Nægjusamur nóvember

Guðrún Schmidt, sérfræðingur hjá Landvernd, skrifar um nægjusemi og segir hana vera nauðsynlega.

Auglýsing

Á árum áður var nægju­semi oft talin til dyggða, nægju­semi er í dag hins vegar oft mis­skilin sem níska. Níska táknar m.a. eig­ingirni, að gefa ekki af sér, að deila ekki, skipta ekki með sér. Nægju­semi er af allt öðrum toga og táknar að vera ánægður með það sem maður hefur og þurfa ekki sífellt meira. Með nægju­semi göngum við minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi. Líf okkar í dag sem ein­kenn­ist af ofneyslu og sóun er í raun níska, því við tökum frá fátækara fólki til að auka á eigin lúxus auk þess sem við minnkum lífs­gæði kom­andi kyn­slóða. 

Við lifum langt umfram þol­mörk nátt­úr­unnar og köllum þannig yfir okkur lofts­lags­ham­farir og hrun vist­kerfa sem eru lífs­grund­völlur manns­ins. Við getum ekki leyft okkur að lifa á kostnað nátt­úr­unn­ar, kom­andi kyn­slóða og ann­arra landa, þeirra nátt­úru og íbú­um, eins og hinn vest­ræni heimur gerir í dag og hefur lengi gert. 

Nægju­semi er því sið­ferð­is­leg skylda okkar og for­senda fyrir sjálf­bærri þróun og árangri í lofts­lags­mál­um. Án nægju­semi getum við ekki minnkað vist- og kolefn­is­sporið okkar nægi­lega mikið og var­an­lega. 

Að temja sér nægju­semi ætti að vera sjálf­sagt mál fyrir okkur sem til­heyrum for­rétt­inda­hópi sem fær nóg að borða, föt, húsa­skjól og búum við heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un­ar­mögu­leika.

Nægju­semi er jákvæð

Þau sem lifa nægju­sömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað. Þau hafa þannig hug­ar­far að vilja ekki eiga meira, hafa ein­fald­lega ekki þannig þarf­ir. Nægju­semi er því hugs­un­ar­háttur allsnægta öfugt við neyslu­hyggj­una sem er hugs­un­ar­háttur skorts: nýir mögu­leikar til neyslu eru handan við hornið og því skortir eitt­hvað núna sem vænt­an­leg neysla getur bætt úr tíma­bund­ið. 

Auglýsing
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju t.d. að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um, hreyfa sig, vera úti í nátt­úr­unni, upp­lifa, gefa af sér, vera skap­andi og fram­kvæma jafn­vel eitt­hvað sem stuðlar að vel­ferð mann­kyns og Jarð­ar­inn­ar. Nægju­samur ein­stak­lingur finnur að styrkur og ham­ingja kemur innan frá en ekki frá hlutum eða eign­ar­haldi. Nægju­semi getur hjálpað til við að verða ríkur í sál og hjarta. Minna er oft meira. Nægju­semi er ákveðið form af virð­ingu og af núvit­und. 

Nægju­semi vinnur á móti óánægju. Án nægju­semi erum við eirð­ar­laus, aldrei sátt við það sem við höfum áork­að, við viljum sífellt meira, komumst aldrei á leið­ar­enda og áttum okkur ekki á raun­veru­legum auði okk­ar. Án nægju­semi verðum við fangar ytri við­miða og þörfn­umst stöðugt ein­hvers sem við vitum samt ekki alveg hvað er. Jafn­vel þótt við náum ákveðnu mark­miði, þá fáum við aldrei nóg og erum föst í lífs­gæða­kapp­hlaup­in­u. 

Látum ekki öfl­uga mark­aðs­setn­ingu segja okkur um hvað við þurf­um. Með nægju­semi getum við verið meira við sjálf og fylgt eigin draumum og vænt­ing­um. Lífs­ham­ingjan byggir m.a. á hug­ar­fari okkar sem verður ekki keypt. 

Nægju­semi er eft­ir­sókn­ar­verð og stuðlar að frelsi, ánægju, þakk­læti, ham­ingju og til­finn­ingu um að eiga og vera nóg. 

Nægju­semi er auð­veld

Það er ein­falt að til­einka sér nægju­semi og hér eru nokkur ráð: 

  1. Leggjum áherslu á það sem við höfum en ekki á það sem vantar eða því sem okkur er talið trú um að okkur vanti. Forð­umst aug­lýs­ingar sem vekja oft hjá manni nýjar þarf­ir. 
  2. Temjum okkur þakk­læti og virð­ingu fyrir því sem við höf­um. 
  3. Hættum að bera okkur saman við aðra, ein­beitum okkur að því lífi sem við viljum lifa og sækj­umst eft­ir. 
  4. Njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni. Með nægju­semi setur maður sér mark­mið sem tengj­ast fram­förum á and­legum sviðum en ekki efn­is­leg­um.

Skil­grein­ing  á nægju­semi getur verið mis­jöfn t.d. út frá efna­hag, búsetu, lífs­stíl og fleira. Það sem sumum finnst vera nægju­semi getur verið lúxus hjá öðr­um. Mik­il­vægt er að hver og einn finni sinn takt og áhersl­ur, með það að mark­miði að draga úr neyslu sinni og þannig stór­minnka álag á nátt­úr­una og annað fólk.

Nægju­semi er vald­efl­andi

Til að stuðla að sjálf­bærri þróun og minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, er nægju­semi eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar getum gert. Ein­stak­lings­að­gerðir verða samt aldrei nægi­legar einar og sér til að afstýra verstu sviðs­myndum lofts­lags­ham­fara. Stjórn­völd verða að breyta hag­kerf­inu, fram­leiðslu- og við­skipta­háttum og setja ýmis lög og regl­ur. 

Auglýsing
Okkar vest­ræna sam­fé­lag og hag­kerfi bygg­ist að hluta til á þeirri hug­mynd að vel­ferð og ham­ingja komi með auknum kaup­mætti og auk­inni neyslu. Slíkt eykur eft­ir­spurn sem aftur eykur fram­boð og svo fram­veg­is. Þetta ferli virð­ist við­halda sjálfu sér. Fram­boð er rétt­lætt vegna eft­ir­spurnar sem mynd­ast einmitt vegna auk­ins fram­boðs. Er ekki kom­inn tími til að við grípum í taumana á þess­ari sjálfs­stýr­ingu á þess­ari mann­gerðu vít­is­vél enda­lauss hag­vaxt­ar? Leiðir almenn­ings til þess að brjóta upp þessa sístækk­andi tíma­sprengju um fram­boð og eft­ir­spurn er m.a. að stór­minnka eft­ir­spurn­ina og ýta á stjórn­völd að setja lög og reglur um fram­leiðslu- og við­skipta­hætti og breyt­ingum á hag­kerf­inu. Nægju­semi er hér mik­il­vægt vopn okk­ar.  

Látum utan­að­kom­andi öfl ekki hafa áhrif á þarfir okkar og ósk­ir. Við viljum nægju­samt líf, en ekki vera strengja­brúður núver­andi hag­kerf­is. Byrjum strax núna í nóv­em­ber og höldum ótrauð áfram á þeirri braut.

„Ham­ingjan snýst ekki um það að fá allt sem þú vilt heldur snýst það um að njóta þess sem þú hef­ur.“ (höf­undur ókunn­ur)

„Sönn ham­ingja felst í nægju­sem­i.“ (Jo­hann Wolf­gang von Goethe)

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar