Er nýsköpun ekki lengur töff?

Á sama tíma og áhugi stjórnmálamanna á nýsköpun hefur aukist virðist hugtakið vera á undanhaldi í almennri umræðu. Hvað veldur því?

Auglýsing

Nýsköpun er gild­is­hlaðið orð. Því fylgja ýmis jákvæð hug­hrif, líkt og þró­un, fram­farir og tækni. Það kemur því kannski ekki á óvart að það sé vin­sælt á meðal stjórn­mála­manna. Þeir virð­ast einnig flestir sam­mála um að styðja við nýsköpun og virð­ast hafa gert það ágæt­lega á síð­ustu árum hér­lend­is, ef miðað er við önnur Evr­ópu­lönd.

Hins vegar eru vís­bend­ingar uppi um að hug­takið sé á und­an­haldi í almennri umræðu, bæði hér­lendis og á alþjóða­vísu. Gæti verið að áhugi almenn­ings á nýsköpun sé að dvína?

Flokk­arnir sam­mála

Að Flokki fólks­ins und­an­skildum má nálg­ast stefnu­skrá allra stjórn­mála­flokka sem sitja á þingi á net­inu. Í öllum þeirra má finna kafla um nýsköp­un, en þar virð­ast flokk­arnir vera nokkurn veg­inn sam­mála um leiðir til að hlúa að vexti henn­ar.

Í stefnu­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir að mik­il­vægt sé að stjórn­völd skapi umhverfi sem hvetji til nýsköp­unar á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, auk þess sem hvatt er til meiri teng­ingar háskóla við frum­kvöðla- og nýsköp­un­ar­starf. Þessar áherslur eru einnig að finna nán­ast orð­rétt í stefnu­skrá VG.

Auglýsing

Í stefnu­skrám Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks­ins eru svo skattaí­viln­anir útli­staðar sér­stak­lega sem leiðir til að stuðla að auk­inni nýsköp­un, auk ann­arra aðgerða, líkt og auk­inna end­ur­greiðslna til fyr­ir­tækja í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfi. Píratar nefna einnig að nýskrán­ingar fyr­ir­tækja ættu að vera gerðar ein­faldar og ódýr­ar.

Sam­fylk­ingin og Mið­flokk­ur­inn kalla svo eftir mark­vissum stuðn­ingi við þær atvinnu­greinar þar sem helstu tæki­færin liggja fyrir íslenskan efna­hag í sínum stefnu­skrám. Sam­kvæmt Sam­fylk­ing­unni ætti að ýta undir vöxt háfram­leiðni­greina sem byggj­ast á hug­viti, sköp­un­ar­gáfu, tækni og verk­kunn­áttu, en Mið­flokk­ur­inn nefnir sér­stak­lega tækni- og orku­geir­ann í þessu til­liti.

Þótt blæ­brigða­munur sé á stefn­unum er því ljóst út frá stefnu­skrám þeirra að mik­ill sam­hljómur ríki um mála­flokk­inn. Það vilja allir tala vel um nýsköp­un.

Flestar rík­is­stjórnir hafa stutt við nýsköpun

Ef miðað er við önnur Evr­ópu­lönd hefur Ísland einnig staðið sig til­tölu­lega vel þegar kemur að stuðn­ingi hins opin­bera við nýsköp­un. Sam­kvæmt tölum frá Eurostat hafa opin­ber útgjöld til rann­sóknar og þró­unar hér­lendis oft­ast verið nokkuð yfir með­al­tali Norð­ur­land­anna og aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins á síð­ustu árum, ef tekið er til­lit til lands­fram­leiðslu .

Útgjöld ríkj­anna til rann­sókn­ar-og þró­un­ar­starfs á árunum 2004-2019 má sjá á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni nam fram­lag Íslands tæpu pró­senti flest árin. Sam­svar­andi fram­lag á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur numið 0,8 til 0,9 pró­sent­um, en með­al­tal innan ESB er nær 0,7 pró­sent­um.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Eurostat

Mikla breyt­ingu mátti hins vegar sjá á árunum 2014, 2015 og 2016, þegar fjár­laga­frum­vörp voru í höndum rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, með Bjarna Bene­dikts­son sem fjár­mála­ráð­herra og Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur sem iðn­að­ar­ráð­herra. Á þessum þremur árum lækk­uðu fram­lög íslenska rík­is­ins til rann­sóknar og þró­unar um helm­ing og voru þau undir með­al­tali ESB-­ríkja og hinna Norð­ur­land­anna.

Aukn­ing á síð­ustu árum

Á árunum 2017, 2018 og 2019 jókst hins vegar fram­lag hins opin­bera til rann­sóknar og þró­unar til muna á ný og náði aftur tæpu pró­senti af lands­fram­leiðslu. Ein­ungis rík­is­stjórnir Nor­egs og Þýska­lands vörðu hærra hlut­falli af lands­fram­leiðslu í Evr­ópu á þeim tíma.

Til við­bótar við bein útgjöld úr opin­berum sjóðum hefur rík­is­stjórnin einnig eflt nýsköpun með skattaí­viln­unum á síð­ustu árum. Sam­kvæmt nýlegri grein­ingu hjá OECD hafa slíkar íviln­anir auk­ist meira hér­lendis en í flestum öðrum þró­uðum ríkjum . Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an, en þar sést að Ísland er komið langt fram úr með­al­tali hinna Norð­ur­land­anna í mála­flokk­in­um. Sam­tökin bentu einnig á að yfir­gnæf­andi meiri­hluti slíkra íviln­ana færu til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Mynd: Kjarninn. Heimild: OECD

Öfug þróun hjá almenn­ingi

Á meðan áhugi stjórn­mála­manna á nýsköpun og stuðn­ingur þeirra við mála­flokk­inn hefur auk­ist má þó greina öfuga þróun í almennri umræðu. Sam­kvæmt Tíma­rit.is hefur dregið úr birt­ingu orðs­ins „ný­sköp­un“ á allra síð­ustu árum, eftir að það hafði birtst æ oftar á prenti á síð­ustu fjórum ára­tug­um.

Þró­un­ina má sjá á mynd­inni hér að neð­an, en sam­kvæmt henni náði fjöldi skipta sem orðið var birt í íslenskum blöðum og tíma­ritum hámarki árið 2014. Síðan þá hefur fjöld­inn minnkað með hverju árinu sem líður og mæld­ist hann í fyrra jafn­mik­ill og hann var fyrir fjár­mála­hrunið árið 2007.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Tímarit.is

Hér er gott að nefna að mæl­ingar Tíma­rit.is eru ekki full­komn­ar, til að mynda geti mæl­ingar fyrir síð­ustu árin verið óná­kvæmar þar sem tveggja til fjög­urra ára töf gæti verið á birt­ingu blaða á síð­unni. Auk þess hefur útgáfa prent­aðra miðla einnig minnkað á síð­ustu árum, á meðan vef­miðlar hafa tekið sér stærra pláss í umræð­unni.

Þessi þróun er hins vegar í ágætu sam­ræmi við minni notkun þess­ara orða á heims­vísu. Sam­kvæmt heima­síð­unni Google Trends eru vin­sældir leit­ar­orð­anna „innovation“ og „res­e­arch and develop­ment“ einnig minni en þau voru, en áhug­inn virð­ist hafa minnkað mest á fyrstu árunum eftir alda­mót­in.

Hvað veldur þessu?

Hægt er að setja minnk­andi áhuga almenn­ings á nýsköpun í sam­hengi við minni fram­leiðni­vöxt á síð­ustu árum. Frá alda­mótum hefur sá vöxtur um það bil helm­ing­ast í Banda­ríkj­un­um, úr 3 pró­sentum á ári að með­al­tali niður í 1,5 pró­sent. Þró­unin hefur verið svipuð hér á landi, þar sem vöxtur lands­fram­leiðslu á hverja vinnu­stund hefur minnkað úr 10 pró­sentum á árunum 2004-2008 niður í 5 pró­sent á síð­ustu fimm árum.

Til lengri tíma byggir vöxtur fram­leiðni á nýsköp­un. Minni fram­leiðni­vöxtur er því merki um að nýsköp­unin sé ekki að skila sér inn í hag­kerfið með jafn skil­virkum hætti og áður. Í stjórn­enda­könnun PwC árið 2019 sagð­ist meiri­hluti stjórn­enda eiga erfitt með að koma með nýj­ungar sem auka skil­virkni fyr­ir­tækja þeirra .

Með minnk­andi fram­leiðni­vexti hefur almenn­ingur fundið minna fyrir jákvæðum áhrifum nýsköp­unar á líf þeirra og störf og er því ekki óeðli­legt að jákvæðu hug­hrifin sem fylgja orð­inu hafi tekið að dvína. Í stað þess að tengja nýsköpun við þróun og fram­farir gæti verið að almenn­ingur tengi orðið frekar við áhættu eða upp­stokkun á núver­andi kerfi.

Í einni rann­sókn á meðal háskóla­mennt­aðra starfs­manna í Banda­ríkj­unum og Kana­da, tveimur löndum sem skora hátt í alþjóð­legum sam­an­burði í mála­flokkn­um, sögð­ust aðeins 14 til 28 pró­sent þeirra hafa mik­inn metnað fyrir nýsköp­un.

Óvíst er hvort fram­leiðni­vöxt­ur­inn muni taka við sér á næst­unni en vonir standa til að svo verði, þar sem vinnu­venjur hafa breyst í kjöl­far far­ald­urs­ins. Aukin heima­vinna gæti ýtt undir almenna tækni­þekk­ingu, en með henni væri auð­veld­ara að full­nýta alla þá nýsköpun sem hefur átt sér stað í staf­rænum lausnum á síð­ustu árum.

Ef það ger­ist mætti búast við að orðið nýsköpun verði aftur tengt við fram­farir og nýja tíma. Þangað til er hins vegar lík­legt að það verði fyrst og fremst notað á meðal stjórn­mála­manna.

Þessi pist­ill birt­ist fyrst í vor­hefti Vís­bend­ing­ar, sem lesa má með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari