Með samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM vonast eldra fólk eftir betri tíð

Eldra fólk lítur ekki á sig sem sérréttindahóp, skrifar Þorbjörn Guðmundsson. Það sem brennur á því er skortur á fjárhagslegu öryggi og fjölbreyttum búsetuformum sem tryggi öryggi og samveru.

Auglýsing

Sú ánægju­lega þróun hefur átt sér stað á Íslandi að sífellt fleiri ná því að verða 67 ára og eldri. Margt bendir til að þessi þróun haldi áfram og fleiri og fleiri ná því að verða 90 ára og eldri. Það er full ástæða til að gleðj­ast yfir þessum árangri sem má þakka miklum félags­legum umbótum og fram­förum í lækna­vís­ind­um. Stundum fær maður á til­finn­ing­una að stjórn­völd skynji þetta sem ógn en ekki tákn um góðan árang­ur. Sinnu­leysi stjórn­valda til langs tíma hefur leitt til þess að við erum ekki nægj­an­lega vel búin undir þær sam­fé­lags­legu breyt­ingar sem fylgir því að hlut­fall eldra fólk fer stækk­andi.

Eldra fólk lítur ekki á sig sem sér­rétt­inda­hóp sem eigi rétt umfram aðra í sam­fé­lag­inu en gerir kröfu til að sam­fé­lags­formið taki mið af þeirri ein­földu stað­reynd að eldra fólki fer fjölg­andi og það kallar á nýjar áherslur bæði í þjón­ustu og skipu­lags­mál­um. Til að ná því mark­miði að eldra fólk geti og vilji búa sem lengst á eigin heim­ili kallar á nýjar áherslur og lausn­ir.

Það sem brennur helst á eldra fólki er skortur á fjár­hags­legu öryggi og fjöl­breyttum búsetu­formum sem tryggi öryggi og sam­veru.

Auglýsing

Hægt er að full­yrða að helm­ingur þeirra sem taka líf­eyri frá almanna­trygg­ingum hafi lágar eða mjög lágar tekj­ur. 30% eru með tekjur sem eru veru­lega undir umsömdum lág­marks­launum sem eru 368.000 kr. á mán­uði fyrir skatt. Þeir sem eru verst settir er fólk sem er með lágan líf­eyri, býr eitt og er með mik­inn hús­næð­is­kostnað og/eða er á leigu­mark­aði.

LEB – Lands­sam­tök eldri borg­ara hefur lagt mikla áherslu á við stjórn­völd að fjár­hags­leg afkoma eldra fólks sé tryggð en lítið ber á aðgerðum í þá veru. Til að tryggja fjár­hags­legt öryggi, ekki síst þeirra sem minnst hafa, hefur LEB lagt áherslu á að veru­lega verði dregið úr skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu og tek­inn verði upp lág­marks­líf­eyri til sam­ræmis við lág­marks­laun. LEB hefur lagt til að tekið verði upp 100.000 kr. frí­tekju­mark vegna líf­eyris frá líf­eyr­is­sjóð­um, lág­marks­líf­eyri verði aldrei lægri en umsamin lág­marks­laun á almennum vinnu­mark­aði og það verði bundið í lög að árleg hækkun líf­eyris frá almanna­trygg­ingum verði aldrei lægri en launa­vísi­tala Hag­stofu Íslands. Þetta eru ein­faldar breyt­ingar sem munu hafa áhrif strax og engin ástæða til að tengja heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um almanna­trygg­ing­ar.

Við erum öll sam­mála um að kosti þess að eldra fólk geti búið sem lengst á eigin heim­ili en for­sendan fyrir því er að fólk eigi kost á þjón­ustu við hæfi, búi við öryggi og geti notið sam­veru við annað fólk. Einn mik­il­vægur liður í að gera eldra fólki kleyft að búa sem lengst á eigin heim­ili er að það eigi kost á hús­næði þar sem auð­velt er að fara um og öll dag­leg þjón­usta sé í næsta nágrenni, umhverfið bjóði upp á úti­veru bæði sumar og vetur t.d. með yfir­byggðum garði.

LEB hefur lagt áherslu á að byggðir verði upp lífs­gæða­kjarnar (milli­stig) ætt við það sem Hrafn­ista hefur verið að byggja upp m.a á Sléttu­veg­inum í Reykja­vík og þekk­ist bæði í Sví­þjóð (Bovi­eran – Upp­täck framtidens boende) og Dan­mörk (Fremtidens seni­or­boli­ger under pal­mer i Bovi­eran seni­or­bof­ællesskab)

Lífs­gæða­kjarnar er byggða­kjarni þar sem saman fer val­frjáls búseta eldra fólks og fjöl­þætt þjón­usta s.s. í tengslum við heil­brigð­is­kerfið og hjúkr­un­ar­heim­ili. Byggða­kjarnar sem inni­halda alla dag­lega þjón­ustu s.s. versl­un, heilsu­gæslu, veit­inga­staði, hár­greiðslu­stofur og aðstöðu til að vera með öfl­uga heilsu­efl­ingu. Í líf­gæða­kjarn­anum er góð aðstaða til að eiga sam­skipti við annað fólk og stunda fjöl­breytt félags­starf og tóm­stund­ir.

Til að gera líf­gæða­kjarna að veru­leika þurfa margir að leggja hönd á plóg: sveit­ar­fé­lög, ríki og sam­tök eldra fólks. Sveit­ar­fé­lögin þurfa að gera ráð fyrir slíkum kjörnum í skipu­lagi, og ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að koma sam­eig­in­lega að þjón­ustu. Huga þarf að rekstr­ar­form­inu en æski­legt er að um sjálfs­eign­ar­stofnun verði að ræða sem haldi utan um rekstur íbúð­anna.

Auglýsing

Öllum ætti að vera orðið ljóst að núver­andi fyr­ir­komu­lag þ.e. heim­ili eða hjúkr­un­ar­heim­ili gengur tæp­lega upp. Að öllu óbreyttu mun fjölga mjög hratt í hópi eldra fólks sem vill og getur búið á eigin heim­ili ef því stendur til boða búsetu­form og þjón­usta sem er aðlöguð að þeirra þörf­um. Ef við gerum ekk­ert mun það leiða til þess að þörfin fyrir hjúkr­un­ar­heim­ili fer hratt vax­andi sem kallar á mikla fjár­fest­ingu og kostn­að­ar­sama þjón­ustu. (Virð­ing og reisn. Sam­þætt­ing heil­brigð­is-­fé­lags­þjón­usta fyrir eldra fólk. Hall­dór S Guð­munds­son bls. 22-23. Hjúkr­un­ar­heim­ili kostn­að­ur)

Veik­leiki sam­taka eldra fólks er að það hefur ekki samn­ings­rétt og á erfitt að fylgja málum eft­ir. LEB hefur óskað form­lega eftir sam­starfi við ASÍ, BSRB og BHM þegar kemur end­ur­nýjun kjara­samn­inga síðar á þessu ári. Eldra fólk telur eðli­legt að þegar gengið er frá starfs­kjörum fólks á vinnu­mark­aði sé tryggt að það sama gangi til þeirra sem eru komnir á eft­ir­laun. LEB bindur miklar vonir við þetta sam­starf og væntir að framundan séu betri tím­ar.

Mik­il­vægt er að í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum verði mál­efni eldra fólks á dag­skrá, ekki sem vanda­mál heldur sem spenn­andi úrlausn­ar­verk­efni. Gleymum ekki að eldra fólk er flest búið að greiða skatta ára­tugum saman og eru enn skatt­greið­endur þrátt fyrir að það hafi lokið atvinnu­þátt­töku. Eldra fólk er auð­lind fyrir sveit­ar­fé­lögin ef þau halda rétt á málum og skapa réttar aðstæður til að fólk geti sem lengst búið á eigið heim­ili.

Höf­undur er for­maður kjara­nefndar LEB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar