Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun

Nú hefur kórónuveirufaraldurinn dregið fram í sviðsljósið hvaða fólk er sannkallað lykilstarfsfólk samfélagsins, skrifa forystukonur BSRB, ASÍ og BHM.

Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna er runn­inn upp en í rúma öld hefur 8. mars verið tákn­rænn fyrir bar­áttu kvenna fyrir bættum kjörum og lífs­að­stæð­um, og í seinni tíð fyrir bar­átt­una gegn ofbeldi og áreitni.

Bar­áttu­konur fyrri tíma veltu stein­inum af stað og fóru fram á að vinnu­fram­lag kvenna væri metið að verð­leik­um. Það er sorg­legt til þess að hugsa að kröfur kvenna um allan heim í dag séu í grófum dráttum þær sömu og þær voru fyrir meira en öld síð­an, það er að störf þeirra séu metin að verð­leikum og að vinnu­að­stæður séu mann­sæm­andi. Það er enn merki­legra þegar því er haldið fram að jafn­rétti muni ein­hvern vegin koma af sjálfu sér með tíð og tíma, enda sýnir sagan okkur að það er rangt.

Auglýsing

Lyk­il­fólkið í far­aldr­inum

Á hátíð­ar­stundum er stundum talað um mik­il­vægi starfs­stétta þar sem konur eru í meiri­hluta, gjarnan nefndar kvenna­stétt­ir. Nú hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn dregið fram í sviðs­ljósið hvaða fólk er sann­kallað lyk­il­starfs­fólk sam­fé­lags­ins. Það kom kannski sumum á óvart en ómissandi starfs­fólkið í okkar sam­fé­lagi er fólkið sem starfar í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu, lög­gæslu, skól­um, við ræst­ing­ar, í almenn­ings­sam­göng­um, mat­vöru­versl­unum og heim­send­ing­um.

Flest þess­ara starfa eiga tvennt sam­eig­in­legt. Meiri­hluti þeirra sem sinnir þeim er konur og þetta eru almennt lág­launa­störf. Heild­ar­laun þeirra eru lægri en laun sam­bæri­legra stétta þar sem karlar eru í meiri­hluta. Það að þessir hópar séu á lægri launum en sam­bæri­legir karla­hópar er ákvörð­un. Það er ekki eitt­hvað sem ger­ist af sjálfu sér. Þetta er ákvörðun stjórn­valda, ákvörðun atvinnu­rek­enda og ákvörðun sam­fé­lags í heild sinni. Kannski sprettur þessi ákvörðun af aðgerða­leysi eða skökku verð­mæta­mati sam­fé­lags­ins, en hún er engu að síður ákvörð­un. Þetta órétt­læti veldur því að stór hluti kvenna á vinnu­mark­aði nýtur ekki launa í sam­ræmi við fram­lag.

Hvaða fólk er það sem vinnur þessi störf? Þetta eru til dæmis kon­urnar sem hjúkra okkur þegar við veikj­um­st, ann­ast fólkið okkur á ævi­kvöld­inu, aðstoða fólk með fötl­un, starfa með og kenna börnum og ung­mennum og þrífa vinnu­stað­ina okk­ar. Þessar konur þurfa að lifa með þeirri stað­reynd að sam­fé­lagið van­metur kerf­is­bundið hversu krefj­andi og mik­il­væg störf þeirra eru.

Störfin eiga það sam­eig­in­legt að þar vinna konur í nánum per­sónu­legum sam­skiptum við fólk, sumt hvert í mjög við­kvæmum aðstæðum eða ástandi. Stundum með fólki sem ræður ekki sínum gjörð­um, áreitir þær kyn­ferð­is­lega eða beitir ann­ars­konar ofbeldi. Þessar konur búa við þá kröfu að þær eigi að hlaupa hratt þó að eitt af því mik­il­væg­asta sem þær geri í sínu starfi sé að gefa fólki tíma, sýna því hlýju, alúð og sam­kennd. Þær búa við lít­inn sveigj­an­leika í störf­um, geta ekki skroppið frá þó ástæður séu brýnar og hafa stundum ekki tíma til að grípa sér mat­ar­bita. Mögu­leikar á fram­þróun í starfi eru oft litlir og þar með mögu­leikar á að bæta kjör­in.

Eftir að vinnu­degi þess­ara kvenna lýkur liggja ekki eftir þær áþreif­an­leg verð­mæti. Þær byggja ekki hús, leggja ekki vegi og ávaxta ekki pen­inga, en án þeirra fram­lags til verð­mæta­sköp­unar myndi sam­fé­lagið okkar ein­fald­lega ekki ganga upp. Það sjáum við skýrar en nokkru sinni vegna heims­far­ald­urs­ins.

Tökum á grund­vallar mis­rétt­inu

Síð­ustu ár hefur ýmis­legt áunn­ist í jafn­rétt­is­málum en áherslan hefur verið á að leið­rétta launa­mun innan vinnu­staða, til dæmis með jafn­launa­staðl­in­um. Þó það sé góðra gjalda vert er jafn­launa­stað­all­inn ekki verk­færi sem tekur á því grund­vallar mis­rétti sem við­gengst í sam­fé­lag­inu, hann leið­réttir ekki skakkt verð­mæta­mat kvenna­stétta. Verk­efnið okkar er ekki bara að tryggja að konur og karlar í sömu störfum fái sömu laun. Við verðum að end­ur­meta frá grunni mik­il­vægi starfa sem stórar kvenna­stéttir sinna. Það er aug­ljóst öllum sem það vilja sjá að kvenna­stétt­irnar búa við verri kjör en aðrar stéttir með sam­bæri­legt álag, menntun og reynslu og það sættum við okkur ekki við leng­ur.

Það er engin ein ástæða fyrir því að vinnu­mark­að­ur­inn er kyn­skipt­ur. Ein af ástæð­unum eru hug­myndir okkar um hvað konur og karlar geti gert og eigi að vera að gera. Þær skoð­anir byggja flestar ómeð­vitað á við­horf­inu sem ríkti í sam­fé­lagi þar karlar voru fyr­ir­vinn­ur, þar sem konur máttu ekki mennta sig og máttu ekki kjósa, þegar konur áttu að sinna heim­ili og börnum í stað þess að vera á vinnu­mark­aði eins og karl­arn­ir. Áhuga­sviðið hefur líka áhrif og sú stað­reynd að konur bera enn meg­in­á­byrgð­ina á upp­eldi barna og heim­il­is­haldi.

Þetta eru ekki við­horf sem breyt­ast af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þeim og það gerum við með því að móta skýra stefnu um hvernig það verður gert og fylgja henni eftir með aðgerð­um.

Við­ur­kennum mis­réttið og breytum sam­fé­lag­inu

Sterk sam­fé­lög ráða við það verk­efni að end­ur­skoða fyrri ákvarð­anir og rétta kúr­s­inn af þegar fólk áttar sig á því að við erum ekki á réttri leið. Við getum ákveðið að stokka upp úrelt verð­mæta­mat sem varð til í sam­fé­lagi fyrri tíma og gefa upp á nýtt. Við getum sem sam­fé­lag ákveðið að meta færni, ábyrgð, starfs­skil­yrði og álag ólíkra starfa óháð því hvað starfað er við.

Heims­far­ald­ur­inn hefur varpað skýru ljósi á mik­il­vægi starfa stórra kvenna­stétta. Nýtum þessa reynslu til nauð­syn­legra umbóta. Horf­umst í augu við mis­rétti á vinnu­mark­aði og gerum þær breyt­ingar sem þarf til að við getum kallað okkur nútíma­legt sam­fé­lag. Við skorum á ykkur öll að taka þátt í því að rétta sam­fé­lags­gerð­ina okkar við. Vinnum öll að jafn­rétti, sam­an.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ, Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir for­maður BSRB og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir for­maður BHM.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar