Mynd: Pexels

Tæknispá 2021: Þrír sterkir straumar

Myndavélar, framtíð skrifstofunnar og íslenska sprotavorið eru á meðal helstu umfjöllunarefna í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.



Um ára­mót hef ég oft gert mér að leik að horfa til kom­andi árs og reynt að spá í hvað það kunni að bera með sér á vett­vangi tækn­inn­ar. Í fyrra horfði ég reyndar lengra og velti fyrir mér hvað kom­andi ára­tugur kynni að bera með sér. Sjáum hvernig það fer.

Í þetta sinn ætla ég hins vegar að horfa á yfir­stand­andi þróun í fáeinum mála­flokkum og hvert þeir straumar gætu leitt okk­ur.

Mynda­vélin er sterk­ari en sverðið

Sú yfir­burða­staða sem ritað mál hefur haft í sam­skiptum og þekk­ing­ar­miðlun síð­ustu ald­irnar er á und­an­haldi og mynd­málið er hratt að taka við sem mik­il­virkasta miðl­un­ar­leið­in.

Vin­sældir fyrst YouTu­be, en svo Instagram, Snapchat, TikTok og svo nú síð­ast „sagna“ (stor­ies) í nán­ast hverju ein­asta sam­skipta­for­riti bera þessu vott. Umbreyt­ingin verður enn skýr­ari þegar horft er til þess hvernig notkun þess­arra miðla er eftir aldri. Ungt fólk not­ast nær ein­göngu við mynd­mál­ið, meðan eldra fólkið er það sem enn heldur sig að miklu leyti við text­ann.

Auglýsing

Lynd­is­tákn (e. emot­icon) og GIF-­myndir í sam­skiptum eru annað merki um þessa þró­un. Og þó þeim sé oft beitt í bland við texta segir tákn með apa sem heldur fyrir augun eða þekkt mynd­brot úr bíó­mynd oft meira en mörg orð.

Með þessu er ég ekki að segja að tími text­ans sé lið­inn. En með til­komu öfl­ugrar mynda­vélar í vasa hvers manns og hindr­un­ar­lausa mögu­leika til dreif­ingar á hverskyns efni er mann­kynið hratt að til­einka sér fjöl­breytt­ari tján­ing­ar- og sam­skipta­máta.

Í sann­leika sagt er það fólki mun eðl­is­læg­ara að sýna, segja frá og sjá, en að færa hugs­anir sínar í rituð orð og lesa. Fyrir tíma prents­ins og raunar löngu eftir að það var komið fram voru frá­sagnir augliti til auglitis meg­in­að­ferðin til upp­lýs­inga­miðl­un­ar. Aðgangur að prent­uðum upp­lýs­ingum – og lestr­ar­kunn­átta – hefur ekki verið almenn nema rétt síð­ustu 50-200 árin (eftir því hvar í heim­inum er) og það eru innan við 20 ár síðan inter­netið færði hverjum manni mögu­leika á því að setja fram og miðla rit­uðum skoð­unum sínum hindr­un­ar­laust um stóran hluta heims­ins.

Auglýsing

Nú þarf ekki annað en bregða upp sím­anum til að sýna heim­inum og segja frá því sem fyrir augu ber. Text­inn er í mörgum til­fellum orð­inn óþarft – og jafn­vel hamlandi – milli­skref.

Það er erfitt að átta sig á því hvert þessi þróun mun leiða, en rétt eins og með aðra þunga strauma tím­ans þurfum við að átta okkur á þeim og aðlag­ast. Við eigum senni­lega ekki að slaka á í lestr­ar­kennslu, en kannski ætti ekki síður að auka áherslu á aðra miðl­un? Kannski ættum við sem eldri erum að til­einka okkur mynd­málið meira og hrað­ar?

Ég er ekki til­bú­inn að slá föstu að svo sé, en er raun­veru­legur mögu­leiki að sagan leiði í ljós að almenn þekk­ing á lestri og ritun verði bara 100-200 ára and­ar­tak í sög­unn­i?! 🤷

Fram­tíð skrif­stof­unnar

2020 leiddi okkur í sann­inn um að margt er hægt að gera öðru­vísi en áður. Eitt af því er að með aðstoð tækn­innar má vinna mörg þau verk­efni að heiman (eða hvaðan sem er) sem áður voru unnin á vinnu­stöð­um. Þetta var holl lexía og margir sem þurftu að læra mikið og hratt.

Ég hef hins vegar enga trú á því að skrif­stofan sé dauð (með til­liti til fyrsta spá­dóms­ins er orðið „skrif­stofa“ þá kannski ekki rétt­nefni lengur – við komum ekki þangað til að skrifa – heldur til að eiga í sam­skipt­u­m). Hópa­starf og þá sér­stak­lega skap­andi vinna er þess eðlis að við þurfum á öllum til­tækum með­ulum að halda til að sam­skiptin verði sem best og lipr­ust. Við slíka vinnu er ekk­ert sem kemur í stað beinna sam­skipta með aðgangi að teiknitöflu, sam­eig­in­legum skjá, skrif­færum og sam­veru.

Sömu­leiðis eru þau sam­skipti sem verða á milli sam­starfs­fólks þegar það hitt­ist fyrir til­viljun á göng­un­um, sér yfir öxl­ina á hvert öðru í hverju er verið að vinna, eða heyrir á spjall ann­arra við úrlausn verk­efna sinna ómet­an­leg – og eitt­hvað sem ekki verður end­ur­skapað þegar hver vinnur á sínum stað í sínu horni.

Mik­il­væg­asti þátt­ur­inn er síðan sá að til að sam­vinna skili árangri þarf sam­starfs­fólkið að þekkj­ast og treysta hvert öðru. Kunn­ings­skap­ur, traust og skiln­ingur skap­ast við bein sam­skipti og ekk­ert sem kemur í stað þeirra.

Það er hægt að búa til frá­bær fyr­ir­tæki þar sem allir vinna fjar­vinnu – og það hefur verið gert. Í hug­bún­að­ar­geir­anum hafa fyr­ir­tæki eins og Autom­attic (fram­leið­endur WordPress), InVision og Zapier byggt upp alger­lega dreifða vinnu­staði. En vegna alls þess sem sagt hefur verið hér að ofan mun fyr­ir­tæki sem á auð­velt með að koma starfs­fólki saman í eigin per­sónu að öðru jöfnu ganga betur en fyr­ir­tæki sem vinnur dreift.

En við höfum líka séð að við rétt skil­yrði er margt sem gengur vel – og sumt jafn­vel betur – þegar hver og einn starfs­maður getur ein­beitt sér að sínu, vinn­andi að heim­an.

Auglýsing

Saman held ég að þessar lex­íur eigi eftir að breyta vinnu­stöðum og vinnu­menn­ingu. Skrif­stofan er ekki dauð, heldur mun hún breyt­ast. Fyr­ir­tæki munu finna leiðir til besta þessa blöndu. Meira frelsi til að vinna heima þegar við á, jafn­vel heilir dagar þar sem allir vinna að heiman – en skrif­stofan að sama skapi útbúin til að ýta undir skap­andi vinnu og hópa­starf. Rými fyrir mis­stóra hópa til að vinna saman í lengri eða skemmri tíma. Rými til ein­beit­ingar þegar við á. Vinnu­rými í almenn­ingi nálægt kaffi­vél­inni og kæl­inum þegar unnið er í verk­efnum sem ekki krefj­ast ein­beit­ing­ar. Áhersla á fram­úr­skar­andi netteng­ingar og mynda­vélar til að liðka fyrir fjar­fund­um. Og meiri áhersla á sam­still­ingu og kunn­ings­kap innan hóps­ins með við­eig­andi vinnu­stofum og slíku.

Fyr­ir­tæki munu líka – og ættu – í auknum mæli taka þátt í að útbúa starfs­fólki sínu fram­úr­skar­andi vinnu­að­stöðu heima fyr­ir.

2020 mun ekki leiða til þess að við munum öll fara að vinna að heim­an. Raunar munum við þurfa að hafa fyrir því að halda í þær breyt­ingar sem voru af hinu góða, en hjá þeim sem gera það mun það sem við lærðum árið 2020 leiða til þess að við munum vinna öðru­vísi – og bet­ur.

Íslenska sprota­vorið

Það er ekki hægt að skilja við tækni­spá þessa árs án þess að minn­ast á íslenska sprota­vor­ið. Það er nefni­lega eitt­hvað magnað að ger­ast í íslenskri nýsköp­un.

Árið 2020 var þrátt fyrir allar Covid-hindr­anir – og kannski að ein­hverju leiti vegna þeirra - ein­stakt þegar kom að fjár­fest­ingu og vexti íslenskra sprota­fyr­ir­tækja. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sóttu sér mikið fjár­magn til upp­bygg­ingar og vaxt­ar. Má þar nefna Controlant, Sidekick Health, Ker­ecis, Lucinity, Main­frame og það fyr­ir­tæki sem ég stend að ásamt fleirum – GRID. Þar að auki var fyr­ir­tækið Unity, sem hefur sterkar teng­ingar við Ísland í gegnum stofn­and­ann Davíð Helga­son, skráð á Nas­daq-­mark­að­inn með látum og er, ásamt Spoti­fy, lík­lega verð­mætasta tækni­fyr­ir­tæki sem stofnað hefur verið á Norð­ur­löndum síð­ustu ára­tug­ina.

Þrátt fyrir að óvíst sé að öll þessi fyr­ir­tæki gangi upp, þá er þessi þróun ómet­an­leg. Hingað er að koma umtals­vert fjár­magn og mikil þekk­ing erlendis frá í gegnum fjár­festa og aðstand­endur þess­arra fyr­ir­tækja. Íslenskir fjár­fest­ar, sjóðir og stofn­endur eru að fær­ast nær mark­miðum sínum og sumir hafa þegar inn­leyst veru­legan hagnað af sínum fjár­fest­ingum og þátt­töku. Hér er að verða til virki­lega öflug nýsköp­un­ar-„­sena” og óháð gegni ein­stakra fyr­ir­tækja munu þessi verð­mæti sitja eft­ir.

Það verður fljót­lega hægt að telja upp fleira en Öss­ur, Marel og CCP þegar tínd eru til þau fyr­ir­tæki sem hafa gengið upp og hátækni­geir­inn mun með tíð og tíma mynda lang­þráðar nýjar stoðir undir íslenskt efna­hags­líf. Það verður mik­ill og merki­legur áfangi.

Gleði­legt nýtt tækni­ár!

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans og for­stjóri GRID.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar