Aukið fæðuöryggi og efling landbúnaðarins

Egill Gautason og Hrannar Smári Hilmarsson fjalla um plöntukynbætur á Íslandi.

eghsh.jpg
Auglýsing

Staða plöntu­kyn­bóta á Íslandi er grafal­var­leg. Nú eru nærri engar kyn­bætur plantna stund­aðar á Íslandi og sú starf­semi mun­að­ar­laus. Plöntu­kyn­bætur eru lyk­il­þáttur fyrir öfl­ugan land­búnað og fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.

Plöntu­kyn­bætur byggja á að víxla plöntum og meta afkvæmi til sam­an­burðar við for­eldra. Mark­miðið er að finna erfða­fræði­lega bestu ein­stak­ling­ana fyrir rækt­un­ar­um­hverfið og velja þá til fram­rækt­un­ar. Þessi starf­semi er tíma­frek og kostn­að­ar­söm, en getur skilað afar miklum hag­rænum ávinn­ingi til sam­fé­lags­ins. Í hverri kyn­slóð úrvals verða erfða­fram­farir í eig­in­leik­anum sem valið er fyr­ir, t.d. tonn á hekt­ara, gæði eða öryggi upp­sker­unn­ar. Erfða­fram­far­irnar eru sam­leggj­andi, þannig að erfða­fram­för hvers árs bætir við þær fyrri. Kyn­bóta­starfi þarf því að sinna stöðugt, og ekk­ert getur bætt fyrir glat­aðan tíma.

Afrakstur plöntu­kyn­bóta getur verið tví­þætt­ur. Ann­ars vegar eru teg­undir kyn­bættar til að inn­leiða ræktun þeirra á nýjum svæð­um, til dæmis kyn­bætur á hveiti fyrir íslenskar aðstæð­ur. Hins vegar auka kyn­bætur fram­leiðni teg­unda sem þegar eru í ræktun á ákveðnu svæði, t.d. bygg eða ýmis tún­grös í íslensku sam­hengi.

Allur land­bún­aður inni­felur kyn­bæt­ur, enda hafa þær skilað mann­kyn­inu ótrú­legum árangri. Á kom­andi ára­tugum verða kyn­bætur ennþá mik­il­væg­ari, þegar fram­leiða þarf nær­ing­ar­ríkan mat fyrir vax­andi fjölda fólks, í umhverfi sem mun markast af lofts­lags­breyt­ing­um. Ísland ætti að leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arnar í þess­ari áskorun með því að reka öfl­ugan land­bún­að, og ekki síst með því að efla korn­rækt. Það krefst þess að hið opin­bera leggi til fjár­magn í rann­sóknir og þró­un.

Eins og staðan er þá flytja Íslend­ingar inn nær alla korn­vöru til mann­eld­is, og stærstan part af fóð­ur­korni. Það er í sjálfu sér ekki óeðli­legt að flytja inn ódýr­ari vöru, sem örð­ugt er að fram­leiða hér á landi, en á meðan kyn­bótum er ekki sinnt geta íslenskir bændur ekki mætt eft­ir­spurn eftir inn­lendu korni, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti. Hvort sem að mark­aðs­legar for­sendur eru fyrir hendi fyrir stór­felldri korn­rækt hér á landi eða ekki, þá er það glapræði að greiða ekki fyrir jöfnum tæki­færum og bættri sam­keppn­is­stöðu íslenskra bænda. 

Lofts­lags­breyt­ingar munu þrengja að mögu­leikum til mat­væla­fram­leiðslu víða um heim á næstu ára­tug­um. Það ætti að vera keppi­kefli stjórn­valda að tryggja sjálf­bæra mat­væla­fram­leiðslu til fram­tíð­ar. Íslensk stjórn­völd ættu því að setja stefnu sem miðar að útvíkkun rækt­un­ar­mögu­leika. Land­bætur eru ein mik­il­væg aðferð til þess, en jafn­hliða þeim ættu stjórn­völd að setja stefnu um kyn­bóta­starf. Í opin­berri kyn­bóta­stefnu ætti að tryggja kyn­bóta­starf­semi fyrir mik­il­væg­ustu teg­und­ir. Fyrir sumar teg­undir geta Íslend­ingar sætt sig við erlent kyn­bóta­starf, en til þess að skapa heil­brigðan sam­keppn­is­grund­völl í land­bún­aði þarf inn­lent kyn­bóta­starf. 

Auglýsing
Aðstæður til land­bún­aðar eru mun betri á Íslandi en þjóðin vill kann­ast við. Þó að hér sé sum­ar­hiti lág­ur, þá er vaxt­ar­tíma­bilið langt, og yfir hásum­arið er afar mikil fram­leiðni vegna langrar ljóslotu. Þá er íslenskur jarð­vegur afar frjó­sam­ur, þó rof­gjarn sé. Í gegnum tíð­ina hafa Íslend­ingar van­metið land­ið. Til dæmis hafa fram­farir í skóg­rækt verið meiri en bjart­sýn­ustu menn þorðu að vona fyrir nokkrum ára­tug­um. Sömu­leiðis eru aðstæður til korn­rækt­ar, einkum bygg­rækt­ar, víða með ágætum á Íslandi, en bygg­rækt er enn sem komið er lítið stund­uð, og nán­ast ein­göngu til fóðr­unar búfjár. Eitt helsta vanda­mál íslenskrar korn­fram­leiðslu er að upp­skeran er víða sveiflu­kennd, og gæðin eru ónóg. Þessa eig­in­leika verður að bæta með inn­lendum kyn­bót­u­m. 

Íslenskir korn­bændur eru of fáir til að standa undir fjár­fest­ing­unni við kyn­bóta­starf. Auk þess er sér­þekk­ingu og aðstöðu til starf­sem­innar hér­lendis einkum að finna hjá Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands. Bændur hafa því ekki bol­magn til þess að kosta og reka þetta kyn­bóta­starf sjálfir enn sem komið er. Þennan mark­aðs­brest þarf að leysa með því að hið opin­bera leggi fjár­magn til þess aðila sem hefur þekk­ingu og aðstöðu til starf­sem­inn­ar. Kyn­bóta­starf ætti að vera til staðar í það minnsta í helstu korn- og gras­teg­und­um, ásamt olíu­jurt­um, og nytjatrjá­teg­und­um.

Ef hið opin­bera leggur fé til kyn­bóta á korni, ekki ein­göngu byggi heldur líka höfrum og hveiti, getur ræktun á korni til mann­eldis á Íslandi orðið raun­hæf innan fárra ára­tuga. Það yrði bylt­ing fyrir íslenskan land­bún­að, hinar dreifðu byggðir og fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar. Neyt­endur munu vafa­laust fagna fram­boði af inn­lendri korn­vöru, sem og kjöti og mjólk­ur­vörum sem væri fram­leitt að mestu eða öllu leyti með alís­lenskum hrá­efn­um. 

Ráða­menn ættu að veita því athygli að þrátt fyrir mik­il­vægi þess­arar starf­semi er henni ekki tryggt fjár­magn. Það er erfitt eða jafn­vel ómögu­legt að tryggja verk­legum hluta plöntu­kyn­bóta fjár­magn í gegnum sam­keppn­is­sjóði. Slíkir sjóðir horfa mikið til nýbreytni verk­efna, en nýbreytnin í ein­földum víxl­unum og vali er í raun eng­in. Kyn­bætur nýrra teg­unda eru nýnæmi sem gæti hugn­ast sam­keppn­is­sjóð­um, sem hugs­an­lega má nýta til þess að hefja kyn­bætur nýrra teg­unda, en afrakst­ur­inn verður lít­ill því kyn­bóta­vinnan þarf að fara fram á hverju ári í ára­tugi til að skila árangri. Ástandið er með öllu óásætt­an­legt þar sem að kyn­bóta­starf er und­ir­staða þess að þróa íslenska korn­rækt og tryggja vöxt öfl­ugs land­bún­aðar á Íslandi á kom­andi ára­tug­um. 

EG er dokt­or­snemi í kyn­bóta­fræðum og HSH starfar sem til­rauna­stjóri í jarð­rækt við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar