Moldviðri þyrlað upp

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, skrifar að hagsmunaöfl sérgæskunnar knýi nú, í aðdraganda kjarasamninga, á um að fjármálaelítan fái upp í hendurnar eignir almennings á spottprís og geti síðan mergsogið almenning í gegnum þær stofnanir.

Auglýsing

Á síð­ustu mán­uðum hafa birst furðu­fréttir frá hags­muna­sam­tökum atvinnu­rek­enda. Þær fréttir hafa verið um ofur­laun opin­berra starfs­manna og óeðli­lega fjölgun þeirra. Á sama tíma vill svo til að fjár­mála­ridd­arar hafa lagt fram hug­myndir um að „létta undir með hinu opin­ber­a“, (sjá grein Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar á Kjarn­inn.is með fyr­ir­sögn­inni, Und­ir­búa sókn fjár­festa í flesta inn­viði sam­fé­lags­ins „til að létta undir með hinu opin­ber­a“.) með því að kaupa hag­ræna og félags­lega inn­viði sam­fé­lags okkar eins og til dæmis flutn­inga­kerfi lands­ins, veit­ur, fjar­skipta­kerfi, orku­fram­leiðslu, háskóla, spít­ala og sjúkra­stofn­an­ir. Þeir lofa áhuga­sömum fjár­festum 6-10% raun­á­vöxt­un. Skyldi þetta vera ein­ber til­viljun í aðdrag­anda kjara­samn­inga? Varla. Íslenskt launa­fólk og almenn­ingur kann­ast við þennan söng. Þetta er sama mús­íkin og var leikin á öllum rásum árin fyrir hrun, með þeim efna­hags­lega hryll­ingi fyrir allan almenn­ing sem við þekkjum allt of vel. 

Ofur­laun rík­is­starfs­manna

Því hefur verið haldið fram að ríkið sé að leiða launa­þróun á vinnu­mark­aði með launa­hækk­unum sem hvergi eiga sér stað ann­ars stað­ar. Látið er að því liggja að starfs­menn rík­is­ins séu upp til hópa á ofur­laun­um, sem séu langtum hærri en það sem almennt ger­ist á vinnu­mark­aði. Dæmi um slíkan mál­flutn­ing má sjá í Morg­un­blað­inu undir fyr­ir­sögn­inni, Hækk­anir upp­skrift að launa­skriði, 2. des­em­ber en þar segir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins að ekki gangi upp að ríkið leiði launa­þró­un­ina. „Sam­an­burður á launa­þróun opin­berra starfs­manna sam­an­borið við almennan vinnu­markað er slá­andi. Mæl­ingar Hag­stof­unnar hafa stað­fest að útfærsla lífs­kjara­samn­ings­ins hjá hinu opin­bera hafi leitt til meiri launa­hækk­ana en sem nemur launa­breyt­ingum á almennum vinnu­mark­að­i.“ ...

„Með­al­laun hjá ríki eru hins vegar hærri en á almennum mark­aði og því hefðu krónu­tölu­hækk­an­irnar átt að hækka með­al­laun rík­is­starfs­manna minna en á almennum mark­aði, eða sem nemur 1%. Almenni vinnu­mark­að­ur­inn verður að vera leið­andi við gerð kjara­samn­inga.“ Í við­tali við dv.is sagði fram­kvæmda­stjóri SA að opin­berir starfs­menn hafi farið fram úr almennum starfs­mönnum á launa­mark­aði og að kröfur almenna mark­að­ar­ins um hærri laun myndu því verða lagðar fram í næstu kjara­samn­ing­um. „Í næstu samn­inga­lotu má gera ráð fyrir því að þar sem opin­beri geir­inn hafi farið fram úr hinum almenna muni þær kröfur fram­kall­ast á samn­inga­borð­in­u.“ Svona full­yrð­ingar sem ekki stand­ast skoðun eru mýmargar og hafa birst okkur í fjöl­miðlum und­an­farna mán­uði.

Auglýsing
Tökum dæmi. Félags­menn Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu eru um 12 þús­und tals­ins. Af þeim hópi eru um 7 þús­und félags­menn sem vinna að mestu leyti hjá ríki og Reykja­vík­ur­borg við störf á sviði heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu. Heild­ar­með­al­laun þess­ara félags­manna eru um 650.000.- miðað við fullt starf. Ríkið gefur út opna yfir­lits­síðu um með­al­laun allra starfs­manna sem starfa hjá því eftir stétt­ar­fé­lögum og heild­ar­sam­tökum stétt­ar­fé­laga (sjá á slóð­inni gogn.fjr.is/). Svo örfá dæmi séu tekin þá kemur þar fram að heild­ar­með­al­laun félags­manna Sam­eykis sem störf­uðu hjá rík­inu árið 2021 eru 644.456  krónur á mán­uði, hjá Þroska­þjálfa­fé­lagi íslands 683.187 krónur og hjá Félagi háskóla­kenn­ara 674.991 krón­ur. Þetta eru launin sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins virð­ast líta á sem ofur­laun rík­is­starfs­manna. 

Aðilar vinnu­mark­að­ar­ins standa saman að því að halda úti rann­sókn­ar­starfi Kjara­töl­fræði­nefnd­ar. Í haust­skýrslu sinni í októ­ber 2021 birti nefndin yfir­grips­mikil gögn þar sem m.a. kemur fram sam­an­burður á reglu­legum heild­ar­launum milli félags­manna heild­ar­sam­taka launa­fólks. Á mynd 1 kemur fram sam­an­burður á launum hjá ólíkum vinnu­veit­endum sem stétt­ar­fé­lög innan heild­ar­sam­tak­anna semja við.  Á mynd­inni sést að hæstu launin í sam­an­burði milli allra heild­ar­sam­taka fá þeir sem starfa á almennum mark­aði. Vert er að draga fram í þessu sam­bandi að þarna kemur fram birt­ing­ar­mynd launa­ó­jöfn­uðar milli opin­bera og almenna launa­mark­að­ar­ins sem á að leið­rétta sam­kvæmt samn­ingi milli sam­taka launa­fólks í almanna­þjón­ustu og opin­berra launa­greið­enda, um jöfnun launa á milli mark­aða. Sá samn­ingur var gerður 2016 og hljóðar upp á leið­rétt­ingu launa opin­berra starfs­manna um að með­al­tali tæp 17% og er það sá munur milli sam­bærilegra hópa þar sem laun á almenna mark­aðnum eru hærri en hjá hinu opin­bera. Þennan launa­mun á að leið­rétta í áföngum fyrir árið 2026 og um leið­rétt­ingu er að ræða sem telst ekki til launa­hækk­ana sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. Þessi leið­rétt­ing er annar hluti leið­rétt­ing­ar­innar sem samið var um á vinnu­mark­aði 2016, en hinn hlut­inn var leið­rétt­ing líf­eyr­is­réttar hjá starfs­mönnum á almennum mark­aði. Rétt er að minna á að launa­leið­rétt­ingin á almenna mark­aðnum hefur að fullu verið fram­kvæmd. 

Hafa opin­berir starfs­menn hækkað meira í launum en aðr­ir?

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa haldið því rang­lega fram að launa­hækk­anir hjá opin­berum starfs­mönnum hafi verið langt umfram það sem samið var um í lífs­kjara­samn­ingn­um. Þessa tuggu hafa þau end­ur­tekið með vísan í pró­sentu­reikn­inga sem not­aðir eru til að villa um fyrir fólki. Stað­reyndin er sú að Sam­tök atvinnu­lífs­ins, stétt­ar­fé­lögin á almennum mark­aði og ríkið stóðu saman að svoköll­uðum Lífs­kjara­samn­ingi í jan­úar 2019. Þar var samið um krónu­tölu­hækk­anir eftir ákveð­inni for­skrift og opin­beru samn­ing­arnir tóku síðan mið af í sínum kjara­samn­ing­um. Flestir gera sér ágæt­lega grein fyrir því að þegar laun eru hækkuð um krónu­tölu þá hækka lægstu launin lang­sam­lega mest. Þannig að ef þú bætir einni krónu við tíkall þá hækkar tíkall­inn upp í ell­efu krónur eða um 10%. En ef þú hækkar hund­rað­kall um eina krónu þá hækkar hann upp í hund­rað og eina krónu eða um 1%. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hrópa síðan út í kos­mosið að tíkall­inn hafi hækkað miklu meira en hund­rað­kall­inn! Þegar aðilar leiða umræð­una á villi­götur og nota annan mæli­kvarða en samið var um er bein­línis verið að ljúga til um nið­ur­stöð­una. Það vita allir að lægstu laun hækka lang­sam­lega mest við pró­sentu­reikn­ing af þessu tagi, en þó um sömu krónu­tölu og aðr­ir. En krónu­tölu­hækkun var meg­in­krafan í kjara­samn­ing­unum 2019 og um það var samið. Það færi ekki illa á því að aðilar rifj­uðu það upp. 

Fjölgun opin­berra starfa

Í fjöl­miðlum á und­an­förnum miss­erum hefur því verið haldið fram af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og fleirum varð­hundum sér­hags­muna að fjölgun starfa hjá rík­inu sé stjórn­laus og undir það tekur for­maður Við­skipta­ráðs, (sjá t.d. Sprengisand 5. des­em­ber, vb.is 12. des­em­ber sl.). Með þess­ari full­yrð­ingu er meðal ann­ars verið að gefa í skyn að ríkið sé að taka til sín vinnu­afl sem hafi gert fyr­ir­tækjum á almennum mark­aði erfitt fyrir og þau geti ekki fengið fólk til starfa vegna þess. Þessar full­yrð­ingar eru fjar­stæða og settar fram í þeim eina til­gangi að þyrla upp mold­viðri í aðdrag­anda kjara­samn­inga. Enda virð­ist það sér­stök ástríða hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og makk­erum þeirra að gera ríkið að höf­uð­ó­vini sínum þegar líður að kjara­samn­ing­um. Ef litið er til fjölda opin­berra starfs­manna í hlut­falli við fólks­fjölgun sést að opin­berum starfs­mönnum hefur fækkað ef eitt­hvað er (sjá mynd 2.). Sé miðað við fjölda þeirra á hverja 1000 íbúa í land­inu, þá má sjá að árs­verkum hjá rík­inu fækkar hlut­falls­lega á tíma­bil­inu frá 2011 til 2020.

Íslend­ingum fjölg­aði á árunum 2011 til 2021 um 11% en með­al­fjöldi rík­is­starfs­manna miðað við mann­fjölda stendur svo að segja í stað, þó hlut­fallið lækki lít­il­lega. Ef við lítum á gögn Hag­stof­unnar um hreyf­ingar á vinnu­mark­aði þá blasir við að sam­fé­lagið hefur verið að takast á við gríð­ar­lega stórt og flókið verk­efni síð­ustu árin.

Hafa ber í huga að í mynd 3 er við­mið­un­ar­mán­uður allra ára sept­em­ber. Þegar litið er til heild­ar­fjölda starf­andi á vinnu­mark­aði sjást miklar breyt­ingar í fjölda milli áranna 2019 og 2020, og aftur milli áranna 2020 og 2021. Ann­ars vegar sjáum við gríð­ar­lega fækkun starf­andi fólks milli árana 2019 og 2020 þegar allur vinnu­mark­að­ur­inn er skoð­að­ur, en síðan fjölgar þeim mikið milli áranna 2020 og 2021. Á tíma­bil­inu fjölgar opin­berum starfs­mönnum lít­il­lega jafnt og þétt í takt við mann­fjölda­þróun og aukin verk­efni. Gagn­legt er að skoða sér­stak­lega hvað er að ger­ast þar á almenna launa­mark­aðnum svo sam­hengi hlut­anna sé ljóst.

Inn­við­irnir þurfa að geta staðið af sér storm­inn

Mynd 4 sýnir ágæt­lega hvað hefur verið að ger­ast á íslenskum vinnu­mark­aði und­an­farin ár. Erf­ið­leikar steðj­uðu að ferða­þjón­ust­unni á árunum frá 2018 og 2019, það er að segja áður en  Covid-19 far­ald­ur­inn hófst. Þá var atvinnu­greinin að sigla inn í rekstr­ar­erf­ið­leika og ein birt­ing­ar­mynd þess var að starfs­mönnum á launa­skrá fækk­aði milli ára um 3.000. Gott er að hafa í huga að í þessum tölum er ein­ungis verið að fjalla um þá starfs­menn sem voru á launa­skrá hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum en ekki allan þann fjölda sem var starf­andi við grein­ina í stökum verk­efnum sem ein­yrkjar eða verk­tak­ar. Stóri skell­ur­inn kemur svo milli 2019 og 2020 þegar Covid-19 leggst yfir sam­fé­lagið af fullum þunga og starfs­mönnum ferða­þjón­ust­unnar fækkar um 40,7%. Það jákvæða sjáum við síðan ger­ast milli 2020 og 2021 þegar við öll sem sam­fé­lag mokum fjár­munum okkar úr sam­eig­in­legum sjóðum inn í atvinnu­grein­arn­ar, einkum í ferðaþjón­ust­una, til að hjálpa fyr­ir­tækj­unum við að halda sjó og tryggja eftir mætti starfs­mönnum þeirra vinnu og starfs­mönnum fjölgar á ný um 33%. 

Þegar erf­ið­leikar steðja að sam­fé­lagi okkar er nauð­syn­legt að tryggja að inn­viðir og örygg­is­net ríkis og sveit­ar­fé­laga geti staðið af sér storm­inn og kjöl­festa sam­fé­lags­ins bresti ekki. Ríki og sveit­ar­fé­lög verða að standa undir þeirri ábyrgð að brjóta ekki upp vel­ferð­ar- og örygg­is­kerfi okkar þó gefi á bát­inn í efna­hags­legu til­liti. Þannig er það ein af for­sendum vel­ferðar að góð og traust mönnun sé á hverjum tíma í opin­berri þjón­ustu. Það er skylda rík­is­ins að tryggja okkur öllum sterka almanna­þjón­ustu, öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi og fram­sækið mennta­kerfi. Og það kallar á fleira starfs­fólk í takt við fjölgun þjóð­ar­innar og marg­þætt­ari verk­efni.

Að létta undir með rík­inu

Íslenska rík­ið, það er að segja allur almenn­ingur á Íslandi, hefur dælt hund­ruðum millj­arða í atvinnu­vegi og fyr­ir­tæki lands­ins á und­an­förnum miss­er­um. Allt til þess að halda gang­verki sam­fé­lags­ins virku og forða því frá hruni. Nú sjá lukku­ridd­arar græðginnar sér leik á borði vegna þess að með aðgerðum þessum hafa safn­ast upp gríð­ar­legar skuld­ir. Lukku­ridd­ar­arnir stíga fram og bjóð­ast til að „létta á skuldum rík­is­ins.“

Auglýsing
Þetta merkir á manna­máli að nú knýja hags­muna­öfl sér­gæsk­unnar á um að ríkið fari í einka­vina­væð­ingu með því að mark­aðsvæða almanna­þjón­ust­una. Krafan er sú að fjár­mála­el­ítan fái upp í hend­urnar eignir almenn­ings, til dæmis flutn­inga­kerf­in, veit­ur, fjar­skipti, háskóla, spít­ala og heil­brigð­is­stofn­an­ir, vænt­an­lega á spott­prís eins og sagan kennir okkur og geti síðan merg­sogið almenn­ing í gegnum þær stofn­an­ir. Þessa sókn fjár­mála­afl­anna í eigur lands­manna verður að stöðva með mjög ákveðnum hætti og við eigum að fara aðrar leiðir til að vinna niður skulda­söfnun rík­is­ins. Skyn­sam­leg leið væri að líta á það gríð­ar­lega fram­lag sem almenn­ingur hefur lagt í atvinnu­veg­ina sem lán. Það lán á síðan að end­ur­greiða með sann­gjarni inn­heimtu í formi skatta, þar sem hinir betur settu eiga að greiða meira, en fara síðan mildum höndum um þá atvinnu­vegi sem lakar standa. Það á að tryggja tekjur ríkissjóðs með rétt­mætu auð­linda­gjald­i,  hæfi­legum stór­eigna­skatti, stig­vax­andi skatt­byrði arð­greiðslna, öfl­ugra skatt­eft­ir­liti, árang­urs­rík­ari við­bragðs­heim­ildum skatta­yf­ir­valda og hámarks­refs­ingum fyrir skattaund­an­skot. 

Ísland hefur alla mögu­leika á að þró­ast í að verða betra sam­fé­lag jöfn­uð­ar, vel­ferðar og örygg­is, þar sem vel­ferð er tryggð öllum almenn­ingi og heil­brigðum atvinnu­rekstri er búinn frjór jarð­veg­ur. Við vitum að þar er margt óunnið en einnig að framundan eru við­sjár­verðir tím­ar. Hug­mynda­fræð­ingar og her­sveitir einka­væð­ing­ar­sinna sjá nú tæki­færi á að sölsa undir sig almanna­eig­ur. Á næstu miss­erum mun reyna á alla þá sem aðhyll­ast jöfnuð og rétt­læti, bæði almenn­ing og stjórn­völd, gagn­vart gylli­boðum og freist­ingum frá sölu­mönnum sér­hags­muna­hyggju, sem þyrla upp mold­viðri með það að mark­miði að blekkja almenn­ing.  

Höf­undur er for­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar