Grænt plan fyrir Ísland

Kristján Guy Burgess skrifar um loftslagsstefnu íslensku ríkisstjórnarinnar og hvernig mætti bæta hana.

Auglýsing

Ísland mætti með veik­burða stefnu og óskýrt hlut­verk til lofts­lags­ráð­stefn­unnar í Glas­gow í nóv­em­ber. Mark­mið höfðu ekki verið upp­færð og stefnu­skjal var sett fram í formi sviðs­mynda, fremur en ákveð­innar leið­ar. Skömmu síðar end­ur­nýj­uðu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir heitin og sam­mælt­ust um nýtt mark­mið um 55% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 miðað við árið 2005. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er enn­fremur lýst áhuga á að setja lofts­lags­málin í for­gang. Þar sem eftir er að útfæra aðgerðir eða hvernig eigi að fjár­magna leið­ina að 55%, er hér gerð til­raun til að ramma inn nokkra þætti sem grænt plan þyrfti að taka til.

Orðum fylgi aðgerð­ir, og aðgerðum fjár­magn

Til að mögu­legt verði að ná 55% mark­mið­inu 2030 og kolefn­is­leysi 2040, þarf strax að hefj­ast handa við að ramma inn verk­efnið og gera skýra áætl­un. Í lofts­lags­að­gerðum Íslands er þó ekki nóg að horfa ein­ungis á losun á því sem heyrir undir beina ábyrgð stjórn­valda, heldur þurfa þau jafn­framt að líta til los­unar hér á landi sem fellur undir ETS kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­heim­ild­ir, og það þarf að takast á við losun frá landi, kolefn­is­bind­ingu og förgun með skipu­legum hætti og fjár­festa í aðgerð­um.

Í sem stystu máli þurfa stjórn­völd að koma sér út úr því að reyna sífellt að fegra mynd­ina og smætta vanda­mál­ið, heldur takast á við lofts­lags­málin af raun­veru­legum metn­aði og krafti. Að orðum fylgi aðgerðir og aðgerðum fylgi fjár­magn. Sú nálgun getur skapað ýmis tæki­færi fyrir Ísland um leið og árangur næst gegn ham­fara­hlýn­un.

Auglýsing

Það þarf bæði að standa sig vel á heima­velli, við að draga úr útblæstri, binda kolefni og styðja við tækni, nýsköpun og frum­kvöðla­starf, en einnig að stuðla að jákvæðum breyt­ingum á alþjóða­vísu, með ötulum mál­flutn­ingi, sam­starfi við lyk­il­þjóð­ir, stuðn­ingi við atvinnu­líf og miklu öfl­ugri og mark­viss­ari nálgun í utan­rík­is­málum og þró­un­ar­sam­vinnu.

Skýrt skipu­lag um verk­efnið

Fyrst þarf að ná utan um verk­efnið og leiða það frá toppn­um. Stjórn­sýsla lofts­lags­mála hefur verið brota­kennd og við því þarf að bregð­ast. Ein leiðin væri að ráð­herra­nefnd um lofts­lags­mál undir for­sæti for­sæt­is­ráð­herra hefði for­ystu um Grænt plan fyrir Ísland með starfs­fólki og stjórn­tækjum til að tryggja fram­kvæmd og eft­ir­fylgni þess innan alls stjórn­ar­ráðs­ins. Í þeirri nefnd ættu að vera for­sæt­is­ráð­herra, umhverf­is-, orku og lofts­lags­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra og ráð­herrar sem fara með sam­göng­ur, vís­indi, iðnað og nýsköp­un, sjáv­ar­út­veg og land­bún­að, og utan­rík­is­ráð­herra.

Hinn kost­ur­inn væri að fela umhverf­is-, orku og lofts­lags­ráð­herra að leiða Grænt plan fyrir Ísland þvert á ráðu­neyti og leita í skipu­lag hlið­stætt því sem sett var upp við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd umsóknar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu 2009 þegar utan­rík­is­ráð­herra leiddi starfið og skip­aði vinnu­hópa með sér­fræð­ingum úr öllum ráðu­neytum og utan úr sam­fé­lag­inu, en átti sam­ráð við for­sæt­is- og fjár­mála­ráð­herra í ráð­herra­nefnd um Evr­ópu­mál. Þá var einnig að störfum nefnd á Alþingi til að tryggja breið­ari aðkomu og lýð­ræð­is­legt aðhald og lofts­lags­málin verð­skulda einnig slíkt þverpóli­tískt sam­ráð.

Þá þarf frá upp­hafi að hnýta inn sam­ráð stjórn­valda við einka­geirann, atvinnu­lífs­sam­tök, vís­inda­sam­fé­lagið og laun­þega­hreyf­ing­una osfrv. til að byggja vöxt og vel­sæld inn í planið og stuðla að því að umskiptin verði bæði rétt­lát og sjálf­bær. Tryggja verður að lyk­il­ráð­herrar og ráðu­neyti vinni saman sem eitt lið en ekki hvert í sínu horni. Verði hver skrif­stofa stjórn­ar­ráðs­ins látin um að vinna málin á sínum for­sendum án sam­ræmdrar stýr­ingar að ofan, mun árangur ekki nást, yfir­sýn mun skorta og veit­ing fjár­muna til að ná mark­mið­inu verður ómark­viss.

Græn fjár­fest­inga­á­ætlun

Tengt hinni mið­lægu stýr­ingu er nauð­syn­legt að gera heild­stæða fjár­fest­ing­ar­á­ætlun fyrir lofts­lag­ið. Þannig þarf að safna saman þvert á ráðu­neyti og stofn­anir fyr­ir­hug­uðum opin­berum fjár­fest­ingum á næstu fjórum árum og svo til árs­ins 2030 og fara vendi­lega yfir öll þau áform með lofts­lags­mark­mið í huga og bæta nýjum við. Þannig verði stór­fram­kvæmdir í sam­göngu­málum hugs­aðar út frá því hvernig þau vinni með mark­miði stjórn­valda um 55% sam­drátt í útblæstri til árs­ins 2030 og önnur fjár­fest­inga­verk­efni einnig. Undir þetta fellur fjár­fest­ing í flutn­ings­kerfi raf­orku sem veitir ekki af upp­færslu í til að tryggja aðgengi að orku­skiptum um allt land.

Á sama hátt þurfa stjórn­völd að vinna með stærstu sveit­ar­fé­lögum og öðrum sem hafa hags­muna að gæta að því að koma á verk­efni um græna hús­næð­is­upp­bygg­ingu þannig að hugað sé að því hvernig tek­ist verði á við kolefn­is­spor í bygg­ing­ar­iðn­aði, unnið að orku­skiptum innan þess geira og stuðlað að virku hringrás­ar­hag­kerfi til að ná auk­inni yfir­sýn, betri nýt­ingu og minni sóun.

Þegar græn fjár­fest­ing­ar­á­ætlun liggur fyr­ir, er hægt að huga að því hvernig skuli fjár­magna þau verk­efni með grænni fjár­mögnun bæði inn­an­lands og með alþjóð­legu fjár­magni.

Hröð orku­skipti

Upp­fært mark­mið kallar á hrað­ari orku­skipti en hingað til hefur verið stefnt að. Mestur útblástur á ábyrgð Íslands kemur frá sam­göngum og til þess að ná honum niður þarf að breyta bíla­flot­anum sem mest yfir á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í stað jarð­efna­elds­neytis á til­tölu­lega fáum árum. Best væri að á sama tíma tæk­ist að fækka bílum með betra skipu­lagi, öfl­ugum almenn­ings­sam­göngum og fjöl­breytt­ari ferða­mát­um, þannig að hvert heim­ili þyrfti ekki að reka fleiri en einn bíl.

Til þess að þetta náist, þarf að fjár­festa í almenn­ings­sam­göngum og þétt­ari byggð, tryggja inn­viði og orku­fram­boð. Enn fremur verður að líta heild­stætt á verk­efnið út frá því hvert orkan er nú seld en 80% af raf­orku fer nú til stór­iðju, bundin í samn­ingum sem koma til end­ur­skoð­unar á næstu árum. Sú stór­iðja sér um þriðj­ung af allri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi.

Þegar horft er á orku­skipti í sam­göng­um, verður að skoða þau út frá ólíkum gerðum öku­tækja. Um 40% nýrra bíla und­an­farin ár, hafa verið bíla­leigu­bílar sem koma síðan nokkrum mán­uðum síðar inn á almennan mark­að. Mik­il­vægt er að tryggja inn­viði til að auka veru­lega hlut hrein­orku­bif­reiða í bíla­leigu­flot­an­um. Þá þurfa að vera til staðar leiðir til að hvetja fyr­ir­tæki sem reka stóra bíla­flota að skipta yfir í hrein­orku­bíla, að tryggja inn­viði fyrir bæði leigu­bif­reiðar og önnur atvinnu­tæki til að geta skipt yfir í raf­bíla.

Einnig þarf að útfæra aðgerðir að stuðla að orku­skiptum fyrir stærri öku­tæki. Þar er nauð­syn­legt fyrir Ísland að fjár­festa í þekk­ingu og fram­leiðslu­getu á grænu vetni sem verður að lík­indum notað fyrir flutn­inga­bif­reiðar fyrir vörur og fólk og vinnu­vél­ar. Æski­legt væri að íslensk stjórn­völd styddu vel við sprota­fyr­ir­tæki sem eru að hasla sér völl á þessu sviði og í sam­bæri­legri þró­un.

Að lokum þarf að vinna áfram að orku­skiptum í höfnum lands­ins og vinna að nýsköp­un­ar­verk­efnum sem snú­ast um að koma á orku­skiptum í sjáv­ar­út­vegi og flugi til lengri tíma. Ísland hefur allar for­sendur til að vera vett­vangur fyrir nýsköpun á þeim svið­um.

Almenn­ings­sam­göngur og fjöl­breyttur ferða­máti

Til að sækja fram í lofts­lags­mál­unum er ekki nóg að afla meiri orku eða skipta út bruna­bílum fyrir raf­bíla. Jafn­framt verður að byggja betur upp lofts­lagsvænar almenn­ings­sam­göng­ur, mest í þétt­býli en einnig milli land­svæða. Stjórn­völd þurfa að vera ófeimin við að koma með auknum krafti með sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í borg­ar­línu­verk­efnið en einnig fylkja sér á bak­við upp­bygg­ingu inn­viða til að fólk geti ferð­ast gang­andi og hjólandi.

Þarna verða ríki og sveit­ar­fé­lög að vinna enn betur sam­an. Það dugar ekki fyrir stjórn­völd sem ætla að hafa metnað í lofts­lags­málum að velta allri ábyrgð á almenn­ings­sam­göngum yfir á sveit­ar­fé­lög, eins og nú virð­ist stefna í. Til að mynda er eft­ir­sókn­ar­vert að almenn­ings­sam­göngur fær­ist sem mest yfir á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Græn teng­ing milli Reykja­víkur og flug­vall­ar­ins í Kefla­vík gæti orðið full­kom­lega raun­hæf innan nokk­urra ára og við það gæti opn­ast bygg­ing­ar­land í hjarta höf­uð­borg­ar­innar sem gæti orðið eitt mik­il­væg­asta lofts­lags­mál Íslands þegar fram í sæk­ir.

Græn nýsköp­un­ar- og atvinnu­stefna

Eitt stærsta verk­efni næstu ára er að byggja upp grænt hag­kerfi á grunni auð­linda­hag­kerf­is­ins, þar sem allar lyk­ilat­vinnu­greinar minnka kolefn­is­spor sitt til muna og nýjar verða til með til­heyr­andi sköpun grænna starfa. Slík störf geta orðið í mat­væla­fram­leiðslu og í nýsköp­un, í grænni atvinnu­starf­semi sem nýtir raf­orku osfrv. Stjórn­völd þurfa að taka því alvar­lega að stór­iðju­verk­efnin sem nýta nú stærsta hluta orkunn­ar, eru ekki öll lík­leg til starfa áfram í marga ára­tugi.

Hér þarf að virkja ýmsa krafta til sam­starfs, stjórn­völd þurfa að skapa rétta umgjörð fyrir græn nýsköp­un­ar­verk­efni sem áhugi væri á að fjár­festa í og þróa hér á landi með útfærslu á íviln­unum og hvötum þannig að fjár­festar og frum­kvöðlar geti gengið að því sem vísu hvaða stuðn­ing er mögu­legt að fá frá hinu opin­bera.

Eins eru tæki­færi í að veita frum­kvöðlum tæki­færi til að þróa sprota hér á landi sem gætu síðan haslað sér völl ann­ars stað­ar. Þá þurfa stjórn­völd að setja aukna vinnu í að greiða fyrir þátt­töku íslenskra fyr­ir­tækja í alþjóð­legum styrkja- og rann­sókn­ar­á­ætl­un­um.

Græn fjár­mál og -fjár­fest­ingar

Til þess að greiða fyrir þró­un­inni úr auð­linda­hag­kerfi yfir í grænt þekk­ing­ar­hag­kerfi, þarf að búa fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, fag­fjár­festum og fjár­mála­mörk­uðum umgjörð af því tagi sem verið er að þróa innan Evr­ópu með færslu yfir í græn fjár­mál. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafa á síð­ustu miss­erum rankað við sér og eru byrj­aðir að taka þátt í því að fjár­festa í auknum mæli í lofts­lagsvænum verk­efn­um. Það er mik­il­vægt að í þeirri vinnu sem nú fer fram um end­ur­skoðun á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, að þar verði tekið til skoð­unar sú þróun sem hefur orðið í Evr­ópu um að færa eigna­safn líf­eyr­is­sjóða í auknum mæli í átt til ábyrgra fjár­fest­inga. Nokkuð sem mætti tölu­verðri mót­stöðu fyrir aðeins örfáum árum, gæti nú verið mögu­legt. Fylgi fjár­magnið ekki með, munu sjálf­bær umskipti taka mun lengri tíma, fylgi það með, getur það orðið hreyfi­afl mik­illa breyt­inga. Mjög margt hefur gerst á allra síð­ustu árum á þessu sviði, en enn eru íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki og fag­fjár­festar langt að baki því sem hefur verið að ger­ast í Evr­ópu.

Alþjóð­legt hlut­verk – græn utan­ríkis og þró­un­ar­sam­vinnu­stefna

Íslend­ingar eiga langt í land með að verja sam­bæri­legum fram­lögum til þró­un­ar­mála og okkar næstu nágrann­ar. Langt er síðan alþingi sam­þykkti að auka fram­lögin stig af stigi til að ná því sem samið var um fyrir margt löngu í Mexíkó um að hvert þróað ríki verði amk 0,7% af vergum þjóð­ar­tekjum til þró­un­ar­mála.

Á sama tíma og þjóðir heims hafa þegar svikið það heiti sem þær lof­uðu í París að verja 100 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara á hverju ári til græna þró­un­ar­sjóðs­ins, eru tæki­færi til að end­ur­hugsa þró­un­ar­sam­vinnu Íslands með það fyrir augum að gera lofts­lags­málin að kjarna­máli í þró­un­ar­sam­vinnu. Það ætti að vera hluti af grænni utan­rík­is­stefnu sem ætti að lita allt okkar alþjóða­starf. Slík stefna gæti eflt orð­spor Íslend­inga til muna en einnig orðið til þess að skapa útflytj­endum ný tæki­færi. Vel útfærð græn þró­un­ar­sam­vinnu­stefna yrði eðli­legur þáttur í metn­að­ar­fullu grænu plani fyrir Ísland.

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Greinin birt­ist fyrst í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem hægt er að lesa með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar