Mynd: Pexels

Tæknispá 2020: Komandi áratugur

Umhverfismál, matvæli, námuvinnsla, mannlegar hliðar tækninnar og fjártækni eru helstu umfjöllunarefnin í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar, sem nú spáir í þróun mála næsta áratuginn.

Um ára­bil hef ég gert mér það að leik um ára­mót að spá fyrir um það sem væri lík­legt til að vera efst á baugi í tækni­málum á kom­andi ári. Það hefur gengið mis­jafn­lega. Ég spáði því til dæmis að árið 2008 myndi Nova leggja af slag­orðið „Stærsti skemmti­staður í heimi". 12 árum seinna er þetta enn slag­orð fyr­ir­tæk­is­ins - og virð­ist síst á förum! Sama ár vakti ég athygli á „til­tölu­lega óþekktum armi íslensku banka­út­rás­ar­inn­ar” undir vöru­merkj­unum Kaupt­hing Edge og Ices­ave og að bank­arnir myndu leggja aukna áherslu á þá. Stundum á maður kannski bara að hafa sig hægan!

Ég spáði því líka 2009 að netið og þá sér­stak­lega sam­fé­lags­miðlar myndu leika stórt hlut­verk í kom­andi kosn­inga­her­ferð­um, 2010 að vélabú (sem mér finnst enn betra orð en gagna­ver) ættu eftir að verða umtals­verður iðn­aður á Íslandi og 2014 að Face­book ætti eftir að teygja sig inn á sífellt fleiri svið mann­legrar til­veru. Allt spár sem eru svo aug­ljós­lega réttar núna að það er furðu­legt að hugsa til þess að þeir hafi á því hafi ein­hvern tím­ann verið vafi.

Reyndar eiga margir spá­dómanna það sam­eig­in­legt að hafa komið fram, en þó kannski ekki endi­lega á því ári sem þeir voru settir fram. Það rímar ágæt­lega við það sem sagt er að þegar kemur að tækni­breyt­ingum ofmetum við tækni­fólkið það sem ger­ist á 2 árum en van­metum það sem getur gerst á 10.

Mér datt því í hug í þetta sinn að horfa lengra og víðar og velta fyrir mér hvaða breyt­ingar sé lík­legt að við sjáum á næsta ára­tug, frekar en að ein­blína bara á kom­andi ár. Ég reyni líka frekar að horfa til stórra breyt­inga sem lík­legar eru til að móta líf okkar og sam­fé­lag í heild frekar en ein­stakar tækni­breyt­ing­ar. Dembum okkur í þetta.

Umhverf­is­mál

Stóru áskor­anir kom­andi ára­tugs snúa að umhverf­is­mál­um, og þá sér­stak­lega því að draga úr losun koltví­sýr­ings. Tæknin mun þar leika stórt hlut­verk. Einn af lyklunum í þeirri bar­áttu er betri raf­hlöðu­tækni: Létt­ari raf­hlöður sem end­ast lengur og geyma meiri orku. Þarna eru að verða stór­stígar fram­far­ir. Það þarf ekki að líta lengra en á götur mið­borg­ar­innar í Reykja­vík síð­ustu 1-2 árin til að sjá hvaða áhrif slíkt getur haft á sam­göngu­mál. Raf­hjól, raf­skutl­ur, raf­skútur og allskyns „örflæði” sem auð­veldar fólki að kom­ast á milli staða. Slíkum kostum á bara eftir að fjölga og munu á kom­andi ára­tug hafa áhrif ekki bara á ásýnd, heldur bein­línis hönnun og upp­bygg­ingu mið­borg­ar­svæða og nær­liggj­andi hverfa.

En það eru ekki bara litlu tækin sem bætt raf­hlöðu­tækni er að snar­breyta. Raf­magns­bílum fer ört fjölg­andi og eru orðnir raun­veru­legur val­kostur við þá sem not­ast við sprengi­hreyfla. Jafn­vel án sér­stakra hvata verða raf­magns­bílar orðnir í meiri­hluta seldra bíla undir lok ára­tug­ar­ins, enda þá bæði ódýr­ari í fram­leiðslu og marg­falt ein­fald­ari í við­haldi og „upp­færslu” en bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti. Þarna er Ísland raunar í dauða­færi og það má alveg sjá fyrir sér að fram­sýn stjórn­völd muni beita sér - hvort heldur með gul­rót eða priki - fyrir því að auka hlut­deild raf­magns­bíla miklu hrað­ar. Í raun felst eina raun­veru­lega tæki­færi Íslands til að ná skuld­bundnum mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins í því að tryggja að bíla­flot­inn verði orð­inn raf­væddur að nær öllu leyti fyrir 2030.

Og bætt raf­hlöðu­tækni skiptir máli í enn stærra sam­hengi. Það er nefni­lega eng­inn skortur á umhverf­is­vænum leiðum til að fram­leiða ódýra orku, einkum með sól­ar- og vind­orku. Vand­inn felst í því að geyma og flytja þessa orku. Hér á landi er þetta reyndar ekki vanda­mál þar sem slíka orku má „geyma” í stórum uppi­stöðu­lónum (vind­orku þá, ekki förum við í sól­ar­orku­fram­leiðslu næsta ára­tug­inn :). Ann­ars staðar er þetta gríð­ar­legt vanda­mál. Ástr­ali skortir til að mynda ekki sól­ar­orku, en til að geta nýtt hana til almennra nota allan sól­ar­hring­inn þarf að geyma ork­una sem fram­leidd er á dag­inn til að geta miðlað þegar sól­ar­innar nýtur ekki við. Stórar raf­hlöður munu svara þess­ari þörf að ein­hverju leyti, en eins gætu komið fram aðrar nýstár­legar leiðir til orku­varð­veislu og þar með ger­bylta sam­keppn­is­hæfni sól­ar- og vind­orku­vera við þau sem knúin eru jarð­efna­elds­neyti.

Að lokum er svo rétt að nefna kjarn­ork­una sem mun koma til baka með ein­hverjum hætti á kom­andi ára­tug og menn hefja bygg­ingu á nýstár­legum kjarn­orku­ver­um. Reyndar er tals­verð upp­bygg­ing á slíkum nú þeg­ar, en nær ein­göngu utan Vest­ur­landa.

Ég hall­ast mjög að kenn­ingum um það að brennsla á jarð­efna­elds­neyti geti fallið mjög skyndi­lega þegar réttar aðstæður mynd­ast. Um leið og fram­leiðsla og dreif­ing á orku sem fram­leidd er með öðrum hætti verður sam­keppn­is­hæf í verði, hverfur hvat­inn til áfram­hald­andi vinnslu. Í raun er það svo að um leið og sú fram­tíð er fyr­ir­sjá­an­leg mun fjár­streymi flytj­ast úr jarð­efna­elds­neyt­is­geir­anum í nýja orku­tækni. Til eru grein­ing­ar­að­ilar sem telja jafn­vel að þetta hafi þegar gerst árið 2019. Í öllu falli verður þessi tækni og inn­viðir þróuð á næstu 10 árum og mér finnst lík­legt að við verðum nálægt þessum vendi­punkti (e. „tipp­ing poin­t”) í raf­orku­fram­leiðslu eftir um það bil 10 ár.

Það ógn­væn­lega við þessa - ann­ars afar jákvæðu - þróun er að þetta mun stór­lega riðla valda­jafn­væg­inu í heim­inum og hætt við að það geti haft alvar­lega afleið­ingar í alþjóða­póli­tík. Í öllu falli verða svona breyt­ingar ekki hljóð­lega!

Mat­væli

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá neinum að matar­æði er að breyt­ast hratt. Í stuttu máli má draga þá sam­fé­lags­legu breyt­ingu saman með setn­ingu sem sett var fram í frægri heilsu­bók fyrir all­nokkrum árum: „Borðið (al­vöru) mat, ekki of mik­ið, mest græn­met­i.” Bæði er þarna um að ræða kyn­slóða­mun, þar sem yngstu kyn­slóð­irnar hall­ast mjög í þessa átt, en sömu­leiðis er ein­hver breyt­ing meðal þeirra sem eldri eru. Það fyrr­nefnda hefur samt miklu meiri áhrif hér. Á næsta ára­tug munu - eðli máls­ins sam­kvæmt - vaxa úr grasi 10 árgangar af fólki sem full ástæða er til að ætla að muni halda áfram á þess­ari braut, og árgangar sem fylgja eldri neyslu­mynstrum minnka og hverfa.

Mat­væla­fram­leiðsla mun líka breyt­ast. Aukin eft­ir­spurn eftir mat­vælum sem ljóstil­lífa og minni eftir kjöti (sem er alið á mat sem ljóstil­líf­ar) snar­breytir og minnkar land­notkun til mat­væla­fram­leiðslu. Á sama tíma er að koma fram tækni og aðferðir sem gerir það að verkum að hægt er að fram­leiða græn­meti á miklu færri fer­metrum og miklu nær neyt­end­unum en áður hefur ver­ið, jafn­vel inni í og inn á milli borg­ar­byggð­ar. Hvort tveggja dregur auð­vitað enn frekar úr umhverf­is­fótspor­inu.

Fyrir þau okkar sem sjá svo kannski ekki fyrir okkur að hætta alveg í kjöt­inu - og þeim sem leiða ekki einu sinni hug­ann að þessum málum er sömu­leiðis að koma fram tækni til að rækta kjöt og annan mat sem lík­ist því sem kyn­slóð­irnar á undan okkur ólust upp við, með allt öðrum hætti en hingað til hefur ver­ið. Hér er bein­línis átt við ræktun á kjöti án þess að lif­andi dýr - í nokkrum hefð­bundnum skiln­ingi - komi þar við sögu. Þessi tækni þró­ast hratt þessi miss­erin og slíkt kjöt verður komið í almenna dreif­ingu innan 10 ára, þó það muni sjálf­sagt á þeim tíma frekar keppa við ham­borg­ara og kjúklinga­bringur en safa­ríkar hátíð­ar­steik­ur. En þar liggur jú „massinn”. Þetta mun hafa gríð­ar­leg áhrif.

Námu­vinnsla

Loks er ljóst að á næsta ára­tugnum mun hefj­ast námu­vinnsla á tveimur svæðum sem hingað til hafa verið lítt könn­uð: Í geimnum og á hafs­botni.

Námu­vinnsla í geimnum er gríð­ar­lega spenn­andi, og þar gæti lausnin legið við marg­vís­legum umhverf­is­vanda sem fylgir námu­vinnslu á jörðu niðri. Til­kostn­að­ur­inn er auð­vitað ærinn og það kostar sitt að koma nauð­syn­legum bún­aði „upp”, en eftir það er sjálf náma­vinnslan til­tölu­lega sjálf­bær um orku og önnur aðföng, sér­stak­lega eftir að ljóst er að vatn finnst mun víðar í geimnum en talið hafði ver­ið. Það er svo miklu ódýr­ara að koma afurð­unum - einkum sjald­gæfari málmum og jarð­efnum - aftur „nið­ur”. Hér er þó rétt að taka fram að þróun á þessu sviði tekur gríð­ar­lega langan tíma og því ekki að búast við öðru en und­ir­bún­ingi og ein­hverri til­rauna­starf­semi á litlum skala næstu 10 árin.

Mun nær­tæk­ari - og mögu­lega ógn­væn­legri - er sú þróun að á næstu árum mun stór­felld náma­vinnsla á hafs­botni hefj­ast. Alþjóða­lög­gjöf um slíka starf­semi er í mótun og því miður er allt útlit fyrir að hér verði farið af stað af miklu kappi og marg­falt minni for­sjá. Enda eftir miklu að slægj­ast. Heilt yfir má búast við að jafn mikið - ef ekki meira - af nem­an­legum efnum megi finna undir yfir­borði sjávar og ofan þess. Úrgangur og afgangs­efni geta hins vegar borist miklu lengra og víðar og haft áhrif á hluta líf­rík­is­ins sem hingað til hafa verið svo gott sem ósnortnir af til­veru manns­ins. Hlutum þess sem við þekkjum raunar og skiljum aðeins að mjög litlu leyti. Ætla má að þetta sé svið þar sem hags­munir Íslands eru miklir og rétt að fylgj­ast með af athygli.

Mann­legu hliðar tækn­innar

Tækni­fram­farir síð­ustu ára­tuga hafa heilt yfir fært okkur gríð­ar­leg lífs­gæði, en henni hafa líka fylgt skugga­hlið­ar. Þar á meðal eru fals­frétt­ir, marg­vís­leg ógn við frið­helgi einka­lífs­ins, berg­máls­hell­ar, örygg­is­vanda­mál, staf­ræn mis­munun og van­líðan vegna óraun­hæfs sam­an­burðar við glans­mynda­líf ann­arra.

Flest stafa þessi vanda­mál af því að við - bæði sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag - erum enn að læra að höndla og skilja þessar nýj­ustu tækni­breyt­ingar til fulls. Ég er full­viss um að marg­vís­legum árangri verður náð á þessu sviði á kom­andi ára­tug.

Vanda­málið við fals­fréttir leyfi ég mér að segja að verði úr sög­unni innan 10 ára. Lausnin felst lík­lega í „sí­un” svip­aðri þeirri sem svo gott sem útrýmdi rusl­pósti úr lífi okkar fyrr á þess­ari öld. Í boði verður bún­aður - sem lík­lega mun fyrr en síðar verða stað­al­bún­aður í vöfrum - sem merkir tengla á fals­fréttir með skýrum hætti og forðar fólki þannig frá því að smella á þá óaf­vit­andi. Seinna mun þykja sjálf­sagt að fela slíkt efni alger­lega, rétt eins og rusl­póstur fær ekki að birt­ast í póst­hólfum flestra okk­ar. Djúp­fölsuð (e. „deepfa­ke”) vídeó munu fara sömu leið, enda hug­bún­aður sem þekkir slíkt efni í örri þróun og raunar þegar til.

Svip­aðar lausnir má sjá fyrir sér að verði not­aðar til að fjar­lægja og þannig draga úr áhrifum eitr­aðra athuga­semda og umræðu á helstu sam­fé­lags­miðlum og í athuga­semda­kerf­um. Tröllin á inter­net­inu munu þannig eiga undir högg að sækja á hinu almenna inter­neti á kom­andi ára­tug.

Þegar kemur að per­sónu­vernd og örygg­is­málum spái ég því að eitt­hvert stór­fyr­ir­tækið muni reyna að marka sér sér­stöðu með því að taka þessi mál alvar­lega. Þarna eru úti­lokuð fyr­ir­tæki sem eru þegar með of laskað orð­spor á þessu sviði. Það á sann­ar­lega við um Face­book, en lík­lega bæði Google og Microsoft líka. Apple er í raun lík­leg­ast til að láta til skarar skríða hér, og ég spái því að næsta stóra fram­rás Apple verði á sviði per­sónu­verndar og örygg­is­mála frekar en á formi nýrrar vöru­línu af tækni­bún­aði. Orð­spor fyr­ir­tæk­is­ins er þegar ágætt á þessu sviði, eitt allra stór­fyr­ir­tækj­anna í tækni­geir­anum hafa þau ekki lagst í nýt­ingu per­sónu­upp­lýs­inga til tekju­öfl­unar og raunar tekið ágæt skref í þá átt að vera í „liði með neyt­and­an­um” þegar kemur að stjórnun á skjá­tíma og aðgangi að upp­lýs­ing­um.

Skiln­ingur almenn­ings á þessum málum mun líka aukast og reglu­verk opin­berra aðila halda áfram að styrkj­ast. Það má ímynda sér að horft verði til baka á þennan tíma óheftrar söfn­unar per­sónu­upp­lýs­inga með svip­uðum hætti og þess tíma þegar það þótti í góðu lagi í byrjun síð­ustu aldar að fyr­ir­tæki næðu og verðu ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Og kannski verða lausn­irnar ekki ósvip­að­ar: Upp­skipt­ing fyr­ir­tækja, strang­ara reglu­verk og meira eft­ir­lit.

Stærsta við­fangs­efni „mann­legu hlið­ar­inn­ar” er þó án efa sú röskun á vinnu og eft­ir­spurnar á vinnu­afli og hæfi­leikum sem er að verða sam­hliða fjórðu iðn­bylt­ing­unni. Hug­takið sjálft er reyndar orðið útjaskað, en í mínum huga þýðir það einkum þetta: verk­efni sem áður voru í mann­legum höndum en verða ýmist óþörf eða leyst með sjálf­virkum bún­aði vegna tækni­breyt­inga.

Heilt yfir er þetta auð­vitað stór­kost­legt tæki­færi. Eftir því sem vélar og hug­bún­aður leysa meira af því sem leysa þarf losnar tími fyrir okkur til að sinna verk­efnum sem ekki hafa fengið næga athygli hingað til: Umönn­un, félags­störf­um, kennslu, menn­ingu, fræði­störf­um, vís­ind­um, nýsköpun og svo fram­veg­is. Vand­inn felst í því að tryggja sam­fé­lags­gerð þar sem ann­ars vegar fólk í störfum og með kunn­áttu sem verður „óþörf” hefur tæki­færi til að þjálfa sig og finna á nýjum svið­um; og hins vegar í því að verð­mætin sem skap­ast við þessar breyt­ingar lendi ekki bara í höndum fárra, heldur nái sam­fé­lagið allt að njóta góðs af. Rétt eins og fyrri iðn­bylt­ingar leiddu af sér marg­vís­leg vel­ferð­ar- og sam­fé­lags­kerfi mun þessi kalla á breyt­ingar á núver­andi kerfum og inn­leið­ingu nýrra.

Fjár­tækni

Við hlið umhverf­is­mál­anna og mann­legu þátt­anna er ef til vill svo­lítið skrítið að gera fjár­tækni nán­ast jafn hátt undir höfði í svona pistli. Og svo það sé skýrt, þá legg ég þessa hluti alls ekki að jöfnu.

Það er hins vegar svo að fjár­mála­geir­inn, geiri sem er bráð­nauð­syn­legur sem stoð- og þjón­ustu­geiri við allt annað sem gert er, hefur á und­an­förnum ára­tugum vaxið sam­fé­lag­inu yfir höf­uð. Þannig tekur þessi þjón­ustu­geiri nú til dags til sín allt að þriðj­ungi alls sam­an­lagðs hagn­aðar fyr­ir­tækja! Það þarf ansi kok­hraustan fjár­mála­mann (eins og þeir séu til :) til að halda því fram að slíkt sé rétt­læt­an­legt. Og núna eru að verða gríð­ar­lega miklar svipt­ingar í þessum geira í sam­spili breyt­inga á tækni og reglu­verki. Það mun ekki ger­ast hljóða­laust.

Í fyrsta lagi hafa verið gerðar breyt­ingar á reglu­verki sem eru lík­legar til að leiða af sér mikið upp­brot á almennum banka­mark­aði. Fjöldi nýrra aðila, ekki síst tækni­fyr­ir­tækja fær þar með tæki­færi til nýsköp­unar og breyt­inga. Þarna skap­ast mikil tæki­færi fyrir nýja aðila, en það er ekki bara her lít­illa Dav­íða sem mun herja á Gol­í­ata bransans, heldur ætla stóru tækni­fyr­ir­tækin sér líka sneið af þess­ari köku. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum verður þessi geiri lík­lega að tals­verðu leyti mót­aður af því hvaða nálgun Amazon, Goog­le, Face­book, Microsoft og Apple taka. Margar þess­ara lausna eru líka lík­legar til að verða í boði þvert á landa­mæri og jafn­vel ein­hverjar yfir heims­byggð­ina alla, meðan hingað til hefur fjár­mála­starf­semi - einkum hefð­bundin banka­starf­semi - verið til­tölu­lega bundin við hvert þjóð­ríki fyrir sig. Það er alls ekki frá­leitt að eftir 10 ár verði jafn­margir hér á landi í bankavið­skiptum við Amazon og taki við greiðslum með Face­book eins og í dag eru í banka­við­skiptum hjá Íslands­banka og fá milli­færslur með Aur.

Bálka­keðju­tæknin (e. block chain) mun líka hafa áhrif hér. Ég er reyndar tals­vert meiri efa­semda­maður um erindi þess­arar tækni á öll svið mann­legrar til­veru en margir í tækni­geir­anum virð­ast vera, og tel að flestar „X á bálka­keðj­um” hug­myndir - þar sem „X” er nær hvaða app, hug­bún­aður eða þjón­usta sem vera skal - séu slæmar hug­myndir og í raun verið að boða lausnir sem séu verri, dýr­ari og flókn­ari í smíðum en hefð­bundn­ari nálg­un. Það eru hins vegar svið þar sem þessi tækni á sann­ar­lega erindi og mun breyta miklu. Fjár­tæknin er þar efst á blaði.

Ann­ars vegar er ég sann­færður um að Bitcoin og ef til vill 1-3 aðrar bálka­keðju­myntir séu komnar til að vera og muni leika stór­aukið hlut­verk í við­skiptum í fram­tíð­inni. Ástæðan er furðu­leg, en sú sama og veldur því að gull er verð­mætt: Gull er verð­mætt af því að það er fágætt og nán­ast tryggt að það muni ekki finn­ast í stór­auknu magni mjög skyndi­lega. Bitcoin hefur sömu eig­in­leika. Til­koma Bitcoin er því svo­lítið eins og ef mann­kynið hefði upp­götvað nýjan góð­málm. Mun­ur­inn er samt sá að í stað þess að vera eitt þyngsta frum­efnið sem aðeins er hægt að flytja með ærnum til­kostn­aði og örygg­is­ráð­stöf­unum má færa þennan staf­rænt yfir inter­net­ið. Og þar sem engin mið­læg skrá er hald­in, getur fólk þannig skipst á verð­mætum heims­horna á milli án þess að nokkur geti rakið við­skipt­in.

Þannig grefur þessi tækni ann­ars vegar undan skatt­heimtu og eft­ir­liti og gerir alls kyns miður eft­ir­sókn­ar­verða starf­semi auð­veld­ari, en opnar líka marg­vís­lega mögu­leika til nýsköp­unar og til að brjóta niður múra og aðstöðu ann­arra stofn­ana sem hafa haft tang­ar­hald á til­flutn­ingi fjár­muna und­an­farnar ald­ir.

Eins og sumt annað af því sem áður hefur verið nefnt í þessum pist­li, er spáin ekki sett fram af því að ég sé endi­lega hrif­inn af þess­ari þróun á allan hátt, heldur vegna þess að ég hef trú á að hún sé að og muni eiga sér stað og sé af því tagi sem ekki verði þegj­andi og hljóða­laust.

Öll er þessi þróun svo þannig að með auk­inni alþjóða­væð­ingu finnst manni lík­legt að gjald­miðlum sem not­aðir eru í við­skiptum muni fækka. Að minnsta kosti þjóð­ar­gjald­miðl­um. Þessi þróun tekur auð­vitað tíma, en við gætum séð umtals­verðar breyt­ingar þar á næstu 10 árum. Þarna er enn eitt svið þar sem Ísland þarf að fylgj­ast vel með, því það er sann­ar­lega betra að fara inn í slíkar breyt­ingar með opin augu og ráða ein­hverju um sinn næt­ur­stað en að átta sig ekki fyrr en of seint og fljóta ófyr­ir­séð með straumn­um. Já, ég er að tala um að tæknin muni knýja okkur til að taka - eða í það minnsta að und­ir­búa - stórar ákvarð­anir í gjald­miðla­málum á kom­andi ára­tug!

Sam­an­tekt

Á kom­andi ára­tug er marg­vís­leg tækni­þróun lík­leg til að hrista all­margar rót­grónar stoðir í núver­andi sam­fé­lagi og heims­mynd, jafn­vel þannig að hrikti í.

Hér hafa verið raktir þrír straumar sem mér finnst lík­legt að verði meðal meg­in­straumanna í þessa veru á næstu 10 árum: Umhverf­is­tækni, mann­legum þáttum tækn­innar og fjár­tækni.

Auð­vitað er svo margt annað í far­vatn­inu sem er smærra í snið­um, og að sama skapi ekki ólík­legt að mér hafi yfir­sést ein­hverjar enn stærri bylgjur en þær sem hér voru rakt­ar. Það verður í öllu falli fróð­legt að líta til baka árið 2030 og sjá hversu nærri tækni­spá­mað­ur­inn fór um þessa þró­un.

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans og for­stjóri GRID.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar