Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19

Frosti Sigurjónsson skrifar um lyf sem nær 30 lönd eru að notast við í baráttunni gegn COVID-19, en hefur ekki fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Auglýsing

Satoshi Omura, sem hlaut nóbels­verð­laun í lækn­is­fræði árið 2015, rit­aði ásamt þremur öðrum vís­inda­mönnum yfir­lits­grein um klínískar rann­sóknir á virkni ivermectin gegn COVID-19. Greinin heitir Global trends in clin­ical stu­dies of ivermectin in COVID-19 og er birt í mars hefti THE JAP­A­NESE JOURNAL OF ANTI­BIOT­ICS. Greinin fjallar ítar­lega um nið­ur­stöður 42 klínískra rann­sókna á virkni ivermect­in. Rann­sókn­irnar höfðu teymi lækna í mörgum löndum fram­kvæmt og náðu þær sam­tals til um 15 þús­und sjúk­linga. Með hlið­sjón af þessum rann­sóknum telja Satoshi og félagar óhætt að full­yrða að ivermectin hafi góða virkni gegn COVID-19. Lyfið veiti 89% vörn gegn smiti og það bæti útkom­una hjá 83% sjúk­linga.

Fleiri yfir­lits­rann­sóknir hafa kom­ist að svip­aðri nið­ur­stöðu eftir að skoða tugi rann­sókna á virkni ivermectin t.d. Andrew Hill ofl. Meta-ana­lysis of randomized tri­als of ivermectin to treat SAR­S-CoV-2 infect­ion birt 19.1.2021. Nið­ur­staða þeirra er:

„Ivermectin was associ­ated with red­uced inflammatory markers (C-R­eact­ive Prot­ein, d-di­mer and fer­rit­in) and faster viral cle­ar­ance by PCR. Viral cle­ar­ance was treat­ment dose- and duration-dependent. In six randomized tri­als of moderate or severe infect­ion, there was a 75% red­uct­ion in morta­lity (Relative Risk=0.25 [95%CI 0.12-0.52]; p=0.0002); 14/650 (2.1%) deaths on ivermect­in; 57/597 (9.5%) deaths in controls) with favora­ble clin­ical recovery and red­uced hospitalization."

Einnig má benda á yfir­lits­rann­sókn Kory ofl. Review of the Emerg­ing Evidence Demon­strat­ing the Efficacy of ivermectin in the Proph­y­laxis and Treat­ment of COVID-19 16.1.2021 Nið­ur­staða þeirra er:

„In sum­mary, based on the exist­ing and cumulative body of evidence, we recomm­end the use of ivermectin in both proph­y­laxis and treat­ment for COVID-19. In the pres­ence of a global COVID-19 sur­ge, the wides­pr­ead use of this safe, inex­pensi­ve, and effect­ive inter­vention would lead to a drastic red­uct­ion in trans­mission rates and the mor­bi­dity and morta­lity in mild, modera­te, and even severe dise­ase phases. The aut­hors are encoura­ged and hopeful at the prospect of the many favora­ble public health and soci­etal impacts that would result once adopted for use."

Auk hins mikla fjölda klínískra rann­sókna og yfir­lits­rann­sókna á virkni ivermectin er komin veru­leg reynsla af notkun lyfs­ins gegn OVID-19. Lyfið hefur verið notað í 30 löndum að ein­hverju marki og má ætla að nú þegar hafi yfir milljón COVID-19 sjúk­linga fengið ivermect­in.

Hvers vegna er ivermectin ekki notað hér? 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá yfir­lækni smit­sjúk­dóma­deildar Land­spít­al­ans fá COVID-19 sjúk­lingar ekki nein veiru­lyf nema þeir verði svo veikir að þeir þurfi inn­lögn á spít­ala. Fari svo, er þeim eftir atvikum gefið veiru­lyfið rem­desi­v­ir. Rem­desi­vir er við­ur­kennt af Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) til notk­unar gegn COVID-19. Fimm daga rem­desi­vir með­ferð kostar $2.340 sam­kvæmt upp­lýs­ingum fram­leið­and­ans Gilead. Lyfið þarf að gefa í æð. WHO ráð­leggur reyndar gegn notkun rem­desi­vir og segir ekki nægi­lega sannað að rem­desi­vir auki lífslíkur sjúk­linga.

Aðspurð­ur, hvers vegna ivermectin sé ekki notað hér á landi, vísar yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spít­al­ans á Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA). Þann 22. mars sl. gaf EMA út til­mæli um að ekki skyldi nota ivermectin til lækn­inga á COVID-19 nema í rann­sókn­ar­skyni og telur að ekki séu óyggj­andi sann­anir fyrir virkni lyfs­ins gegn COVID-19.

Auglýsing
Á vef­síðu Lyfja­stofn­unar Íslands, undir liðnum „Spurt og svarað" er kafli um ivermectin og þar er tekið undir með EMA: 

„Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggj­andi hætti að lyfið gagn­ist sem með­ferð við eða til að koma í veg fyrir COVID-19."

Á sömu síðu er einnig að finna upp­lýs­ingar um hverjir taki ákvarð­anir um lyf við COVID-19: 

„Hér á landi eru bæði for­varnir gegn og sjúk­dóms­með­ferð við COVID-19 á for­ræði sótt­varna­læknis og smit­sjúk­dóma­sér­fræð­inga Land­spít­al­ans, og reynt eftir fremsta megni að sam­ræma aðgerðir fyrir íslenska heil­brigð­is­kerfið í heild. Umræddir aðilar hafa til þessa ekki fal­ast eftir heim­ild til þess að nota lyfið ívermektín utan sam­þykktra ábend­inga lyfs­ins sem for­vörn gegn eða með­ferð við COVID-19."

Þrátt fyrir afstöðu EMA hafa þrjú ESB ríki; Portú­gal, Slóvakía og Tékk­land veitt læknum und­an­þágu­heim­ildir til að ávísa ivermectin til COVID-19 sjúk­linga. Lyfja­stofnun Íslands hefur hafnað slíkum ávís­un­um.

Hvers vegna er rem­desi­vir sam­þykkt af EMA en ekki ivermect­in?

Til að fá mark­aðs­leyfi hjá Lyfja­stofnun Evr­ópu þarf fram­leið­andi lyfs að byrja á því að fjár­festa í klíniskum rann­sóknum sem upp­fylla ítar­legar kröfur EMA. Ivermectin er búið að vera til í 30 ár, einka­leyfið er útrunn­ið, mörg fyr­ir­tæki fram­leiða lyfið og verð þess mjög lágt. Óvíst er að lyfja­fyr­ir­tæki gæti end­ur­heimt það fjár­magn sem þarf til að afla mark­aðs­leyfis hjá EMA. Lyfja­fram­leið­and­inn Merck og co. sem fann upp ivermect­in, hefur upp­lýst að það sé með nýtt veiru­lyf í þróun gegn COVID-19. Með nýju lyfi fæst einka­leyf­is­vernd og mögu­leiki til að hagn­ast. 

Lyfja­eft­ir­lit hafa ákaf­lega mik­il­vægu hlut­verki að gegna. Þau vernda sjúk­linga gegn hættu­legum og gagns­lausum lyfjum sem ann­ars gætu verið á mark­aði. En svo virð­ist sem þessi varn­ar­múr sé orð­inn svo hár að ein­ungis dýr lyf eigi mögu­leika á að kom­ast yfir hann. Ódýr lyf kom­ast ekki á markað jafn­vel þótt þau gætu nýst sjúk­ling­um. Finna þarf ein­hverja lausn á þeim vanda.

Þær fjöl­mörgu rann­sóknir sem sýnt hafa fram á virkni ivermectin gegn COVID-19 hafa ekki verið gerðar af lyfja­fyr­ir­tækj­um. Þess í stað hafa læknar og vís­inda­menn unnið þær að eigin frum­kvæði, eftir efnum og aðstæðum hverju sinni, með hags­muni sjúk­linga að leið­ar­ljósi. Án aðkomu og áhuga fram­leið­anda munu þessar rann­sóknir vart leiða til mark­aðs­leyfis fyrir ivermect­in. 

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) og ivermectin

Ivermectin hefur verið á lista WHO yfir nauð­syn­leg lyf gegn sníklum í fólki. Í þau 30 ár sem lyfið hefur verið til, hafa hátt í þrír millj­arðar skammta verið not­að­ir. Áhættu­prófíll lyfs­ins er því einkar vel þekktur og það sagt mjög öruggt

Í lok mars birti WHO þá ráð­legg­ingu að nota bæri ivermectin aðeins í klínískum rann­sókn­um. WHO sagði fyr­ir­liggj­andi gögn þá ekki gefa nægt til­efni til að full­yrða um gagn­semi lyfs­ins gegn COVID-19. 

Afstaða WHO bygg­ist á vinnu nefndar sem skoð­aði nið­ur­stöður 16 rann­sókna á virkni ivermectin gegn COVID-19, sem náðu til 2407 sjúk­linga. Rann­sókn­irnar bentu raunar til mjög góðrar virkni ivermect­in, þar á meðal 80% lægri dán­ar­tíðni. WHO nefndin mat gæði þess­ara jákvæðu nið­ur­staðna „Mjög lág" vegna „hættu á hlut­drægni og óná­kvæmni." Rann­sókn­irnar sextán voru samt ekki á vegum lyfja­fyr­ir­tækja, heldur lækna sem unnu þær að eigin frum­kvæði og hafa vart nokkra fjár­hags­lega hags­muni af því að bjaga nið­ur­stöð­urnar á nokkurn hátt.

Nær þrjá­tíu lönd hafa tekið ivermectin í notkun gegn COVID-19

Á vef­síð­unni ivm­sta­t­u­s.com er upp­færður listi yfir þau lönd sem hafa tekið ivermectin í notkun gegn COVID-19. Þess ber að geta að í mörgum þess­ara landa er notk­unin svæð­is­bundin eða mjög tak­mörkuð og víða háð skil­yrð­u­m. 

Þann 12. apríl 2021 voru eft­iralin lönd á list­an­um: Argent­ína, Bangla­desh, Belize, Boli­via, Brazil­ía, Búlgar­ía, Tékk­land, Dom­iníska lýð­veld­ið, Egypta­land, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Ind­land, Íran, Jap­an, Líbanon, Mexíkó, Ník­aragúa, Níger­ía, Norður Makedón­ía, Pana­ma, Perú, Fil­ipps­eyj­ar, Portú­gal, Slóvakía, Suður Afr­íka, Banda­rík­in, Venez­ú­ela og Simbabve.

Notkun ivermectin er í þessum löndum til­komin vegna frum­kvæðis og bar­áttu lækna fyrir notkun lyfs­ins en ekki lyfja­fyr­ir­tækja. Yfir­völd hafa í sumum þess­ara landa stutt lækna í notkun ivermect­ins en víða hafa þau látið undan ákalli lækna með sem­ingi og tak­mörk­un­um. 

Athygli vekur að á list­anum eru þrjú ESB ríki; Tékk­land, Slóvakía og Portú­gal. Í Portú­gal fá læknar að ávísa ivermectin sem und­an­þágu­lyfi gegn COVID-19 en þá á eigin ábyrgð og sjúk­lings. Læknar þar í landi segja lyfið skila mjög góðum árangri hjá sjúk­ling­um. Heil­brigð­is­ráðu­neyti Tékk­lands ákvað í mars 2021 að heim­ila læknum þar í landi að nota ivermectin gegn COVID-19 sem und­an­þágu­lyf. Sjúk­lingar þurfa að veita upp­lýst sam­þykki vilji þeir taka lyf­ið. Ráðu­neytið tekur fram að lyfið sé öruggt en gögn skorti um að lyfið gagn­ist gegn COVID-19. Heil­brigð­is­ráðu­neyti Slóvakíu ákvað í jan­úar 2021 að heim­ila notkun ivermectin gegn COVID-19 til sex mán­aða.

Vegna áhuga­leysis lyfja­fram­leið­enda og stjórn­valda hafa læknar víða myndað sam­tök til að hvetja til notk­unar ivermectin gegn COVID19. Lækna­sam­tökin Front Line COVID Crit­ical Care Alli­ance (FLCCC) í Banda­ríkj­unum hafa gefið út mikið efni um ivermectin og hefur boð­skap­ur­inn greini­lega borist til lækna í fleiri lönd­um. FLCCC hafa sömu­leiðis gefið út ítar­legar leið­bein­ingar um með­ferð COVID smit­aðra og hvetja ein­dregið til þess að með­ferð við sjúk­dómnum hefj­ist strax við grein­ingu til að lág­marka það tjón sem veiran veldur sjúk­ling­um.

Ivermectin gæti orðið mik­il­vægt vopn í bar­átt­unni hér á landi

COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn getur verið lífs­hættu­leg­ur, einkum fyrir aldr­aða. Dán­ar­tíðni vegna COVID-19 hér á landi er 15,6% hjá ald­urs­hópnum 80-89 ára. Vís­bend­ingar eru um að allt að helm­ingur þeirra sem sýkj­ast glími við langvar­andi eft­ir­köst. Rann­sóknir munu hafnar á því hvort ivermectin geti orðið þeim að gagn­i. 

Þótt bólu­efnin veiti allt að 90% gegn alvar­legum sjúk­dómi er enn óljóst hve hátt hlut­fall bólu­settra geti hugs­an­lega borið áfram smit. Tak­mörkuð fram­leiðslu­geta, vanda­mál í fram­leiðslu og óvæntar auka­verk­anir hafa tafið bólu­setn­ing­ar. Enn er óljóst hvenær hjarð­ó­næmi næst eða hvort veiran nær að stökk­breyt­ast undan þeim mótefnum sem bólu­efnin veita. Áfram verður því brýn þörf fyrir veiru­lyfið ivermect­in.

Sé það rétt hjá Satoshi Omura og félögum að ivermectin komi að miklu gagni sem for­vörn og með­ferð við COVID-19, gæti lyfið mögu­lega skapað stjórn­völdum kær­komið svig­rúm til að slaka fyrr en ella á þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem valda efna­hag lands­ins búsifj­u­m. 

Höf­undur er rekstr­ar­hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar