Með þöggun fölsum við söguna

Örn Bárður Jónsson spyr hvort við þurfum ekki að horfast í augum við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja?

Auglýsing

Hana dreymdi draum. Hún var bara stelpa með fána og blöðru og tók þátt í hátíð­ar­höldum 17. júní. Allir voru í góðu skapi, margir fánar blöktu, í sölu­básum feng­ust pylsur og sæl­gæti. Það var sung­ið, haldnar voru ræð­ur, en eng­inn sagði hvers vegna dag­ur­inn væri hald­inn hátíð­leg­ur, hvorki í ræðum né í fréttum Rúv, hvorki í útvarpi né sjón­varpi. Og draum­ur­inn hélt áfram og nú var allt í einu runn­inn upp annar dagur sem heitir Hall­oween. Stelpan var í svörtum bún­ingi með upp­mjóan svartan hatt og sveif á milli húsa þar sem sæt­indi voru í boði. Dásam­legt ævin­týri. En hún hafði ekki hug­mynd um hvað þessi dagur merkti eða hvaðan hann var kom­inn en hafði hug­boð um að þetta væri amer­ískur barna­dag­ur. En eng­inn gat svarað henni, eng­inn vissi merk­ingu þess­ara daga.

Auð­vitað var þetta bara ímynd­un, fjar­stæðu­kenndur draum­ur, sem er auð­vitað ekki það sama og veru­leik­inn. Eða hvað?

Í vik­unni sem nú er hálfnuð voru 3 dagar haldnir með pompi og prakt: bollu­dag­ur, sprengi­dagur og ösku­dag­ur. Börnin skemmtu sér kon­ung­lega, átu bollur með bestu lyst og sum létu sér meira að segja líka salt­kjöt og baun­ir. Svo kom ösku­dag­ur­inn með færri ösku­pokum en áður en kannski meiri og skraut­legri bún­ing­um. Þessum dögum voru gerð skil í fréttum Rúv í sjón­varpi, mikið rætt um bún­inga og nammi og spjallað við börn í sæt­inda­vímu. En hvað vissu þessi börn? Voru þau eitt­hvað betur að sér en stúlkan í draumnum um upp­runa þess­ara daga? Þau voru reyndar ekki spurð. Fjöl­miðl­unum fannst það greini­lega ekki skipta neinu máli.

Er frétta­fólk illa upp­lýst eða er það með for­dóma og falsar þar með sög­una? Ég vil ekki trúa slíku uppá heið­ar­legt frétta­fólk en það getur auð­vitað sog­ast inn í tíð­ar­anda, sem það sjálft á stóran þátt í að móta, tíð­ar­anda þar sem ekk­ert skiptir máli nema and­ar­tak­ið, sæt­ind­in, umbúð­irn­ar, sell­ófanið lit­ríkt og skrjáf­andi.

Við sem eldri erum vitum úr hvaða hefð þessir þrír dagar koma. Þeir koma úr kristnum menn­ing­ar­arfi í Evr­ópu. En getur verið að ekki megi minn­ast á kirkju eða kristni vegna þess að það er ekki lengur í tísku?

Auglýsing
Sumir halda því jafn­vel fram að ekki megi tala um trú í hinu svo­nefnda opin­bera rými. Þar megi bara vera hlut­lausar skoð­an­ir. En eru slíkar skoð­anir til? Nei, þær fyr­ir­finn­ast hvergi í heim­in­um. Hlut­laus lífs­skoðun er það sem kallað hefur verið oxymoron í mælsku­list eða ref­hvörf. Dæmi um slíkt er t.d. eld­heitur ís, eða hringa­laga fer­hyrn­ing­ur. Hvor­ugt er til. Hlut­lausar skoð­anir ekki heldur og þess vegna mega mínar skoð­anir og þínar vera á opin­berum vett­vangi svo lengi sem þær skaða ekki aðra.

Við lifum í sam­fé­lagi sem telst vera undir áhrifum fjöl­hyggju þ.e.a.s. margs­konar ólíkra skoð­ana. Og það er fínt. En þús­und ára saga okkar þjóðar og menn­ingar er í grunn­inn evr­ópsk, kristin menn­ing. Við erum mótuð af grísk/fíló­sófískri menn­ingu ann­ars vegar og hebr­esk/krist­inni hins vega. Þetta kall­aði Páll heit­inn Skúla­son, heim­spek­ingur og rektor HÍ, hugs­anafljót­ið. Þaðan kemur allt hrá­efnið sem notað hefur verið til að móta sam­fé­lag nútím­ans og það hefur tekið aldir að veiða hug­myndir úr þessu fljóti hugs­un­ar, trúar og heim­speki og fjalla um og rök­ræða á heim­ilum og í skól­um, smærri hópum og stærri hreyf­ing­um, kirkjum og trú­fé­lög­um, laun­þega­hreyf­ingum og stjórn­mála­flokk­um, á þjóð­þingum og sam­komum þjóða. Evr­ópa og hinn Vest­ræni heimur eru byggð á þess­ari vinnu kyn­slóð­anna.

Erum við orðin svo skyni skroppin að við vitum lítið sem ekk­ert um upp­runa okkar eða rætur menn­ing­ar­inn­ar? Erum við svo hrædd við að leyfa skoð­anir að við getum ekki einu sinni sagt hvers vegna fastan er haldin í allri Evr­ópu og hinum kristna heimi? Vita Íslend­ingar ekki lengur að efna­hagur þeirra hefur byggst á að flytja út salt­fisk í a.m.k. 500 ár? Og hverjir keyptu allan þennan fisk? Einkum kaþ­ólsku löndin í Evr­ópu, sem minnka kjöt­neyslu á föst­unni, sem stendur í 7 vikur frá ösku­degi til föstu­dags­ins langa í kyrru­viku. Fólk er hvatt til að ein­falda lífs sitt og fagna svo hressi­lega þegar páska­há­tíðin gengu í garð, sem er á páska­dag að lok­inni kyrru­viku sem heitir ekki páska­vika Nota Bene heldur vikan sem hefst með páska­degi. En hvers vegna eru páskar haldn­ir? Sú er hin stóra spurn­ing.

Menn­ing deyr ef sögu og rótum hennar er ekki haldið við og breyt­ist bara í inni­halds­lausan fárán­leika, eins­konar syk­ur­dúsu í skraut­legu sell­óf­ani sem bráðnar í barns­ins munni og dansi í kringum gull­kálfa sam­tím­ans í til­beiðslu fánýtrar trúar á glys í stað and­legra verð­mæta.

Fjöl­miðlar eru á margan hátt í sömu stöðu og kristn­in, það fækkar hjá þeim bæði neyt­endum og svo hefur orðið hrun í manna­haldi og fjöldi blaða- og frétta­manna er bara svipur hjá sjón miðað við fyrir 30 árum eða svo. Og hvað hefur ger­st? Ungt fólk er ráðið á fjöl­miðl­ana með lítið annað í fartesk­inu en þessi geng­is­felldu stúd­ents­próf síð­ari ára og þess vegna heyrir fólk og sér meiri ambögur í fjöl­miðlum en áður tíðk­uð­ust. Stúd­ent­arnir ungu á miðl­unum rugl­ast oft í beyg­ingum og mál­kenndin hefur skroppið saman úr því sem áður var í senn vítt og hátt niður í þröngt og lágt. Sem ég rita þessar línur var sagt frá því í fréttum Rúv að „mikið af fólki" hefði verið í mið­bænum á lið­inni nótt eftir aflétt­ingar yfir­valda í kjöl­far þess að við fórum að sjá út úr kóvinu. Við sem eldri erum tölum um fjölda fólks en mælum ekki eins og fólk sé magn­tek­ið, vegið og mælt eins fiskur dreg­inn úr sjó.

Mér er annt um kirkj­una og mér er annt um fjöl­miðl­ana sem reyna að þjóna fjöld­anum sem er að hverfa í björg, inn í sam­fé­lags­miðl­ana, sem ógna nú rit­stýrðum miðl­um. Ég á minn eigin mið­il, heima­síðu og svo get ég deilt mínum hugs­unum og greinum um víðan völl án þess að vera háður blöð­um, útvarpi, sjón­varpi eða net­miðlum sem aðrir reka.

Hvert mun þessi þróun leiða okk­ur? Hún fyllir tómið í hjarta okkar af inni­halds­lausu þrugli. Lífið verður fátækara. Fag­leg, gæða­fjöl­miðl­un, fer þverr­andi. Fjöl­miðla­fólk sem kann sitt fag, hefur vald á tungu­mál­inu og mögu­leikum þess, er að hverfa til ann­arra starfa eða hættir sökum ald­urs. Ég finn til með ykk­ur, kæra fjöl­miðla­fólk á sama hátt og ég finn til með kirkju og kristni sem deilir með ykkur þeirri reynslu að búa við breyttan veru­leika.

Kristnin í land­inu er ekki bara Þjóð­kirkj­an, heldur líka Kaþ­ólska kirkj­an, Lúth­erskar frí­kirkj­ur, Ortó­doxa kirkj­an, bæði hin rúss­neska og serbneska eiga sína fylgj­endur hér á landi, Hvíta­sunnu­hreyf­ingin og frí­kirkjur af sama meiði, eru til og svo mætti lengur telja. Innan krist­inna trú­fé­laga er yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar hvað sem líður „vin­sældum" ein­stakra trú­fé­laga. Kristnin í land­inu hefur látið yfir sig ganga for­dóma og fyr­ir­litn­ingu hin síð­ari árin og þurft að þola skeyt­ing­ar­leysi um réttin til að iðka sína trú, án ögrandi ummæla eða trufl­unar af hálfu fólks sem áreitir og trufl­ar. Þessa hefur orðið vart í fjöl­miðlum en meir í sam­fé­lags­miðlum sem engin bönd eru á, sem lúta ekki neinni rit­stjórn heldur aðeins geð­þótta­valdi ein­stak­linga í mis­góðu ástandi þegar færsl­urnar eru flaust­urs­lega rit­aðar og svo skvett út eins og þegar næt­ur­gagn var tæmt í flór­inn.

Auglýsing
Þurfum við ekki að horfast í augum við menn­ingu okkar og sögu og gang­ast við hvoru tveggja? Sam­fé­lags­miðl­arnir munu ekki bjarga menn­ing­unni því hún mun bara blása upp eins og afréttur þar sem allt of margt fé nagar öll sumur og veðrin geysa árið um kring og blása land­inu á haf út. Sagan geymir margt sem vert er að skoða og læra af.

Með kristn­inni kom staf­rófið og rit­menn­ingin til lands­ins. Nor­rænir menn ristu rúnir en skrif­uðu engar bæk­ur. Þeir kunnu það ekki. Kristnin tengdi land okkar og þjóð, með beinum og óbeinum hætti, við evr­ópskar mennta­stofn­an­ir, klaustur og háskóla. Og kirkjan kenndi íslenskum börnum að lesa eftir að sið­breyt­ingin hafði fest sig í sessi.

Þjóðin kaus á Alþingi árið 1000 að taka kristni og tók hinn nýja átrúnað og hug­mynda­fræði fram yfir hinn nor­ræna átrún­að. Það var gert á vitran og frið­saman hátt, með skiln­ingi á að kristnitakan tæki langan tíma, en hefði ekki bara verið and­ar­taks ákvörðun á alþingi hinu forna. Og kristnitakan stendur enn yfir. Henni er ekki lok­ið.

Hinn kristni, Snorri Sturlu­son, bjarg­aði miklum verð­mætum með því að færa í letur mik­il­vægan fróð­leik. Hann bjarg­aði t.d. öllu sem vitað var um hinn nor­ræna átrún­að. Hann hefði getað látið það ógert, en var vitr­ari en svo. Hann hefði getað þagað um ása­trúna eins og fjöl­miðl­arnir nú á tímum þegja um hinn kristna arf. Vits er enn þörf!

Við höfum margt að læra af for­tíð­inni, af menn­ingu okk­ar, af hátíð­is­dögum og hefð­um.

Fölsum ekki sög­una með þögn og for­dóm­um, segjum frá í skólum og fjöl­miðl­um. Tölum um rætur okkar og menntum þjóð­ina með sóma­sam­legum hætti og um allt milli him­ins og jarða, allt sem verða má til efl­ingar góðu mann­lífi. Ekki veitir okkur af, breysku fólki, hverrar trúar sem við ann­ars erum.

Dag­inn sem ég hóf að rita þetta grein­ar­korn horfði ég á for­seta Úkra­ínu flytja ræðu, sem er af Gyð­inga­ættum og tal­aði mikið um trú og svo hlut­verk kirkj­unnar í landi sínu. Hríf­andi ræða, inn­blásin af trú og von, trú á Guð, á land og þjóð og fram­tíð­ina. Úkra­ínu­menn stranda augliti til auglitis við her­menn sem ganga erinda glæpa­lýðs í efsta lagi rúss­neskra stjórn­mála, ein­stak­linga sem rænt hafa auð­æfum þjóðar sinnar og hegða sér eins og slags­mála­hund­ar, sem kúga fólk til hlýðni við sinn rotna boð­skap, gelt­andi sem hund­ar, fyr­ir­lít­andi flest mann­gildi frjálsra þjóða.

Megi sann­leik­ur­inn og rétt­lætið sigra að lok­um, mennskan og kær­leik­ur­inn, verða hatri og brjál­æði yfir­sterk­ari.

Liður í að svo megi verða er að við fölsum ekki sög­una.

Snorri gaf okkur for­dæmi. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­­ar­­­prest­­ur. ­Ritað fimmtu­dag­inn í föstu­inn­gangi 3. mars 2022 og næstu daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar