Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð

Bjarni Jónsson stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð skrifar um afstöðu flokkanna til dánaraðstoðar. Flokkarnir eru sammála um könnun um dánaraðstoð en ósammála um lögleðingu hennar.

Auglýsing

Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð, sendi öllum stjórn­mála­flokkum sem bjóða fram til Alþing­is­kosn­inga 25. sept­em­ber n.k. könnun um afstöðu þeirra til atriða sem snerta dán­ar­að­stoð.

Spurn­ingar og aðferð­ar­fræðin

Spurn­ing­arnar voru þrjár:

  1. Styður flokk­ur­inn þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á síð­asta þingi um gerð skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoð­ar? (https://www.alt­hing­i.is/al­text/151/s/0889.html)
  2. Er flokk­ur­inn hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann upp­lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi
  3. Er flokk­ur­inn reiðu­bú­inn að styðja laga­frum­varp á Alþingi sem heim­ilar dán­ar­að­stoð?

Fram­boð tíu flokka fengu sendar spurn­ing­arnar og svör­uðu átta þeirra Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð (VG), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Eftir að skila­frestur rann út fengu tveir flokkar fram­leng­ingu á að svara en það voru Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn. Ekki hafa borist svör frá þeim.

Auglýsing

Úrvinnslan

Úrvinnsla svara var háttað á þann veg að nið­ur­staðan var greind í eft­ir­far­andi þætti: Já, Nei, Óákveð­ið/já­kvætt, Óákveð­ið/­nei­kvætt og Hlut­laust. Það er helst í óákveðnu þátt­unum sem beita þurfi hug­lægu mati á svörin ef ekki er hægt að lesa ákveðna skoðun á mál­inu. Reynt var eftir ítrasta mætti að gæta hóg­værðar við mat­ið.

Síðan er til fróð­leiks sett fram nið­ur­staða ef Alþingi afgreiddi málið eftir nið­ur­stöð­unni. Sá fyr­ir­vari er settur að allir þing­menn til­tek­ins flokks greiði atkvæði sam­kvæmt svari flokks­ins. Eðli máls­ins sam­kvæmt var ekki hægt að gera ráð fyrir mis­mun­andi afstöðu þing­manna innan sama flokks þar sem slík vit­neskja liggur ekki fyr­ir. En vit­an­lega eru þing­menn ekki eins­leitur hópur en ég ákvað þrátt fyrir það birta hugs­an­lega nið­ur­stöðu meira til þess að velta vöngum en að hún lýsi raun­veru­leik­an­um.

Afstaða flokka sem er óákveðin jákvæð eða nei­kvæð var síðan sett í já eða nei við útreikn­ing á fylgi á Alþingi.

Núver­andi þing­manna­tala flokk­anna er þessi: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn (16), VG (9), Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn (8), Sam­fylk­ingin (8), Við­reisn (4), Píratar (7), Sós­í­alista­flokk­ur­inn (0) og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn (0). Sam­tals eru þetta 52 atkvæði af 63 á Alþingi en Flokkur fólks­ins (2) og Mið­flokk­ur­inn (9) svör­uðu ekki.

Nið­ur­stöð­urnar

1. Styður flokk­ur­inn þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð var fram á síð­asta þingi um gerð skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoð­ar?

Svar – Já

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in, Við­reisn, Píratar og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

VG, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Nið­ur­staða Alþingis

Sam­kvæmt þessu yrði til­lagan um að fela heil­brigð­is­ráð­herra fram­kvæmd skoð­ana­könn­unar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar sam­þykkt með öllum greiddum atkvæðum eða 52.

2. Er flokk­ur­inn hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann upp­lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi

Svar – Já

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Hlut­laust

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, VG og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Nið­ur­staða Alþingis

Það eru 19 þing­menn sem styðja myndu sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins um að taka ákvörðun um eigið líf og dauða. 33 þing­menn eru hins vegar óákveðnir en eng­inn á móti.

3. Er flokk­ur­inn reiðu­bú­inn að styðja laga­frum­varp á Alþingi sem heim­ilar dán­ar­að­stoð?

Svar – Já

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn.

Nei

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Óákveð­ið/já­kvætt

Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Sós­í­alista­flokk­ur­inn.

Hlut­laust

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG.

Nið­ur­staða Alþingis

Það eru 19 þing­menn sem styðja laga­frum­varp sem heim­ilar dán­ar­að­stoð, 8 eru því and­snúnir og 25 óákveðn­ir.

Hver er þá nið­ur­staða könn­unar Lífs­virð­ingar um afstöðu flokk­anna?

Hvaða nið­ur­stöðu er hægt að greina úr svörum flokk­anna? Ég ætla að fara yfir nið­ur­stöðu hverrar spurn­ingar út frá ofan­greindum for­sendum og fyr­ir­vörum og leggja út af hvað flokk­arnir sögðu.

1. Skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks

Aug­ljóst er að þings­á­lykt­un­ar­til­laga um skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um dán­ar­að­stoð ætti auð­velda leið í gegnum Alþingi verði hún lögð fram á nýju þingi. Í svörum flokk­anna er oft nefnt mik­il­vægi þess að við­horf heil­brigð­is­starfs­fólks sé haft til hlið­sjónar í umræðu um mál­efnið og yrði nið­ur­staða könn­unar því mik­il­vægt inn­legg í hana.

2. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur ein­stak­lings að ráð eigin lífi og dauða

Varð­andi spurn­ing­una hvort virða eigi sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins við ákvörðun um eigið líf og dauða ger­ast mál snú­in.

Aðeins Við­reisn hefur skýra stefnu í mál­inu og segir í stefnu­skrá sinni: „Inn­leiða þarf val­frelsi varð­andi lífs­lok þannig við vissar vel skil­greindar aðstæð­ur, að upp­fylltum ströngum skil­yrð­um, verði dán­ar­að­stoð mann­úð­legur val­kostur fyrir þá ein­stak­linga sem kjósa að mæta örlögum sínum með reisn.“ Frjáls­lyndi flokk­ur­inn er á sömu skoðun en er ekki á þingi.

Þeir flokkar sem flokka má undir nið­ur­stöð­unni Óákveð­ið/já­kvætt eru Sam­fylk­ing­in, Píratar og Sós­í­alista­flokk­ur­inn. Í svari Sam­fylk­ing­ar­innar segir „Allir eiga rétt á að lifa með reisn, en einnig að deyja með reisn.“, í svari Pírata segir „þing­menn flokks­ins hafa stutt skref í þessa átt með sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sjúk­linga og mann­lega reisn að leið­ar­ljósi.“ Og í svari Sós­í­alista­flokks­ins segir „Valið á að vera ein­stak­lings­ins sjálfs.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð og Fram­sókn svara á mjög hlut­lausan hátt og svörin eru mjög svipað hjá þeim þremur á þann hátt að ekki hafi verið mótuð stefna um mál­ið. Í svari Sjálf­stæð­is­flokks­ins er því hins vegar bætt við að nokkrir þing­menn hafi beitt sér fyrir dán­ar­að­stoð og séu henni fylgj­andi. Fram­sókn getur þess í svari sínu að tölu­verð gagn­rýni hafi komið fram á skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra frá fyrra ári og þar sem ekki er sátt um málið þurfi þeir sem það styðja að vinna að auk­inni sátt. VG hefur ekki mótað sér stefnu í mál­inu.

Ef við leikum okkur með hugs­an­lega nið­ur­stöðu á þingi þá styðja 19 þing­menn sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­lings­ins varð­andi eigið líf og dauði en óákveðnir eru 33.

3. Frum­varp sem heim­ilar dán­ar­að­stoð

Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn eru með skýr svör og styðja slíkt frum­varp.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er einnig skýr í svörun en seg­ist ekki styðja slíkt mál og vísar til þess að ekki sé sátt um málið meðal heil­brigð­is­starfs­manna eftir gagn­rýni þeirra á skýrslu heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð sem lögð var fram árið 2020.

Afstaða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Sós­í­alista­flokks­ins er sett undir Óákveð­ið/já­kvætt. Sam­fylk­ingin er „jákvæð fyrir því að taka skref sem kanna mögu­leika á inn­leið­ingu dán­ar­að­stoðar á Íslandi.“ Píratar svara: „en þing­menn flokks­ins hafa stutt skref í þessa átt með sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sjúk­linga og mann­lega reisn að leið­ar­ljósi.“ Sós­í­alistar segja að „með­limi í innra starfi flokks­ins sem mál­efna­hópur sós­í­alista myndi taka vel í að styðja slíkt frum­varp.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vísar til þess hversu við­kvæmt málið er og því sé skoð­ana­könnun heil­brigð­is­starfs­manna mik­il­vægur þáttur við að svara spurn­ing­unni um stuðn­ing við lög um dán­ar­að­stoð. VG seg­ir: Stuðn­ing við slíkt frum­varp yrði að skoða með til­liti til þess að málið er flók­ið. Ekki er ein­göngu um að ræða heil­brigð­is­mál heldur kemur dán­ar­að­stoð inn á marga þætti eins og sið­ferði, lífs­skoð­anir og rétt­indi fólks.

Ef við setjum fram nið­ur­stöðu miðað við þessa afstöðu hlyti frum­varp um dán­ar­að­stoð fá stuðn­ing 19 þing­manna, 8 væru á móti og 25 óákveðn­ir.

Nið­ur­lag

Eins og kemur fram eru nið­ur­stöð­urnar ekki skýrar en flokk­arnir eru sam­mála um að skoð­ana­könnun um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks væri mik­il­vægt inn­legg í umræð­una og góð leið til að átta sig á hvernig land ligg­ur.

Aðeins tveir flokk­ar, Við­reisn og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn, svara skýrt um jákvæða afstöðu til dán­ar­að­stoð­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er einn flokka skil­merki­lega á móti þegar spurt er um stuðn­ing við frum­varp um dán­ar­að­stoð. Aðrir flokkar tala í hlut­lausum svörum en þó er hægt að merkja jákvæðni í svörum Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Sós­í­alista­flokks­ins við öllum spurn­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG skila hlut­lausum svörum nema um skoð­ana­könn­un­ina.

Fróð­legt verður að fylgj­ast með nið­ur­stöðum kosn­inga og hvaða ein­stak­lingar taka jákvætt í mál­efni um dán­ar­að­stoð. Lífs­virð­ing mun leit­ast við að eiga sam­ræður og skoð­ana­skipti við alla kjörna þing­menn til að umræðan verði byggð á góðum grunni stað­reynda.

Lífs­virð­ing mun halda áfram að vinna að auk­inni umræðu um dán­ar­að­stoð og hvetja þing­menn til að styðja þings­á­lyktun um skoð­ana­könnun um afstöðu heil­brigð­is­starfs­manna um dán­ar­að­stoð.

Höf­undur er stjórn­ar­maður Í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar