Takk fyrir Öfgafullt ár

Aðgerðahópurinn Öfgar segir að nú sé komið að stjórnvöldum og samfélaginu í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. „Þolendur eru að gefa ykkur annað tækifæri á að gera betur og það er hlutverk allra að grípa þau og hlúa vel að þeim.“

Öfgar
Auglýsing

Öfgar og nafnið á hópnum hefur verið svo­lítið á milli tann­anna á fólki. Til að útskýra aðeins nafnið þá vildum við að það myndi passa við áform hóps­ins. Við erum rót­tækir femínistar og notum rót­tækar aðferðir gegn rót­grónum vanda. Eins og fólk hefur eflaust tekið eftir þá erum við ekki hér til að vera þægi­leg. Við viljum sjá breyt­ingar og við erum ekki hrædd við að rugga bátn­um. Nafnið Öfgar er því ádeila. Það er oft sagt að rót­tækir femínistar séu öfga­femínistar og við ákváðum því bara að eigna okkur nafn­ið. Við kennum okkur ekki við öfga eða beitum öfg­um. Við beitum vissu­lega oft á tíðum rót­tækum aðferðum en það er að virka, við sjáum það.

Tanja M. Ísfjörð, meðlimur Öfga og einn höfunda greinarinnar.

Hóp­ur­inn Öfgar var stofn­aður með þeim til­gangi að vera með fræðslu, ádeilu og létt grín inni á sam­fé­lags­miðl­inum TikT­ok. Þar hefur fengið að þríf­ast mikið hatur gegn minni­hluta­hópum óáreitt, fitu­for­dóm­ar, hómó­fóbía, trans­fóbía, kven­fyr­ir­litn­ing og fötl­un­ar­for­dómar meðal ann­ars. Við sáum fyrir okkur að þar myndum við ná til unga fólks­ins og þannig gætum við mögu­lega haft áhrif á hug­ar­fars­breyt­ingu ungu kyn­slóð­ar­innar í þessum efn­um.

Við átt­uðum okkur fljót­lega á því að mikil þörf væri á rót­tækum aktí­visma í mála­flokki kyn­bund­ins ofbeld­is. Stjórn hóps­ins þekkja sjálfar kyn­bundið ofbeldi á eigin skinni, brotala­mir rétt­ar­kerf­is­ins, úrræða­leysi, ger­enda­með­virkni og afleið­ingar ofbeld­is.

Rétt­læti brennur okkur á hjarta og við fórum fljót­lega að rýna í rétt­ar­kerf­ið. Við höfum verið í sam­bandi við þing­fólk, þolendur og aðra aktí­vista varð­andi þarfar breyt­ing­ar. Það er okkur hjart­ans mál að gera rétt­ar­kerfið þolenda­vænna sem verður þá von­andi til þess að þolendur veigri sér síður við að kæra.

Auglýsing

Þegar okkar fyrsta stóra verk­efni fór af stað í sumar sáum við það svart á hvítu hversu fáar konur kærðu. Í tölum Stíga­móta kemur fram að 84% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna nauðg­unar kæra ekki. Ein­ungis 12,2% mála komust til opin­berra aðila (1).

Við ákváðum þá að teygja anga okkar út til þolenda til að fá svör. Þar kom í ljós að rétt­ar­kerfið grípur ekki þolendur sem hefur það í för með sér að þau van­treysta kerf­inu og kæra síð­ur. Aðrar ástæður eru einnig við­brögð sam­fé­lags­ins við þolendum ofbeld­is. Þolendur eru útskúf­aðir frá fjöl­skyldu, vina­hópum og vinnu­stöð­um. Þolendum er ekki trúað þrátt fyrir að töl­fræðin sé þeim í hag. Töl­fræðin sýnir okkur að rangar sak­ar­giftir í kyn­ferð­is­of­beld­is­málum eru á bil­inu 2-5% hér á landi sem og úti í heimi. Ef litið er til ann­arra brota­flokka þá erum við að sjá svip­aðar tölur eins og Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari kemur inn á í hlað­varps­þætt­inum Karl­mennsk­an. Það er því rang­færsla að þolendur séu alltaf að ljúga (2).

Við erum föst í því að góðir menn geti ekki gert slæma hluti og finnst því auð­veld­ara að trúa því að konur ljúgi heldur en að góðir menn geri slæma hluti, sem er ein birt­ing­ar­mynd ger­enda­með­virkni.

Við viljum fræða fólk um aðstæð­urnar sem kyn­bundið ofbeldi fær að þríf­ast í, van­kanta rétt­ar­kerf­is­ins og veita þolendum stuðn­ing. Öfgar eru mikið í því að reyna að opna augu fólks fyrir nauðg­un­ar­menn­ingu og þolenda­skömm­un. Það hefur sýnt sig að þolenda­skömmun getur haft ýmis konar áhrif á þolend­ur, til dæmis fælt þau frá því að kæra.

Ger­enda­með­virknin í sam­fé­lag­inu fælir einnig þolendur frá því að kæra, leita sér aðstoð­ar, tala opin­skátt um reynslu sína og skila skömminni. Ger­enda­með­virknin er það sterk að jafn­vel þó að þolendur kom­ist í gegnum óþolenda­vænt rétt­ar­kerfið og vinni sín mál eru þau skömmuð fyrir að ræða brot­ið. Allt í nafni þess að verja mann­orð ger­enda, því þegar uppi er staðið þá vegur mann­orð ger­enda meira en líf þolenda. Við sjáum end­ur­tekið að sam­fé­lagið hefur litla samúð með þolendum og þolendum er ýtt inn í þögn­ina með öllum til­teknum ráðum eins og með aðför á opin­berum vett­vangi, for­tíð þeirra dregin upp til þess að smána og rengja frá­sögn þeirra, lyga­sögur búnar til og þeim kennt um ofbeld­ið. Til að mynda tóku 32.811 konur þátt í rann­sókn­inni Áfalla­saga kvenna þar sem 40% af þátt­tak­endum höfðu orðið fyrir kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Yfir 25% þeirra, á aldr­inum 18-24 ára, höfðu orðið fyrir opin­berri aðför á net­inu eða í fjöl­miðlum (3). Ger­endur fá ekki þessar mót­tökur frá sam­fé­lag­inu. Þeim er boðið í við­töl og leyft að tala frjáls­lega um sann­leik­ann. Þeir skrifa bækur um ofbeld­is­verk sín og þeim er vor­kennt þegar til­raunir til að end­ur­heimta for­rétt­indi sín á kostnað þolenda er gagn­rýnd. Ger­endur hafa alltaf fengið að njóta vafans.

Þriðja bylgjan

Þetta leiðir okkur að þriðju bylgju Me Too hreyf­ing­ar­innar sem Öfgar hafa tekið virkan þátt í. Þessi bylgja sýndi okkur að þolendur hafa ein­fald­lega fengið nóg. Að sjá ger­anda sinn í sviðs­ljós­inu bað­aðan dýrð­ar­ljóma og hampað í gríð og erg í fjöl­miðlum getur verið veru­lega trig­ger­andi fyrir þolend­ur. Í þess­ari bylgju tóku þolendur völdin í sínar hendur og ásamt því að skila skömminni fóru þeir að nafn­greina ger­end­ur, sem hafði ekki verið gert mikið af áður. Fólk hefur sett spurn­ing­ar­merki við það að mest­megnis frægir séu nefndir í þess­ari þriðju bylgju, en hvað er svona skrítið við það? Þegar þú ert ítrekað að trig­gera þolendur sem ger­andi, því þú ert í sviðs­ljós­inu, þá er ekk­ert skrítið að þolendur skili skömminni varð­andi þig. Þetta eru meintir ger­endur sem oft hafa fengið að njóta vafans þrátt fyrir að flest hafi vitað um meint brot þeirra.

Við sjáum að skiln­ingur sam­fé­lags­ins á vand­anum hefur verið af skornum skammti og fólki er mikið í mun um að berj­ast gegn rétt­indum þolenda ef aðferðir þeirra og bar­áttu­fólks sé ekki þeim að skapi. Það sem er mik­il­vægt að muna er að bar­áttu­fólk og þolendur hafa knúið fram allar þær breyt­ingar sem orðið hafa í þessum mála­flokki með pressu á sam­fé­lagið og pressu á stjórn­völd. Við erum að berj­ast fyrir því að þolendur fái rétt­láta með­ferð í rétt­ar­kerf­inu, að líf þolenda sé metið að sama virði og líf ann­arra sam­fé­lags­þegna og að bætt verði úr úrræða­leys­inu sem ríkir á öllum sviðum hvað varðar stöðu þolenda.

Auglýsing

Það sem hefur einnig vakið athygli okkar er skortur á skiln­ingi þekktra hug­taka sem við og fleiri aktí­vistar notum í dag­legu tali. Okkur langar aðeins að útskýra hvað kyn­bundið ofbeldi er, en sú teg­und af ofbeldi getur haft í för með sér alvar­legar afleið­ingar fyrir þolendur þess. Einnig getur það leitt til dauða. Okkur sem sam­fé­lagi ber skylda til þess að berj­ast gegn þess­ari teg­und af ofbeldi sem ógnar lífi kvenna og ann­arra minni­hluta­hópa. Þessi teg­und af ofbeldi brýtur gegn mann­rétt­indum og grund­vall­ar­frelsi kvenna.

Kyn­bundið ofbeldi er ofbeldi á grund­velli kyns og getur það verið kyn­ferð­is­legt, and­legt, lík­am­legt, í formi fjár­hags­kúg­un­ar, hót­ana og ann­ars konar stjórn­un­ar­að­ferða. Barna­brúð­kaup, lim­lest­ingar á kyn­færum kvenna og „heið­urs­glæp­ir“ eru einn partur af kyn­bundnu ofbeldi (4). Með bar­áttum síð­ustu ára, t.d. Me too hreyf­ing­unni og bylgj­unum sem fylgt hafa henni, hefur umræðan auk­ist og mikil vit­und­ar­vakn­ing orðið á þess­ari teg­und af ofbeldi. Áður fyrr var litið á þetta sem vanda­mál sem ætti heima í einka­líf­inu og það þaggað niður því það mátti ekki tala um þetta. Það hefur breyst og í dag er kyn­bundið ofbeldi við­ur­kennt sem ein af verstu birt­ing­ar­myndum kynja­mis­rétt­is. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands hefur bent á að eft­ir­lits­nefndir Sam­ein­uðu þjóð­anna hafi lýst yfir áhyggjum sínum af hárri tíðni heim­il­is­of­beldis á Íslandi og hversu vægt og illa rétt­ar­kerfið okkar tekur á kyn­bundnu ofbeldi (5).

Rann­sóknir og töl­fræðin segja okkur að ofbeldi er rót­gró­inn vandi og UN Women hafa vakið athygli á að til að útrýma kyn­bundnu ofbeldi þá þurfi fyrst og fremst að trúa þolendum og ráð­ast að rót vand­ans (6). Því förum við eftir og styðjum heils­hug­ar. Það eru allar for­sendur þess efnis að þolendur séu að segja satt. Það þarf að ráð­ast gegn feðra­veld­inu þar sem alls­konar fyr­ir­fram ákveðnum hug­myndum um tvö kyn er við­haldið þar sem hvítir cis karlar hafa verið skil­greindir sem æðri öðrum - en því fylgir alls kyns valda­ó­jafn­vægi. Kyn­bundnu ofbeldi er m.a. við­haldið af feðra­veld­inu með því að karlar eru settir í að sinna mik­il­vægum störfum eins og að búa til lögin og standa vörð um þau. Þeir starfa sem dóm­arar eða við önnur hátt­sett störf þar sem þeir taka ákvarð­anir er varða konur og önnur kyn. Þar sem fæstir eru með­vit­aðir um feðra­veldið þá eiga karlar í stjórn­un­ar­stöðum það til að líta fram­hjá ábyrgð sinni og gera lítið úr kyn­bundnu ofbeldi (7).

Hug­takið feðra­veldi virð­ist einnig vefj­ast fyrir fólki. Algengur mis­skiln­ingur er að feðra­veldi snú­ist um feð­ur. Feðra­veldið er í grunn­inn félags­legt valda­kerfi þar sem karl­menn hafa yfir­ráð. Þetta valda­kerfi smit­ast í alla anga sam­fé­lags­ins og meðal ann­ars við­heldur kúgun á jað­ar­settum hópum eins og til dæmis konum og kynsegin fólki.

Við þurfum að vald­efla allar konur og stelp­ur, kvára og stálpa, gera fólk með­vitað um skað­semi feðra­veldis og berj­ast gegn því. Þannig ráðumst við að rót vand­ans enda eru hug­myndir sam­fé­lags­ins um allar konur byggðar á skað­legum hug­myndum sem koma frá feðra­veld­inu eins og sem dæmi þær hug­myndir um að konur séu und­ir­gefn­ar, kyn­ferð­is­legt við­fang og eigi að hlýða á meðan karlar eru and­stæð­an. Þessar hug­myndir eru skað­legar og við­halda kyn­bundnu ofbeldi. Sam­fé­lagið þarf að hjálpa okkur að berj­ast gegn feðra­veld­inu og það er ekki gert með því að biðja bar­áttu­fólk um að standa sig bet­ur, heldur með því að við sem sam­fé­lag vinnum mark­visst gegn ofbeldi og að við öll tökum bar­átt­unni alvar­lega, tökum sam­talið og ekki síst karl­menn.

Þetta ár hefur sýnt okkur að bar­átt­unni er hvergi nærri lokið og að við þurfum að halda áfram að hafa hátt, fræða, hlusta á þolendur og vinna að úrbótum á stöðu þolenda.

Bar­áttan á þessu ári hefur skilað sér í 35% aukn­ingu á til­kynn­ingum kyn­ferð­is­brota, sem er eitt skref í rétta átt. Núna þurfa stjórn­völd að bregð­ast við og sam­fé­lagið þarf að bregð­ast við. Þolendur eru að gefa ykkur annað tæki­færi á að gera betur og það er hlut­verk allra að grípa þau og hlúa vel að þeim.

Við þekkjum flest öll þolendur í okkar nærum­hverfi.

Fæst af okkur þekkja ger­end­ur.

Sú töl­fræði gengur ekki upp.

Það er einn aðili sem hefur hags­muna að gæta með því að ljúga og það er ger­and­inn.

Trúum þolend­um, stöndum með þolend­um, tökum höndum saman sem sam­fé­lag og gerum bet­ur.

Þolend­ur, bar­áttu­fólk og stuðn­ings­fólk. Við þökkum fyrir sam­starfið á árinu, allan stuðn­ing­inn og allt hug­rekk­ið.

Höf­und­ar, fyrir hönd Öfga: Helga Ben, Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þór­hildur Gyða.

Heim­ild­ir:

ÁRS­SKÝRSLA 2019

Karl­mennskan

FRUM­NIЭUR­STÖÐUR

UNHCR - Gend­er-ba­sed Violence

Kyn­bundið ofbeldi | Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands

UN WOMEN

Men as Allies in Prevent­ing Violence aga­inst Women: Princip­les and Pract­ices for Promot­ing Accounta­bility

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit