Loftslagsmál og vinnutími: Tækifæri til breytinga

Guðmundur D. Haraldsson segir að kerfisbundnar breytingar á lífsháttum okkar eins séu mikilvægar til að auka líkurnar á betra lífi í framtíðinni. Það sé verkefni samfélagsins alls að tryggja að svo verði – og annarra samfélaga líka.

Auglýsing

Það er orðið alger­lega ljóst að lofts­lags­breyt­ingar eru raun­veru­leg­ar, að þær stefna öryggi og afkomu mann­kyns­ins í veru­lega hættu, að þær eru orsak­aðar af hegðun mann­skepn­unn­ar, og að aðgerða er þörf. En hvaða aðgerðir eiga það að vera?

Skoðum fyrst hver vand­inn er. Í skýrslu Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar frá árinu 2018 er stað­hæft að hlýnun lofts­lags­ins um 1,0°C frá því fyrir iðn­bylt­ingu sé stað­reynd, þetta sé eitt­hvað sem við verðum að búa við. Lögð er áhersla á að fari hlýn­unin yfir 1,5°C myndi hún samt halda áfram að aukast jafn­vel þótt losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda myndi stöðvast á næstu árum eða ára­tugum – ástæðan fyrir þessu eru ýmsir ferlar í nátt­úr­unni sem ekki verða stöðv­að­ir, svo sem bráðnun jökla og sífreðis. Því fyrr sem mann­kynið grípur til aðgerða til að draga úr losun þess­ara loft­teg­unda, því betra – það er hins vegar ekki raun­in, því los­unin heldur áfram að aukast, ár frá ári, eins og er stað­fest í nýj­ustu skýrslu Milli­ríkja­nefnd­ar­innar frá 2022. Þar er rakið að við séum langt frá því einu sinni að byrja að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda: Talið er að 17% heild­ar­los­unar koltví­sýr­ings (CO2) – mik­il­væg­ustu gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ar­innar – frá 1850 til 2019 hafi átt sér stað á aðeins níu árum, frá 2010 til 2019. Í þess­ari nýj­ustu skýrslu er talið lík­legt að hlýn­unin fari yfir 1,5°C. 

Afleið­ing­arnar af hlýnun jarðar verða gríð­ar­leg­ar, og höfum í huga að þær munu birt­ast á líf­tíma þeirra sem þetta lesa – við erum ekki að tala um breyt­ingar sem aðeins börnin okkar og barna­börn verða að taka á og lifa við, heldur líka við sjálf, sem full­orðin erum. Um er að ræða mikla aukn­ingu á úrkomu á sumum svæð­um, aukn­ingu á þurrkum á öðrum, aukn­ingu á hita­stigi á sum­um, lækkun á öðr­um. Einnig verða veð­urofsar lík­legri. Þá mun mikið land sökkva undir sjó, en meðal ann­ars eru nokkrar stór­borgir í mik­illi hættu vegna þessa sem og margar eyj­ar. Einnig munu mörg vist­kerfi – sem hjálpa til við að halda uppi lífi á plánet­unni, þar á með talið okkur sjálfum – vera í mik­illi hættu sem og margar dýra­teg­und­ir. Land­bún­aður mun verða erf­ið­ari á vissum svæð­um. Svona mætti áfram telja. Eftir því sem lengra líður þar til tekið er í taumana, því erf­ið­ara verður að afstýra þessum afleið­ing­um, og þeim mun erf­ið­ara verður að lifa mann­sæm­andi lífi á jörð­inni.

Afleið­ing­arnar af lofts­lags­breyt­ingum munu ekki dreifast jafnt yfir mann­kyn­ið, og þær munu ná til Íslands líka. Við okkur og okkar heims­hluta mun einnig blasa mik­ill flótta­manna­straum­ur, mun stærri en við höfum séð hingað til.

Að koma í veg fyrir að jafn illa fari – eða enn verr – og Milli­ríkja­nefndin varar við, er lík­lega eitt stærsta við­fangs­efni sem blasað hefur við mann­kyn­inu, við­fangs­efni sem mann­kynið getur haft ein­hver áhrif á, í það minnsta. Og tím­inn sem við höfum er stutt­ur, hann er mældum í árum, en ekki ára­tug­um, því áhrifin af lofts­lags­breyt­ingum eru farin að birt­ast okk­ur.

Hvað skal gera?

Aug­ljóst er að stefna verður að mik­illi og hraðri minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, og skilj­an­lega líta þar margir til tækni­legra lausna. Mikið starf verið unnið víða í Evr­ópu, m.a. með upp­setn­ingu á sól­ar­orku­speglum og vind­myll­um. Þetta er samt engan veg­inn nóg, því los­unin á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum heldur áfram að aukast – líka á Ísland­i. 

Líta margir von­góðir til tækni sem tekur gróð­ur­húsa­loft­teg­undir úr and­rúms­loft­inu og dælir niður í jörð­ina þar sem þær bindast, en þessi tækni er á algeru frum­stigi. Auk­in­heldur er óljóst hvernig þessi tækni á að geta hamið alla þá gríð­ar­legu losun sem við stöndum fyr­ir, því tæknin er afkasta­lítil í sam­an­burði við los­un­ina. 

Auglýsing
Það eru til leiðir sem við eigum líka að líta til – í bland við tækni­legar leiðir –, leiðir sem fela í sér breyt­ingu á hegðun okkar og mark­miðum okkar sem sam­fé­lags. Ein sú leið er að draga úr neyslu fram­tíð­ar­inn­ar, en öll okkar neysla, alveg sama hvaða form hún tek­ur, felur í sér losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda – sama hvort það er kaup eða akstur á bíl, kaup á varn­ingi, utan­lands­ferð­ir, fram­leiðsla á mat, eða byggja hús. Allt þetta felur í sér losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum vegna flutn­inga, vinnslu úr jörðu, fram­leiðslu og svo fram­veg­is. Vel­flestar okkar athafnir valda raunar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, og því meira sem við stundum af þessum athöfn­um, því meira er los­að.

Ég á við að hættum að auka neyslu stöðugt inn í fram­tíð­ina og veljum heldur svip­aða eða minni neyslu, en í stað­inn vinnum minna. Þetta yrði þróun yfir langan tíma í ríkum sam­fé­lög­um. Þessi hug­mynd er svo sem ekki ný og ekki bein­línis mín held­ur; hag­fræð­ing­ur­inn Tim Jackson lagði þessa leið til í bók­inni Prosperity wit­hout growth, sem kom út árið 2009 og var gefin út í nýrri útgáfu 2017, en sú bók rekur meðal ann­ars hvernig sífellt aukið fram­boð á vörum og þjón­ustu – hag­vöxtur – gagn­ast lítið sam­fé­lögum sem hafa náð vissu stigi hag­sældar – ríkum sam­fé­lögum –, og hvernig hag­vöxtur hefur leitt til þess mikla vanda sem blasir við í umhverf­is­mál­un­um. Hann fjallar raunar nokkuð ítar­lega um tengslin milli síauk­innar neyslu og lofts­lags­breyt­inga, en einnig ofnýt­ingu auð­linda, sem ekki fær mikla athygli í umræð­unni. Jackson setur þetta allt fram með skipu­lögðum og ígrund­uðum hætti.

Meg­in­hug­myndin er þessi: Í stað þess að vinna og vinna, og neyta og neyta í síauknum mæli, sem svo veldur umhverf­is­spjöllum og dregur úr mögu­leikum okkar til að lifa góðu lífi til lengri tíma litið (m.a. vegna lofts­lags­breyt­inga), þá eigum við að vinna minna, neyta ámóta mikið eða (eitt­hvað) minna, nýta hluti mun betur og leng­ur, end­ur­vinna meira og verja meiri tíma í áhuga­mál og með vinum og fjöl­skyldu, enda veitir þetta síð­ast­nefnda okkur mun meiri ánægju en sífelld neysla. Og ánægju sem varir leng­ur. Og lyk­ill­inn að þessu er að nýta aukna fram­tíðar fram­leiðni hag­kerf­is­ins í að draga úr vinnu­stund­um.

Og rökin fyrir því að síaukin neysla auki ekki ánægju, né heldur lífs­gæði, eru veiga­mik­il: Jackson rekur hvernig síaukin neysla eykur ekki ham­ingju, lífslík­ur, né dregur úr ung­barna­dauða (allt klass­ísk ein­kenni auk­innar hag­sæld­ar), eftir að vissu stigi neyslu er náð – Ísland og skand­in­av­ísk ríki hafa náð þessu stigi. Eitt mark­mið okkar sem sam­fé­lags hlýtur að vera að njóta lífs­ins og líða vel, en það er öruggt að síaukin neysla í okkar sam­fé­lagi er ekki rétta leiðin til þess. Juliet Schor, banda­rískur hag­fræð­ingur og félags­fræð­ing­ur, hefur bent á það sama í sínum skrif­um. Þá má gera ráð fyrir því að síaukin neysla sem eykur á lofts­lags­breyt­ingar muni gera lífið verra, ekki betra, fyrir marga. 

Fjöl­margt mælir þannig gegn síauk­inni neyslu í ríkum sam­fé­lög­um. Spurn­ingin sem hlýtur að vakna er hvernig þetta eigi mögu­lega að geta gengið upp, hvernig getum við gert nokkuð eins og að hætta að auka sífellt neyslu, án þess að það skerði lífs­gæði okk­ar, og jafn­framt hafi jákvæð áhrif á lofts­lags­breyt­ing­ar? Yrðu ein­hver jákvæð áhrif á okkur sjálf af því?

Þrjár leiðir til breyt­inga

Ég ætla hér að leggja til þrjár leið­ir, sem myndu hjálpa okkur hér á Íslandi að draga úr vinnu og neyslu fram­tíð­ar, þótt þær geri það með ólíkum hætti. Þessar leiðir munu ekki bjarga okkur frá lofts­lags­breyt­ing­um, mengun og ofnýt­ingu auð­linda því til þess mun fjöl­margt annað þurfa að breyt­ast líka. Þær myndu hins vegar hjálpa mikið til, en einnig auka frelsi og lífs­gæði venju­legs, vinn­andi fólks. Önnur lönd gætu þurft að fara aðrar leiðir til að ná fram þessu sama.

Fyrir það fyrsta, þá verður að draga úr ójöfn­uði, því ójöfn­uður ýtir undir gegnd­ar­lausa neyslu, neyslu sem er ein­göngu til þess fallin að sýna öðrum fram á „ríki­dæmi“ sitt, en þegar varn­ing­ur­inn er ekki nógu „fínn“ lengur – eða aðrir eru búnir að eign­ast það sama – er honum komið fyrir í geymslum og loks hent. Er þá það nýjasta keypt í stað­inn. Það er ekki ein­göngu ofur­ríkt fólk sem þetta ger­ir, heldur tökum við flest þátt í þessu með einum eða öðrum hætti, og mark­aðs­öflin – aug­lýsend­ur, fram­leið­endur og fleira – nýta sér þetta til að selja okkur varn­ing sem á að færa okkur nær stöðu náung­ans sem við berum okkur saman við. Enda­laus kaup á nýjum far­símum er dæmi um þetta, svo og þegar fólk skiptir út ísskápnum sínum því hann er ekki í þeim lit eða stíl sem er í tísku þá stund­ina – þau ofur­ríku kaupa sér einka­þotu eða tvær. Ójöfn­uður ýtir undir kapp­hlaup um að vinna sem mest, til að hafa efni á nýj­ustu tískunni, sem verður fljótt úrelt.

Þessi hegðun hefur gríð­ar­leg áhrif á umhverf­ið, sem við erum svo háð til að geta lifað á þess­ari jörð. Höfum í huga að mark­aðs­öflin reyna að stýra því hverju sinni hvað er í tísku, til að fá okkur til að kaupa nýtt, og þannig er kapp­hlaupið drifið áfram. 

Ójöfn­uður hefur líka ann­ars konar áhrif á sam­fé­lögin okk­ar: Rann­sóknir hafa sýnt að ójöfn­uður hefur nei­kvæð áhrif á traust innan sam­fé­laga, nei­kvæð áhrif á jafn­rétti kynj­anna, dregur úr lífslík­um, eykur lík­urnar á offitu, dregur úr mögu­leikum fólks til að mennta sig, og ýmis­legt fleira. Þetta sýna fjöl­margar rann­sóknir sem hafa verið teknar saman í bók­inni The Spi­rit Level eftir Ric­hard Wilk­in­son og Kate Pickett. Ójöfn­uður grefur undan sátt innan sam­fé­laga, eykur sam­keppni milli fólks og eykur streitu. Allt þetta dregur úr lífs­gleði og getu sam­fé­laga til að vinna saman og hefur þar með nei­kvæð áhrif á stjórn­málin þannig að þau ná síður að leysa brýn vanda­mál sam­fé­lags­ins.

Það er þannig mik­il­vægt að takast á við ójöfn­uð, því hann er sjálf­stætt vanda­mál sem ýtir undir meng­un, lofts­lags­breyt­ingar og dregur auk­in­heldur úr lífs­gæð­um. Ójöfn­uður er póli­tískt við­fangs­efni, sem sést best á því að hann má minnka eða auka með breyt­ingum á skatt­kerf­unum okkar – hann eykst þegar efna­fólk og stór­fyr­ir­tæki eru skatt­lögð minna, en minnkar þegar þessir hópar eru skatt­lagðir meira. Ójöfn­uður eykst líka þegar þau efna­minnstu eru skatt­lögð meira. Og ójöfn­uður er sann­ar­lega raunin á Íslandi, þótt hann sé ekki jafn ýktur og í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, en okkar ójöfn­uður hefur þó farið vax­andi á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Um það hafa Stefán Ólafs­son og Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­son fjallað ítar­lega í bók­inni Ójöfn­uður á Íslandi.

En það er ekki nóg að taka á ójöfn­uði, því það verður líka að huga beint að mögu­leikum fólks til að hafa áhrif á eigin vinnu, og um það fjallar önnur leið til að við getum farið að vinna minna og neyta minna. Á Íslandi er raunin sú, að vinn­andi fólk hefur til­tölu­lega lítil völd yfir því hvað það vinnur mikið – flestir vinna fullt starf, af því að það er það eina sem býð­st, eða vegna þess að það er það sem fólk þarf til að geta lif­að. Atvinnu­rek­endur hafa það í hendi sér að neita fólki um að vinna hluta­starf, jafn­vel í þeim til­fellum þar sem tekj­urnar af hluta­starfi myndu duga til að lifa og fólk vill vinna hluta­starf. Starfs­hlut­fall er ein­fald­lega sam­komu­lag milli laun­þega og atvinnu­rek­enda, ef annar aðil­inn er ósáttur er ekk­ert sam­komu­lag, og í sam­fé­lagi þar sem lang­flestir vinna fullt starf (75%), getur reynst erfitt að vinna gegn ríkj­andi venj­um.

Að vísu er í gildi samn­ingur á íslenskum vinnu­mark­aði sem á að tryggja laun­þegum sem vinna hluta­störf viss rétt­indi og vernd til að vinna þau, en það nær ekki lengra en svo að flug­fé­lag á Íslandi ákvað að bjóða flug­freyjum sínum og -þjónum í hluta­starfi að segja upp eða fara í fullt starf sé við­kom­andi undir 55 ára aldri. Það var svo stað­fest af Félags­dómi, einum af dóm­stólum lands­ins, að þetta mætti gera. Slíkt sam­komu­lag er því varla mik­ils virði, því mið­ur. Það verður því að setja góð lög.

Í Hollandi eru lög sem tryggja jafnan rétt þeirra sem vinna hluta­störf á við aðra hvað varðar atvinnu­ör­yggi, stöðu­hækk­an­ir, launa­hækk­anir og svo fram­veg­is. En einnig, og þetta er lyk­il­at­riði, þá tryggja lögin fólki þann rétt að velja sér starfs­hlut­fall, jafn­vel þótt atvinnu­rek­and­anum kunni að virð­ast það óþægi­legt. Við eigum að taka upp lög sem þessi til að tryggja í sessi þennan rétt og gera fólki raun­veru­lega kleift að velja sér starfs­hlut­fall. Hug­veitan Autonomy hefur bent á að rétt­ur­inn til hluta­starfs sé nauð­syn­legur fyrir fram­tíð­ar­þróun vinnu­mark­að­ar­ins. Höfum í huga að rann­sóknir sýna að fólk sem vinnur minna veldur minna álagi á nátt­úr­una, á auð­veld­ara með að sam­ræma vinnu og einka­líf og þar fram eftir göt­un­um.

Auglýsing
Rannsóknir benda einnig til að fólk sem velur að vinna minna sé ánægð­ara með lífið en aðrir og að sú ánægja vari til lengd­ar, ólíkt ánægj­unni sem hlýst af auk­inni neyslu, sem varir stutt. Ánægjan af því að eiga meiri frí­tíma og tíma með öðrum varir jafn­vel þótt aðrir öðlist mögu­leik­ann til þess sama, ólíkt því sem ger­ist þegar neyslan eykst og aðrir auka neysl­una líka, en þá hverfur ánægjan af auk­inni neyslu hratt. Það eru því rík rök fyrir því að tryggja fólki rétt­inn til að vinna hluta­starf.

Loks er það þriðja leið­in, mögu­lega sú tækni­leg­asta af þeim öll­um. Hún felst í því að nýta aukna fram­leiðni – aukin fram­leiðni er getan til að búa til meira af vörum eða veita meiri þjón­ustu á hverri vinnu­stund – til að draga úr vinnu­tíma í fram­tíð­inni, fremur en að búa til meira af vörum eða veita meiri þjón­ustu. Með því móti, heilt yfir, getum við unnið minna án þess að fórna núver­andi vel­sæld og lífs­gæð­um, en jafn­framt öðl­ast meiri lífs­gæði með fækkun vinnu­stunda og auknum frí­tíma og tíma með öðru fólki. Þetta er leið sem hag­fræð­ing­arnir Tim Jackson og Juliet Schor hafa lagt til, en leiðin felur ekki aðeins í sér minni tíma til vinnu, heldur einnig að neyslu­aukn­ing fram­tíð­ar­innar er ham­in, sem þýðir að losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum eykst ekki og bæði mengun og ofnýt­ing auð­linda hætta að aukast (að öllu öðru óbreytt­u). Útfærslan getur verið með ýmsum hætti, t.d. með styttri vinnu­degi eða styttri vinnu­viku í stað launa­hækk­ana, eða með lengra sum­ar­fríi. Einnig mætti hugsa sér upp­töku vetr­ar­frís. Þetta er allt vel mögu­legt og hefur í reynd verið gert áður, en í smærri skömmtum og ekki á kerf­is­bund­inn hátt til langs tíma eins hér er átt við. 

Þessar þrjár leiðir í sam­ein­ingu myndu hafa mikil áhrif til góðs í okkar sam­fé­lagi og öðrum ríkum sam­fé­lög­um. Sam­keppni í neyslu myndi minn­ka, sóun myndi drag­ast sam­an, vellíðan myndi aukast og félags­líf heilt yfir aukast og styrkj­ast. Traust myndi aukast og vinnu­tími myndi stytt­ast. Áhrifin á lofts­lags­breyt­ingar yrðu jákvæð, því losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda myndi ýmist drag­ast saman eða hætta að aukast af okkar hendi.

Hér að framan hefur fyrst og fremst verið ein­blínt á lofts­lags­breyt­ingar og við­brögð við þeim. En við okkur blasir einnig tvenns konar vandi af öðrum toga sem er ekk­ert minna alvar­legur en lofts­lags­breyt­ing­ar: Ofnýt­ing auð­linda jarðar líkt og imprað var á áður – ofnýt­ing ýmissa fágætra málma, til dæmis – og nið­ur­brot vist­kerfa – sem kemur til vegna þess að mann­kynið hefur lagt undir sig æ meira land til hús­bygg­inga, land­bún­aðar og iðn­aðar af ýmsu tagi, auk notk­unar efna í stórum stíl. Þessi vandi fær engan veg­inn sömu athygli og lofts­lags­breyt­ing­ar, en vist­kerf­is­hag­fræð­ingar hafa þó bent á að þessi vandi verði minni og við­ráð­an­legri ef sams konar aðferðum yrði beitt og hér hefur verið fjallað um.

Nokkur orð um efa­semdir og ein­stak­lings­hyggju

Í hugum margra sem lesa þessar línur kunna að leyn­ast efa­semd­ir: „Hvernig í ósköp­unum á að vera hægt að fá fólk til að neyta minna? Hvers vegna ætti fólk að taka upp á því að vinna minna? Og hvernig á fólk sem hefur ekki nóg nú þegar að geta unnið skem­ur?“ er kannski spurt. Þetta eru allt gildar spurn­ing­ar, en þær byggja allar á því að við séum öll ein­stak­lingar sem tökum ákvarð­an­ir, hvert fyrir sig, og að við séum ekki með­limir í sam­fé­lagi sem hefur gríð­ar­leg áhrif á okkur öll.

Raunin er sú að við öll verðum fyrir miklum áhrifum frá umhverf­inu okkar – aug­lýs­ing­um, áróðri, hug­myndum sem við berum með okkur og fáum frá öðrum – en líka af efna­hags­legum mæli­kvörðum (verði, verð­lagi, þenslu í hag­kerf­in­u). Það er í raun og veru þetta sem hefur lang­mest áhrif á hegðun fólks, og þetta eru allt áhrif frá sam­fé­lag­inu. Ákvarð­anir fólks eru sjaldn­ast teknar í tóma­rúmi: Fólk, sem ákvað að henda stí­heilum ísskápum vegna þess að þeir voru ekki í lit sem tískan leyfði og ýtti und­ir, var ræki­lega undir áhrifum sam­fé­lags­ins, og það sama á við um fólk sem vinnur yfir­vinnu til að geta slakað á seinna á Ítal­íu. Það er rangt að hugsa um ákvarð­anir fólks sem varða neyslu sem ákvarð­anir teknar í tóma­rúmi af ein­stak­ling­um, og að fólk „verði bara“ að breyta hegðun sinni. Raun­veru­leik­inn er sá að við erum hjarð­dýr sem hegðum okkur í sam­ræmi við við­teknar venjur og tísku­strauma hvers tíma að mörgu leyti (en ekki öllu leyt­i). Lofts­lags­breyt­ingar eru þannig sam­eig­in­legur vandi, kom­inn til vegna sam­eig­in­legrar hegð­unar okk­ar.

Það þarf því að hugsa um hegðun og ákvarð­anir fólks í sam­hengi við sam­fé­lag þess. Í okkar sam­fé­lagi eru yfir­drifin næg efni, við höfum úr nægu að bíta og brenna, miklu af því er sóað, auk þess sem margt af því er neysla sem allir sjá að er vit­leysa. Úr þessu má draga og vinna minna einnig. Þau sem búa við skort í okkar sam­fé­lagi er fólk sem verður fyrir barð­inu á þeirri mis­skipt­ingu sem við búum við, henni má snúa við, eins og dæmin sýna. Það sem þarf til að fólk neyti minna og vinni minna eru hvatar til minni neyslu, rétt­indi til hluta­starfa, breytt nýt­ing auk­innar fram­leiðni, og menn­ing sem gefur til kynna að það sé í lagi að vinna minna en aðr­ir. Engin vald­beit­ing er nauð­syn­leg til þess, enda viljum við búa í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Fólk sem vill vinna mikið fengi áfram að gera það óáreitt, enda réttur þess og frelsi að gera það.

Engin ein leið er til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar eða að koma í veg fyrir að við mengum jörð­ina þannig að hún verði ill­byggi­leg, til þess þarf að bregð­ast við á ýmsan hátt og þar er minni neysla – eða í það minnsta að neysla haldi ekki áfram að aukast – lyk­il­at­riði, einkum meðal efn­aðra sam­fé­laga eins og okk­ar. Og þar með getum við líka unnið minna, enda er ekki ástæða til að vinna fyrir skrani sem er hent næsta fljót­lega, en öllu meiri ástæða er hins vegar að njóta þess að eiga meiri tíma með fjöl­skyld­unni og sinna áhuga­mál­un­um. Tækni­legar lausnir myndu styðja við breyt­ingar á hegðun eins og þessar til að leysa loft­lags­vand­ann og öfugt.

Sum sem lesa þennan pistil kunna að velta fyrir sér hvort Ísland hrapi ekki í fátækt við að draga úr vinnu og með því að nýta fram­leiðni á þann hátt sem hér hefur verið lýst. Myndi það ekki steypa okkur í fátækt að hag­vöxtur auk­ist ekki jafn mikið og áður? Svarið við þessu er nei­kvætt, enda munum við halda áfram að vinna, búa til hluti og veita þjón­ustu. Hugs­an­lega myndi neyslan eitt­hvað drag­ast saman – við megum við því sem heild –, en mjög lík­lega myndi hún aukast lít­il­lega eða standa í stað til lengri tíma lit­ið. Við myndum auð­vitað halda áfram að vinna og neyta. Við verðum þannig ekki ekki sjálf­krafa fátæk. Við myndum hins vegar auka lífs­gæði okkar á öðrum sviðum utan neyslu­kapp­hlaups­ins kerf­is­bundið – svo sem hvað varðar félags­leg tengsl milli fólks, áhuga­mál og svo fram­veg­is. 

Auglýsing
Önnur myndu kannski hafa áhyggjur af því að fyr­ir­tækin yrðu varla starf­hæf ef við beinum fram­leiðni inn á aðrar brautir – myndu þau ekki verða gjald­þrota öll, hverfa? Það er ekki svo: Fyr­ir­tækin þyrftu að beita fyrir sér nýj­ustu tækni í sinni starf­semi, til að auka fram­leiðni sína og hagn­ast. Hvat­inn til að auka fram­leiðni fyr­ir­tækj­anna væri raunar enn meiri í sam­fé­lagi sem tekur til þess­ara ráða en við þekkjum í dag, enda myndi vinnu­tím­inn stytt­ast jafnt og þétt. Þetta gæti því jafn­vel verið lyfti­stöng fyrir fyr­ir­tæk­in, jákvæður hvati. Það myndi líka tryggja að sam­keppn­is­staða inn­lendra fyr­ir­tækja gagn­vart erlendum fyr­ir­tækjum myndi efl­ast.

Sum spyrja sig kannski af hverju við ein ættum að fara hefja veg­ferð eins og þessa. Af hverju Ísland? Ísland er í kjörað­stöðu vegna smæðar sinn­ar, hag­sældar og skipu­lags sam­fé­lags­ins. Ísland er einnig með sterkt net stétt­ar­fé­laga og öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi. Neysla er einnig mjög mik­il. Jafn­framt höfum við á und­an­förnum árum tekið skref í átt til styttri vinnu­viku – með ágætum árangri og vitað er að áhugi er fyrir meiri stytt­ingu í sam­fé­lag­inu. En Ísland yrði aldrei eitt lengi; við gætum hins vegar verið í far­ar­broddi þessar þró­unar sem önnur lönd læra af og elta.

Kerf­is­bundnar breyt­ingar á lífs­háttum okkar eins og hér hefur verið lýst eru mik­il­vægar til að auka lík­urnar á betra lífi í fram­tíð­inni. Það er verk­efni sam­fé­lags­ins alls að tryggja að svo verði – og ann­arra sam­fé­laga líka. Það er því mik­il­vægt að stjórn­mála­leg umræða þró­ist í þessa átt og von­andi að umræðan þró­ist þannig á kom­andi miss­erum að fyrstu skrefin í átt að breyt­ingum megi taka sem fyrst. Við þurfum að ræða leiðir eins og þær sem hér hafa verið reif­aðar sem okkar fram­lag til að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Öldu, félagi um sjálf­bærni og lýð­ræði. Hann er með BSc gráðu í sál­fræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í Cognitive & Decision Sci­ences frá Uni­versity Col­lege London.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar