Heimsmet í skerðingum

Finnur Birgisson skrifar umfjöllun um nýja skýrslu um kjör lífeyrisþega.

Auglýsing

Nýút­komin skýrsla Stef­áns Ólafs­sonar o.fl. er verð­mætt inn­legg í umræð­una um líf­eyr­is­kerfið og birt­ist einmitt á réttum tíma. Í þess­ari grein er varpað fram nokkrum spurn­ingum um efni henn­ar, s.s. hvert grunn­við­miðið eigi að vera; elli­líf­eyr­ir­inn einn og sér eða að við­bættri heim­il­is­upp­bót, og hvort upp­hæð óskerts elli­líf­eyris ætti að mið­ast við lág­marks­tekju­trygg­ingu. Gerð er athuga­semd við að lítið sé fjallað um stór­virkasta skerð­inga­verk­færið, þ.e. skerð­ing­ar­hlut­föllin og hugs­an­lega lækkun þeirra. Loks er bent á að það kunni að stang­ast á við jafn­ræð­is­reglu að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna langt umfram frí­tekju­mark líf­eyr­is­greiðslna.

Umrædd skýrsla var kynnt á mál­þingi ÖBÍ 26. maí s.l. en hún er unnin í sam­vinnu við Efl­ingu - stétt­ar­fé­lag og gefin út af félag­inu. Það segir sína sögu um efni hennar að mál­þingið og hún voru kynnt með slag­orð­inu „Heims­met í skerð­ing­um.“ Í skýrsl­unni er fjallað ítar­lega um íslenska líf­eyr­is­kerfið og það borið saman við það sem ger­ist með öðrum þjóð­um, á Norð­ur­lönd­unum og innan OECD. Rakið er að íslenska vel­ferð­ar­kerfið sker sig frá́ hinum nor­rænu vel­ferð­ar­kerf­unum vegna víð­tækra tekju­teng­inga og sýnt hvernig beit­ing þeirra í kerfi almanna­trygg­inga hefur auk­ist jafnt og þétt með þeirri afleið­ingu að upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóðum skilar sér ekki sem skyldi í bættri afkomu líf­eyr­is­taka. Í skýrsl­unni gera höf­undar síðan til­lögur um aðgerðir til að draga úr ágöllum kerf­is­ins, aðal­lega um hækkun grunn­upp­hæða og frí­tekju­marka.   

Fátt kemur á óvart 

Fyrir þá sem unnið hafa að málum á þessu sviði kemur reyndar fátt á óvart af því sem skýrslan segir um eig­in­leika  íslenska kerf­is­ins og sér­stöðu þess í alþjóð­legum sam­an­burði. Að mestu eru það löngu kunnar stað­reyndir sem m.a. hafa verið grunn­ur­inn að bar­áttu og mála­rekstri Gráa hers­ins gegn skerð­ingum elli­líf­eyr­is­ins. Engu að síður er það mik­ils virði að fá þetta stað­fest og und­ir­byggt á óyggj­andi hátt með fræði­legum aðferð­u­m. 

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir m.a. að tekju­teng­ingar að ný-­sjá­lenskri fyr­ir­mynd hafi fylgt íslenska almanna­trygg­inga­kerf­inu alveg frá því að lögin um það voru sett 1946. Þetta er reyndar dálítið mis­vísandi, því að mein­ing þeirra sem settu þau lög var að elli­líf­eyr­ir­inn ætti ekki að vera tekju­tengd­ur. Í var­úð­ar­skyni var samt sett í lögin bráða­birgða­á­kvæði um tekju­teng­ingu sem átti að gilda í fimm ár, en fór ekki end­an­lega út fyrr en 1961. Þá tók við rúm­lega 30 ára tíma­bil ótekju­tengds elli­líf­eyris sem stóð til 1992. Í milli­tíð­inni (1971) kom hins vegar til sög­unnar tekju­trygg­ing til við­bótar við elli­líf­eyr­inn og hún var að fullu tekju­tengd. Eftir það varð þró­unin sú að hækkun greiðslna varð fyrst og fremst með tekju­tengdum greiðslu­flokk­um, en sjálfur elli­líf­eyr­ir­inn sat eftir og varð stöðugt lægra hlut­fall eins og rakið er í skýrsl­unni (bls. 25).

Skerð­ing­ar­pró­sent­urnar og jað­ar­skatt­ur­inn?

Und­ar­legt finnst þeim sem þetta skrifar hversu litla umfjöllun skerð­ing­ar­hlut­föllin fá í skýrsl­unni. Það er að segja grunn-skerð­ing­ar­hlut­föllin 45% hjá sam­býl­is­fólki og 56,9% hjá ein­bú­um, og svo enn hærri pró­sentur hjá þeim sem fresta líf­eyr­i­s­töku. Þessi hlut­föll ákveða hversu mikið elli­líf­eyr­ir­inn skerð­ist vegna ann­arra tekna umfram frí­tekju­mörk, s.s. launa fyrir vinnu, greiðslna frá líf­eyr­is­sjóði eða fjár­magnstekna. Í skýrsl­unni er að vísu getið um mikil jað­ar­skatta­á­hrif sem verða þegar tekju­skatt­arnir leggj­ast við þessar skerð­ingar og gera það að verkum að líf­eyr­is­takar halda bara eftir 20 - 30 krónum af hverri 100 krónu tekju­aukn­ingu. En meg­in­or­sök jað­ar­skatta­á­hrifanna, - hin ofur­háu skerð­ing­ar­hlut­föll, - fær þó mjög litla umfjöllun í skýrsl­unni og höf­undar gera enga til­lögu um breyt­ingar á þeim til lækk­un­ar.

Heim­il­is­upp­bótin skekkir mynd­ina

Ástæða er til að gagn­rýna þá fram­setn­ingu í skýrsl­unni, að fjalla alltaf um sam­an­lagðar greiðslur til ein­stæðra, - elli­líf­eyri plús heim­il­is­upp­bót, - sem við­mið­un­ar­upp­hæð og titla hana „óskertan hámarks­líf­eyr­i.“ Þetta er reyndar sama „trikk­ið“ og rík­is­stjórnin hefur notað síðan 2016 til þess að geta hælt sér af hærri upp­hæð­um. Það sem mælir á móti þess­ari fram­setn­ingu er í fyrsta lagi að ein­ungis minni­hluti aldr­aðra, eða rúm­lega fjórð­ung­ur, getur átt kost á þess­ari upp­hæð, þ.e. þeir sem búa einir og geta fengið heim­il­is­upp­bót. Stóri meiri­hlut­inn fær ein­göngu elli­líf­eyri og enga heim­il­is­upp­bót. Í öðru lagi er eðl­is­munur á þessum greiðslu­flokk­um. Elli­líf­eyr­ir­inn er skv. almanna­trygg­ing­ar­lögum og er greiddur óháð búsetu. Heim­il­is­upp­bótin er hins vegar skv. lögum um félags­lega aðstoð og greið­ist ekki Íslend­ingum sem eru búsettir í útlönd­um. Þetta er því ekki bara sami grautur í sömu skál.

Elli­líf­eyr­ir­inn einn og sér er sú stærð sem snýr að þremur af hverjum fjórum líf­eyr­i­s­tökum og ætti því að sjálf­sögðu að vera grunn­við­mið­ið. Heim­il­is­upp­bótin ætti svo að vera afleidd stærð af því grunn­við­miði. Sá sem þetta skrifar er reyndar sam­mála skýrslu­höf­undum um það að heim­il­is­upp­bótin sé orðin óeðli­lega há miðað við elli­líf­eyr­inn. Hún er nú um 67 þús. kr. eða sem svarar til 25% við­bótar ofan á elli­líf­eyr­inn sem er um 266 þús. kr. Skýr­ingin á þessu er sú að lands­stjórnin hefur á nýliðnum árum mis­notað heim­il­is­upp­bót­ina til þess að falsa sam­an­burð á líf­eyri almanna­trygg­inga við lág­marks­laun, - með því að hækka hana sér­stak­lega langt umfram hækkun elli­líf­eyr­is­ins.

Til­lögur til úrbóta

Sem fyrr segir bein­ast til­lögur sem settar eru fram í skýrsl­unni einkum að tveimur þátt­um: Hækkun á óskertum grunn­upp­hæðum og hækkun frí­tekju­marka bæði gagn­vart greiðslum frá líf­eyr­is­sjóði og atvinnu­tekj­um. Önnur tól í „verk­færakist­unni“ eins og t.d. lækkun skerð­ing­ar­hlut­falla eða end­ur­upp­taka ótekju­tengds grunn­líf­eyris eru látin ónot­uð.

Lagt er til að „óskertur hámarks­líf­eyr­ir“ hækki í 375 þús. kr. Af umfjöllun á bls. 34-35 má álykta að höf­undar telji hæfi­legt að heim­il­is­upp­bótin sé 10-12% af sam­an­lagðri upp­hæð, sem þýðir að þeir leggja til að elli­líf­eyr­ir­inn fari í 330.000 - 337.500 kr. Það er allt að 21. þús. kr. lægra en núgild­andi lág­marks­tekju­trygg­ing og allt að 38 þús. kr. neðan við vænt­an­lega tekju­trygg­ingu árs­ins 2022. Þetta er sá tölu­legi sam­an­burður sem mestu máli skiptir og hann kallar á skýr­ingar á því hvers vegna látið er staðar numið þarna með hækkun elli­líf­eyr­is­ins, en ekki farið með hann alla leið að tekju­trygg­ing­unni, sem myndi þýða að eng­inn líf­eyr­is­taki þyrfti að una því að tekjur hans til fram­færslu væru undir lág­marks­tekju­trygg­ingu.

Auglýsing
Núgildandi almennt frí­tekju­mark er 25 þús. kr. og er sam­eig­in­legt gagn­vart fjár­magnstekjum og greiðslum frá líf­eyr­is­sjóði. Í skýrsl­unni er lagt til að gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum verði sér­stakt frí­tekju­mark upp á 100 þús. kr. sem er veru­leg hækkun og í sam­ræmi við kröfur sem sam­tök aldr­aðra hafa sett fram. Sam­hliða leggja höf­und­arnir til að sér­stakt lágt frí­tekju­mark verði gagn­vart fjár­magnstekj­um, þannig að vaxta­tekjur af „hóf­leg­um“ sparn­aði valdi ekki skerð­ing­um.

Frí­tekju­mörk atvinnu­tekna

Í þriðja lagi leggja höf­und­arnir til að frí­tekju­mark atvinnu­tekna hækki úr 100 þús. kr. sem það er nú, upp í upp­hæð lág­marks­tekju­trygg­ingar á hverjum tíma, en hún er nú 351 þús­und. Þar með yrði frí­tekju­mark atvinnu­tekna aftur orðið miklu hærra en frí­tekju­mark líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna. Alkunna er að margir aðil­ar, þ.á.m. sam­tök aldr­aðra, hafa kallað eftir því að dregið verði úr skerð­ingum vegna atvinnu­tekna eða þær afnumdar með öllu. Rökin sem færð hafa verið fyrir þessu eru m.a. þau að þetta myndi kosta rík­is­sjóð sára­lítið og einnig hefur verið vísað til þess að í öðrum lönd­um, s.s. í Nor­egi geti líf­eyr­is­takar unnið að vild án skerð­inga á elli­líf­eyri.

Bent hefur verið á það m.a. af þeim sem þetta skrif­ar, að ákaf­lega hæpið sé að  með­höndla tekjur fólks á mis­mun­andi hátt að þessu leyti, eftir því hvort um er að ræða nýjar atvinnu­tekjur eða atvinnu­tekjur frá fyrri tíð, sem fólk hefur geymt í líf­eyr­is­sjóðnum sínum og tekur nú aftur til sín í ell­inni. Til sam­an­burðar myndu vænt­an­lega fáir telja það sann­gjarnt og eðli­legt að þessar tekjur væru skatt­lagðar í stað­greiðsl­unni á mis­mun­andi hátt, -  greiðsl­urnar úr líf­eyr­is­sjóðnum bæru fullan tekju­skatt, meðan atvinnu­tekj­urnar væru að mestu skatt­frjáls­ar. 

Með gildum rökum má halda því fram að ólík með­höndlun á þessum tekjum gagn­vart skerð­ingum elli­líf­eyris sé ein­fald­lega óleyfi­leg mis­munun sem stang­ast á við meg­in­reglur rétt­ar­rík­is­ins, - hvorki meira né minna. Slíka mis­munun er auð­vitað ekki hægt að rétt­læta með því að hún kosti nú svo lít­ið. Og ekki heldur með vísun í að þetta tíðk­ist í Nor­egi. Þar er nefni­lega ekki um neinar skerð­ingar elli­líf­eyr­is­ins að ræða, hvorki vegna atvinnu­tekna né ann­arra tekna. Allar tekjur eru þar með­höndl­aðar á sama hátt og því getur ekki verið um neina mis­munun að ræða.

Miklu betri til­laga varð­andi frí­tekju­mörkin væri því sú, að ein­ungis yrði um að ræða eitt sam­eig­in­legt frí­tekju­mark gagn­vart hverskyns tekj­um. Ef upp­hæð þess væri sett t.d. í 150 þús­und til að byrja með væri það hags­bót fyrir alla. Fyrir þau sem ein­göngu hafa tekjur frá líf­eyr­is­sjóði væri það 125 þús. kr. hækkun frí­tekju­marks frá því sem nú er, og fyrir þau sem hafa atvinnu­tekjur í bland við líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur væri það hækkun um 25 þús­und kr.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­launum og skipar 6. sæti S-lista í Reykja­vík norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar