Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, skrifar um skilvirkni í nýtingu jarðvarma, sem hann segir á skorta hérlendis.

Auglýsing

Íslend­ingar eru mjög stoltir af hita­veitum lands­ins og mega aldeilis vera það. Þær voru reistar af miklum mynd­ar­skap á sínum tíma og jarð­varm­inn hefur bætt lífs­gæði íslend­inga gríð­ar­lega. For­sjálni hefur hins vegar ekki gætt við stýr­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Vissu­lega hafa verið gefnir út bæk­lingar um góða hita­menn­ingu og æski­lega hegðun íbúa. En und­an­farið hafa orku­veit­endur kvartað og skamm­ast yfir fyr­ir­hyggju­leysi almúg­ans: „Allt of margir með heita potta“ og „því­lík sóun að hita upp götur og stétt­ar.....“. En er gagn­legt að skamma not­end­ur? Pott­arnir eru komnir og hver og einn getur ekk­ert gert að því að aðrir fengu sér pott.

Vand­inn

Stefán Arn­órs­son pró­fessor emeritus lýsir í þessu við­tali hluta vand­ans. Var­kárni og fag­mennsku er áfátt við mat og beislun jarð­hit­ans. Jarð­hita­auð­lindin er ekki óþrjót­andi, vatnið streymir ekki fram við­stöðu­laust, alltaf jafn­heitt.

Hita­stigið skiptir máli

Fyrir nokkru fékk ég háan bak­reikn­ing frá hita­veit­unni. Við eft­ir­grennslan komst ég m.a. að því að heita vatnið inn í húsið var mun kald­ara en ég bjóst við, 67-72°C í stað 80°C. Margir grannar mínir höfðu svip­aða sögu að segja. Því lægra sem hita­stigið er, því fleiri rúmmetra vatns þarftu á ofn­ana til að hita upp sama rými. Og eins og Stefán ræð­ir: Mikil ásókn í heitt vatn tæmir að end­ingu námuna, var­mann. Því meira vatn sem tekið er því hraðar lækkar hita­stig­ið. Það er mik­il­vægt að fara betur með, nota til þess vel aðgengi­legan búnað og tækni. Gott er líka að hafa í huga að því kald­ari sem rúmmetr­inn er því dýr­ari er hann. Ekki er óvar­legt að selj­endur heita (kalda) vatns­ins lendi í freistni­vanda.

Auglýsing

Skil­virk nýt­ing orku og vatns

Evr­ópu­banda­lagið hefur lengi beitt sér fyrir orku­sparn­aði, m.a. við upp­hitun hús­næðis og vatns­sparn­að. Íslend­ingar taka illu heilli ekki þátt í þess­ari fram­þró­un. Aug­ljós leið er aukin ein­angrun húsa. Í Þýska­landi styrkja stjórn­völd eig­endur eldri húsa til að ein­angra hús sín, skatta­af­slættir eru gefnir á orku­spar­andi bún­aði og við­eig­andi ráð­gjöf fæst á góðu verði. Skilj­an­lega er ekki ein­falt fyrir „hvern sem er“ að fara í hús­næð­isum­bæt­ur, og sér­þekk­ing nauð­syn­leg. Tækni og bún­aður til að hámarka orku­nýt­ingu (orku­skil­virkni) hefur verið þró­aður ára­tugum sam­an. Öll þekkjum við til spar­samra bíla, en okkur hefur ekki verið boðin tækni sem minnkar heita­vatns­só­un. Þýsk stjórn­völd nýta ýmsa hvata til að örva fram­þróun á svið­inu, auk styrkja til nýskapenda og fram­leið­enda er við­hald iðn- og tækni­mennt­unar gott.

Sam­svar­andi aðgerðir hér myndu leiða til betri nýt­ingar orku og vatns, minna álagi á jarð­hita­auð­lind­ina, minni eyði­legg­ingar nátt­úru­svæða og styrk­ingar inn­viða.

Íslenskar aðstæður

Að mörgu leyti eru aðstæður eins­leitar og ein­faldar hér á landi og stjórn­völd og veitur í góðri stöðu. Á jarð­hita­svæðum skipta flestir eða allir við sömu veit­una. Stefnu­mótun og sam­ræm­ing er því með ein­fald­ara móti. Ekki þarf aðlögun að mörgum veitu­gerðum (gas, olía, raf­magn), stríð og önnur óáran hefur óveru­leg áhrif á verð o.s.frv.

Því miður er ég ekki sér­fræð­ingur í skil­virkri nýt­ingu jarð­hita. Stefán Arn­órs­son nefnir vöntun á sér­þekk­ingu við beislun jarð­hit­ans, en hana vantar einnig við að hámarka nýt­ingu hans. Aðgengi að fræðslu­efni um orku­sparnað við upp­hitun hús­næðis er að því er virð­ist óþrjót­andi í Þýska­landi, sumt er not­hæft hér. Til dæmis þarf vatnið í gólf­hita­kerfi ekki að vera jafn­heitt og í ofna­kerfi til að ná sömu upp­hitun hús­næð­is. Af hverju að henda lág­hit­anum (í frá­veitu) ef hann kemur að sömu not­um? Við þurfum fræðslu og í nútíma­þjóð­fé­lagi er fólk vant að hafa alls kyns val­mögu­leika, enda þarf­irnar mis­mun­andi. Svo er land­inn sólg­inn í tækniný­ung­ar. Flestir njóta pott­anna betur umvönd­un­ar­laust. Hvað seg­iði um snjallar stýr­ing­ar? Og er ekki upp­lagt að nota afgangs­var­mann úr ofna­kerf­inu í næstu íbúð (gólf­hit­i), í sól­skála eða stéttar sem verða þá örugg­ari í frosti? Ein­falt ætti að vera að tryggja betri ein­angrun nýrra húsa og við­eig­andi loftun með reglu­gerð og svo fram­veg­is....

Óskyn­sam­legt er að láta not­endur eina um að minnka varma­notk­un. Almenn­ingur á nóg með að sætta sig við gríð­ar­lega erf­ið­leika í heil­brg­iðis­kerf­inu, dýran mat og hús­næði, van­fjár­mögnun fang­elsa, nálægt stríð og tor­ræðar lofts­lags­ham­far­ir, svo fátt eitt sé nefnt. Það þarf ekki að ýta þeim í að vera kalt á vet­urna. Mun almenni­legra er að íslensk stjórn­völd og veitu­fyr­ir­tæki stýri nauð­syn­legum umbót­um, stór­bæti auð­linda­nýt­ingu. Og það er vel hægt.

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar