Snúin staða á vinnumarkaði - Grafið undan viðræðunum?

Auglýsing

Staðan á vinnu­mark­aði er snú­in. Starfs­greina­sam­bandið (SGS) hefur þegar komið fram með kröfur sín­ar, meðal ann­ars um að lægstu laun hækki úr 214 þús­und í 300 þús­und, auk marg­svís­legra ann­arra atriða. Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja þessar kröfur algjör­lega óraun­hæf­ar, og vilja ekki hefja samn­inga­við­ræður nema að slegið verði af kröfum. Þau ótt­ast óða­verð­bólgu og að hag­kerfið geti ekki staðið undir svo mik­illi launa­hækk­un, og einnig for­dæm­is­gildið fyrir aðra. Um þetta er  nú harka­lega deilt, og ekki útséð með hvernig málin lenda, áður en sjálfar við­ræð­urnar hefj­ast fyrir alvöru.

Svo virð­ist sem allir sem hafa aðkomu að kjara­samn­ing­unum hafi af þeim miklar áhyggj­ur; for­sæt­is­ráð­herra, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, Seðla­banki Íslands,  verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­end­ur. Mein­ing­ar­munur á milli stjórn­ar­flokk­anna virð­ist líka vera aug­ljós, og him­inn og haf er á milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og atvinnu­rek­enda. Eitt af því sem gæti verið skýr­ingin á erf­iðri stöðu kjara­samn­ing­ana, eru áhrif aðgerða stjórn­valda að und­an­förnu. Þær hafa þrýst upp vænt­ing­um, að því er virð­ist. Lík­lega er það vel skilj­an­legt og greina má mik­inn hljóm­grunn með kröfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um miklar hækk­anir launa hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. En það sama verður ekki sagt um Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tekið undir þær raddir að undanförnu að svigrúm sé til þess að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa umtalsvert. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið undir þær raddir að und­an­förnu að svig­rúm sé til þess að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa umtals­vert.

Auglýsing

Fimm atriði koma upp í hug­ann varð­andi kjara­samn­ing­ana.



  1. Samn­ingur íslenska rík­is­ins við lækna skiptir miklu máli. Læknar náðu fram meira en 20 pró­sent hækkun á launum eftir verk­fall. Íslenska ríkið gaf tón­inn með þessum samn­ing­um, því læknar eru ekki eina stéttin í land­inu sem glímir við léleg kjör í sam­an­burði við önnur lönd eftir geng­is­fall krón­unnar og hafta­bú­skap­inn sem stjórn­mála­menn komu á með lög­um, og hafa ekki enn fundið lausn á hvernig á að kom­ast út úr. Hvaða áhrif hefur þetta á vænt­ingar fyrir kom­andi kjara­samn­inga? Aug­ljós­lega búast fleiri stéttir við miklum hækk­un­um, sam­bæri­legum þeim sem læknar hafa feng­ið. Margar aðrar stéttir vinna mik­ið, fyrir lág grunn­laun og við erf­iðar aðstæð­ur. Ef það er nægi­lega góð rök­semd fyrir 20 pró­sent hækkun launa, þá gætu miklar hækk­anir verið framund­an. Svo virð­ist sem Starfs­greina­sam­bandið horfi meðal ann­ars til þess­ara rök­semda í sinni kröfu­gerð.


  2. Hin svo­kall­aða leið­rétt­ing á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um, upp á 80 millj­arða króna, hefur líka áhrif á kjara­samn­inga. Þeir sem eru með lægstu launin og eiga minnst, ekki síst þeir sem eru á leigu­mark­aði, koma illa út úr þess­ari umdeildu aðgerð stjórn­valda. Fjár­hags­staða þeirra batnar ekk­ert, á meðan þau sem áttu fast­eignir fá betri fjár­hags­stöðu með pen­inga­fram­lagi úr rík­is­sjóði. Vænt­ingar um hækkun launa hjá þessum hópi skrúfast því eðli­lega upp. Þau sem eru í for­svari fyrir verka­lýðs­hreyf­ing­una hafa bent á þetta sjálf. Aðgerðin gerir lítið annað en að skapa úlfuð og órétt­læti, enda um sér­tæka aðstoð rík­is­ins gagn­vart litlum hópi að ræða. Heild­ar­skuldir heim­il­anna nema um 1.900 millj­örðum króna, og er aðstoðin því um fjögur pró­sent af heild­ar­skuldum heim­il­anna. Fyrir utan svo sam­eig­in­lega skuld allra heim­ila í land­inu, skuldir rík­is­sjóðs, en þær nema um 1.600 millj­örðum króna.


  3. Grunn­rökin að baki hinni svoköll­uðu leið­rétt­ingu, ein og sér, fela líka í sér mik­inn þrýst­ing til hækk­unar launa. Ef stjórn­mála­menn­irnir full­yrða, eins og þeir hafa ítrekað gert sumir hverj­ir, að það sé hægt að leið­rétta mark­aðs­þróun eftir á, með pen­inga­fram­lagi úr rík­is­sjóði, þá blasir við að ansi margar stéttar geta gripið til sam­bæri­legra raka í kjara­samn­ings­við­ræð­um. Það þarf að leið­rétta launin eftir það sem á undan er geng­ið, verður sagt. Slíkar raddir hafa verið leið­ar­stefið í kjara­samn­ingum kenn­ara­stétta, háskóla­manna og lækna að und­an­förnu. Jafn­vel þó stjórn­völd hafi ekki treyst sér til þess að festa í lög skil­grein­ing­una á for­sendu­brest­in­um, „tjón­in­u“, þegar á reyndi, þá færir þetta mik­inn þunga í vænt­ingar um launa­hækk­anir hjá ákveðnum hóp­um. Að þessu leyti er það sann­gjörn spurn­ing, hvort þessar aðgerðir stjórn­valda, með­talin mikil launa­hækkun lækna, hafi hugs­an­lega grafið undan kjara­samn­ings­við­ræð­unum sjálfum og gert þær snún­ari.


  4. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur lagt mikla áherslu á það að und­an­förnu, að nú sé tæki­færi til að hækka lægstu laun mynd­ar­lega. Þetta hefur komið skýrt fram í máli for­ystu­fólks flokks­ins, þeim Eygló Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og rit­ara flokks­ins, og Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra og for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Á sama tíma heyr­ast ekki svip­aðar raddir frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Að þessu leyti er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að stilla sér upp með verka­lýðs­hreyf­ing­unni, sem vafa­lítið fer ekki vel í alla Sjálf­stæð­is­menn. En kannski er þetta einmitt póli­tískt klókt hjá for­ystu­fólki Fram­sókn­ar­flokks­ins, enda mælist flokk­ur­inn nú með um níu pró­sent fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Hann þarf á breið­ari og meiri stuðn­ingi að halda, svo ekki sé meira sagt.


  5. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur gengið í gegnum sinn besta rekstr­ar­tíma í sög­unni á und­an­förnum árum, einkum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. Þetta á sér­stak­lega við um mörg af stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum lands­ins sem hafa verið meðal ann­ars verið að veiða, vinna og selja mak­ríl. Mikil fram­legð hefur verið í þess­ari starf­semi, eins og sést hefur á upp­gjörum fyr­ir­tækj­anna. Spurn­ingin sem vaknar í þess­ari kjara­samn­ingslotu, er hvort verka­lýðs­hreyf­ingin hafi mótað sér sýn á það hvernig launa­stefna í sjáv­ar­út­vegi á að vera til fram­tíð­ar. Er eðli­legt að sjó­menn séu á marg­földum launum starfs­fólks í landi? Er það full­kom­lega sann­gjarnt, og er sam­staða um það í verka­lýðs­hreyf­ing­unni að þannig eigi staðan að vera? Spenn­andi verður að sjá hvort þetta atriði verði meðal þess sem til umræðu kem­ur, en SGS minn­ist sér­stak­lega á mögu­leika til þess að hækka laun í gjald­eyr­is­skap­andi starf­semi í kröfu­gerð sinni.




Það er ekki ólík­legt að þessi atriði komi til umræðu við samn­inga­borðið á næst­unni, þó fólk sé tregt til þess að setj­ast við það í augna­blik­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None