45 færslur fundust merktar „árið2021“

Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Markaðsvirði veðsettra íslenskra hlutabréfa var 273 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samanlagt virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands jókst um rúmlega þúsund milljarða króna á síðasta ári. Virði þeirra bréfa sem eru veðsett hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun en hlutfallsleg veðsetning hefur ekki verið lægri frá 2017.
5. janúar 2022
Kauphöll Íslands.
Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði
Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.
3. janúar 2022
Heimurinn er betri en við höldum
Hjálmar Gíslason hvetur fólk til að taka ​fegurð heimsins og árangrinum sem náðst hefur sem áminningu um að það er svo ótalmargt gott þarna úti sem er þess virði að berjast fyrir og það er hægt að takast á við áskoranirnar.
3. janúar 2022
Austurland 2021: Árið eftir skriðurnar
Sá atburður sem mest markaði árið 2021 á Austurlandi varð reyndar árið 2020, segir ritstjóri Austurfréttar. Eftirköst skriðufallanna á Seyðisfirði í desember það ár vörðu allt árið, munu vara næstu ár og finnast mun víðar en bara á Seyðisfirði.
2. janúar 2022
Aðlögun er búin að vera og heyrir sögunni til
Sabine Leskopf segir að við eigum ekki einungis að sætta okkur við fjölbreytileikann heldur skilgreina hann sem eðlilegt ástand.
2. janúar 2022
Vitskert veröld
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veltir fyrir sér hvað sé að í íslensku samfélagi. Og kemst að því að það sé ansi margt.
2. janúar 2022
Rugl, veiran, kerfið sem brást, hrunið og konan sem hefði átt að vera meira „kallinn“
Fjölmörg viðtöl birtust á Kjarnanum á árinu sem er að líða sem vöktu athygli víða. Þetta eru þau fimm sem voru mest lesin á árinu 2021.
1. janúar 2022
Stafrænt langstökk til framtíðar
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu skrifar um samkeppnishæfni í stafrænum heimi og að mikið sé í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í þeim efnum.
1. janúar 2022
Árangur í skugga heimsfaraldurs
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerir upp árið 2021.
1. janúar 2022
Hver hefur eftirlit með eftirlitinu?
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um „eftirlitsiðnaðinn“ og segir hann hafa „blásið langt út fyrir mörk skynseminnar“.
1. janúar 2022
Mannréttindi leigjenda
Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar um leigumarkaðinn og hvernig stefna stjórnvalda í húsnæðismálum ýtir undir auðsöfnun sumra en fátækt annarra.
1. janúar 2022
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir
Vestfirðir við árslok 2021
31. desember 2021
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Hvers virði var jólagjöfin sem þú gafst í raun og veru?
Eikonomics segir það að gefa jólagjöf ekki vera ósvipað því þegar mjög þýska tengdamamma hans gefur sér afsláttarmiða. Nema í staðinn fyrir að gefa honum afsláttarmiða þá gæfi hún honum okurmiða sem hækkuðu verð á þeim vörum sem hann keypti.
31. desember 2021
Líkamsvirðingarferðalag milli tveggja heima
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hvetur alla til að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvaðan viðhorf okkar til feits fólks koma og hvort að þau „endurspegli þau gildi sem við viljum tileinka okkur og fara eftir í daglegu lífi“.
31. desember 2021
Brýn úrlausnarefni hjá borginni á nýju ári
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.
31. desember 2021
Endalok sáttastjórnmála Katrínar Jakobsdóttur
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2021.
30. desember 2021
Við þurfum kynslóð risa
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál. Hann segir að við verðum dæmd í framtíðinni út frá ákvörðunum sem við tökum núna í loftslagsmálum. Á okkar dögum þýði hugsjón það sama og ábyrgð og heilbrigð skynsemi.
30. desember 2021
Mun Covid breyta heiminum?
Þórólfur Matthíasson segir að yfirvöld peningamála og ríkisfjármála um allan heim hafi leitað í smiðju Keynes lávarðar til að takast á við Covid. Þau hafi lækkað vexti og opnað fyrir flóðgáttir úr ríkissjóðum. Margt hafi gengið vel, annað verr.
30. desember 2021
Pírataárið 2021 í Reykjavík
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021 fyrir hönd borgarstjórnarflokksins.
30. desember 2021
Störf án staðsetningar munu snúa íbúaþróun við
Ritstjóri Skessuhorns gerir upp árið 2021 á Vesturlandi. Hann telur að á árinu megi greina ýmis merki þess að fólk kjósi í auknum mæli að búa á landsbyggðinni. Mikil tækifæri liggi í því að boðið verði upp á störf án staðsetningar.
29. desember 2021
Maður sem vildi borga skatta, félagsskipti fjölmiðlamanns, kynferðisbrot, bruni og veira
Mest lesnu fréttir ársins 2021 sýndu fjölbreytt áhugasvið lesenda. Kórónuveiran á fulltrúa en er ekki jafn fyrirferðamikil og árið á undan. Flestar mest lesnu fréttirnar eiga það sameiginlegt að þær snúast um hluti sem einhver gerði, ákvað eða fann fyrir.
29. desember 2021
Hinn kaldi faðmur kerfisins
Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins gerir upp árið 2021.
29. desember 2021
Takk fyrir Öfgafullt ár
Aðgerðahópurinn Öfgar segir að nú sé komið að stjórnvöldum og samfélaginu í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. „Þolendur eru að gefa ykkur annað tækifæri á að gera betur og það er hlutverk allra að grípa þau og hlúa vel að þeim.“
29. desember 2021
Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs gerir upp árið 2021.
29. desember 2021
Peningabólan, það sem gerist í glóandi hrauni og deilur um hvort tilgangurinn helgi meðalið
Kjarninn rekur einn dýnamískasta umræðuvettvang landsins þar sem ýmiskonar pistlar og skoðanagreinar birtast á hverju ári. Hér eru þeir tíu sem voru mest lesnir á árinu 2021.
28. desember 2021
Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum
Gengi íslensks atvinnulífs á nýja árinu ræðst ekki bara af þróun faraldursins, „heldur líka af því að stjórnvöld standi við fallegu orðin um viðskiptafrelsi og samkeppni,“ skrifar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
28. desember 2021
Fjórða stoðin
Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar var beðinn um að gera upp árið 2021 og gerir það með því að skrifa um fjórðu stoðina undir íslenskt atvinnulíf, sem getur verið erfitt að sjá út úr opinberum hagtölum.
28. desember 2021
Án réttlætis verður samfélag einskis virði
Benedikt Jóhannesson, fyrsti formaður Viðreisnar og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, gerir upp árið sem nú er næstum liðið. Hann segir marga stjórnmálamenn líta betur út í fjarska en nánd.
28. desember 2021
Getum við treyst kosningum og kosningaúrslitum?
Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur segir í áramótagrein sinni að ÖSE ætti að fá að fylgjast með komandi borgarstjórnarkosningum.
28. desember 2021
Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand.
27. desember 2021
Bla bla bla
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gerir upp loftslagsárið 2021.
27. desember 2021
Skæruliðadeild Samherja, ofsaveður og harðvítugar deilur um launakjör hjá Play
Þótt árið 2021 hafi einkennst af kórónuveirunni og kosningum til Alþingis voru önnur mál ofar í huga lesenda Kjarnans. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar ársins af innlendum vettvangi á Kjarnanum.
26. desember 2021
Farsæl leið út úr kreppu
Stefán Ólafsson segir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirukreppunnar hafi almennt verið til góðs, en kaupmáttur almennings hafi einnig leikið stórt hlutverk í að vinna gegn kreppuáhrifunum.
26. desember 2021
Besta leiðin
Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir hér upp árið 2021. Hún segir að jöfnuður þurfi að vera í forgrunni við endurreisnina eftir kórónuveirufaraldurinn.
26. desember 2021
Árið 2021 var frábært ár fyrir íþróttirnar
Viðar Halldórsson skrifar um mennskuna í íþróttunum og þau mikilvægu skref sem stigin voru í átt til meiri mannúðar innan þeirra á árinu.
26. desember 2021
Reykjavík 2021
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir hér upp árið 2021.
26. desember 2021
Glæpur í höfði manns, skattar, Davíð, Trump og klefamenning sem verndar ofbeldismenn
Árið 2021 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.
25. desember 2021
Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi
Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð.
25. desember 2021
2022 má ekki verða eins og 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerir hér upp árið sem er að líða. Hún spyr hvort það sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi og athafnafrelsi til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstéttir.
25. desember 2021
Ljós og skuggar líðandi árs
Þórarinn Eyfjörð segir Samtök atvinnulífsins halda úti áróðri gegn velferðarkerfinu og opinberum starfsmönnum. Stærstu fjölmiðlar landsins taki síðan gagnrýnislaust undir áróðurinn og halda málflutningi samtakanna og fleiri hagsmunaaðila á lofti.
25. desember 2021
Hin Reykjavík – húsnæðiskreppa, fátækt og ójöfnuður
Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.
25. desember 2021
Hótel á hafsbotni, þjófnaður Boney M, Mads, Lambda-afbrigðið og 500 flutningaskip
Þótt ýmis afbrigði kórónuveirunnar og afleiðingar hennar á aðflutningskerfi hefðu vakið áhuga lesenda Kjarnans sökktu þeir sér líka í umfjallanir um stolin lög og fræga leikara. Hér eru mest lesnu fréttaskýringar af erlendum vettvangi á árinu.
24. desember 2021
Gleðilega #@%$! sóttkví
Svanhildur Hólm Valsdóttir er í sóttkví. Henni hefur stundum orðið illt í stjórnarskránni og meðalhófinu á síðustu misserum og telur að þeim fjölgi sem líður þannig. Þess vegna heldur hún að yfirvöld eigi á hættu að tapa klefanum.
21. desember 2021
Tæknispá 2021: Þrír sterkir straumar
Myndavélar, framtíð skrifstofunnar og íslenska sprotavorið eru á meðal helstu umfjöllunarefna í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
5. janúar 2021