Hvernig á góð borg að vera?

Rithöfundurinn Sverrir Norland gengur um götur Parísar og veltir því fyrir sér hvert hlutverk borga í samtímanum sé og því hvernig góð borg eigi að vera.

Auglýsing

Stundum er gott að spyrja sig ein­faldra spurn­inga sem flókið er að svara. Hver er ég? er sígilt dæmi og jafnan fátt um svör (í hið minnsta í mínu til­vik­i). Önnur stór spurn­ing væri: Hvað er borg? Mig rekur hálf­part­inn í vörð­urn­ar. Hefur þú svarið á reiðum hönd­um? Um borg gildir hér sama og um ljóð; við þekkjum það strax og við rek­umst á það en eigum erf­ið­ara með að fanga það í orða­net.

(Orða­bókin seg­ir: 1. kastali, virki, 2. stað­ur, bær, 3. brött kletta­hæð – og svo fram­veg­is. Hvergi er gerð hin minnsta til­raun til að skil­greina öll þau mörgu hlut­verk sem borgir gegna í sam­tím­anum enda varla hlut­verk þeirrar bók­ar.)

Svo að við skulum prófa!

Hvað er borg?

Eða öllu held­ur: Hvernig á góð borg að vera?

Fyrst stutt upp­hitun

Það vill svo til að ég er staddur í einni þekkt­ustu borg heims, Par­ís. Fyrir nokkrum dögum gekk ég frá rue du Faubo­ur­g-d­u-Temp­le, í Bellevil­le, tíunda hverfi borg­ar­inn­ar, að Lou­vr­e-safn­inu í fyrsta hverfi – sam­tals þrjá og hálfan kíló­metra. Mark­miðið var að kaupa glás af japönskum minn­is­bókum (Roll­ba­hn) í Del­fon­ics-­búð­inni í Car­rou­sel du Lou­vre, litlum versl­un­ar­kjarna inni í safn­bygg­ing­unni. Þegar ég kom þang­að, sveittur og rjóður eftir göng­una, með meng­un­ar­skán í vöng­um, tjáði afgreiðslu­mað­ur­inn mér hins vegar afsak­andi að því miður hefðu engar send­ingar borist frá Japan um all­nokk­urt skeið vegna Covid-19 og því væru þessar fágætu minn­is­bækur á þrotum hjá þeim. Ég var miður mín. (Ég hafði hugsað mér að skrifa þessa grein í splunku­nýja Roll­ba­hn-­bók.)

Sem sagt: Ég gekk 3,5 x 2 = sjö kíló­metra til að kaupa mér nýjar skrif­bækur en hafði ekki árangur sem erf­iði. Þetta var þó ekki algjör fýlu­ferð. Komið var fram í ágúst en þá flýja Par­ís­ar­búar borg­ina og flestar búðir lok­að­ar. Sumar götur voru nær alveg mann­laus­ar. Þetta minnti á dystópíska fram­tíð­ar­mynd: stór hluti borg­ar­innar hafði bók­staf­lega verið tek­inn úr sam­bandi. Banque de Paris (BDF) – tóm­ur. Allar lúx­us­búð­irnar – lokað og læst. Svona er þetta ævin­lega í ágúst.

Til hvers er borg? Jú: til að búa í, vinna í og til að kaupa hluti í. En hvað ger­ist þegar vinnu­stað­irnir og búð­irnar eru lok­að­ar?

Þá gefst tími til að hugsa.

Og á meðan ég gekk velti ég fyrir mér hvað það væri sem gerði góða borg að góðri borg.

Borg er til að vera til í

Virg­inie Despentes nefn­ist franskur rit­höf­undur (og erkitöffari). Í nýjasta skáld­sagna­þrí­leik henn­ar, Vernon Subu­tex, sem slegið hefur í gegn í Frakk­landi, segir ein per­sónan eitt­hvað á þessa leið:

Hef­urðu tekið eftir því hvernig í París þríf­ast hvergi lengur neinir staðir þar sem fólk má bara vera til án þess að þurfa að kaupa eitt­hvað?

Það er nokkuð til í þessu. Þó er ástandið ekki jafn slæmt og í New York; þar eru nær engin almenn­ings­rými (fyrir utan Central Park og Prospect Park) þar sem ekki snýst allt um verslun og við­skipti. Víð­ast hvar eru ekki einu sinni almenn­ings­bekkir svo að fólk geti tyllt sér niður í nokkur and­ar­tök. (Slíkt teld­ist vera veik­leika­merki; í New York á fólk ekki að sitja kyrrt á almanna­færi heldur arka hröðum og ákveðnum skrefum í og úr vinn­u.)

En mér finnst mik­il­vægt að í borgum finn­ist staðir þar sem fólk getur komið saman án þess að þurfa að kaupa eitt­hvað eða vinna. Borg er til að vera til í. Borg er til að setj­ast stundum niður í.

Borg er til að kynn­ast fólki í

Ég dái og dýrka öll úti­kaffi­húsin í París þar sem fólk situr og spjallar sam­an. Les. Hitt­ist. Í mínum huga er borg staður til að skipt­ast á hug­mynd­um, hitta aðra, byggja upp sam­fé­lag. Kaffi­hús, bóka­búð­ir, lysti­garð­ar, veit­inga­stað­ir, barir ... Borgir eiga að bjóða upp á eins mörg tæki­færi og hægt er til að fólk – ólíkt fólk – hitt­ist, kynn­ist og myndi tengsl sín á milli. Sam­fé­lag.

Borg er til að vinna í

Eins og frægt er orðið spáði enski hag­fræð­ing­ur­inn John Mayn­ard Key­nes því árið 1930 að hund­rað árum síðar ynni fólk aðeins fjóra tíma á dag og mundi síðan nota afgang­inn af sól­ar­hringnum í sam­veru og upp­byggj­andi dægradvöl. (Ha ha, bjart­sýnn!) Það hefur aug­ljós­lega ekki enn gengið eft­ir.

En hvað um næstu ára­tugi? Við­brögð okkar við áskor­unum lofts­lags­breyt­inga snú­ast ekki aðeins um breyt­ingar á sam­göngu­kerfum heldur alls­herjar hug­ar­fars­breyt­ingu sem snertir öll svið lífs­ins. Þurfum við til dæmis að sitja svona mikið innan í kassa? Þurfum við að búa dag­lega til umferð­ar­öng­þveiti úr enda­lausum kössum á hjól­um? Ég á vini hér og þar í heim­inum sem eru á mínum aldri (eða yngri) og hugsa með hryll­ingi til þess að þurfa að verja næstu ára­tugum við tölvu­skjá í stór­borg. Sumir hafa raunar gert rót­tækar breyt­ingar á lífi sínu, flust úr stór­borg­unum í þorp eða út í sveit og söðlað um; lög­fræð­ingur gerð­ist nudd­ari, aug­lýs­inga­kona gerð­ist leik­mynda­hönn­uð­ur, list­fræð­ingur sneri sér að blóma­skreyt­ing­um. Þau vilja vinna með hönd­un­um. Vinna með eitt­hvað áþreif­an­legt. Vera jafn­vel stundum úti.

Auglýsing

Borg er til að vinna í. En við þurfum að end­ur­hugsa hvaða sess vinna skipar í sam­tím­anum (og sporna þannig við kyrr­setu­sjúk­dóm­um, kvíða, þung­lyndi og mis­skipt­ingu auðs og bregð­ast við sjálf­virkni­væð­ing­unni svo að fátt eitt sé nefn­t).

Borg er til að lenda í ævin­týrum í

Í borgum syngur í þak­renn­um, kettir læð­ast inn í húsa­sund, öldruð kona syngur brot úr gömlu ást­ar­lagi á meðan hún reykir tár­klökk út um glugga á tólftu hæð. París hefur verið í byggð í meira en tvö þús­und ár; í sam­an­burði við það er hin agn­arsmáa Reykja­vík aðeins smá­barn. En í báðum borg­unum ger­ast stöðugt ótelj­andi sög­ur. Borgir eiga að vera hann­aðar eins og vel skrif­aður texti: ein­hver ferð­ast um þessar lín­ur, þessi gatna­kerfi – reynum að gera ferða­lagið eins ánægju­legt og gef­andi og mögu­legt er. Sá sem hannar borg er að búa til sögu­svið ótelj­andi ævin­týra og má aldrei gleyma því. Borg er ævin­týri.

Borg er til að hreyfa sig í

Par­ís­ar­búar hafa alltaf gengið mikið (og þeir ganga hratt líkt og fólk í stór­borgum gerir jafn­an) og eru margir hverjir grannir og spengi­leg­ir. Ég er hand­viss um að ef við Reyk­vík­ingar gengjum eða hjól­uðum meira – segjum að minnsta kosti tvær klukku­stundir á dag – mundi álagið á heil­brigð­is­kerfi og sál­fræð­inga þjóð­ar­innar snar­minnka og afköst enn fremur stór­aukast á vinnu­stöð­um. Það drægi úr kvíða og þung­lyndi og fólki liði bet­ur, fengi fleiri hug­mynd­ir, yrði ham­ingju­sam­ara.

Við erum hugs­andi ver­ur. Og hugsun er hreyf­ing.

Borg er til að ganga í, hjóla í, hreyfa sig í.

Við þurfum að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það vita all­ir. Aug­ljós­asta leiðin til þess í dag­legu lífi okkar er að auka brennslu hita­ein­inga. Við þurfum að hanna borg­irnar okkar – og vinnu­tíma – þannig að við getum hreyft okkur og hugs­að.

(Og ég er ekk­ert að grín­ast með þetta. Sjálfur vinn ég lang­best á göngu. Bæk­urnar mínar hef ég flestar samið gang­and­i.)

Borg er til að lág­marka bíla­um­ferð í

Það hefur verið magnað að koma aftur til Par­ísar (ég hef ekki verið í borg­inni frá því að heims­far­ald­ur­inn hóf­st) og sjá breyt­ing­arnar sem hér hafa orð­ið. Skyndi­lega er allt úti í reið­hjól­um. Og miklu, miklu færri bíl­ar. Þetta er engin til­vilj­un: borg­ar­yf­ir­völd hafa verið mjög grimm í að setja nýjar og strangar regl­ur. Til að mynda má tengda­faðir minn ekki lengur aka um á mót­or­hjól­inu sínu, það mengar of mik­ið. Hann keypti sér því raf­hjól.

Breyt­ingin er lygi­leg. Meng­unin hefur minnk­að. Manni líður bet­ur.

Bílar eru mögnuð upp­finn­ing sem hafa ein­faldað okkur líf­ið. En víða um heim eru borg­ar­yf­ir­völd að ráð­ast í mark­vissar aðgerðir til að fækka einka­bíl­um. Kannski er fram­tíð­ar­borgin ekki til að vera á bíl í.

Borg er til að skoða nátt­úru í

Borg og nátt­úra þurfa ekki að vera and­stæð­ur. Við Íslend­ingar skiljum þetta: við lifum í návígi við haf, fjöll, víð­átt­ur. En svona er það víð­ast hvar ekki.

Ég sé fram­tíð­ina hins vegar þannig fyrir mér: nátt­úran heldur aftur inn­reið sína í borgir úti um allan heim.

Borg er til að rúma allt mann­lífið í

Er auð­velt að kom­ast leiðar sinnar með barna­vagn? Gang­andi? Hjólandi? Í hjóla­stól? Fyrir hvern er borgin hönn­uð?

Borg er til að njóta menn­ingar í

Án menn­ingar breyt­ist borg í versl­un­ar­mið­stöð. Menn­ingin er kjarni mann­lífs­ins.

Borg er til að dást að feg­urð í

Um dag­inn laum­að­ist Cer­ise, konan mín, inn í húsa­sund til að virða fyrir sér arki­tekt­úr­inn. Þegar hún sneri aftur sagði hún upp­num­in: „Það er svo ein­kenni­legt hvernig nútíma­arki­tektar hafa algjör­lega snúið baki við skrauti í bygg­ing­ar­list.“ Og það er hár­rétt hjá henni. Ástæða þess að París heillar okkur enn eru meðal ann­ars allar gömlu og glæsi­legu bygg­ing­arnar sem hér hafa fengið að standa. Feg­urðin er mark­mið í sjálfu sér. Fólki, sem býr í fal­legri borg, líður betur en fólki sem býr í ljótu umhverfi. Við erum umhverfi okk­ar. Við þurfum að fjár­festa í feg­urð­inni.

Borg er til að eld­ast með reisn í

Borg er fyrir alla, – 0 til 120 ára. Ekki aðeins þá sem brosa ungir á aug­lýs­inga­skilt­um. Við þurfum fleiri „norna­hús“ og slíka mögu­leika til mót­vægis við elli­heim­ili.

Borg er til að ala upp börn í

Ég man hvað það fór í taug­arnar á mér úti í New York þegar ég ýtti á undan mér barna­vagni mán­uðum saman (meðan konan mín var í vinn­unni) og ég rak mig ítrekað á að ekk­ert var hannað með þarfir barna­vagns­flandrar­ans í huga.

Borg er til að ýta barna­vagni í.

Og borg er til að leika sér úti í. Við megum ekki mal­bika yfir hvern ein­asta blett. Ímynd­un­ar­afl barna þarfn­ast óreiðu. Þau þarfn­ast úti­svæða.

Borg er til að sjá óvænta hluti í

Um dag­inn var ég á göngu með syni mínum fram hjá Vals­svæð­inu þegar okkur mætti skemmti­leg sjón:

Yfir girð­ing­una sáum við út á fót­bolta­völl og í mark­inu öðrum megin stóð hnar­reistur og stæltur tjaldur en í mark­inu hinum megin fín­gerð og pen lóa.

Á milli þeirra, í gras­inu, lá hvítur fót­bolti.

Þetta fannst mér eft­ir­minni­leg sjón. Borgir eru til að sjá fugla spila fót­bolta í.

Borg er til að líða vel í

Borg á að styðja við allt það sem er mann­væn­legt og gerir okkur ham­ingju­söm. Borg á að byggja upp sam­fé­lag. Ann­ars er eng­inn til­gangur með henni.

Borg er til að hitt­ast í, til að spjalla saman í, til að lesa í, til að elskast í. Borg er til að kynn­ast í, ganga í, vinna í, læra, lifa og deyja í. Borg er til að láta sig dreyma í, til að hlæja og gráta í, til að eign­ast vini í, til að synda í og rölta í, baka og prjóna í, skrifa og hugsa í. Borg er eitt­hvað sem við erum öll saman í.

Borg er til að spegla sig í

Í nýj­ustu bók­inni minni, Stríði og klið, skrifa ég: Ef við byggjum á tungl­inu mundu hugur okkar og til­finn­ing­ar, ímynd­un­ar­afl og trú­ar­hug­myndir mót­ast af ber­ang­urs­legu og hrjóstr­ugu lands­lagi tungls­ins. Það sem er umhverfis okkur finnur sér nefni­lega líka stað innra með okk­ur. Borgir ættu að vera birt­ing­ar­mynd alls þess besta við mann­kynið og bera vott um sköp­un­ar­kraft okk­ar, aðlög­un­ar­getu, sið­menn­ingu. Eru borg­irnar okkar þannig nú árið 2021? Hvernig munu þær líta út árið 2121?

Borg er til að fara fýlu­ferð í

Eins og ég sagði: um dag­inn gekk ég sjö kíló­metra til að kaupa mér skrif­bækur en það var fýlu­ferð. Samt var það engin fýlu­ferð. Því að mér finnst gaman að ganga um borg­ina. Erindið er ekki alltaf aðal­at­rið­ið.

Ég gæti haldið svona áfram enda­laust. En ég held ég láti gott heita.

Það er kom­inn tími á næsta göngutúr ...

Grein­ar­höf­undur er rit­höf­und­ur, þýð­andi, bóka­út­gef­andi og gagn­rýn­andi.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar