Auglýsing

Það er oft látið eins og að kaupauka­kerfi, greiðsla svo­kall­aðra bónusa, sé eðl­is­lög­mál í fjár­mála­geir­an­um. Fjar­stæðu­kennt sé að það yfir­burð­ar­fólk sem þar vinni geti ekki notið pen­inga­legra fríð­inda umfram aðra í sam­fé­lag­inu vegna þess að það vinnur við að færa pen­inga úr einum vasa í ann­an. Og þiggur þókn­anir fyr­ir.

Það er samt þannig að stóru íslensku við­skipta­bank­arnir þrír eru ekki eins og flestir bank­ar. Þeir fengu mark­aðs­hlut­deild sína og við­skipta­vini að stærstu leyti í vöggu­gjöf. Fjár­mögnun þeirra er að stærstum hluta inn­lán Íslend­inga. Þannig eru 70 pró­sent skulda Íslands­banka inn­stæður við­skipta­vina, 66 pró­sent skulda Lands­bank­ans og 57 pró­sent skulda Arion banka. Og þeir voru end­ur­reistir að hluta til fyrir skatt­fé.

Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna þriggja frá þeir voru end­ur­reistir á rústum þeirra sem felldu íslenskt sam­fé­lag er vissu­lega stjarn­fræði­leg­ur, eða um 400 millj­arðar króna. En hann er að mestu til­kom­inn vegna þess að virði eigna sem þeir tóku yfir hefur hækk­að. Það á til dæmis við um fyr­ir­tæki sem lentu í fang­inu á þeim, og þeir hafa í mörgum til­vikum haldið á allt of lengi, oft með miklum sam­keppn­is­legum afleið­ing­um, en voru síðan seld með miklum hagn­aði. Það á einnig við um lán sem ekki voru metin inn­heimt­an­leg til að byrja með en hafa síðan skilað miklu meira í kass­ann eftir því sem ­tím­inn hefur lið­ið.

Auglýsing

Grunn­rekst­ur­inn bank­anna hefur hins vegar verið mun veik­ari, líkt og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur nýverið bent á. 

Miklu meira launa­skrið



Launa­skrið starfs­manna í fjár­mála- og vátrygg­inga­starf­semi hefur verið tölu­vert á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands voru með­al­heild­ar­laun full­vinn­andi starfs­manna í þessum geira 529 þús­und krónur á mán­uði árið 2010. Í fyrra voru þau orðin 763 þús­und krónur á mán­uði og hafa því hækkað um 44,2 pró­sent.

­Sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands voru með­al­heild­ar­laun full­vinn­andi starfs­manna í þessum geira 529 þús­und krónur á mán­uði árið 2010. Í fyrra voru þau orðin 763 þús­und krónur á mán­uði og hafa því hækkað um 44,2 prósent.

Með­al­tal heild­ar­launa allra stétta á sama tíma­bili hafa farið úr 431 þús­und krónum í 555 þús­und krón­ur. Þau hafa hækkað um 28,8 pró­sent og því ljóst að launa­skriðið í fjár­mála­geir­anum hefur verið langt umfram það sem ger­ist ann­ars­stað­ar.

Og þetta er karllæg stétt sem tekur svona mikið til sín. Í tölum frá Hag­stof­unni, sem voru birtar á mánu­dag, kemur fram að óleið­réttur launa­munur kynj­anna er hvergi meiri en í fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­semi, eða 37,5 pró­sent, og hann hækk­aði á milli ára. Til sam­an­burðar þá er var hann 18,3 pró­sent­hjá öllum starfs­stétt­u­m á árinu 2014 og lækk­aði umtals­vert á því ári.

Mik­ill vill meira



Þrátt fyrir þetta þá vilja banka­menn fá hærri bónusa. Það er vert að minna á, áður en lengra er hald­ið, að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið voru kaupaukar banka­starfs­manna, og sá hvati til áhættu­sækni sem þeir leiddu af sér, talin ein helsta ástæða þess að allt fór í steik á Íslandi haustið 2008.

Kaupa­auka­kerfi voru reyndar inn­leidd að nýju í bank­anna fyrir nokkrum árum síð­an. Sam­kvæmt lögum sem nú eru í gildi mega bónusar starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja vera 25 pró­sent af föstum árs­launum þeirra.

Íslands­banki og Arion banki gjald­færðu sam­tals um 900 millj­ónir króna vegna kaupauka­greiðslna til starfs­manna sinna á síð­asta ári. Um hund­rað starfs­menn fá slíkar greiðslur hjá hvorum banka fyrir sig. Arion banki gjald­færði 542 millj­ónir króna í fyrra sem var 48 millj­ónum króna meira en árið á und­an. Íslands­banki gjald­færði 358 millj­ónir króna í fyrra, eða 87 millj­ónum krónum meira en árið 2013.

Lands­bank­inn, sem er að mestu í eigu rík­is­ins, er ekki með árang­urstengdar greiðsl­ur. Um 1.400 núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn bank­ans fengu hins vegar 0,78 pró­sent hlut í bank­anum gef­ins árið 2013 og fá greiddan arð vegna hans.

En mik­ill vill meira.

„Skað­laust“ að hækka bónusa



Nú liggur fyrir frum­varp um breyt­ingar á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Í minn­is­blaði sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi frá sér í lok apríl vegna þessa kom fram að ráðu­neytið teldi það að „skað­lausu“ að veita fjár­mála­fyr­ir­tækjum heim­ild til að greiða bónusa sem væru allt að 50 pró­sent af árs­l­unum starfs­manna. Þá mætti einnig skoða að smærri fjár­mála­fyr­ir­tækjum yrði gert kleift að greiða enn hærri kaupauka til starfs­manna, til dæmis 100 pró­sent af árs­laun­um, heldur en stóru við­skipta­bönk­un­um.

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja skil­uðu umsögn um frum­varpið þar sem fram kom að tak­mörkun á bón­us­greiðslum væri íþyngj­andi að þeirra mati. Sam­tökin lögðu til að evr­ópskur lag­ara­mmi yrði full­nýttur og fjár­mála­fyr­ir­tækjum gert kleift að greiða starfs­mönnum sínum á bil­inu 100 til 200 pró­senta af árs­launum í kaupauka.

Umsögn sam­tak­anna er reyndar sér á báti. Hún segir meðal ann­ars að allar sér­reglur á Íslandi muni auka kostnað bank­anna og auka lán­töku­kostnað þeirra lika vegna þess að þá muni aðrir bankar halda að þeir séu lak­ari lán­tak­end­ur.

Þau segja líka á að íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki séu í mik­illi og vax­andi sam­keppni við erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki sem megi borga hærri bónusa.

Þau segja líka á að íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki séu í mik­illi og vax­andi sam­keppni við erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki sem megi borga hærri bónusa.

Bæði Lands­bank­inn og Arion banki hafa sent inn umsagnir þar sem þeir gera athuga­semdir við það fyr­ir­komu­lag kaupauka­kerfis sem boðað hefur verið og telja það hamla sam­keppn­is­hæfni sinni.

Kerfi sem er til fyrir sig sjálft



Ís­land er í höftum og full rík­is­á­byrgð er enn í gildi á við­skipta­bönk­un­um. Innan þess ríkir ekki stór­kost­leg inn­byrð­is­sam­keppni og það er fjar­stæðu­kennt að halda því fram, líkt og Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja gera, að íslenskir bankar eigi í alþjóð­legri sam­keppni um starfs­fólk. Fyrir því eru þrjár ástæð­ur.

Í fyrsta lagi er erfitt að sjá fyrir sér að erlendir stór­bankar standi í röðum við að ráða íslenska banka­snill­inga þegar síð­asta kyn­slóð þeirra setti heilt land nán­ast á haus­inn og tap­aði nokkur þús­und millj­örðum króna af pen­ingum erlendra banka og fjár­festa í hrun­inu. Í öðru lagi fá íslenskir banka­starfs­menn borgað í krónum og slík laun geta aldrei keppt við laun í eðli­legum gjald­miðl­um. Í þriðja lagi eru íslensku bank­arnir ekki þátt­tak­endur á alþjóð­legum banka­mark­aði.

Í des­em­ber 2013 skrif­aði ég pistil um laun banka­manna og lauk honum á eft­ir­far­andi orð­um: „Maður fær stundum á til­finn­ing­una að þeir sem starfa í fjár­mála­geir­anum hafi fundið glufu sem gerir þeim kleift að vinna þægi­lega inni­vinnu í upp­hit­uðum rýmum með miklu hærri laun en allir hin­ir. Að þetta sé mjög klárt fólk sem finn­ist betra að vera ekki að hafa neitt of mikið fyrir hlut­unum án þess að það komi í veg fyrir að þau lifi meira þæg­inda­lífi en flestir sam­borg­arar þeirra. Þess vegna er búið til kerfi þar sem þetta fólk fær óeðli­lega borgað fyrir að stunda umsýslu með pen­inga. Kerfi sem er fyrst og síð­ast til fyrir sig sjálft og fólkið sem innan þess starfar. Klára fólkið sem á skilið að hafa það betra en hin­ir. Og annað slag­ið, þegar þessi tál­sýn hryn­ur, þá borgum við hin til að reisa hana aftur við.“

Mér sýn­ist þau eiga jafn­vel enn betur við í dag en þau áttu þá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None