Sement framtíðarinnar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknimála hjá Sementsverksmiðju ríkisins fjallar um afkolefnavæðingu sementsframleiðslunnar.

Auglýsing

Sam­an­tekt

Nú þegar lofts­lags­breyt­ing­arnar hafa náð heims­at­hygli og ráð­staf­anir eru gerð­ar, til þess að koma til móts við sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna, gleym­ist oft að stein­steypan – mest not­aða mann­gerða efni ver­aldar – er veru­legur orsaka­valdur að útstreymi koldí­oxíðs ( CO2 ).

Fram­leiðsla á sem­enti, mik­il­væg­asta efn­inu í stein­steypunni, veldur um 7% af koldí­oxíð­losun heims­ins og er þar þriðja í röð­inni af iðn­að­ar­grein­um, á eftir orku­fram­leiðslu og málm­bræðslu. Sem­ents­fram­leið­endur ótt­ast háa gjald­töku vegna koldí­oxíð­út­streym­is­ins og hafa nú gert áætl­anir um hvernig lækka megi kolefn­is­spor sem­ents­fram­leiðsl­unn­ar.

Þegar er byrjað á íblöndun sem­ents­ins með svo­nefndum poss­óla­nefnum ( nán­ari skil­grein­ing síðar ), allt að 20% af sem­ents­þyngd­inni, sem lækkar koldí­oxíð-inni­hald sem­ents­ins. Næsta skref verður vænt­an­lega föngun koldí­oxíðs­ins úr útstreymi brennslugass sem­entsofns­ins, sem síðan verður dælt niður í tóm hol­rými eftir olíu- eða gasvinnslu.

Til lengri tíma litið eru nú gerðar til­raunir með að blanda sem­entið með meira magni af poss­óla­nefn­um, jafn­vel til helm­inga, t.d. með ýmiss konar gos­efnum með poss­ólan­eig­in­leika, svo sem móbergi eða líp­ar­íti. Stórar sem­ents­verk­smiðjur í Evr­ópu eru þegar farnar að huga að notkun gos­efna í sem­ents­fram­leiðslu sína í fram­tíð­inni eins og fram hefur komið í fréttum um útflutn­ing á móbergi til Þýska­lands.

Auglýsing
Sementsverksmiðja rík­is­ins hóf til­raunir á fram­leiðslu poss­ól­an­sem­ents með íblöndun og sam­mölun 30% af líp­ar­íti og móbergi í svo­nefnt Faxa­sem­ent um 1960 og fram­leiddi síðar sem­ent með 35% af líp­ar­íti og kís­il­ryki um 1985 fyrir bygg­ingu Blöndu­virkj­un­ar. Þetta var gert til að koma í veg fyrir frost- og alkal­í­skemmd­ir. Poss­ól­an­sem­ent hefur hæg­ari styrk­leika­myndun en venju­legt Portland­sem­ent og var hér aðal­lega notað í virkj­un­ar­fram­kvæmdir vegna hættu á alkal­í­skemmd­um. Það var aftur á móti ekki vin­sælt hjá steypu­fram­leið­endum vegna hörðn­un­ar­fer­ils­ins.

Verði af útflutn­ingi fínmal­aðs móbergs í sem­ents­fram­leiðslu erlend­is, er lík­legt að það þurfi að koma upp full­kominni möl­un­ar­stöð nærri töku­stað. Í fram­hald­inu má þá búast við, að fínmalað sem­ents­gjall verði flutt inn til Íslands og blandað móbergi hér eða að fín­möl­uðu gjalli og móbergi verði blandað sitt í hvoru lagi í steypu­stöðv­un­um. Með til­liti til þessa má telja það öfug­snú­ið, að einmitt þegar poss­ól­an­sem­ent með íslenskum poss­óla­nefnum verður talin mik­il­væg lausn á vanda­málum sem­ents­fram­leiðslu vegna loft­lags­hlýn­un­ar, skyldi íslensk sem­ents­fram­leiðsla lögð nið­ur.

Að lokum er mögu­legt að ný tækni, þar sem fram­leiða má sem­ent ein­göngu úr eld­fjalla -poss­óla­nefni verði fjár­hags­lega hag­kvæm. Fram­leiðsla þess­arar nýju sem­ents­teg­undar er nær laus við koldí­oxíð-út­streymi og hefur hún verið nefnd „jarð­fjöllið­unar sem­ent“ ( geopolymer cem­ent ). Hún gæti orðið til þess að alís­lensk sem­ents­fram­leiðsla verði aftur að veru­leika.

Gjall­fram­leiðslan aðal söku­dólg­ur­inn

Gjall­brennslan í sem­ents­fram­leiðsl­unni veldur 60-70% af heildar koldí­oxíð-­mynd­un­inni, hin 30-40% útstreym­is­ins koma frá elds­neyt­inu, sem notað er við brennsl­una. Við­bót­ar­þættir svo sem afkasta­geta fram­leiðsl­unn­ar, raki og brennslu­hæfni hrá­efn­anna svo og aðkoma íblönd­un­ar­efna hafa einnig áhrif á orku­nýt­ingu og kolefn­is­spor sem­ents­fram­leiðsl­unn­ar.

Gjall­fram­leiðslan er grunn­ur­inn í sem­ents­fram­leiðsl­unni og ekki hefur tek­ist enn að skipta út kalk­stein­inum ( kals­íum­kar­bónat, CaCO3 ), sem er aðal­hrá­efnið í sem­ents­gjall­inu og jafn­framt helsta orsök koldí­oxíð­los­un­ar­innar í fram­leiðslu­ferl­inu.

Mikil eft­ir­spurn er nú eftir sem­enti og hún vex vænt­an­lega í fram­tíð­inni. Þá eykst mjög þörfin á að minnka mann­gerða myndun koldí­oxíðs í sem­ents­fram­leiðsl­unni. Segja má að afkolefn­isvæð­ing ( decar­bonat­ization ) sem­ents­fram­leiðsl­unnar sé aðal­á­skor­unin sem sem­ents­fram­leið­endur standa frammi fyrir í dag og í næstu fram­tíð. Því eru í þróun margs konar aðgerðir og aðferðir til að ná því mark­miði.

Hefð­bundin sem­ents­fram­leiðsla

Til þess að gera sér betur grein fyr­ir, hvernig sem­ents­iðn­að­ur­inn hyggst minnka í áföngum útstreymi CO2 við sem­ents­fram­leiðsl­una í fram­tíð­inni , er nauð­syn­legt að gera sér grein fyrir því hvernig hefð­bund­ið, venju­legt Portland­sem­ent er og hefur verið fram­leitt hingað til .

Helstu þættir fram­leiðsl­unnar eru:

  1. Öfl­un, vinnsla og mölun hrá­efn­anna
  2. Brennsla hrá­efn­anna og myndun sem­ents­gjalls
  3. Mölun sem­ents­gjall­s­ins.
Mynd 1: Ferill sementsframleiðslunnar.

Myndun koldí­oxíðs við fram­leiðsl­una verður aðal­lega til við brennslu sem­ents­ins (mynd 2). Hún fer fram í sem­entsofn­in­um. Hann er langur hallandi sívaln­ingur með hægum snún­ingi (snún­ings­ofn).

Við neðri enda hans er elds­neyt­inu til brennsl­unnar blásið inn í hann, en í efri enda hans er hrá­efna­inn­tak og fer for­brennsla hrá­efn­anna þar fram í röð af hverfi­hólfum (cyclon). Heitt ofn­gasið veldur þar mið­flótta­afls hring­snún­ingi á fínmal­aðri hrá­efna­blönd­unni.

Mynd 2: Efri hluti sementsofns með hverfihólfa forbrennslukerfi.

Í hverfi­hólfum ofns­ins hefj­ast nið­ur­brot og efna­breyt­ingar hrá­efna­blönd­unn­ar. Hita­stigið hækkar svo frá 800-1000°C við inn­tak ofns­ins upp í 1450°C um 5 metrum frá neðra opinu, þar sem til­búið sem­ents­gjallið kemur út úr hon­um. Í sem­entsofn­inum fer efna­hvarfið fram, sem leiðir til mynd­unar sem­ents­gjall­s­ins.

Nýjar áherslur afhjúpa gamlan vanda

Vandi sem­ents­fram­leið­enda vegna mik­ils útblást­urs CO2 varð fyrst ljós í lok 20. ald­ar­inn­ar, sér­stak­lega eftir alþjóð­legu lofts­lags­ráð­stefn­una í Kyoto 1997. Þá skuld­bundu ríki heims­ins sig til að minnka útblást­ur­inn í áföngum næstu ára­tug­ina.

Reyndar hafði þessi þróun haf­ist fyrr hjá nokkrum sem­ents­fram­leið­end­um, en af öðrum orsök­um. Þeir fóru smám saman að nota úrgangsolíu og annan brenn­an­legan úrgang sem elds­neyti, sem lækk­aði í raun CO2 -út­streymið. Svo var einnig í byrjun hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins, sem eftir 1970 fór líka að bæta óbrenndum efn­um, svo­nefndum poss­ól­an-efnum ( líp­ar­íti og kís­il­ryki ) í sem­ent­ið. Við það minnk­aði gjall­hluti þess og þar með CO2 -mynd­unin per tonn af sem­enti.

Poss­óla­nefnin eru mörg og mis­mun­andi

Poss­óla­nefni eða efni með „poss­ólan­eig­in­leika" eru mis­mun­andi efni, ýmist af nátt­úru­legum upp­runa eða úrgangur frá iðn­að­ar­fram­leiðslu. Þeim er það sam­eig­in­legt að inni­halda ál og sil­is­í­um. Þau má nýta sem stað­geng­ils­efni í sem­ent. Stað­geng­ils­efni í sem­enti eru efni, sem koma í stað­inn fyrir sem­ents­gjall í sem­ent­inu. Meðal þeirra eru t.d. fluga­ska, kís­il­ryk, járn­gjall, metaka­ol­in, nátt­úru­poss­ól­anar og kalk­steinn. Flest þess­ara efna eru í dag iðn­að­ar­úr­gang­ur, sem þarf að fjar­lægja og því ákjós­an­leg til nýt­ingar sem íblöndun í sem­ent.

Nýir tímar kalla á nýja hugsun

Eftir því sem lofts­lags­um­ræðan þró­að­ist áfram í byrjun nýrrar aldar komu afleið­ingar hlýn­unar Jarðar smám saman betur í ljós og menn átt­uðu sig á því að aðgerðir til að draga úr losun koldí­oxíðs væru nauð­syn­leg­ar. Lagt var á ráðin um marg­vís­legar aðgerðir til að hamla gegn losun og áætlað að fjár­magna þær með skatt­lagn­ingu á los­un­ina ( gjald á hvert tonn CO2 ).

Þar sáu sem­ents­fram­leið­endur fram á mikla hækkun fram­leiðslu­kostn­að­ar, ef skatt­lagn­ingin yrði veru­leg. Það myndi hækka sem­ents­verð og veikja þar með stöðu sem­ents­ins gagn­vart ýmissi sam­keppn­is­vöru, svo sem timbri, sem stóð betur að vígi með til­liti til koldí­oxíð-los­unar og lofts­lags­á­hrifa.

Fyrsta við­bragðið var eins og áður var sagt íblöndun úrgangs­efna með poss­ólan­eig­in­leika í sem­entið við mölun þess. Helst var þar um að ræða iðn­að­ar­-poss­ól­ana svo sem flug­ösku ( ryk úr útblæstri kola­orku­vera) eða fínmalað járn­gjall (gjall sem mynd­ast við stál­bræðslu). Með full­komn­ari tækni við mölun sem­ents­gjalls og við­bót­ar­efna reynd­ist mögu­legt að blanda allt að 20% af þessum óbrenndu efnum í sem­entið án mik­illar styrk­leika­minnk­un­ar, sem þótti góð byrj­un, þar sem hlið­stæð minnkun á CO2 útstreymi náð­ist.

Ágætis byrjun en meira þurfti til

Fimmt­ungs minnkun á losun dugði þó skammt, því mark­miðið er kolefn­is­hlut­laus sem­ents­fram­leiðsla árið 2050. Sem­ents­fram­leið­endur sáu fram á að því mark­miði yrði ekki náð með þess­ari íblöndun poss­óla­nefna einni sam­an, því erfitt yrði að blanda meira en 20% af poss­óla­nefnum í sem­entið án minnk­unar á byrj­un­ar­styrk­leik. Því var ráð­ist í þróun fleiri aðferða og aðgerða til að minnka CO2-út­streymið.

Auglýsing
Aðalatriðin í þessum aðgerðum eru tækni­breyt­ingar í fram­leiðslu­ferl­inu, t.d. notkun óhefð­bund­ins elds­neytis ( t.d.raf­orku ), notkun óhefð­bund­inna hrá­efna við fram­leiðslu sem­ents­gjall­s­ins og notkun stað­geng­ils­efna (supplem­ent­ary cem­enti­ous mater­i­als, skamm­stafað: SCM ) í steypu­blöndur í stað sem­ents eða gjalls.

Þá hefur athyglin beinst mjög að föngun þess koldí­oxíðs, sem streymir út við gjall­fram­leiðsl­una og síðan flutn­ingur á því og geymsla í tæmdum jarð­rým­um, t.d. eftir olíu eða gas ( car­bon capt­ure stora­ge, CCS). Þetta er aðferð, sem almennt er horft til í dag í hvers konar iðn­aði, þar sem CO2 útstreymi er vanda­mál. Óvíst er þó hversu lengi þessi rými taka við vax­andi magni CO2 og kostn­aður við aðferð­ina lítt þekktur enn­þá.

Raf­orkan reynd

Auk þess­ara föng­un­ar­tækni var reynt að nota umhverf­is­væna raf­orku beint við brennslu sem­ents­gjall­s­ins. Til­raun var t.d. gerð hjá Iðn­tækni­stofnun Íslands á vegum Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins um 1980, til þess að brenna íslensku hrá­efna­blönd­una með ljós­boga­tækni, sams konar tækni og notuð er við fram­leiðslu kís­il­járns. Sú til­raun tókst ágæt­lega og fram­leitt var sem­ents­gjall með góðun eig­in­leik­um. Kostn­að­ur­inn var hins vegar allt of hár í sam­an­burði við nýt­ingu jarð­efna­elds­neyt­is.

Nú hefur aftur á móti tek­ist að lækka kostnað við fram­leiðslu á grænni raf­orku (vatns- sól­ar- og vind­orku). Síðan eru t.d. nýlega hafnar til­raunir við beina brennslu sem­ents­hrá­efna með plasma-­tækni ( háhita­tækni með raf­magns­upp­hitun lofts ) hjá sem­ents­fyr­ir­tæk­inu Cem­enta í Sví­þjóð (Cemz­ero verk­efn­ið).

Fram­tíðin er í stað­geng­ils­efnum

Leiðin til að afkolefn­isvæða sem­ents­fram­leiðsl­una til lengri fram­tíðar hlýtur þó að fel­ast í íblöndun stað­geng­ils­efna í miklu magni í stað hins kalkríka sem­ents­gjalls við mölun sem­ents­ins. Nú er 20% íblöndun að verða algeng. Meiri íblöndun hefur ein­göngu verið í sér­sem­ent, poss­ólan sem­enti, sem hefur lengri hörðn­un­ar­tíma en Portland­sem­ent, en nær aftur á móti meiri þétt­leika og end­ingu. Það hentar illa hrað­anum við venju­legar hús­bygg­ingar og er því aðal­lega notað í mann­virki, þar sem utan­að­kom­andi áraun er mik­il, svo sem í virkj­an­ir, hafnir og önnur vatns­mann­virki. .

Sem­ent með háu íblönd­un­ar-hlut­falli poss­óla­nefna (40% og meir ) þarfn­ast sér­stakrar tækni­legrar þró­un­ar, til þess að ná sama hörðn­un­ar­hraða og styrk­leika og Portland­sem­ent. Þar skiptir mestu máli efna­sam­setn­ing poss­óla­nefn­anna og flókin möl­un­ar­tækni, þar sem heppi­leg korna­stærð­ar­dreif­ing hrá­efn­anna, sem­ents­gjalls og poss­óla­nefna, er nýtt.

Nýrra efna er þörf

Sem­entið nemur 45% af heild­ar­kostn­aði við stein­steypu­gerð. Því er það mik­ils vert að finna efni, sem geta komið í stað hefð­bund­ins sem­ents sem bindi­efni, ekki ein­göngu út frá umhverf­is­vernd­ar­sjón­ar­miðum heldur einnig til að fram­leiða ódýr­ari steypu.

Fram­leiðsla og notkun sem­ents með hárri poss­ól­aní­blöndun var reynd í Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins. Var fyrst um að ræða til­rauna­sem­ent við gerð Reykj­nes­brautar á sjö­unda ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, sem nefnt var Faxa­sem­ent. Voru 30 % af þvi poss­óla­nefni ( líp­arít og móberg ). Þá var fram­leitt sér­stakt poss­ól­an-­sem­ent í virkj­an­ir; Sig­öldu­sem­ent ( 25% líp­arít ) í Sig­öldu­virkjun og Blöndu­sem­ent ( 25% líp­arít og 10% kís­il­ryk ) í Blöndu­virkj­un. Síðan var fram­leitt til­rauna­sem­ent í skólp­dælu­stöð Reykja­vík­ur­borgar við Kletta­garða ( 40% járn­blend­is­gjall og 5% kís­il­ryk ). Þessar til­raunir reynd­ust vel og styrk­leika­þró­unin var við­un­andi, sem staf­aði af kornafín­leika kís­il­ryks­ins, sem notað var í íslenska sem­ent­ið.

Hörðn­un­ar­tím­inn mun senni­lega verða erf­ið­astur við aðlögun poss­ól­an­sem­ents með hárri íblönd­un­ar­pró­sentu að því verk­lagi, sem tíðkast í nútíma steypu­gerð. Lík­legt er að það verði reynt með breyt­ingum á möl­un­ar­tækni sem­ents­ins og e.t.v. hröð­un­ar­hvöt­um, það er að segja efnum sem flýta hörðn­un­ar­ferl­inu.

Áhugi á útflutn­ingi gos­efna

Áhugi evr­ópskra sem­ents­fram­leið­enda á þess­ari nýju fram­leiðslu­tækni hefur þegar komið í ljós við nýlegar athug­anir þeirra á mögu­leikum á útflutn­ingi gos­efna héð­an. Fari svo að þær athug­anir leiði til útflutn­ings gos­efna er lík­legt að þau verði möluð hér og blönduð gjall­dufti í erlendum sem­ents­verk­smiðj­um. Þá myndi inn­flutt sem­ent notað hér á landi inni­halda íslensk poss­óla­nefni, sem flutt hafa verið út og aftur heim. Inn­flutn­ingi á gjall­dufti erlendis frá og bygg­ing blönd­un­ar­stöðva hér gætu verið fram­hald­ið.

Nýjasta nýtt

Að lokum skal nefnd ný teg­und steypu­bindi­efn­is, sem er nefnd jarð­fjölliðu -sem­ent eða geopolymer sem­ent. Þessi nýja sem­ents­teg­und harðnar á annan hátt en Portland­sem­ent. Það harðnar þegar steypu­steindir krist­all­ast (nálakrist­all­ar) við vötnun sem­ents­ins og gefa steyp­unni þannig styrk. Jarð­fjöllið­unin eða jarð­steypan (geopolymer concrete) verður aftur á móti til við ólíf­ræna fjölliðun ( geo-polymer­ization ) álsilikata, sem fyrir hendi eru í margs konar jarð­efn­um, t.d.ýmsum leir­teg­und­um, en einnig í gos­efnum og úrgangs­efnum frá iðn­aði.

Þessi efni hafa öll poss­ól­aniska eig­in­leika og eru í stórum dráttum þau sömu og þau poss­óla­nefni sem notuð eru í poss­ól­an­sem­ent. Þessi bindi­efni hafa einnig verið nefnd alkali­virk bindi­efni, þar sem hörðnun þeirra verður til við fjölliðun í upp­lausn af sterkum alka­lílút (natr­íum- eða kal­íum-hydroxíð).

Kolefna­laus og umhverf­is­væn!

Stein­steypa gerð með jarð­fjölliðun er að mestu kolefna­laus og því umhverf­is­væn. Hún nær góðum styrk og er þolin gegn áhrifum salts og sýru. Fram­leiðsla hennar krefst lægra hita­stigs ( um750°C ) og þar með minni orku en fram­leiðsla Portland­sem­ents (1450°C). Þar sem bindi­efnið mynd­ast án kalk­steins (kals­íum­kar­bónats) verður CO2 myndun hverf­andi ( 80-90% minni ) miðað við fram­leiðslu Portland­sem­ents.

Jarð­fjöllið­un­ar-­sem­ent harðnar mjög hratt og nær strax góðum styrk. Hingað til hefur það einkum verið notað í mann­virki, sem þurfa að ná fullum styrk á skömmum tíma ( t.d. við hern­að­ar­að­stæður ).

Banda­ríska sem­ents­fyr­ir­tækið Lone Star Industries hóf fram­leiðslu á geopolymer-­sem­enti undir nafn­inu Pyra­ment á níunda ára­tug síð­ustu aldar og var það notað að mestu sem blendi­efni með Portland­sem­enti í ýmsar fram­kvæmdir á vegum Banda­ríkja­hers. Fyrstu til­raunir með jarð­fjöllið­unar -bindi­efni hér á landi fóru fram hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands fyrir nokkrum árum og var notuð gosaska frá gos­inu í Eyja­fjalla­jökli sem grunnefni.

Spenn­andi mögu­leiki fyrir íslenskan iðnað

Þar sem til­raunir og reynsla af jarð­fjölliðun sem­ents eru ennþá skammt á veg komin og reynsla af stein­steypu með henni einnig, er örð­ugt að spá fyrir fram­tíð hennar sem bindi­efn­is. Fyrir Ísland er hún þó veru­lega áhuga­verð, þar sem hrá­efnin eru vel aðgengi­leg hér og til í miklu magni.

Aftur á móti er erfitt að spá fyrir um hvernig til tekst um sam­keppn­ina við Portland­sem­ents -kerf­ið, sem byggir á alda­gam­alli tækni­þekk­ingu og reynslu. Þó hafa vissir steypu­fram­leið­end­ur, sér­stak­lega í Ástr­al­íu, þegar hafið notkun á jarð­fjöllið­un­ar­sem­enti og þá einkum í til­bún­ar, steyptar ein­ingar fyrir hús og mann­virki með lágu kolefn­is­spori.

Verði sam­keppnin hag­stæð­ari fyrir þessa nýju sem­ents­teg­und en nú er, er hreint ekki úti­lokað að alís­lensk sem­ents­fram­leiðsla geti með tím­anum aftur orðið að veru­leika, þó að mark­að­ur­inn sé lít­ill.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri tækni­mála hjá Sem­ents­verk­smiðju rík­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar