Blómleg menning um allt land

Oddvitar Vinstri grænna í Suður- og Norðausturkjördæmi skrifa um menningarlíf í landinu og segja mikilvægast að hlusta á grasrót lista og tryggja að hún fái súrefni til þess að dafna, annars visni öll yfirbygging.

Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þær leiða lista flokksins í Suður- og Norðausturkjördæmum.
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þær leiða lista flokksins í Suður- og Norðausturkjördæmum.
Auglýsing

Það er á tímum eins og þeim sem við lifum núna sem við finnum sér­stak­lega fyrir því hvað menn­ing og listir eru okkur mik­il­væg­ar. Við höfum svo sann­ar­lega notið þess að okkar frá­bæra lista­fólk hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa okkur að þrauka og glatt okkur á ótal vegu.

Bæk­ur, tón­list, sjón­varps­þættir og kvik­myndir veittu mörgum okkar félags­skap í sam­komu­tak­mörk­unum og und­ir­rit­aðar voru hluti þeirra fjöl­mörgu sem sökn­uðu safna og því að geta komið saman og notið ýmis­konar menn­ing­ar­við­burða; enda eru listir mik­il­vægar og algeng­asta aðferðin við að næra and­ann og skapa um leið verð­mæti sem ekki verða metin til fjár.

Því var afar mik­il­vægt að fram­lög voru aukin í sjóði á sviði lista og skap­andi greina í fjár­fest­ing­ar­átaki stjórn­valda og tryggt að þau sem starfa í skap­andi greinum geti nýtt sér tekju­falls­styrki. Hlut­verk stjórn­valda er einmitt að skapa skil­yrði fyrir fjöl­breytni, sköpun og frum­kvæði ásamt því að vernda íslenska tungu og sjá til þess að rann­sóknum og miðlun menn­ing­ar­arfs sé við­hald­ið; enda menn­ing sam­ofin mann­fólk­inu og í henni end­ur­spegl­ast gjarnan áhersl­ur, áhuga­mál og styrk­leikar sam­fé­lag­anna. Fjöl­breytt menn­ing­ar­starf­semi er einnig gríð­ar­lega mik­il­væg þegar kemur að mennt­un, þjón­ustu og atvinnu­lífi og getur haft víð­tæk efna­hags­leg áhrif, til dæmis hvað varðar ferða­þjón­ustu og versl­un.

Eflum sér­kenni byggða

Árið 2013 sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, þá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um menn­ing­ar­stefnu á sviði lista og menn­ing­ar­arfs. Stefnan grund­vall­ast á fjórum þátt­um; sköpun og þátt­töku í menn­ing­ar­lífi, áherslu á gott aðgengi að listum og menn­ing­ar­arfi, mik­il­vægi sam­vinnu stjórn­valda við aðila sem starfa á sviði menn­ingar og mik­il­vægi þátt­töku barna og ung­menna í menn­ing­ar­lífi.

Auglýsing

Sókn­ar­á­ætl­anir lands­hlut­anna eru eitt tæki sem hinar dreifðu byggðir hafa til fjár­mögn­unar og að treysta stoðir menn­ingar í anda stefn­unn­ar. Það er í mörg horn að líta og mik­il­vægt að fjár­stuðn­ingur komi til enda margar byggðir strjálar en um leið mik­il­vægar þegar kemur að menn­ing­ar­arfi og sögu þjóð­ar. Með slíkum stuðn­ingi skap­ast tæki­færi til að efla upp­lif­an­ir, afþr­ey­ingu, þjón­ustu og verslun í heima­byggð fyrir íbúa á öllum aldri.

Menn­ing­ar­lífið er víða blóm­legt, söfn og jafn­vel veit­inga­staðir draga fram sér­kenni sam­fé­laga og stuðla að menn­ing­ar­við­burðum og lista­sýn­ing­um. Margt af þessu er að frum­kvæði ein­stak­linga eða hópa sem vilja lyfta sínu byggð­ar­lagi, stuðla að sam­veru og sýna stuðn­ing við lista­fólk. Þá eru minni og stærri tón­leika­hús nýtt í fjöl­breyttum til­gangi og mörg sveit­ar­fé­lög reka byggða-, bóka- og lista­söfn svo dæmi séu tek­in.

Svig­rúm til að hafa áhrif

Með vax­andi tækni­þróun má sjá fyrir sér öra og breytta þróun á sviði lista og menn­ing­ar, enn frek­ari upp­bygg­ingu á því sviði og frek­ari mögu­leika þegar kemur að því fyrir öll að upp­lifa og njóta óháð stað og stund. Því verður seint ofsagt að styðja þurfi enn frekar við menn­ing­ar­líf um allt land, efla það sem fyrir er og gefa nýsköpun í menn­ingu og miðlun og nýju fólki svig­rúm til að setja sitt mark á sam­fé­lag­ið.

Verk­efnið næstu miss­erin er að finna út hvernig hinar sterku lista­stofn­anir og öll þau sem styðja við listir og menn­ingu geta best hjálpað til við að skapa tæki­færi fyrir lista­fólk. Það er verk­efni sem kallar á sam­vinnu margra aðila.

Það allra mik­il­væg­asta er að hlusta á gras­rót lista og tryggja að hún fái súr­efni til þess að dafna – því án gras­rót­ar­innar visnar það sem ofan á hana er byggt.

Við erum menn­ing­ar­þjóð sem er ótal margt til lista lagt. Við eigum að vera stolt af því og halda ótrauð áfram við að efla menn­ingu byggða um allt land.

Höf­undar eru odd­vitar Vinstri grænna í Suð­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar