Heimurinn er betri en við höldum

Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að taka ​fegurð heimsins og árangrinum sem náðst hefur sem áminningu um að það er svo ótalmargt gott þarna úti sem er þess virði að berjast fyrir og það er hægt að takast á við áskoranirnar.

Auglýsing

Frétta­ann­álar um ára­mót sýna okkur skelfi­legan heim, fullan af átök­um, nátt­úru­ham­förum og öðrum hörm­ung­um.

Á ári eins og þessu þar sem heims­far­aldur riðlar enn dag­legu lífi víð­ast hvar er kannski ekki furða að þessar sam­an­tektir leiti í nei­kvætt far. En ann­álar nýlið­ins árs eru ekki mjög frá­brugðnir ann­álum fyrri ára. Satt best að segja væri lík­lega erfitt að gera upp á milli ára með sam­an­burði frétta­ann­ála í árs­lok.

Þegar tekið er saman allt það skelfi­leg­asta sem gerst hefur á heimskringl­unni á heilu ári verður alltaf af nógu að taka. Að ekki sé talað um þegar því eru gerð skil þannig að sem mest sé gert úr hörm­ung­un­um. Dramat­íska stefið úr Carm­ina Burana er vin­sælt á þessum vett­vangi.

En gefa þessir ann­álar - eða dag­legar frétta­sam­an­tektir símiðl­anna - okkur raunsanna mynd af heim­in­um?

Horfum fyrst á nýliðið ár. Ímyndum okkur að geim­verur hefðu sent hingað sendi­nefnd til vís­inda­starfa. Þær sem hefðu rann­sakað mann­kynið síð­ast­liðið ár hefðu séð að flest lifðum við frekar rólegu og til­breyt­ing­ar­litlu lífi þar sem þörfum okkar var að lang­mestu leyti full­nægt og lítið gerð­ist mark­vert.

Flest erum við jú frið­elskandi, heið­ar­legar og vel mein­andi mann­eskjur sem erum að reyna að gera okkar besta fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okk­ur. Og flestum gengur okkur þetta bara bæri­lega og gerum heim­inn örlítið betri á hverjum degi.

Auglýsing
Enda er það svo að ef við setjum svo upp stóru gler­augu sög­unnar og skoðum heim­inn í ára­tugum frekar en dög­um, vikum og mán­uðum - þá blasir hrein­lega við mynd sem er þver­öfug við þessa „síð­ustu og verstu” síbylju. Heilt á litið hefur nefni­lega aldrei verið betra að vera mann­eskja á jörð­inni en einmitt núna þegar við sem getum lesið þetta lif­um! Nær allar þær ótelj­andi hörm­ungar sem drápu, örkuml­uðu og gerðu líf for­feðra okkar ömur­legt hafa hjaðnað eða jafn­vel verið útrýmt með öllu.

Ein helsta fyr­ir­mynd mín - Hans Ros­l­ing - hafði ein­stakt lag á því að koma einmitt þessum boð­skap á fram­færi. Setja í sam­hengi raun­veru­legt ástand mál­anna og beina athygl­inni að þeim hlutum sem raun­veru­lega krefj­ast henn­ar. Ég læt fylgja nokkrar myndir úr bók­inni hans - Raun­vit­und (e. Fact­ful­ness) - til áminn­ingar um brot af því sem hefur áunnist:

Fréttir sem afþrey­ing

Fæst af því sem við sjáum í fréttum eru upp­lýs­ingar sem við getum nýtt okkur í dag­lega líf­inu. Það er því erfitt að verj­ast þeirri hugsun að fréttir séu fyrst og fremst afþrey­ing. Hvers vegna við kjósum svo afþr­ey­ingu sem veltir sér upp úr ljót­leika heims­ins og brenglar þar með mynd okkar af honum er rann­sókn­ar­efni í sjálfu sér.

Ein­hverjar fréttir af nærum­hverfi okkar geta sann­ar­lega verið gagn­leg­ar, en þegar kemur að heims­frétt­unum væri lík­lega gagn­leg­ara ger­ast áskrif­andi að viku­legum skýrslum geim­ver­anna en þeirri frétta­miðlun sem við búum við.

Munum þetta þegar við hlustum á frétta­ann­ála og „upp­gjör árs­ins", en gerum samt ekki lítið úr þeim sjálf­sprottnu vand­ræðum sem mann­kynið hefur komið sér í með ýmsum hætti - helst þeim að ganga um of á umhverfi okk­ar. Þvert á móti: Tökum feg­urð heims­ins og árangrinum sem náðst hefur sem áminn­ingu um að það er svo ótal­margt gott þarna úti sem er þess virði að berj­ast fyrir og það er hægt að takast á við áskor­an­irnar til að sem flestir geti notið sem lengst og sem best.

Líf­speki hagamús­ar­innar Pílu pínu sem Krist­ján frá Djúpa­læk gaf líf í sígildri barna­bók er nefni­lega ekki svo fjarri lagi:

„Heim­ur­inn er betri en við höld­um, hitt er flest af okkar sjálfra völd­um.”

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri GRID. Hann er hlut­hafi í Kjarn­­anum og situr í stjórn rekstr­­ar­­fé­lags­ mið­ils­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit