„Common sense“ freka kallsins

Auglýsing

Það átti ágæt­lega við að Jón Gnarr til­kynnti að hann nennti ekki í for­seta­fram­boð um helg­ina vegna þess að hann vildi ekki leggja það á fjöl­skyld­una sína að standa and­spænis „freka kall­in­um“ sem tröll­ríður íslenskum stjórn­völd­um. Freki kall­inn hefur sjaldan verið jafn sýni­legur og und­an­farna daga. Hann hold­gervist nú í utan­rík­is­ráð­herra Íslands sem segir það bara vera „common sen­se“ að snið­ganga þing, nefndir og þjóð við mótun utan­rík­is­stefnu þjóð­ar­inn­ar.

Hann notar orð eins og „fá­rán­legt“ og „und­ar­legt“ um skoð­anir þeirra sem telja hann hafa farið langt yfir strik­ið. Um það hafi verið samið í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum að svíkja lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur sem gefin voru korteri áður og við það verði fólk bara að sætta sig. Já, og svo eru þeir sem setja fyr­ir­vara við hversu mikið er mulið undir skag­firska efna­hag­svæðið bara öfund­sjúkir útí Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem Gunnar Bragi Sveins­son vann hjá um ára­bil.

Evr­ópu­málin aftengd



Með því að lofa, ítrekað og inni­lega, að kosið yrði um afdrif Evr­ópu­sam­bandsum­sóknar náðu Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur að aftengja Evr­ópu­málin í kosn­inga­bar­átt­unni. Þau voru ein­fald­lega ekki undir og fólk kaus ekki flokka með hlið­sjón af þeim. Tryggt var að þjóðin myndi fá að kjósa um afdrif umsókn­ar­innar með lof­orða­flaum­inum.

Framundan eru risa­vaxin verk­efni hjá rík­is­stjórn­inni. Fjölda­verk­föll eru yfir­vof­andi, losun hafta þarf að vera yfir­vof­andi og níu þús­und­asti snún­ing­ur­inn á kvóta­kerf­is­breyt­ingum er líka yfir­vof­andi. Að bæta Evr­ópu­sam­bandsá­tök­unum í þessa súpu nú er algjör­lega óskilj­an­legt.

Auglýsing

Við skulum líka hafa það alveg á hreinu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var kos­inn til valda með því að lofa að gefa fólki pen­ing. Umboðið sem hann fékk snérist fyrst og síð­ast um þá gölnu aðgerð, sem nú er um garð gengin og nán­ast all­ir, þiggj­endur og borgend­ur, virð­ast óánægðir með.

Við skulum líka hafa það alveg á hreinu að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var kos­inn til valda með því að lofa að gefa fólki pen­ing. Umboðið sem hann fékk snérist fyrst og síð­ast um þá gölnu aðgerð, sem nú er um garð gengin og nán­ast all­ir, þiggj­endur og borgend­ur, virð­ast óánægðir með. Flokk­ur­inn hefur hins vegar nýtt þetta umboð til að stunda skipu­lagða skemmd­ar­verka­starf­semi á íslensku sam­fé­lagi, í umboði sam­starfs­flokks­ins. Fram­sókn hefur dundað sér við að pæla í áburð­ar­verk­smiðj­um, hvernig eigi að gefa mak­ríl­kvót­ann til fram­búð­ar, dæla skúffufé í þau kjör­dæmi þar sem stuðn­ingur við flokk­inn er sem mest­ur, daðra við útlend­inga­andúð, að gera ekk­ert í hús­næð­is­mál­um, og gera sam­fé­lagið reglu­lega nán­ast brjálað af bræði með hroka, yfir­gangi og ásök­unum um að allir mis­skilji allt sem þeir segja.

Nei þú!



Þau fáu skipti sem ráða­menn­irnir fást til að rétt­læta aðgerðir sínar með rökum þá byggja þau vana­lega á því að benda á mis­tök sem síð­asta rík­is­stjórn gerði. Að Vinstri græn hafi látið teyma sig í Evr­ópu­leið­angur gegn eigin sann­fær­ingu eða að Sam­fylk­ingin hafi troðið Evr­ópu­sam­bands­að­ild­ar­um­sókn upp á þjóð og þing sem hafi ekki verið fylgj­andi henni. Það er alveg rétt hjá and­stæð­ingum Evr­ópu­sam­bands­að­ildar að for­kast­an­lega illa var staðið að aðild­ar­um­sókn­inni árið 2009. Lík­lega hefur ekk­ert eyði­lagt jafn mikið fyrir mögu­leikum Íslands á því að ganga í sam­bandið og sú aðgerð að leggja upp í leið­ang­ur­inn án þess að vera með meiri­hluta fylgj­andi aðild í rík­is­stjórn­inni sem sótti um.

En svik ein­hverra ann­arra eru ekki boð­leg rétt­læt­ing á virð­inga­lausu valda­brölti þeirra sem nú sitja í stjórn. Það þýðir ekki að benda á mis­tök ann­arra til að afsaka sín eig­in. Þá erum við komin í víta­hring sem endar með ósköp­um.

Og þegar allt annað þrýtur þá öskrar þetta fólk hástöfum „Ices­a­ve“, líkt og það sé raun­veru­lega ein­hverjum öðrum að þakka að Ísland hafi ekki setið uppi með þann reikn­ing en Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og Páli Hreins­syni, íslenskum dóm­ara við EFTA-­dóm­stól­inn.

Um sjö þúsund manns mættu á mótmæli gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta viðræðum við Evrópusambandið sem fram fóru á Austurvelli í gær.

Búum til lág­launa­störf



Það sem hefur gengið vel hér síð­ustu ár er að það hefur mynd­ast stöð­ug­leiki í efna­hags­mál­um. Bæði fyrri rík­is­stjórn og sú sem nú situr eiga sinn þátt í því að svo sé og algjör óþarfi að reyna að halda öðru fram. En það verður líka að horfa á að fjár­magns­höft sem búa til efna­hags­legan sýnd­ar­veru­leika hér­lend­is, stöð­ug­leika­kjara­samn­ingar á vinnu­mark­aði, breyt­ingar á göngu mak­ríls, ótrú­leg aukn­ing ferða­manna og hríð­fallandi heims­mark­aðs­verð á olíu hafa skipt lang­mestu máli fyrir efna­hags­bata Íslands.

Þótt hag­vöxtur hér sé ágætur og störfum fjölgi þá verður líka að horfa á hvers kyns störf við erum að skapa. Af þeim 2.800 störfum sem urðu til í fyrra voru lang­flest, um 1.700, á meðal ósér­hæfðs starfs­fólks í þjón­ustu- og versl­un­ar­geir­an­um. Stjórn­endum og emb­ætt­is­mönnum fækk­aði um ell­efu pró­sent á milli ára, hlut­falls­legur fjöldi sér­fræð­inga­starfa hefur um ára­bil verið sá sami og störfum fyrir sér­menntað starfs­fólk er að fækka hratt. Með öðrum orðum þá erum við ekki að búa til sér­hæfð störf fyrir menntað fólk heldur þjón­ustu­störf sem tengj­ast und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­unum okk­ar. Lág­launa­störf.

­Með öðrum orðum þá erum við ekki að búa til sér­hæfð störf fyrir menntað fólk heldur þjón­ustu­störf sem tengj­ast und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­unum okk­ar. Láglaunastörf.

Þetta end­ur­spegl­ast ágæt­lega í því að þau hug­vits­fyr­ir­tæki sem byggja á íslenskum hug­myndum og eru með höf­uð­stöðvar á Íslandi eru ein­ungis með lít­inn hluta af störfum sínum hér­lend­is. Þau eru líka, oft á tíð­um, með skráð heim­il­is­festi í öðrum löndum þar sem mögu­legt er að stunda alþjóð­lega starf­semi án hafta og þeirrar póli­tísku áhættu á ger­ræð­is­legum skyndi­á­kvörð­unum sem öllu umbylta sem við búum við á Íslandi.

Nokkrar fjöl­skyldur sem eiga sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, og hagn­ast raun­veru­lega á þeirri leift­ur­sókn til for­tíðar sem virð­ist vera rekin hér um þessar mund­ir, hafa á sama tíma hagn­ast ævin­týra­lega. Þær eru orðnar ofur­ríkar á evr­ópskan mæli­kvarða og ekk­ert lát er á. Stjórn­valds­að­gerð eftir stjórn­valds­að­gerð hefur aukið auð og áhrif þess­arra fyr­ir­tækja. Sú næsta verður ugg­laust þegar mak­ríl­kvót­inn verður end­an­lega gef­inn á grund­velli veiði­reynslu þeirra sem hand­valdir voru til að fá að búa til þá reynslu.

Það kemur ekki á óvart að tengsl þess­arra fyr­ir­tækja við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk eru mikil og aug­ljós. Og mun umfangs­meiri en í formi styrk­veit­inga, þótt yfir 90 pró­sent allra styrkja þeirra til stjórn­mála­flokka fari til þess­arra tveggja flokka. Hér er að verða til ein­hvers­konar nýlendu­veldi sjáv­ar­út­vegs­greifa. Nokkrar fjöl­skyldur eiga þetta land. Og stjórn­völd sitja í þeirra umboði.

Úr farsa í meiri farsa



Síð­asta kjör­tíma­bil var farsi. Hér sat brotin minni­hluta­stjórn sem átti í stans­lausum inn­an­húsá­tök­um. Fólk í henni var ekki sam­mála um hvernig him­in­inn er á lit­inn. Hún hafði aldrei kraft til að taka margar þeirra mik­il­vægu ákvarð­anir sem hún þurfti. Í stað þess að hér hafi verið mynduð sterk sam­steypu­stjórn margra flokka árið 2009 sem hefði komið sér saman um nokkur stór og skýr efna­hags­leg mark­mið þá nýttu Sam­fylk­ingin og Vinstri græn sér óánægju almenn­ings gagn­vart gömlu valda­flokk­unum og túlk­uðu hana sem umboð til að ger­bylta íslensku sam­fé­lagi eftir sínum póli­tísku lín­um. Ný stjórn­ar­skrá, Evr­ópu­sam­bands­að­ild og umbreyt­ing á kvóta­kerf­inu voru allt of stórir bitar til að kyngja á sama tíma og landið stóð frammi fyrir for­dæma­lausum efna­hags­legum aðstæð­um.

En núver­andi rík­is­stjórn er að bjóða okkur upp á næsta skref fyrir ofan farsa. Farsa á ster­um. Hún veður áfram með áður óséðri frekju, dóna­skap, yfir­gangi og hroka.

En núver­andi rík­is­stjórn er að bjóða okkur upp á næsta skref fyrir ofan farsa. Farsa á ster­um. Hún veður áfram með áður óséðri frekju, dóna­skap, yfir­gangi og hroka. Annað hvort eru ráð­herr­arnir þannig að þeir vilja gera allt sem þeim dettur í hug án þess að spyrja kóng, prest, þing, nefndir eða þjóð eða eru svo verk­lausir og ákvörð­un­ar­fælnir að annað eins hefur vart séð. Að ein­hverju leyti má skrifa þetta ástand á reynslu­leysi ráð­herr­anna. Engin ráð­herr­anna hafði nokkru sinni verið ráð­herra áður. Og sam­eig­in­leg þing­reynsla rík­is­stjórnar hefur lík­ast til aldrei verið minni.

Þetta gengur hins vegar ekki leng­ur. Við, ein­hver 330 þús­und manna örþjóð, getum ekki verið í inn­byrðis stór­stríði um allar meiri­háttar ákvarð­anir sem við þurfum að taka. Við þurfum að finna leið til að ljúka þessum mál­um, taka ákvörðun á lýð­ræð­is­legan máta, og halda áfram. Þá er ekki deilt um umboð og heim­ild­ir. Þá liggur nið­ur­staða ein­fald­lega fyr­ir. Til þess þarf freki kall­inn að víkja úr íslenskum stjórn­mál­um, sama hvar í flokki hann sit­ur.

Það er bara „common sen­se“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None