Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands

„Það hefur enginn gefið Skógræktinni umboð til þess að umbreyta náttúru Íslands með þeim afgerandi hætti sem raun ber vitni,“ skrifa Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds. Í vinnubrögðum sé kolefnisjöfnun megindrifkrafur en ekki umhverfisvernd.

Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Auglýsing

Með vax­andi umsvifum Skóg­rækt­ar­innar virð­ist hafa losnað um ýmsar hömlur í vinnu­brögðum og stór­virkum tækjum óspart beitt til að brjóta við­kvæmt land til gróð­ur­setn­ing­ar. Hvert óhæfu­verkið á eftir öðru er að koma í ljós. Þessi hern­aður gegn land­inu er að mestu kost­aður af almanna­fé, en einnig fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum innan lands sem utan. Kolefn­is­jöfnun er þar meg­in­drif­kraftur en umhverf­is­vernd ekki í hávegum höfð.

For­kast­an­leg vinnu­brögð

Land­spjöll vegna meintra ólög­legra fram­kvæmda við skóg­rækt í Skorra­dal eru gott dæmi um vinnu­brögð­in. Slóði var lagður inn á við­kvæmt land í 300-370 m hæð án þess að fram­kvæmda­leyfi væri til stað­ar. Mólendi, mýrar og flói síðan rist í sundur til að auð­velda gróð­ur­setn­ingu og auka lifun ung­plantna. Jarð­vinnslan ræsir fram vot­lendið og hætt er við vatns­rofi þar sem landi hall­ar. Planta átti aðal­lega birki en við­kom­andi sveit­ar­fé­lag mót­mælti yfir­gangi Skóg­rækt­ar­inn­ar.

Auglýsing

Erlendir aðilar kost­uðu þessi land­spjöll, en þeim hafði verið talin trú um að trén sem planta átti myndu binda mikið kolefni. Raskið verður hins vegar til þess að kolefni berst út í and­rúms­loftið vegna rotn­unar líf­ræns efnis í gróðri og jarð­vegi, en kolefn­is­bind­ing færi afar hægt af stað. Verk­efnið hefði því skilað litlu til kolefn­is­jöfn­unar næstu árin.

Rang­ár­vellir

Á Rang­ár­völlum hafa merki­leg gróð­ur­lendi verið grædd upp og dafnað á þeim 115 árum sem liðin eru frá því bar­áttan við sand­fok, upp­blástur og eyð­ingu byggða hófst þar. Þarna var komið mólendi, góð berja­lönd og mik­il­vægir varp­staðir mófugla, en fyrir svæð­inu lá að breyt­ast smá saman í kjarr­lendi með birki og víði.

Hér eru lögmál gróður- og jarðvegsverndar þverbrotin og fyrstu árin verður losun kolefnis meiri en binding.  Mynd: Borgþór Magnússon

Í sumar réð­ist Skóg­ræktin til atlögu við þá und­ir­stöðu fyrir end­ur­heimt vist­kerfa sem búið var að kosta miklu til að skapa á löngum tíma. Rifin voru svöðu­sár í landið með stór­virkum tækj­um. Við­kvæm jörð er undir og því er hætta á víxl­verkun vatns­rofs og sand­foks og upp­blást­urs.

Hvað í ósköp­unum gengur þeim til, sem fram­kvæma þennan hernað gegn land­inu? Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur verið plantað þarna stafa­f­uru sem mun í kjöl­farið sá sér víða um nágrennið og leggja undir sig þau gróð­ur­lendi sem fyrir eru. Sér í lagi er ámæl­is­vert að ekki hefur verið óskað eftir fram­kvæmda­leyfi frá hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lagi eins og skylt er þegar um er að ræða svo umfangs­mikla breyt­ingu á ásýnd lands­ins.

Mun­að­ar­laus nátt­úru­vernd

Það hefur eng­inn gefið Skóg­rækt­inni umboð til þess að umbreyta nátt­úru Íslands með þeim afger­andi hætti sem raun ber vitni. Við skorum á sveit­ar­stjórnir að vera vel á verði gagn­vart slíkum fram­kvæmdum og stöðva þær taf­ar­laust ef ekki hefur verið fylgt lögum og regl­um.

Gróðursetja átti birki í þetta votlendi sem er í meira en 300 m hæð. Mynd: Sigurður H. Magnússon

Þessi umhverf­isógn stafar meðal ann­ars af veikum lag­ara­mma og hve óljóst það er hver fer með vernd vist­kerfa, lands­lags og líf­fræði­legrar fjöl­breytni utan frið­lýstra svæða, eða á um 80% lands­ins. Við skorum á ráð­herra umhverf­is­mála að bæta þar úr og ráð­herra mat­væla að setja Skóg­rækt­inni eðli­legar skorður í sínum störf­um.

Jafn­framt viljum við hvetja fólk til þess að standa vörð um nátt­úru Íslands og þá sér­stæðu feg­urð sem íslenskt lands­lag býr yfir.

Höf­undar eru Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri og Andrés Arn­alds, fyrr­ver­andi fag­mála­stjóri Land­græðslu rík­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar