? Því­lík firra. Ein­hverra hluta vegna vissi frétta­stofa RÚV að þetta stæði til og mætti á stað­inn með yfir­völdum til að flytja land­anum frétt­ir, allt að því í beinni útsend­ingu, af þess­ari aðför. Ég aftur á móti vissi ekki neitt.

Auglýsing
Moldrokið varð algjört og ég átti aldrei séns gagn­vart yfir­burðum kerf­is­ins. Rang­túlk­anir og orðrómur urðu til þess að ég var tjarg­aður og fiðr­aður á staðn­um. Frétta­miðlar gáfu mér ekk­ert tæki­færi til að verj­ast aðför­inni. Dóm­stóll göt­unnar dæmdi mig úr leik. Götu­smiðj­unni var lokað af kerf­inu og allt sem ég og sam­starfs­fólk mitt í gegnum árin höfðum lagt blóð, svita og tár í að byggja upp og halda á floti til að hjálpa ung­mennum að fóta sig í líf­inu á ný – var drepið niður af yfir­völdum þessa lands. Það var sár­ast af öllu. 

Að sýn­ingu lok­inni

Múgæs­ingin sem fylgdi, í boði íslenska barna­vernd­ar­kerf­is­ins, var skelfi­leg. Ég var úthróp­aður sem ofbeld­is­mað­ur. Fólk veitt­ist að mér á götu og jafn­vel hrækti á eftir mér. Það tók svo stein­inn úr að ung­menn­un­um, for­eldrum þeirra og starfs­fólki mínu var veitt áfalla­hjálp á vegum Barna­vernd­ar­stofu strax í kjöl­far aðfar­ar­inn­ar. Gátu meintu orð mín virki­lega hafa haft svona djúp­stæð sál­ræn áhrif á fólk? Kannski, en það blasir við að auð­vitað hljóta allir sem voru á staðnum þennan örlaga­ríka föstu­dags­morgun að hafa orðið ótta­slegnir þegar rúta á vegum yfir­valda birt­ist upp úr þurru í hlað­inu á Efri Brú. Það vissi engin í Götu­smiðj­unni hvað stóð til (nema hugs­an­lega vinir Braga á meðal starfs­fólks). Miðað við mold­viðrið og lætin sem fylgdu þessu harka­legu inn­gripi í líf ung­menna sem voru fjar­lægð í skyndi úr sínu tíma­bundna öryggi, af sínu með­ferð­ar­heim­ili, þá er ekk­ert skrýtið að þau hafi orðið skelf­ingu lost­in. Við­staddir vissu ekki frekar en ég að þarna yrði lífi okkar allra, bæði skjól­stæð­inga og starfs­fólks, snúið á hvolf í boði yfir­valda. Með­ferð­ar­heim­ilið okkar var ekki lengur til.

Kerfið sér um sína

Ég reyndi allt sem ég gat til að bjarga Götu­smiðj­unni svo með­ferð­ar­úr­ræðið sem þar var boðið upp á gæti haldið áfram, með eða án mín. Ég bauðst til að stíga til hliðar sem for­stöðu­maður meðan þetta mál væri krufið til mergj­ar. Ég fór fram á við þáver­andi félags­mála­ráð­herra, Árna Pál Árna­son að hann kæmi að mál­inu. Ráð­herr­ann svar­aði aldrei fyr­ir­spurnum mín­um. Ég óskaði eftir því að ég yrði kærður til lög­reglu svo form­leg rann­sókn yrði gerð á hvort ég hefði raun­veru­lega hótað ung­ling­unum sem dvöldu í Götu­smiðj­unni ofbeldi. Þegar því var ekki sinnt, óskaði ég eftir því sjálfur við lög­regl­una að málið yrði rann­sak­að. Allt kom fyrir ekki, ég fékk hvergi áheyrn.

Það lá samt alveg fyrir að ásökun sem byggði á svo veikum grunni þarfn­að­ist frek­ari rann­sóknar á grund­velli stjórn­sýslu­laga áður en nokkuð annað væri gert. Ef ég hefði raun­veru­lega hótað skjól­stæð­ingum mínum ofbeldi þá hefði það verið brot á hegn­ing­ar­lög­um, sem hefði kraf­ist rann­sóknar lög­reglu. Eng­inn, hvorki for­eldrar ung­menn­anna sem í hlut áttu, barna­vernd­ar­nefnd­irnar né þáver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu lögðu nokkru sinni fram kæru um að ég hefði hótað skjól­stæð­ingum mín­um. Yfir­menn Barna­vernd­ar­stofu töldu engu að síður að málið væri nægj­an­lega upp­lýst til að taka ákvörðun um að loka starf­semi Götu­smiðj­unnar fyr­ir­vara­laust!

Rétt­mætt eða vald­níðsla?

Þarna brást stjórn­sýslan mér og Götu­smiðj­unni ger­sam­lega og sýndi full­komið van­hæfi í að fylgja eigin regl­um. Rann­sókn­ar­heim­ildir á meintum hegn­ing­ar­laga­brotum eru nefni­lega ein­göngu í höndum lög­reglu, þótt eft­ir­lits­skylda sé í höndum stjórn­valds. Um er að ræða ger­ó­líka hluti, sem hafa þá þýð­ingu að stjórn­valdi ber á grund­velli eft­ir­lits að upp­lýsa, og kæra, til lög­reglu ef grunur um hegn­ing­ar­laga­brot liggur fyr­ir. Það var ekki gert í þessu til­felli, heldur studd­ist Bragi Guð­brands­son ein­göngu við orðróm sem honum hafði borist til eyrna og án þess að kanna það frekar beitti hann valdi sínu ein­hliða til að kæfa starf­semi Götu­smiðj­unnar með vísan í van­efndir á þjón­ustu­samn­ingi við Barna­vernd­ar­stofu, innan við sól­ar­hring eftir að meint orð voru látin falla og þeim snúið upp í róg­burð gegn mér. Ég bara spyr, hvernig komust stjórn­völd upp með að beita vald­níðslu af þess­ari stærð­argráðu og kerfið allt lét það við­gangast? 

Það fór aldrei hátt, en stuttu eftir lokun Götu­smiðj­unnar reyndu ein­hver af þeim ung­mennum sem voru í með­ferð þegar aðförin átti sér stað að leið­rétta rang­túlk­anir barna­vernd­ar­nefnd­anna sem tóku þátt í lok­un­inni með Barna­vernd­ar­stofu. Ég veit ekki til þess að kerfið hafi tekið mark á þeim. Reyndar hefur sumt starfs­fólk barna­vernd­ar­nefnd­anna frá þessum tíma haft sam­band við mig, beðið mig afsök­unar á aðkomu sinni að lok­un­inni, og sagst hafa verið stýrt áfram af ákafa Braga, þáver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Ég sat engu að síður áfram eftir með Svarta Pét­ur.

Útskúfun og illt umtal

Ég reyndi að bera höf­uðið áfram hátt og svara heim­inum fullum rómi, en nið­ur­læg­ingin og upp­gjöfin innra með mér var algjör. Skömmin yfir því að vera úthróp­aður er lúmsk og sjálfs­ef­inn læð­ist hægt og bít­andi í sál­ina. Ég reyndi að forð­ast fólk og fannst allir sem ég hitti horfa á mig ásak­andi augum og dæma mig sekan um eitt­hvað sem ég gerði ekki. Sem margir reyndar gerðu í raun. Ég reyndi fljót­lega að finna mér nýja vinnu en svarti blett­ur­inn sem kerfið klíndi á mig fylgdi mér hvert sem ég fór og ég fékk lengi vel hvergi ráðn­ingu. Eftir á að hyggja sé ég að ég varð fyrir gríð­ar­legu til­finn­inga­legu áfalli þennan örlaga­ríka föstu­dags­morgun og það var aðeins fyrir nokkrum mán­uðum að ég átt­aði mig á að ég hef glímt við áfallastreituröskun síð­an. Ég átt­aði mig líka á því að ein­hverra hluta vegna hef ég burð­ast áfram með þessa skömm og leyft henni að hafa áhrif á líf mitt. Ein­hvers staðar hafði búið um sig nöpur rödd sem á vondum dögum hvísl­aði að mér að kannski hefði ég bara átt þetta skil­ið. Það er komið nóg. Ég varð fyrir vald­níðslu af hálfu stjórn­valda og sat í kjöl­farið uppi með skömm sem ég átti ekk­ert í. Hér með skila ég skömminni þangað sem hún á heima, til barna­vernd­ar­yf­ir­valda þess tíma og þáver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu.

Hvers vegna gerð­ist þetta?

Síð­ustu árin hef ég oft velt fyrir mér hvað hafi eig­in­lega verið að baki þess­ari aðför Braga, þáver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu að starf­semi Götu­smiðj­unn­ar. Af hverju lok­aði hann vel reknu með­ferð­ar­úr­ræði sem var að virka afar vel og var hlut­falls­lega mjög ódýrt miðað við önnur úrræði sem stóðu til boða á þessum tíma fyrir ung­menni í vanda? Ýmis­legt gæti legið að baki. Fyrst ber að nefna rekstr­ar­form­ið. Á þessum tíma var vinstri stjórn stuttu áður tekin við völdum eftir hrun­ið. Almenn tor­tryggni ríkti í garð einka­fram­taks­ins. Götu­smiðjan var jú einka­rekið fyr­ir­tæki (ekki hagn­að­ar­drifið þó) með þriggja ára þjón­ustu­samn­ing við stjórn­völd og þeim samn­ingi var ekki hægt að rifta nema vegna van­efnda. Kannski vildu stjórn­völd ein­fald­lega losna við okkur og byggja þess í stað upp rík­is­þjón­ustu sem stýrt væri mið­lægt? 

[ads­spot]Annað gæti verið að nokkrum vikum áður en þetta ger­ist hafði for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu gert drög að samn­ingi við mig um að ég stigi til hliðar og hans stofnun tæki við rekstr­in­um. Okkur hafði samist um að ég fengi 6 mán­aða bið­laun við starfs­lok, en rekst­ur, eignir og skuldir Götu­smiðj­unnar rynnu til rík­is­ins. Við sömdum um að starfs­fólk á hans vegum myndi koma inn í rekst­ur­inn svo breyt­ingin yrði eins auð­veld og hægt væri. Þannig var staðan þegar yfir­völd, með Braga í for­svari, ákváðu að loka starf­sem­inni án nokk­urs fyr­ir­vara. Hann sendi mér reyndar aldrei loka­ein­takið af þessum samn­ingi til und­ir­rit­un­ar. Af hverju veit ég ekki. Kannski hafði hann gleymt að ræða þessa lausn fyrst við ráð­herr­ann sinn? Kannski hafði hann gleymt að stofn­unin hans átti að skera starf­semi sína niður á þessum tíma, ekki bæta við hana? 

Kannski var Braga ein­fald­lega bara illa við mig og vildi losna við þennan síð­hærða tattó­ver­aða mót­or­hjólagaur sem hann hafði enga stjórn á, út úr sínu vinnu­um­hverfi? Ég fæ eflaust aldrei nein svör við þessum spurn­ingum en það breytir því ekki að allt þetta mál lyktar af óvand­aðri stjórn­sýslu og hreinni og klárri vald­níðslu. 

Hvað þótt­ist tattó­ver­aði kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn vita?

Ég veit að ég var ekki þægur við kerf­ið, sagði óþægi­lega hluti upp­hátt hvenær sem mér þótti þurfa og inn­leiddi nýja og, fyrir suma, fram­andi aðferða­fræði inn í með­ferð­ar­starf­ið, ásamt nokkrum sér­fræð­ingum á sviði vel­ferð­ar­mála. Barna­vernd­ar­kerf­inu lík­aði ekki endi­lega mjög vel við mig, enda var ég ekki hluti af sér­fræð­inga­veldi þess, heldur kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur. Ég hafði samt eitt sem margir aðrir sem störf­uðu í þessu umhverfi höfðu ekki; djúpan skiln­ing á líðan ung­menna í vanda. Ég hafði nefni­lega sjálfur verið á vondum stað sem ungur maður og ásamt hóp af flottu fólki hann­aði ég nýtt með­ferð­ar­úr­ræði sem hefði virkað fyrir mig á sínum tíma. Flókn­ara var það ekki. 

Þó ég hefði oft hátt og pirraði kerfið stundum fram úr hófi, þá sýndu úttektir sem Barna­vernd­ar­stofa gerði á starf­semi Götu­smiðj­unnar alltaf mjög jákvæðar nið­ur­stöður með­ferða­starfs­ins sem var rekið þar og drógu ítrekað fram að ung­menn­unum leið almennt vel á meðan dvöl­inni stóð. Þetta má glögg­lega sjá, til að mynda, í sam­an­tekt­ar­skýrslu Barna­vernd­ar­stofu frá 2012 og rann­sókna­skýrslu frá árinu 2012 sem unnin var fyrir Barna­vernd­ar­stofu af Rann­sókna­stofnun í barna- og fjöl­skyldu­vernd. 

Með­ferð­ar­nálg­unin okkar virk­aði sem­sagt afar vel!

Allir eiga skilið gott líf 

Ásmund­ur, þú hefur sagt að þér sé annt um börn þessa lands og viljir búa þeim eins góðar aðstæður og stjórn­völd geta haft áhrif á að byggja upp. Þú átt erf­iða reynslu úr þinni barn­æsku og ég fagna því mjög að þú viljir breyta kerf­inu, börn­unum til hags­bóta. Ég deili þess­ari sýn með þér og helg­aði stóran hluta starfsævi minnar í að aðstoða ung­menni sem höfðu lent undir í líf­inu. Minn drif­kraftur var að mig lang­aði að hjálpa þeim til að fóta sig á ný og ná að eign­ast bjarta fram­tíð, eins og allt fólk á rétt á. Ég gat snúið við blað­inu á sínum tíma og vissi að með réttu atlæti gætu þau gert það líka. Aldrei hót­aði ég nokkru þeirra ofbeldi, þvert á móti reyndi ég að gera allt sem ég gat til að koma sam­fé­lag­inu í skiln­ing um að við þyrftum að gera betur fyrir börnin okkar og búa þeim örugga fram­tíð. 

Óháð rann­sókn er það sem þarf

Við verðum að geta treyst því að allar ákvarð­anir stjórn­valda séu byggðar á traustum upp­lýs­ing­um, vinnu­brögð séu vönduð og gagnsæ og allir ferlar stjórn­sýsl­unnar séu virt­ir. Það voru ekki vinnu­brögð yfir­valda þegar Götu­smiðj­unni var lok­að. Okkur sem sam­fé­lagi ber skylda til að tryggja að það ger­ist aldrei aft­ur, þá sér­stak­lega ekki í til­felli eins og Götu­smiðj­unnar þar sem skjól­stæð­ing­arnir voru við­kvæm ung­menni í með­ferð að taka á sínum fíkni­vanda. Ég hér með skora því á þig Ásmundur að þú, í krafti þíns emb­ætt­is, takir mál Götu­smiðj­unnar upp og látir óháða aðila rann­saka hvernig staðið var að fyr­ir­vara­lausri lok­unar Götu­smiðj­unnar að morgni föstu­dags þann 9. júlí 2010 og hvort aðförin hafi undir ein­hverjum kring­um­stæðum átt rétt á sér. Stjórn­völd þurfa líka að læra af sínum mis­tökum og ég tel að þarna sé afburða gott tæki­færi fyrir þig til að láta skoða það sem fór aflögu og jafn­vel biðja hlut­að­eig­andi afsök­un­ar.

Höf­undur er kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar